Morgunblaðið - 16.01.1988, Page 29
XmYM- .j»J MWAWAWA4 £&H&M9fVl9K
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 .
Jerúsalem:
Sjötíu menn særast í
átökum við lögreglu
“ Palestínumenn minnast 38 fallinna
Gaza, Reuter.
ÍSRAELSKIR hermenn felldu Pal-
4
Reuter
Lögregla flytur særðan Palestínumann á brott frá musteri múha-
meðstrúarmanna í Jerúsalem.
estínumann á Gaza-svæðinu í gær
og lögregla i Jerúsalemborg særði
að minnsta kosti 70 manns sem
minntust í gær 38 Palestínumanna
sem fallið hafa fyrir kúlum ísra-
elska hersins frá því óeirðir hófust
á hernumdu svæðunum þann 9.
desember.
Herinn réðst inn í mosku á Gaza-
svæðinu þar sem syrgjendur minnt-
ust hinna látnu og hvöttu til heilags
stríðs gegn gyðingum. Talsmaður
ísraelska hersins sagði að maðurinn
sem skotinn var til bana hefði kastað
gtjóti að hermönnum og flúið inn í
hús að því búnu. Hefði herinn freist-
að inngöngu í húsið en þá hefði
Takeshita
kveður
Bandaríkin
Washington, Reuter.
FJÖGURRA daga heimsókn No-
borus Takeshita forsætisráðherra
Japans til Bandaríkjanna lauk í
gær. í kvöldverðarboði með
fréttamönnum hét hann þvi að
styðja Bandaríkjadollar og efla
alþjóðleg viðskipti með þvi að
opna land sitt fyrir erlendrí vöru.
Kaupsýslumönnum i Bandaríkjun-
um þykja yfirlýsingar forsætis-
ráðherrans of almennar til að
hægt sé að reikna með minnkandi
viðskiptaafgangi Japana.
Undanfarið hefur gengi Banda-
ríkjadollars verið á niðurleið og er
viðskiptahalla Bandaríkjanna kennt
um. Hann verður þó að sjá í sam-
hengi við viðskiptaafgang annarra
ríkja. Hefur þrýstingur á Japani vax-
ið að auka ionflutning til að minnka
viðskiptaafgang sinn sem er sá mesti
sem nokkurt ríki heims býr að.
Bandarískir embættismenn glöddust
yfir þeirri yfirlýsingu Takeshitas að
Japanir hygðust nú opna land sitt
fyrir erlendum matvælum. Hins veg-
ar þótti hann ekki ganga nógu langt
í að leyfa þátttöku erlendra fyrir-
tælq'a í framleiðslu í heima fyrir.
Takeshita hélt í gær til Kanada til
fundar við Brian Mulroney forsætis-
ráðherra.
hugsanlegar afleiðingar þessara til-
lagna.
Tillögiir Gorbatsjovs
Utanríkisráðherra kvaðst tvíveg-
is hafa lagt það til á fundum
utanríkisráðherra Atlantshafs-
bandalagsins að skoðaðir yrðu þeir
möguleikar sem Gorbatsjov hefði
kynnt í Múrmansk-ræðunni og lagt
áherslu á mikilvægi þess að vopnum
í hafínu yrði fækkað. Kvaðst
Steingrímur áfram ætla að beita
sér fyrir því að þessar hugmyndir
yrðu skoðaðar en sagðist vilja
leggja áherslu á að sú skoðun ætti
eingöngu að fara fram innan Atl-
antshafsbandalagsins.
Steingrímur kvaðst ávallt hafa
talið að erfitt kynni að reynast að
ná fram því yfirlýsta markmiði, sem
fram hefðu komið í umræðum og
samþykktum frá Alþingi, þess efnis
að kjamorkuvopn yrðu einnig fjar-
ægð úr hafínu á milli landa ef
áltekin svæði yrðu lýst kjarnorku-
/opnalaus. „Eg hef alltaf talið að
>að yrði ákaflega erfitt að ná slíku
:ram og að eftiriit yrði ýmsum örð-
ígleikum háð. Því miður. Kafbátar
>ru innan sketjagarðsins í Svíþjóð,
>g ég hef ekki verið bjartsýnn hvað
>etta varðar." sagði utanríkisráð-
íerra. Kvaðst hann þó ekki vilja
itiloka fyrirfram að þetta reyndist
innt en sagðist ekki vera nógu fróð-
r úm hina hernaðarlegu hlið
lálsins til að segja til um hvort
ugmyndin um að bann hernaðar-
msvif á tilteknum svæðum væri
raunhæf eða ekki.
maðurinn rekið rýting í fót eins her-
mannsins. „Liðsforingi hóf þá
skothríð í samræmi við reglur hersins
og felldi manninn," sagði talsmaður-
inn að lokum. Fjölskylda hins látna
heldur því aftur á móti fram að hann
hafi verið skotinn á þaki húss síns
er hann reyndj að víkja sér undan
bareflum hermanna.
í Jerúsalem söfnuðust 300 Pa-
lestínumenn saman til að minnast
hinna föllnu undanfamar vikur. Þeir
köstuðu gijóti í lögreglu, veifuðu
flaggi Frelsissamtaka palestínu og
brenndu fána ísraels og Banda-
ríkjanna. Vitni segjast hafa séð hvar
særður lögregluþjónn var borinn á
brott eftir að hafa orðið fyrir hnull-
ungi. Læknar á Mukassed-sjúkra-
húsinu sögðust hafa gert að sárum
70 manna sem voru illa haldnir eftir
að hafa andað að sér táragasi frá
lögreglu og orðið fyrir barsmíðum
hennar.
Reagan í
rannsókn
Washington. Reuter.
HEILSA Ronalds Reagans, Banda-
ríkjaforseta, var i brennidepli í
gær en þá gekkst forsetinn undir
nákvæma læknisrannsókn á
sjúkrahúsi ajóhersins í höfuð-
borginni.
Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta
hússins, sagði að um venjulega skoð-
un, sem forsetinn gengist undir á
hálfs árs fresti, væri að ræða.
Fitzwater þvertók fyrir að læknis-
skoðunin stæði í sambandi við veik-
indi forsetans í vikunni. Hann þjáðist
af magakveisu og átti vökunætur
vegna ógleði og uppkasta. Reagan
verður 77 ára í febrúar.
Að læknisrannsókn lokinni átti for-
setinn að halda til sveitaseturs síns,
Camp David, í Maryland þar sem
hann ætlaði að hvílast yfir helgina.
SKIUÐ
LAUNAMÐUM
ítœkatíð
Launamiðum fyrir greidd laun á árinu 1987 þarf að skila
nú sem endranær.
Síðasti skiladagur er
20. ianúar nk.
KENNITALA ÍSTAÐ NAFNNÚMERS
í stað nafnnúmers ber nú að tilgreina kennitölu
bæði launamanna og launagreiðenda.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI