Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988
hópur fólks á enn um sárt að binda
vegna misgengis launa og lánskjara
á árunum 1983 og 1984. En þar
er ekki um að kenna háum vöxtum
nú. Misgengi launa og lánskjara
hefur raunar verið með öfugu for-
merki síðustu tvö til þijú ár.
Aður en skilið er við áhrif vaxta
á íjárhag almennings verður að
geta þess, að það eru fýrst og
fremst eigendur spariijár, sem hafa
hag af háum vöxtum. Því fer víðs
fjarri, að hér sé eingöngu um stór-
eignafólk að ræða, því að §ölmargir
einstaklingar hafa lagt til hliðar
tiltölulega litlar fjárhæðir. Fyrir
nokkrum árum hefði þessi spamað-
ur glatast á skömmum tíma. Nú
ber hann góða vexti, sem hvetur
án efa til frekari spamaðar í pen-
ingalegum eignum, en á því er engin
vanþörf. Hins vegar er vafamál,
þvort raunvextir þurfi til lengdar
að vera jafnháir og nú til að tryggja
viðunandi spamað.
Lækkun vaxta
Þótt margvísleg rök hafí verið
færð fyrir því að framan, að al-
mennt séu raunvextir síst hærri hér
á jandi en erlendis, er engu að síður
brýnt, að raunvextir lækki í fram-
tíðinni. Til að svo verði duga hvorki
hróp né köll né frómar óskir. Sam-
ræmd efnahagsstefna, sem stuðlar
að jafnvægi í þjóðarbúskapnum, er
forsenda lækkunar vaxta. Eins og
nú horfir um stöðnum eða jafnvel
afturkipp í þjóðartekjum á þessu
ári verður að veita þjóðarútgjöldum
'Sítrasta aðhald. Þar kemur meðal
annars til greina frestun ýmissa
meiri háttar framkvæmda, þótt
góðar séu í sjálfu sér. Fram-
kvæmdafé, ef til er, getur nú-
varðveist óskert við skilyrði já-
kvæðra raunvaxta. Útilokað er að
gera hvort tveggja í senn, herða
aðhald í peningamálum og lækka
vexti, nema grípa jafnframt til
skömmtunar á fjármagni. Skömmt-
un á fjármagni til þeirra, sem
velvildar njóta, kemur að mínum
riómi ekki til greina sem stjómunar-
leið. Háir vextir gera hins vegar
erfítt um vik að herða aðhald í pen-
ingamálum. Lykilatriði í sam-
ræmdri efnahagsstefnu við ríkjandi
aðstæður er því aðhald í Qármálum
ríkisins. Alþingi samþykkti nýlega
hallalaus fjárlög fyrir þetta ár. Vel
má vera, að þar hafi ekki verið
gengið nógu langt heldur þurfi á
næstunni að gera ráðstafanir til að
tryggja, að afgangur verið af
rekstri ríkissjóðs á þessu ári.
Tíl lengri tíma litið getur endur-
skipulagning bankakerfísins átt
þátt í lækkun útlánsvaxta eða betri
ávöxtunar spari§ár í bönkum. Svo
virðist sem vaxtamunur lánastofn-
ana sé almennt meiri hér á landi en
í nágrannalöndunum, sem bendir
til óhagkvæmni í íslenska banka-
kerfínu. Með minni afskiptum
ríkisins af rekstri banka og sam-
runa banka og sparisjóða í færri
og öflugri lánastofnanir er von til
þess að vaxtamunur í bankakerfinu
geti minnkað. Til þess að tryggja
samkeppni í slíku bankakerfi, og
þar með aðhald að vaxtamun, er
róttækasta leiðin að leyfa starfsemi
erlendra fjármálastofnana hér á
landi, ýmist í gegnum umboðsskrif-
stofu eða með þátttöku í íslenskum
hlutaQárbönkum.
Stjórn peningamála á síðasta ári
hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir
aðhaldsleysi og jafnframt fyrir háa
vexti. Þessi gagnrýni er þverstæðu-
kennd. Víst má telja, að ekki hafi
verið brugðist nógu hart við í stjóm
peningamála á fyrri hluta síðasta
árs, en menn verða að gera sér
ljóst, að strangt aðhald í peninga-
málum þýðir a.m.k. fyrst um sinn
hærri vexti en ekki lægri.
Á næstunni er mikilvægt, að
gerðir verði raunhæfir kjarasamn-
ingar, sem veiji kjör hinna lægst
launuðu um leið og stefnt verði að
hjöðnun verðbólgu. Þegar slíkir
samningar eru í sjónmáli á Seðla-
bankinn hiklaust að beita frum-
kvæði sínu í vaxtamálum til að
tryggja lækkun nafnvaxta samstiga
lækkandi verðbólgu. Háum vöxtum
fylgir vissulega vandi, en hið eigin-
lega vandamál er verðbólgan.
•• Höfundur er vióskiptaráóherra.
Þingsályktunartillaga fjögurra stjórnarþingmanna:
Kannað verði að tengja íslensku
krónuna stærra myntkerfi
Kristinn Pétursson (S/Al) hefur ásamt þeim Guðna Ágústssyni
(F/SI), Eyjólfi Konráð Jónssyni (S/Rvk) og Karli Steinari Guðnasyni
lagt fram tillögu til þingsályktunar um íslenskan gjaldmiðil. í tillög-
unni er lagt til að Alþingi skori á rikisstjórnina að skipa nefnd til
þess að athuga hvort, og þá með hvaða hætti helst, kæmi til greina
að tengja íslenskt myntkerfi við annað stærra myntkerfi, þannig
að íslenskur gjaldmiðill njóti alþjóðlegrar viðurkenningar og varan-
legum stöðugleika verði náð i gengismálum hér á landi.
í greinargerð með tillögu þing- flutningsatvinnuvegimir fá yfir sig
mannanna segir að fastgengis-
stefna hafi ríkt hér á landi síðan í
maí 1983. Hún hafi reynst haldgóð
í þeim tilgangi að ná auknum stöð-
ugleika í efnahagslífinu, en nú
virðist mikil spákaupmennska ýta
undir þenslu og verðbólgu. Sem
dæmi um þá þróun nefna þing-
mennimir
1) að tiltrú almennings á fastgeng-
isstefnunni sé ekki nægileg, 2)
að erlendir aðilar treysti ekki mynt
okkar,
3) að verð vöm og þjónustu fari
sífellt hækkandi,
4) að framkvæmdaaðilar hraði
verkum sínum áður en allt hækkar,
5) að verkalýðsforystan kreíjist
ríflegra kauphækkana og
6) að of háir vextir endurspegli liði
1-5.
Til viðbótar þessu hefðum við svo
„lánskjaravísitölu" sem Qárfesting-
arsjóðimir miðuðu flestir lán sín
við, þannig að lántakendur yrðu að
greiða alla áðumefnda spákaup-
mennsku þegar þeir greiddu lán sín
til baka. Það mætti telja mjög hæp-
ið að þeir, sem hefðu tekið lán með
lánskjaravísitölu að einhveiju ráði,
gætu í framtíðinni greitt þessa spá-
kaupmennsku til baka, til viðbótar
því að greiða höfuðstól lánsins. _
Þá segir í greinargerðinni: „Út-
allan kostnað af spákaupmennsk-
unni. Þessir mikilvægu atvinnuveg-
ir geta ekki sótt svona hækkanir í
vasa erlendra neytenda. Afleiðing-
amar eru lakari samkeppnishæfni
íslenskra útflutningsatvinnuvega á
erlendum mörkuðum, sem aftur
leiðir af sér verri lífskjör hér á
landi, verði ekkí gripið til varan-
legra aðgerða til þess að draga úr
spákaupmennsku þeirri sem nefnd
var hér að framan.
í skiptum fyrir alþjóðlega gjald-
miðla fá útflutningsatvinnuvegimir
í hendur íslenskar krónur án þess
að geta haft nokkur áhrif á verð-
gildi hins íslenska gjaldmiðils.
Það er í gegnum þetta kerfí sem
landsbyggðin tapar sífellt í sam-
keppni sinni við höfuðborgarsvæðið.
Með þingsályktunartillögu þessari
er verið að efna til umræðu um að
fara nýjar leiðir.
Gamla gengisfellingaraðferðin er
ekki líkleg til þess að leysa neinn
vanda. Ringulreiðin og sjálfvirkni í
hækkunum, svo sem lánskjaravísi-
tala, kaupæði og önnur spákaup-
mennska, skapar ekki minni vanda
en leysist við gengisfellingu. Rétt
er einnig að minna á vanda þeirra
sem skulda mikið í Húsnæðismála-
stofnun ef gamla gengisfellingar-
AIÞIIMSI
og verðbólguhjólið færi á fullt á
nýjan leik.
Aldrei áður hefur verið jafn-
mikilvægt að ná til langframa
stöðugleika í efnahagsmálum hér á
landi því að samkeppni fer sífellt
harðnandi á innlendum og erlendum
lánamörkuðum þar sem flutningar,
upplýsingar og samskipti milli ein-
stakra markaðssvæða og landa
verða sifellt auðveldari vegna örra
framfara á öllum sviðum.
Ekki kemur til greina að hefja
aftur upptöku sparifjár, en talið er
að á árunum 1970-83 hafi sparifjár-
eigendur verið hlunnfamir um
u.þ.b. 90 milljarða króna eða um
tvöföld fjárlög ársins 1987.
Hugmynd um að tengja íslenska
mynt öðrum myntkerfum hefur ver-
ið rædd áður og hafa andmælendur
hennar sagt að það þýði skerðingu
á sjálfstæði þjóðarinnar, án þess
þó að rökstyðja það nánar. Flutn-
ingsmenn telja að sjálfstæði þjóðar-
innar stafi ekki eins mikil hætta
af neinu í framtíðinni og þeirri sjálf-
heldu sem peningamál á íslandi
munu komast í, verði ekkert að
gert.“
Húsavík:
Útgerðin gekk með svipuð-
um hætti og undanfarin ár
Húsavík. ^
Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömuson
Eysteinn Gunnarsson vigtarmað-
ur Húsvíkinga í 24 ár.
