Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 HelgiJónsson frá Isabakka - Minning Fæddur 28. desember 1937 Dáinn 10. janúar 1988 í blóma lífsins féll Helgi Jónsson bóndi á ísabakka frá; eins og hendi væri veifað kvaddi hann þennan heim nokkrum dögum eftir fimm- tugsafmæli sitt. Okkur sem eftir sitjum setur hljóð og áleitnar spum- ingar hrannast upp: Hvers vegna gerast slík ósköp? Hvað veldur að maður sem virtist hreystin sjáif, deyr svo skyndilega? Hvers vegna fékk hann ekki að njóta afrakstur erfíðis síns? En við vitum að engin svör fást; lífíð er hverfult og eftir standa þau spor og þær minningar seni hver og einn skilur eftir sig. Það er huggun harmi gegn að ævi- starf Helga Jónssonar og öll ráðabreytni ber honum og minningu hans fagurt vitni um ókomin ár. I okkar augum var hann sómi sinnar stéttar. Að- hefja búskap á jörð þar sem allt þarf að rækta og byggja upp frá grunni er ekkert ' áhlaupaverk. En þegar saman fer órofa samstaða og ósérhlífni dugn- aðarhjóna og verklag og útsjónar- semi bóndans, þá má vænta árangurs s_em er í frásögur fær- andi. Á ísabakka gerðust slík undur. Þar sem áður var óræktað land og engin hús er nú risið bú, sem einkennist af myndarskap, hagkvæmni og smekkvísi. Á sama hátt bar bústofninn ræktendum sínum órækt vitni um eljusemi og umhyggju. Sjaldan höfum við séð sælli skepnur en í umsjón Helga og hans ágætu konu, Önnu Soffíu, sem nú sér á eftir góðum eigin- manni og vini. Það var því mikið lán þegar son- ur okkar fékk að dvelja nokkur sumur hjá þeim heiðurshjónum og syni þeirra Jóni Matthíasi. Sú dvöl var honum uppspretta ánægju og þroska. Hlutur Helga Jónssonar í því efni var stör og virðingin sem ungur drengur bar fyrir honum er og verður góður grunnur fyrir mati á sönnum mannkostum. Góður drengur er fallinn frá. Eftir standa verk hans óbrotgjöm og minning sem lýsir okkur hinum veg heiðarleika, trúmennsku og ósérhlífni. Blessuð sé minning Helga Jóns- sonar frá ísabakka. Áslaug Hauksdóttir Ingólfur Sverrisson Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er, heimurinn og þeir sem í honum búa. Því að hann hefir grundvailað hana á hafinu og fest hana á vötnunum. Hver fær að stíga upp á fjall Drottins, hver fær að dyljast á hans helga stað? - Sá er hefír óflekkaðar hendur og hreint hjarta, eigi sækist eftir hégóma og eigi vinnur rangan eið. Hann mun blessun hljóta frá Drottni og réttlætingu frá Guði hjálpræðis síns. - Þessi er sú kynslóð er leitar Drottins, stundar eftir augliti þínu, þú Jakobs Guð. (24. Daviðssálmur) Sorgin hefur kvatt dyra í húsi okkar. Helgi mágur minn og næsti nágranni er horfínn úr tilveru okk- ar, dáinn. Eftir stendur svo stórt skarð, að okkur fínnst sem stoðum hafí verið kippt undan lífí okkar. Ekkert verður nokkum tímann eins og yar. Ég sé bæinn þeirra Önnu og Helga úr mínu húsi, þar sem ég sit og skrifa þessi fátæklegu orð. Þar hafa sorgin og söknuðurinn sest að um hríð. Allir hlutir þar, — bústofn- inn, vélarnar, umhverfíð, húsin, — allt, ber húsbónda sínum fagurt vitni. Slík var snyrtimennska Helga og nærgætni í hvívetna. Helgi var ekki orðmargur maður. Hann þurfti ekki orð, hann skapaði með nærvem sinni einni andrúms- loft trausts og hlýju. Það segir sig sjálft, að okkur hér í Hvítárholti var ómetanlegt að eiga slíkan ná- granna. Helgi var bóndi af Guðs náð, sem unni landi sínu og skepn- um, og það blómstraði allt í meðfömm hans. Ifyrir fáum dögum ríkti gleðin í húsi þeirra Önnu og Helga. Þá var fimmtugsafmæli Helga. Vinir þeirra og vandamenn söfnuðust saman tit að gleðjast og fagna með þeim hjónum. Við, sem vitum svo skammt, sáum þau Helga og Önnu eiga svo góð ár framundan, sonur þeirra orðinn næstum uppkominn og byíjaður í framhaldsskóla, — uppbyggingunni lokið og allt virtist standa föstum fótum. En margt fer öðm vísi en ætlað er. — Þrettán dögum síðar var Helgi dáinn. Harmi Iostinn leitaði Anna systir huggunar í hinni helgu bók. Hún sá 24. sálm Davíðs, sem tilfærður er hér að framan. Við, sem þekktum Helga, vitum að þessi sálmur lýsir einnig honum. Hann hafði óflekkaðar hendur og hreint hjarta, sóttist ekki eftir hé- góma og vann ekki rangan eið. Megi hann hljóta blessun guðs á þeim nýju leiðum sem hann hefur nú horfið til. Við biðjum einnig Guð að styrkja og blessa ástvini hans, Önnu, Jón Matta og Sigga, gefa þeim von og trú að nýju. Við skulum einnig vera þakklát í sorginni, því minning um góðan mann er ómetanleg. Halla Sunnudaginn 10. janúar síðastlið- inn varð bráðkvaddur á heimili sínu Helgi Jónsson á ísabakka. Helgi var fæddur 28. desember 1937 að Auðsholti í Biskupstungum. