Morgunblaðið - 16.01.1988, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988
ÞINGBRÉF
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Skýringarmynd til vinstri sýnir þróun rikisútgjalda 1950-1985. Miðað við 100 sem vísitölu ríkisútgjalda 1950 sýnir þessi mælikvarði vöxt
í 406, eða fjórföldun útgjaldanna. Skýringarmynd í miðju sýnir vöxt opinberra útgjalda sem hlutfall af landsframleiðslu. Þriðja
skýringarmyndin sýnir fjölgun opinberra starfsmanna sem hlutfall af starfandi landsmönnum.
Fjórföldun ríkisútgjalda frá 1950
Ríkisumsvif þó minni hér en í OECD-ríkjunum
„íslenzka hagkerfið er skiL
greint sem blandað hagkerfi. I
því felst að í grundvallaratrið-
um er það markaðskerfi með
allmiklum ríkisafskiptum."
Á þessum orðum hefst inn-
gangur sérprentunar úr riti
Framtiðarkönnunar, sem ber
heitið „Fjárhagur hins opin-
bera til ársins 2010“. Útgefandi
er Fjárlaga- og hagsýslustofn-
un.
En hvert er hlutverk hins
opinbera i hagkerfinu og þjóð-
arbúskapnum? Því er m.a.
svarað í þessu riti, sem hér
.verður lítillega gluggað i. Þar
er einnig vikið að vexti opin-
berra umsvifa hér á landi og
gerður samanburður við hlið-
stæð umsvif í OECD-ríkjum.
I
„Nú til dags er almennt litið á
hlutverk hins opinbera sem
þríþætt", segir í tilvitnuðu riti
Fjárlaga- og hagsýslustofnunar:
„f fyrsta lagi að tryggja ör-
yggi og réttarstöðu þegnanna —
og að veita almenna þjónustu, svo
sem heilbrigðiáþjónustu og mögu-
leika til menntunar...“
„í annan stað er hinu opinbera
ætlað að stuðla að sem mestu
jafnvægi í þjóðarbúskapnum.
Framleiðsluþætti, vinnuafl, jár-
magn og náttúruauðæfí þarf að
nýta þannig að afrakstur verði
sem mestur og efnahagssveiflur
og áhrif þeirra sem minnstar ...“
„í þriðja lagi hefur hið opin-
bera á síðari árum gegnt
mikilvægu hlutverki við að
jafna og tryggja tekjuskiptingu
í þjóðfélaginu ... Hér er ýmist
beitt sköttum til þess að ná
settu marki eða útgjöldum í
formi niðurgreiðslna og
styrkja ...“
II
Hlutur hins opinbera í þjóðar-
búákapnum hefur aukizt hér á
landi á síðustu áratugum — sem
í flestum öðrum ríkjum. Þessi
aukning er mæld á þrennan hátt
í tilvitnuðu heimildariti:
1) Heildarútgjöld hins opinbera
hafa aukizt úr 26,2% af lands-
framleiðslu á ári að meðaltali
1961-1965 í 33,5% 1981-1985.
2) Opinber útgjöld á hvern
landsmann hafa fjórfaldast á 35
árum (1950-1985),^ eða um 4%
að jafnaði á ári. Á sama tíma
hefur þjóðarframleiðslan tæplega
þrefaldast, eða um 2,7% að jafn-
aði á ári.
3) Á síðasta aldaríjórðungi
fjölgaði vinnandi íslendingum um
2,7% á ári að jafnaði. Atvinnuþátt-
taka kvenna jókst mjög á þessu
árabili. Meðaltalsjölgun opin-
berra starfsmanna var á hinn
bóginn verulega meiri en aukning
vinnuaflsins í heild á sama tíma-
bil— eða 5,7%. Það eru ekki sízt
heilbrigðis- og menntakerfin sem
hafa vaxið að þessu leytu. Hér
er þess að gæta að þjónusta af
þessu tagi byggir meira á fólki
en minna á vélum og tækjum en
aðrar starfsgreinar.
III
„í flestum vestrænum ríkjum
hefur búskapur hins opinbera vax-
ið örar en landsframleiðsla á
undanfömum árum og áratug-
um,“ segir í ritlingnum. Ríkisum-
svif eru og víða meiri en hér.
Þannig vóru ríkisútgjöld í OECD-
ríkjum 1980-83 41,2% af lands-
framleiðslu (meðaltal) en tæplega
33% hér á landi.
Skýringar á þessum mismun
eru taldar margar:
* Mismunandi aldursdreifing
þjóða.
* Ellilífeyrisþegum hefur fjölg-
að hlutfallslega meira í öðrum
V-Evrópuríkjum — en hlutfall
vinnuafls af mannfjölda lækkað.
* Mismunandi tilhögun lífeyris-
trygginga.
* Atvinnuleysisbætur eru
„verulegur hluti opinberra út-
gjalda" í flestum ríkjum OECD.
* Island hefur engin útgjöld til
hermála sem nema allt að 2% af
landsframleiðslu í samanburð-
arríkjunum.
IV
I ritlingnum velta menn fyrir
sér hugsanlegri þróun ríkisum-
svifa og ríkisútgjalda fram til
ársins 2010. Þar eru sett fram
þijú mismunandi reiknilíkön til
að spá í framtíðina hér á landi
að þessu leyti. Hér verður ekki
gerð tilraun til að skýra þau, en
það er gert ítarlega í ritinu. En
niðurstaða getspár er sú, þegar
fagfólkið hefur „leikið" að tölum
og tölvum, að „samkvæmt líkana-
reikningunum stefni í að opinber
útgjöld auki hlutdeild sína úr
34-35% af vergri landsframleiðslu
árið 1987 í 40-55% árið 2010“.
