Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988
Guðný, ásamt
félögum sínum
að spila á barn-
aspítala í
Tokýó.
Alheims fílharmóníuhlj ómsveitin:
Guðný Guðmundsdóttír
fulltrúí Islands
Meistari Sinopoli á æfingn með Alheims fílharmóníuhljómsveitinni.
Það er margt skemmtilegt til í
tónlistarlífi heimsins og eitt af því
er Alheims fílharmóníuhijómsveitin.
Alheims fílharmóníuhljómsveitin er
sinfóníuhljómsveit, sem kemur sam-
an einu sinni á ári, skipuð tónlistar-
fólki úr 110 hljómsveitum alls staðar
að úr heiminum. Hljómsveitin starfar
undir einkunnarorðunum Tónlist og
friður, sem segir mikið um tilgang
hennar. Síðast kom hún saman í
desember í Tókýó. Sinfóníuhljóm-
sveitin okkar leggur til einn mann í
hljómsveitina og í þetta skiptið var
Guðný Guðmundsdóttit fulltrúi okk-
ar.
Þetta var í þriðja skiptið, sem
hljómsveitin kemur saman. í fyrsta
skiptið var í Stokkhólmi 1985. Þá
var Helga Þórarinsdóttir víóluleikari
íslenzki fulltrúinn, spilaði þar undir
stjóm Carlo Maria Giulini. Það em
alltaf gerðar heimildarmyndir um
tónleikana og myndin um Stokk-
hólmstónleikana var sýnd hér og í
þeirri mynd kom Helga fram, rætt
við hana, ásamt öðmm þátttakend-
um. Auk heimildarmyndar em
tónleikamir alltaf teknir upp af sjón-
varpi og sýndir víðs vegar um
heiminn. I annað skiptið var komið
saman undir stjóm Lorin Mazel í Ríó
í Brasilíu og þá var það Pétur Þor-
valdsson, sem fór úr hljómsveitinni
hér. Hvorki myndin um þá tónleika
né tónleikamir hafa sézt í sjónvarp-
inu hér því miður. í þetta sinn var
tónleikunum sjónvarpað víða um
heim í gegnum gervihnött á nýárs-
dag. Þann dag vom þeir líka sýndir
hér, þó því miður aðeins í lokaðri
dagskrá á Stöð 2.
Driffjaðrir Alheims fílharmóníu-
hljómsveitarinnar og þau sem áttu
hugmyndina að stonfun hennar em
frönsk hjón, Francoise Legrand og
Marc Verriere. Hún er tónskáld og
hljómsveitarstjóri, ein fárra kvenna,
sem hafa látið að sér kveða í þeirri
grein, stjómar auk þess karlakór,
sem flytur einkum 19. aldar tónlist.
Hann rak ráðgjafarfyrirtæki í meira
en áratug, áður en hann sneri sér
að tónlistarþáttagerð fyrir franska
útvarpið og fór að skipuleggja tón-
leikahald.
Framkvæmdin er þannig, að falast
er eftir því að sá, sem skipar fyrsta
sætið í tiltekinni hljóðfæradeild, taki
þátt í hljómsveitinni og þau þijú
héðan leiða öll sína deild. Boðið er
því ekki bundið við nafn, heldur sæti
í hljómsveitinni. Þar sem hljómsveitin
kemur svo saman, er það einhver
tiltekin stofnun eða fyrirtæki, sem
fjármagnar starfsemina, greiðir ferð-
ir, uppihald, leggur til dagpeninga,
borgar auglýsingar og allt það
marga, sem eitthvað kostar í slíkri
framkvæmd. Allur ágóði rennur til
góðgerðarstarfsemi, í þetta skiptið
til Bamahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna. í Japan var það Japan Airlines
sem sá um skipulagninguna. Allur
aðbúnaður eins og bezt varð á kosið,
segir Guðný, og hugsað fyrir öllu.
Þátttakendur tíndust að fyrir laug-
ardaginn 12. des. Þann dag vom
allir mættir á undirbúningsfundi.
