Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988
49
jarðar og vissu hvað moldin gat
gefíð af sér, væri rétt að henni hlúð.
Helgi var hagur vel á tré og jám
og allt lék í höndum hans. Með
afburða dugnaði og elju tókst þeim
að reisa glæsilegt býli, sem ber
vott um samheldni þeirra og snyrti-
mennsku. Búfé þeirra, ræktun þess
og meðferð, var einnig til fyrir-
myndar.
Helgi hafði mikið yndi af hestum
og var hestlaginn í besta lagi. Átti
hann góða gæðinga og vann oft til
verðlauna á þeim á hestaþingum.
Hann vann að félagsmálum hesta-
manna og var kallaður þar til
trúnaðarstarfa. Hann var formaður
Hrossaræktarfélags Hrunamanna
nú er hann lést og einnig starfaði
hann að félagsmálum sauðfjár-
bænda.
Margar voru stundimar sem við
Helgi áttum saman á hestum. Allt
frá því við vomm litlir drengir, sner-
ist hugurinn mikið í kring um
hestana og sauðféð. Óharðnaðir
unglingar fómm við í fyrstu fíjall-
ferðina, en þær áttu eftir að verða
margar. Stórbrotin og fögur öræfín
heilluðu og smala þarf kjamgóð
sauðlöndin haust hvert. Ungum var
honum falið að vera Qallkóngur
okkar og gegndi hann því embætti
í átján ár af mikilli prýði. Það er
ekki vandalaust að stjóma hálfum
Qórða tug ærslafullra fjallmanna í
nær viku leitum, halda aga og
gæta þess að allt fari sem best við
smölun og rekstur á annan tug
þúsunda sauðfjár til rétta. En Helgi
fór einnig mjög oft í eftirleitir þeg-
ar komið var fram í október og
veður orðin válynd. Reynir þá oft
á þrek og þor manna. Þá var Helgi
við grenjavinnslu í afréttinum mörg
vor og varð hann því gjörkunnugur
hveijum reit fljótlega, sem kom sér
vel fyrir fjallkónginn.
Að kvöldi nýársdags kom ég
síðast að ísabakka og færði þeim
hjónum myndir, sem ég hafði tekið
í fímmtugsafmæli Helga fjómm
dögum áður. Þá var glatt á hjalla
og mann§öldi sótti þau heim. Sú
gleðistund gleymist engum sem þar
var. Þetta nýárskvöld var einkar
notalegt og hlýtt og allt virtist vera
svo bjart framundan, allir erfíðleik-
ar að baki. Það hafði oft blásið á
móti, en Helgi kunni að haga sínum
lífsins seglum rétt. Minningin um
þennan prúða og hugljúfa frænda
mun vara á meðan lífíð endist.
Ég votta ástkærri eiginkonu,
syni, bróður hans og öðrum að-
standendum djúpa samúð. Megi
Guð styrkja þau í hinni miklu sorg.
Sigurður Sigmundsson,
Sy ðra-Langholti.
Minning:
Hjalti Guðnason
trésmíðameistari
Fæddur 9. júlí 1912
Dáinn 21. desember 1987
Frændi minn og æskufélagi
Hialti Guðnason trésmíðameistari
Eskifirði er látinn. Hann andaðist
21. desember sl.
Hann var fæddur á Eskifírði og
þar lifði hann og starfaði alla
ævi. Hjalti var sonur Guðnýjar
Pétursdóttur, sem nú er 96 ára
og býr á Eskifírði, og Guðna Jóns-
sonar trésmíðameistara. Hjalti var
ekki gamall, þegar í ljós komu hjá
honum miklir hæfíleikar. Og ekki
var hann gamall þegar hann fór
að teikna og smíða ýmsa hluti.
Þá var hann fljótt næmur fyrir
söng og tónlist. Faðir hans átti
orgel sem hann lék á og komst
Hjalti upp á að nota það og varð
ótrúlega snjall að ná úr því tónum
og lagi. Ég minnist þess sérstak-
lega hvað það kom sér vel fyrir
skólalífið í bamaskólanum og lyfti
því upp og var Hjalti óspar á að
spila þar þegar tækifæri buðust.