Húsavfk.
Sjávarútvegurinn á Húsavík
gekk með svipuðum hætti á liðnu
ári og árin á undan. Bolfiskafli
hefur farið minnkandi síðastliðin
5 ár en rækjuveiði aukist.
Útgerð frá Húsavík var á liðnu
ári svipuð og undanfarin ár, þó með
þeim breytingum að togarinn Júlíus
Havsteen frysti nú um borð allan
sinn afla sem var að mestu rækja.
En togaranum var breytt í svokallað
frystiskip á miðju ári 1986.
Loðnuskipið Náttfara RE keyptu
Fiskiðjusamlagið og Bjami Aðal-
geirsson og heitir skipið nú Galti
ÞH 320 og útgerðarfélagið Brík hf.
GENGISSKRÁNING Nr. 9. 15. janúar 1988
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gangl
Dollari 36,27000 36.39000 35,99000
Sterlp. 66.27600 66.49500 66,79700
Kan. dollari 28,10500 28,19800 27.56800
Dönsk kr. 5.78610 5,80620 5,82360
Norsk kr. 5,76580 5,78490 5,72220
Sænsk kr. 6,12880 6.14900 6.14430
Fi. mark 9,10390 9,13400 9,03250
Fr. franki 6.57600 6,59780 6,62490
Belg. franki 1,06260 1,06610 1,07400
Sv. franki 27,24510 27,33520 27.66330
Holl. gyllini 19,88070 19,86620 19,95560
V-þ. mark 22,24470 22,31830 22,45870
ít. líra 0,03015 0,03025 0,03051
Austurr. sch. 3,15910 3,16960 3,18780
Port. escudo 0,27080 0,27170 0,27470
Sp. peseti 0,32720 0,32820 0,33000
Jap. yen 0,28740 0,28835 0,29095
írskt pund 59,04800 59,2430 59,83300
SDR (Sórst.) 50,34200 50,58600 50,54330
ECU, evr. m. 45,89970 46,05150 46,29390
Tollgengi fyrir janúar er sölugengi 28. des.
Sjálfvirkur 62 32 70. símsvari gengisskráningar er
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 46,50 41,00 43,96 29,2 1.285.458
Ýsa 69,00 35,00 47,91 16,3 780.769
Ufsi 26,00 25,00 25,78 4.3 110.662
Steinbitur 23,00 16,00 19,89 2,7 54.526
Keila 12,00 12,00 12,00 2,6 31.724
Karfi 33,00 32,00 32,97 3.2 106.439
Annaö 59,79 0,5 29.895
Samtals 40,80 58,8 2.399,573
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 15. janúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Selt var aðallega úr Eini HF, Stakkavík ÁR og Sigurjóni Arnljóts-
syni. Nk. mánudag verður seldur fiskur úr línubátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA í Njarðvík
Þorskur
Þorskur 48,00 21,00 44,51 27,0 1.201.700
Ýsa 62,00 40,00 53,65 10,0 536.500
Karfi 38,00 15,00 32,61 4,2 137.000
Steinbítur 27,50 23,50 26,56 4,2 111.600
Annaö 24,81 12,0 297.800
Samtals 39,00 57,4 2.284.600
Selt var úr dagróðrabátum. í dag verður uppboð klukkan 14.30.
FISKMARKAÐUR NORÐURLANDS
Þorskur
Þorskurfósl.) 34,10 34,10 34,10 3,9 102.300
Selt var úr Sjöfn ÞH.
FISKMARKAÐUR VESTMANNAEVJA hf.
Þorskur
Blandað 23,50 23,50 23,50 5,0 117.500
Selt var úr Suðurey VE. I dag veröur selt úr Finni Sigurgei.rssyni.
Var það á rækjuveiðum og aflaði
vel og hefur nú um áramótin hafið
loðnuveiðar.
Rækjuveiðar og vinnsla hefur
aukist mjög mikið á Húsavík síðast-
liðin ár. Innlögð rækja hjá FH 1983
var 385 tonn en á síðastliðnu ári
um 1.940 tonn að verðmæti um 170
milljónir. Á sama tíma hefur inn-
lagður bolfiskur hjá félaginu
minnkað úr 8.900 í 6.800 tonn.
Skipastóllinn hefur samt stækk-
að, því auk Galta keypti Korraút-
gerðin nýtt skip, 190 tonna, Geira
Péturs, og Sæborgarútgerðin keypti
Siglunesið, 101 tn., en seldi 15
tonna bát.
Bolfiskur innlagður hjá Fiskiðju-
samlaginu 1987 varð 6.840 tonn
(6.700). Rækja 1.940 tonn (1.490).
Korri saltaði 330 tonn og Uggi 210
tonn.
Eitt af brýnustu verkefnum í
atvinnumálum Húsavíkur er að ná
bolfískaflanum í það sama sem
hann var 1983 eða 10 þús. tonn
því aðstaða í landi er fyrir hendi
að taka á móti meira en því magni.
— Fréttaritari
ÖiD PioiveeR
HUÓMTÆKI