Morgunblaðið - 16.01.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.01.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 27 Morgunblaðið/Bjami Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra bergir á heilsudrykknum Gvendarbrunnavatni. Hjá honum standa Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri, Ólafur Ólafsson landlæknir, Magnús R. Gíslason yfirtannlækn- ir heilbrigðisráðuneytisins og Agúst Þorsteinsson skátahöfðingi íslands. I hvítu hrúgunni á borðinu er 1 kOó af sykri en það er það magn sem innbyrt er á einum mánuði ef drukkin er ein dós eða flaska af sætum gosdrykk á dag, í minni hrúgunni fremst á myndinni eru 15 sykurmolar en það er sykurmagnið í hverri dós eða fiösku. Herferð fyrir vatnsdrykkju TANNVERNDARRÁÐ sem starf- ar á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins gengst fyrir herferð fyrir vatns- drykkju síðustu vikur janúar og fyrstu vikur febrúar. Slagorð her- ferðarinnar er „IPO- tœrt og gott“. Á blaðamannafundi, þar sem Guð- mundur Bjamason heilbrigðisráð- herra hleypti herferðinni af stokkunum, kom fram að neysla vatns sem svaladrykks hefur á síðustu árum látið undan síga fyrir ýmis konar drykkjum sem misjafnir eru að gæðum og hollustu. Bentu ráðherra, landlæknir og fléiri embættismenn á að vatn væri orku- laus og hollur svaladrykkur og væri miður að á sama tíma og aðrar þjóð- ir flyttu inn vatn til drykkjar í stórum stíl litu margir íslendingar ekki við þessum ódýrasta svaladrykk sem völ er á. Einnig sagði Ólafur Ólafsson landlæknir að vatn væri eitt besta megrunarlyf sem völ er á, það að drekka 2 glös af vatni fyrir máltíð hefði reynst mörgum árangursríkt í baráttunni við aukakílóin. Davíð Oddsson borgarstjóri um formann Framsóknarflokksins: Ruglar saman orsök og afleiðingum DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri, segir að Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, rugli saman orsök og afleiðingum, þegar hann hvetur til að Reykjavíkurborg dragi úr fjárfestinum á næsta ári með því að tefja framkvæmdir við byggingu ráðhúss og veitingahúss í Öskjulilíð. „í rauninni er Steingrímur að tala um fjárfestingar, sem ekki er byrjað á og geta því hvorugar talist hafa áhrif þá þenslu sem verið hefur,“ sagði Davíð. I ræðu sem Steingrímur Her- mannsson hélt á fundi Framsóknar- félaganna um efnahagsástandið, sagði hafln að þensla, hár fjár- magnskostnaður og offjárfestingar væru komnar á alvarlegt stig. Lagði hann til að ríkisstjómin settist niður með fulltrúum borgarstjómarmeiri- hlutans í Reykjavík og ræddu leiðir til að draga úr fjárfestingum. Davíð bendir á, að hlutfallslega fari lítið fjármagn til byggingar ráðhúss og veitingastaðar í Öskjuhlíð, samanborið við önnur útgjöld. „Borgin fer ekki eins að og ríkið, að stór auka sína skatta til að standa undir eigin þenslu eða taka stórko6tleg erlend lán. Borgin gerir hvorugt," sagði Davíð. „Það er ljóst að formaður Framsóknar- flokksins er á villigötum þegar hann er að reyna að beina kastljósinu að borginni í þessum efnum og finnst mér það dálítið ankannalegt svo ekki sé meira sagt. Ríkið er nýbúið að leggja á marga milljarða í skatta, á þá sem fyrir eru. Það gerir borg- in ekki. Þess vegna er út í bláin að fara að benda á svona fram- kvæmdir, þó það sé kannski létt verk í pólitískum áróðri en er um leið löðurmannlegt." Steingrímur Hermannsson um verðbréfamarkaðinn: Kaupendur geta notað sér bágindi seljenda Auðvelt að hagnast á þann hátt, sé ávöxtunarfyrirtæki í hinni skúffunni „EINS og þetta var skýrt fyrir mér af kunnáttu manni, er alltaf hætta á því að verðbréfakaup- andinn geti notað sér bágindi þess, sem selur og fái bréfið með það miklum afföllum að það sé mjög arðvænlegt fyrir ávöxtun- arfyrirtæki að kaupa það. Ef verðbréfakaupandinn er með ávöxtunarfyrirtækið i hinni skúffunni, þá er stutt leiðin á milli,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Tilefni samtalsins eru ummæli ráðherrans á fundi hjá Framsóknar- félagi Reykjavíkur, þar sem hann sagði að fjármagnsmarkaðurinn væri orðinn að ófreslq’u. Hann sagð- ist jafnframt telja að verðbréfakaup og ávöxtunarfýrirtæki ættu ekki að vera á sömu hendi. „Þetta er ekki leyft í Banda- ríkjunum, en á Norðurlöndunum eru eitthvað fijálslegri reglur um þetta. Ég get ekki séð að á hinum litla, svokallaða fijálsa markaði okkar sé fijálsræði í þessu. Það