Hann lærði einnig að leika á harm-
onikku, fíðlu og blásturshljóðfæri
og var eins og hann gæti náð tón
úr þeim hljóðfærum sem hann
reyndi við. Snemma varð hann lið-
tækur félagi Lúðrasveitarinnar og
lék þar meðan hún starfaði. Um
margra ára skeið var hann síðan
söngstjóri Karlakórsins Glaðs og
veitti það bæjarbúum og nágrönn-
um mikla ánægju. Þar náði hann
miklum árangri og væri nú gaman
að eiga þær raddir sem hann þjálf-
aði á segulbandi. Þá var Hjalti um
30 ára skeið organisti í kirkjunni.
Þetta var allt meira og minna sjálf-
boðastarf nema það sem leikið var
á dansleikjum og þá aldrei krafist
þess gjalds sem nú þykir lágmark.
Þá samdi Hjalti nokkur sönglög
sem urðu vinsæl og mikið sungin.
Hjalti varð síðan trésmíðameistari
og gerði það að ævistarfi, enda
var hann jafnvígur á tré og járn
eins og þar stendur. Hjalti var
drengur góður, hjálpsamur og þess
munu margir minnast.
Hann var giftur Jónínu Guð-
mundsdóttur, Ásbjamarsonar
t
Við þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns
mins og föður okkar,
JÓNS SIGURÐSSONAR
húsasmiðameistara,
Fagrahvammi 8, Hafnarfirði.
Auður Adolfsdóttir,
Fjóla Björk Jónsdóttir,
Adolf Jónsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýjar kveöjur vegna andláts og
útfarar
VIGFÚSAR SIGURJÓNSSONAR,
Norðurbyggð 15, Akureyri.
Sigurlaug Vigfúsdóttir, Helgi Antonsson,
Signý Jóna Hreinsdóttir,
María Hreinsdóttir og fjölskylda,
Soffía Hreinsdóttir og fjölskylda.
t
Við faerum öllum innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför
ÞÓRUJÓNSDÓTTUR
frá Siglufirði,
Hraunbæ 138,
Reykjavík.
Starfsfólki hjartadeildar Landspítalans þökkum við einstaka
umhyggju og hjúkrun.
Hallfríður E. Pótursdóttir,
Stefanía M. Pótursdóttir,
Kristi'n H. Pótursdóttir,
Björn Pótursson,
Stefán Friðriksson,
Ólafur Tómasson,
Baldur Ingólfsson,
Bergljót Olafsdóttir.
Frá fundi Kristilegra skólasamtaka, KSS.
Kristileg skólasamtök:
Kynnmgarfiindur í kvöld
KRISTILEG skólasamtök, KSS,
halda kynningarfund í húsi
KFUM og KFUK við Amt-
mannsstíg 2b i kvöld, 16. janúar,
kl. 20.30.
Fundurinn ber yfírskriftina „Er
Jesús í skólanum?" og er í umsjá
sr. Bernharðs Guðmundssonar og
Bjarna Karlssonar. Allt ungt fólk á
aldrinum 14-20 ára er velkomið.
KSS starfar fyrir nemendur 8.
bekkjar til loka framhaldsskóla.
Hvert laugardagskvöld er samvera
á Amtmannsstíg 2b og í miðri viku
hittast meðlimir úr einstökum skól-
um. Nokkrum sinnum á ári eru
haldin helgarmót utan Reykjavíkur.
Félagsmenn kjósa eigin stjóm sem
skipuleggur allt starf félagsins.
Virkir meðlimir eru um 100 talsins.
(Fréttatilkynning)
fríkirkjuprests og áttu þau einn
son. Kona Guðmundar var Björg
Jónasdóttir frá Svínaskála. Konu
sína missti Hjalti fyrir mörgum
árum og varð það honum mikið
áfall. Ég fór í annan landshluta.