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson frá Götu í Hmnamannahreppi og Steinunn Sigurðardóttir fædd á Litla-Kálfalæk í Hraunhreppi á Mýr- um, en fluttist með foreldmm sínum að Syðra-Langholti í Hreppum 1928. Þau Steinunn og Jón byrjuðu bú- skap í Gróf en bjuggu síðar að Auðsholti og á Bjargi, en þar lést Jón árið 1946. Næstu árin er Stein- unn í Syðra-Langholti í skjóli for- eldra sinna og bróður með_ drengina sína tvo, Helga og Sigurð. Árið 1954, þegar Helgi er 16 ára en Sigurður 13, taka þau austurpartinn á Iðu til leigu og búa þar í tvö ár, en 1956 flytja þau aftur í Hreppinn og þá að Sóleyjarbakka og búa þar til 1974. Öll búskaparsaga Steinunnar og hennar fólks var ein raunasaga, þar sem réttur leiguliðans var lítill og stundum enginn. Helgi á ísabakka fæddist því ekki með silfurskeið í munninum. Árið 1970 giftist Helgi Önnu Soffíu Sigurðardóttur frá Hvítárholti og eignuðust þau einn son, Jón Matthías. Fyrstu árin búa þau á Sóleyjarbakka en flytja að Hvítár- holti 1974 og byija þá að byggja upp eyðibýlið ísabakka, sem hafði verið í eyði í hartnær 100 ár, en hafði lagst undir Hvítárholtið. Á skömmum tíma byggja þau upp glæsilegt býli, sem eftir er tekið fyrir snyrtimennsku í hvívetna. Isabakkaárin vom án efa bjart- asti tíminn í lífí Helga. Nú var hann sjálfseignarbóndi, sem byggði upp og ræktaði jörð sína með samhentri fjölskyldu. Helgi var dverghagur bæði á tré og járn, skepnumaður góður og svo mikið snyrtimenni að ekkert fór til ónýtis. Enda kom það vel fram í búskapnum, búið sérlega afurðasamt og afkoman góð. Helgi var fjallkóngur Hmna- manna í 18 ár og gegndi því starfi með miklum sóma. Hann var allra manna kunnugastur á afrétti Hmna- manna, fór til að mynda í um tuttugu eftirleitir. Hestamaður var hann góður og átti marga afbragðs hesta, og vom þau hjónin og Jón sonur þeirra ákaf- lega samhent þar. Þegar litið er um öxl og horft yfir liðin kynni er margs að minnast. Ungur man ég hann koma að vori til norður yfir fjallið í kindaleit ríðandi á hvumpnum fola. Þá var hann nýkominn að Sóleyjarbakka. Seinna lágu leiðir saman bæði í leik og starfi. Ég man eina langa vor- nótt á Hveravöllum á leið norður á fjórðungsmót að Einarsstöðum. Einnig gleðina sem ríkti á pallinum í gamla bragganum í Leppistungum í eftirleit, þegar við höfðum náð gim- brinni úr Kerlingagljúfri eftir tveggja daga baming. Þá var gaman að lifa. Þann 28. desember síðastliðinn varð Helgi á ísabakka 50 ára gam- all. Að kvöldi þess dags komu hátt í hundrað vinir þeirra hjóna tfl að gleðjast með þeim. Engum trúi ég að hvarflað hafí að, að verið væri að kveðja vin okkar í hinsta sinn, „en enginn má sköpum renna". Á þessari stundu saknaðar og trega, er mér efst í huga sú gæfa að hafa þekkt og notið vináttu Helga á ísabakka. Aðstandendum hans sendi ég mínar fátæklegustu samúðarkveðj- ur. Jón Hermannsson Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði Hf mannlegt endar slqött. Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt hvað fyrir er; grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið fritt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt, (H.P.) Enn hefur maðurinn með ljáinn verið á ferð. Enn hefur verið höggv- ið stórt skarð í litla samfélagið okkar hér í Hrunamannahreppnum. Enn hefur einn úr okkar hópi látist skyndilega, langt fyrir aldur fram. I þetta sinn er bóndi á góðum aldri kvaddur svo skyndilega á braut. Fregnin um lát Helga frænda míns og vinar var helköld og nístandi, svo óskiljanleg og ótímabær. Helgi Stefán Jónsson var fæddur að Auðsholti 28. desember 1937, sonur hjónanna Jóns Stefánssonar frá Götu og Steinunnar Sigurðar- dóttur, föðursystur minnar. Hún flutti hingað að Syðra-Langholti árið 1928 með föður mínum, for- eldrum sínum og fleiri systkinum vestan úr Mýrasýslu. Þau Jón og Steinunn bjuggu fyrsta búskaparár- ið sitt í Gróf hér í sveit. Þar fæddust þeim tvíburar. Annað barnið fædd- ist andvana, en stúlka. er Helga hét, dó fjögurra ára. Árið 1933 fluttu þau að Auðsholti. Þar bjuggu þau til ársins 1944 en þá fluttu þau að jörðinni Bjargi, sem er hér skammt fyrir vestan. Á sumardag- inn fyrsta árið 1946 dó Jón, þá fimmtugur að aldri. Sem bam man ég þennan heiðursmann nokkuð. Einkum þar sem hann vann við byggingu íbúðarhússins hér. Kom sér vel að það var byggt af stór- hug, því ekíri var margra kosta völ fyrir ekkjuna, þegar svona var kom- ið. Varð úr að hún kom hingað að Syðra-Langholti þá um vorið með tvo syni sína, átta og fjögurra ára, en þeim Steinu og Jóni hafði fæðst annar sonur árið 1941, sem Sigurð- ur heitir. Þó hér væri þá mannmargt heimili, var aldrei þröngt í neinni merkingu. Steinunn föðursystir mín var mikil mannkostamanneskja. Ef hægt er að nota orðið valmenni um nokkum mann, þá væri það um hana. Við Helgi urðum fljótt mjög sam- rýndir, enda áhugamálin svipuð. Við lékum okkur hvor í annars spor- um og störfin tóku við eftir því sem þrek og þroski leyfði. Vorið 1954, þegar Helgi var 16 ára, flyst Steina frænka að Iðu í Biskupstungum með syni sína og bjuggu þau þar á Austurbænum í tvö ár. Þá var enn flutt og nú aftur hingað í sveitina, að Sóleyjarbakka. Þar bjuggu þau í átján ár. Alltaf var samgangurinn mikill, enda til- tölulega skammt á milli allra þessara bæja. Þann 7. nóvember árið 1970 kvæntist helgi Önnu Sigurðardóttur frá Hvítárholti. Foreldrar hennar em hjónin Elín Kristjánsdóttir og Sigurður Sigurmundarson. Þann 26. janúar 1972 fæddist þeim Önnu og Helga sonur, sem Jón Matthías heitir. Stundar hann nú nám í menntaskólanum á Laug- arvatni. Ekki fór svo að þau gætu búið á Sóleyjarbakka og urðu þau að fara þaðan árið 1974. Á þar við, að oft er ótrygg ábúð leiguliðans. Þau Anna og Helgi fluttu nú með sinn unga sori að Hvítárholti, en Steinunn móðir hans fór ásamt Sig- urði syni sínum að Miðfelli til Margrétar systur sinnar. Steinunn lést árið 1979. Þau Anna og Helgi stofnuðu nýbýli úr landi Hvítárholts og nefndu það ísabakka, eftir gömlu býli, sem lagt hafði verið undir Hvítárholtið þá fyrir rúmum hundr- að ámm. Landgæði em þama mikil og sumarhagar með afbrigðum góð- ir. Þau höfðu óbilandi trú á fijósemi t Eiginkona mín, SVANFRÍÐUR VIGFÚSDÓTTIR, Sólbrekku 28, Húsavík, lést í Borgarspítalanum 14. janúar. Ásbjörn Magnússon. t Eiginkona mín og móöir okkar, GUÐBJÖRG MEYVANTSDÓTTIR, Hrefnugötu 10, lést í Landspítalanum 15. janúar. Georg Vilhjálmsson og dætur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR HANNESDÓTTIR, Langagerði 66, Reykjavik, andaðist í Landspitalanum. 8. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hannes Sigurðsson, Hjálmar Sigurðsson, Svavar Sigurðsson, Örn Sigurðsson, Þorsteinn Sigurðsson, Ósk Sigurðardóttir, Auður Jónsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Hjartkær eiginmaður minn, t bróðir okkar og mágur, INGIMUNDUR BRYNJÓLFSSON frá Þingeyri, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14.00. Guðný Alda Einarsdóttir frá Hreggsstöðum Einar Brynjólfsson, Margrét Einarsdóttir, Kristján Brynjólfsson, Jónína K. Jónsdóttir, Brynjólfur Brynjóifsson, Þórarinn Brynjólfsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir, Ármann Brynjólfsson, Ásta Þorvaldsdóttir, Helgi Brynjólfsson, Sveinn Brynjólfsson, Huld Þorvaldsdóttir, Friðrik Brynjólfsson, Guðríður Helgadóttir. t Ástkær móðir okkar, GUÐBJÖRG DAVÍÐSDÓTTIR, lést í Landakotsspítala 14. janúar. Sæmundur Sæmundsson, Sigrún Daviðsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför KRISTÍNAR J. GUÐMUNDSDÓTTUR, Kötlufelli 7. Sigurgeir Magnússon, börn, tengdabörn, barnabörn og barrabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.