„Hvort hlutdeild opinberra út-
gjalda í VLF eykst um 10 eða 20
prósent virðist bæði háð því, hvort
útgjöld til þyngri málaflokka vaxi
„stjómlaust", eins gert er ráð fyr-
ir í fastvaxtarlíkaninu, eða hvort
þau fylgi þjóðartekjum, eins og
gert er ráð fyrir í í teygnilíkan-
inu. Því til viðbótar virðist miklu
máli skipta með hvaða hætti hin
opinberu útgjöld eru fjármögnuð.
Séu opinber úgjöld fjármögnuð í
aðalatriðum með sköttum ná
vaxtagjöldin aldrei meiru en að
tvöfaldast sem hlutfall af VLF
miðað við það sem er í dag. Séu
opinber útgjöld hinsvegar fjár-
mögnuð með lánum verða vaxta-
greiðslur einn af stóru póstunum
á útgjaldahlið hins opinbera.
Mælt sem hlutfall af VLF gæti
þetta munað allt upp í 5-6 pró-
sentum", sem er ekkert smáræði.
Framtíðarvandi hins opinbera
næsta aldarfjórðunginn virðist
meðal annars af tvennum toga.
Annarsvegar stýring útgjaldaþró-
unar ríkis og sveitarfélaga — til
samræmis við efnahagsframvindu
og greiðslugetu skattborgara og
samfélagsins. Hinsvegar ákvörð-
um um það, hvern veg útgjöldin
verða fjármögnuð, það er ein-
vörðungu með sköttum, eða að
hluta til — og þá hve stórum —
með dýrkeyptri skuldasöfnun.
Viðvarandi hallarekstur ríkis-
sjóðs, með tilheyrandi aukningu
eftirspurnar eftir lánsfjármagni
hækkar og vexti, svo sem dæmin
sanna.
Skipulagðar hópferðir
fyrir aldraða að Flúðum
Samstarf ferðaskrifstofunnar Sögu o g Skjólborgar hf
Selfossi.
SKJÓLBORG hf. á Flúðum í
Hrunamannahreppi og Ferða-
skrifstofan Saga bjóða í vetur
eldri borgurum upp á skipulagðar
hópferðir. Dvalið er á Flúðum og
farið þaðan í stuttar kynnisferðir
um nágrennjð.
Ferðaskrifstofan Saga hefur tekið
að sér söluumboð fyrir Skjólborg hf.
á Flúðum. Samstarf þessara aðila
hófst 1. október á síðastliðnu ári og
sér Saga um markaðssetningu og
bókanir á gistiherbergjum Skjólborg-
ar og annarri aðstöðu. Skipulagðar
hafa verið ýmiskonar ferðir fyrir ís-
lendinga og útlendinga og eru
hópferðir eldri borgara liður í því
starfí.
Hjá Skjólborg eru 20 tveggja
manna gistiherbergi í sambyggðum
burstahúsum. Herbergin eru sérstök
að því leyti að við hvert þeirra er
heitur pottur, nokkuð sem nýtur vin-
sælda. í vor munu bætast við fjögur
ný herbergi. Á sumrin nýtir Skjól-
borg 19 herbergi af heimavist
Flúðaskóla. Veitingasala er í skólanr
um á sumrin og allt árið í félags-
heimilinu. Kennslustofur skólans og
salir félagsheimilisins bjóða upp á
margs konar nýtingu svo sem til
ráðstefnuhalds fyrir allt að 100
manns.
Aðstaða fyrir ferðamenn er í stöð-
ugri uppbyggingu á Flúðum. Sund-
laugin var nýlega endurbyggð og þar
eru nú nýir búningsklefar, gufubað
með náttúrulegri gufu og sólarbekk-
ir. í fyrra var Ferðamiðstöð Flúða
stofnuð og rekur sumarhús og tjald-
stæði auk þess að bjóða upp á ýmsa
þjónustu. ,
Minjasafn Emils Ásgeirssonar í
Gröf er nokkuð sem gestir á Flúðum
verða að skoða. Safnið er í einkaeign
Emils og ekki ahnað en að banka
uppá hjá honum og fylgir hann þá
fólki um safnið' af ljúfmennsku.
Emil kann sögu hvers grips, enda
hefur safnað öllu sjálfur. Gömul
og kirkjustaðnum í Hruna auk fjöl-
margra smærri muna, tækja og tóla
frá fyrri tíð. Þar eru tilbúin jólatré,
lausnarsteinar og fjalaköttur. Það
er því hægt að eiga góða og fróðlega
stund í gamla íjósinu hjá Emil en
þar geymir hann munina.
Hópferðir eldri borgaranna hefjast
á sunnudegi og lýkur á föstudegi og
er hver dagur skipulagður með stutt-
um ferðum þar sem fólki gefst kostur
á að hitta íbúa hreppsins og sjá
merka staði. Þessar férðir eru í boði
fram til 30. apríl.
smiðjá er í safninu, líkön af kirkjum Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hinum sambyggðu burstahúsum Skjólborgar fylgir heitur pottur á
veröndinni.
Emil Ásgeirsson við líkanið af kirkjustaðnum Hruna en það lét hann
gera. ,
Það er mikið af munum sem gaman er að skoða i safni Emils í Gröf.