Hjalti varð eftir. Sambandið
minnkaði en þegar ég átti leið
heim aftur, hitti ég hann og marg-
ar stundir voru riíjaðar upp og
verða þær geymdar þakklátum
huga.
Því miður átti Hjalti ekki kost
skólagöngu og var það skaði. En
í þá daga voru það fáir sem áttu
kost á að leggja út á menntabraut-
ina. En það er ég viss um að hann
hefði verið virkari ef hann hefði
fengið að ganga í skóla eins og
hann þráði. Hjalti verður mér
ávallt minnisstæður. Ég vil í þes-
um fáu línum minnast góðvinar
og fráénda. Hann verður mér kær
í minningunni. Aldraðri móður og
ástvinum hans færi ég samúðar-
kveðju. Kveð hann svo þakklátum
huga og bið blessunar guðs á nýj-
um leiðum. Blessuð veri minning
hans.
Arni Helgason
ísafjörður:
Ljóðatónleikar
ísafirði.
JÓHANNA V. Þórhallsdóttir
messósópran og Margrét Gunn-
arsdóttir píanóleikari halda
ljóðatónleika í sal Frímúrara,
Hafnarhúsinu á ísafirði, laugar-
daginn 16. janúar.
Á efnisskrá tónleikanna eru göm-
ul ítölsk lög og ljóð eftir Schubert
og Brahms og frönsku tónskáldin
Fauré, Duparc, Debussy og Pou-
lenc.
Jóhanna V. Þórhallsdóttir er
Reykvíkingur og hóf söngnám hjá
John A. Speight við Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar. Hún
stundar nú framhaldsnám í London
hjá Iris Dell-Acqua og Vera Rozsa.
Margrét er fædd á ísafirði og
hóf píanónám 8 ára gömul hjá
Ragnari H. Ragnar við Tónlistar-
skóla ísafjarðar. Að loknu stúdents-
prófí frá Menntaskólanum á ísafirði
stundaði hún nám við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík sem nemandi Árna
Kristjánssonar. Margrét býr á
ísafírði og kennir píanóleik við Tón-
listarskóla ísaijarðar.
Tónleikarnir á laugardaginn hefi-
ast kl. 17.00.
- Úlfar
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför bróður
okkar,
KRISTJÁNS BENEDIKTSSONAR
frá Haganesi. -
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á gjörgæsludeild
Landspítalans.
Kristbjörg Benediktsdóttir,
Hákon Benediktsson,
Valey Benediktsdóttir,
Sigurbergur Benediktsson,
María Benediktsdóttir
og aðrir vandamenn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför,
ÓLAFS HJARTARSONAR,
Grýtubakka 4.
Sérstakar þakkir til starfsfólks handlækningadeildar 1 3-D, Land-
spítalanum.
Guðrún Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Stofnfundur
samtaka um
glútenofnæmi
STOFNFUNDUR samtaka þeirra
er haldnir eru glútenofnæmi
verður haldinn i dag, laugardag-
inn 16. janúar kl. 14. Fundurinn
verður haldinn i félagsheimili
Sjálfsbjargar, Hátúni 12, inn-
gangur um vesturdyr.
í frétt frá samtökunum segir að
glúten sé eggjahvítuefni sem fínnist
í hveiti, heilhveiti, rúgmjöli, höfrum
og byggi. Hjá þeim sem þjáist af
glútenóþoli, rými hæfileiki slímhúð-
ar smáþarma til að soga upp
næringarefni úr fæðu. Því sé nauð-
synlegt að að þeir sem haldnir séu
glútenofnæmi forðist neyslu þess.
Alþjóðlegt merki glútenlausrar
fæðu er komax með skástriki yfír,
umlukið hring. Engin íslensk mat-
væli séu merkt á þennan hátt svo
vitað sé.
Óvíst er hversu margir em haldn-
ir glútenofnæmi hérlendis en líkur
em taldar á að þeir geti verið allt
að 900.
Birtíng afmætis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Blóma-og
skreytingaþjónusta W
hvert sem tilefnid er. *
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfhcimum 74. sími 84200