er ekki markaðurinn, sem ræður því á hvaða verði bréfin ganga. Auðvitað ættu svona bréf að seljast á ein- hvers konar opnum markaði, þar sem í þau er boðið. Öðru vísi er það ekki raunverulegur markaður, sem ræður verðinu og frelsið takmark- að,“ sagði Steingrímur Hermanns- son. Útvegsbankinn: Tveir nýir aðstoðar- bankastjórar ráðnir „ÞESSI ráðning kemur mér ekki á óvart þvi að í raun breytist starf mitt ekkert hér við bankann. Hér er aðeins um að ræða breytingu á starfsheiti," sagði Kristín Lilja Steinsen, sem hefur verið ráðin aðstoðarbankastjóri í Útvegs- banka íslands ásamt Jakobi Ármannssyni, en þau störfuðu áður sem fulltrúar bankastjóra. Kristín Lilja mun vera fyrsta kon- an hér.á landi sem ber starfsheiti bankastjóra. Bankaráö Útvegsbankans ákvað á fundi sínum 12. janúar síðastliðinn að fulltrúar bankastjóra, þar Kristín og Jakob skyldu hér eftir bera starfs- heitið aðstoðarbankastjóri og er sú ákvörðun liður í endurskipulagningu bankans, sem Guðmundur Hauksson bankastjóri kynnti fyrr á árinu. Jakob Ármannsson hefur starfað um langt skeið sem sérfræðingur í erlendum viðskiptum á vegum Út- vegsbankans. Hann er 48 ára, kvæntur Signýju Thoroddsen sál- fræðingi. Þau hjón eiga fjögur böm. Kristín Lilja Steinsen er 30 ára viðskiptafræðingur. Hún lauk við- skiptafræðinámi við Háskóla Íslands árið 1982, en meistaraprófi MBA frá London Businesr Schoo! 1986. Húr. Almennir vextir: Ekki tímabært ao grípa inn í ákvarðanir DNGá Akur- eyri fær verðlaun - segir Jóhannes Nordal, banka stjórl Seðlabankans 7ÞARNA er um tvennt að ræða. :í fyrsta iagí hvort það eigi að lækka vexti með opinberum ák- vörðunum. Hvað það varðar er það niðurstaðí. Seðlabankans að ekki sé timabært að beita þeim ákvæðum, sem eru í lögunum um Seðlabankann um að við vissar aðstæður sé hægt að grípa inn i ákvarðanir bankanna um vexti. Við höfum nýlega gert ríkis- stjórninni grein fyrir því,“ sagði Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, i samtali við Morgunblað- ið. Tölvuvindufyrirtækið DNG h/f á Akureyri hlaut í gær heiðurslaun úr Verðlaunasjóði iðnaðarins. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn að viðstödduna forseta íslands. Þetta er í sjöunda skipti sem verðlaun eru veitt úr sjóðnum en hann stofnaði Kristján heit- inn Friðriksson 5 Últíma árið 1976, „í viðleitni til að vekja athygli á hinum ýmsu sviðum íslensks iðnaðar og hvetja menn til dáða ! þeim efnum,“ eins og Karl Friðrik Kristjáns- son, sonur Kristjáns, sagði við verðalunaafhendinguna. Karl afhenti bræðrunum Davíð og Nils Gíslasonum, sem fyrirtækið DNG. er kennt við, | verðlaunin, krónur 300 þúsund og sagði að snjöll hönnun DNG Morgunblaðið/ÓI.K.M. Kristín Lilja Steinsen og Jakob Ármannsson, sem ráðin hafa verið aðstoðarbankastjórar i Utvegsbankanum. var deildarstjóri verðbréfadeildar London og New York þar til hún hóf Kaupþings hf. 1982 til 1984, en störf sem fulltrúi bankastjóra hjá starfaði hjé Morgan Stanley Int. í TJtvegsbanka íslands hf. „Hins vegar skipta vextir af bundnu fé hjá Seðlabankanum ekki miklu máli. Það er tiltölulega lítil flárhæð miðað við lánsfjármarkað- inn, en bundin innistæða viðskipta- bankanna í Seðlabankanum er nú aðeins verðtryggð, er ekki á vöxt- um. Ég held að nú sé Seðlabankan- um ekki mögulegt að greiða vexti umfram verðtrygginguna. Afkoma hans leyfir það ekki, hún versnar einfaldlega um það, sem hugsanleg- um vaxtagreiðslum nemur, og það kemur þá niður á öðrum hluta markaðsins. Ég held einnig að það hafi ekki mikil áhrif á vaxtastigið í landinu," sagði Jóhannes Nordal. og góð útfærsla á færavindum fyrirtækisins, í nánu samstarfi við íslenska sjómenn, hafi valdið byltingu í færaveiðum og gert þær að einni arðbærustu at- vinnugrein á Islandi. í þakkarávarpi Nils Gíslasonar kom fram að DNG stendur nú vel eftir nokkra rekstrarerfið- leika í upphafi. Hlutafélag var stofnað um reksturinn í nóvem- ber 1984 og með' endurskipu- lagningu í hefur tekist að skjóta traustum rótum undir starfsem- ina. Fyrirtækið hyggst nota verðlaunaupphæðina til kaupa á tækjum til að þróunar og rann- sókna. Morgunblaðið/Sverrir Davíc og Nils Gíslasynir veita verðlaununum viðtöku úr hendi Karls Friðriko Kristjánssonar. Fremst á myndinni má sjá Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, sem viðstödd var afhendinguna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.