Sunnudagurinn var hvíldardagur, en
síðan æft á mánudag, miðvikudag,
fimmtudag og föstudag. Engar
venjulegar æfingar, heldur verið að
allan daginn, frá 10 eða 10.30 fram
til kl. 17, reyndar með góðum hléum.
Föstudaginn 18. des. voru svo tón-
leikar í nýlegum tónleikasal og allt
var uppselt löngu fyrirfram. A laug-
ardeginum var hlé, síðan sjónvarps-
æfíng á sunnudeginum, en kl. 17
þann dag voru aðaltónleikamir,
haldnir í 10 þús. manna íþróttahöll.
Líka allt uppselt þar, þó ódýrustu
miðamir kostuðu samsvarandi 2 þús.
ísl. kr. Á þeim tónleikum flutti Au-
drey Hepbum kvikmyndaleikkona
ávarp og fulltrúi Bamahjálparinnar
þakkaði fyrir stuðninginn við stofn-
unina. Á efnisskránni var forleikur-
inn að I vespri siciliani éftir Verdi,
Dafnis og Klói eftir Ravel og sin-
fónía nr. 1 eftir Mahler, Títansinfóní-
an.
Giuseppe Sinopoli er ítali og þó
hann sé aðeins rétt kominn á fímm-
tugsaldur hefur hann þegar stjómað
öllum helstu hljómsveitum um heims-
byggðina, en ekki sízt lagt sig eftir
óperustjómun, stigið á pall í flestum
þekktustu óperuhúsum heimsins.
Ekki úr vegi að inna Guðnýju eftir
hvernig hafi verið að spila undir
stjóm hans.
„Hann vinnur mjög hnitmiðað og
markvisst og með eins frábæru tón-
listarfólki og þama var samankomið,
þurfti hann lítið að huga að öðru en
að móta tónlistina eftir sínum hug-
myndum, draga fram það sem honum
fannst skipta máli. Um tæknileg at-
riði þurfti hann lítið að segja, í mesta
lagi að segja blásurum eða strengjum
einu sinni til um tónstyrk eða
áherzlu.
Það opnar manni nýjar víddir að
vinna verk eins og þessi með tónlist-
armanni eins og Sinopolij líka vegna
þess að hljómsveitin fylgdi honum
svo vel eftir. Skynjaði gjörla hug-
myndir hans og það sem hann vildi
koma á framfæri. Hann hafði ekki
mörg orð um það sem hann vildi,
hafði annan hátt á, en samt sem
áður var mjög auðvelt að átta sig á
hvert hann stefndi.
Það er stundum sagt að tónlistar-
menn spili af svo mikilli einbeitingu,
að þeir haldi áfram á hveiju sem
gengur, en það á greinilega ekki við
um alla. . . Á einni æfingunni dundi
allt í einu jarðskjálfti yfir, einn sá
snarpasti sem menn muna þar um
slóðir, og áður en nokkur í hljóm-
sveitinni hafði náð að átta sig, var
stjómandinn eins og gufaður upp.
Ljósakrónumar sveifluðust í loftinu
og allt hreyfðist til og eftir nokkur
augnablik vom allir hljóðfæraleikar-
amir komnir að - útveggjunum.
Skjálftann tók fljótt af, en augnablik-
in virtust heil eilífð þar sem við
stóðum undir veggjunum. Við vissum
heldur ekki hvort meira fylgdi á eft-
ir, sem ekki varð. Það var rétt komið
að hléi og það var haft ríflegt, en í
lok þess var fólk farið að taka gleði
sína og gera grín að öllu saman.“
Hvemig var mannskapurinn
ávarpaður, hvað með tungumálin?
„Á sameiginlegum fundum, þar
sem áætlanir og annað var kynnt,
var töluð enska, þýzka, franska og
spænska. Við vorum alltaf flutt á
milli í rútum, stundum var 1—1 */2
klst. akstur á æfíngastaði, ekki
vegna vegalengda eingöngu, heldur
vegna þess hve umferðin í Tókýó er
yfírþyrmandi. Þó gengur hún þegj-
andi og hljóðalaust fyrir sig, bílflaut
heyrist sjaldan. Rútumar voru
merktar einhveijum þessara fjögurra
tungumála og í þeim á leiðinni til
og frá æfíngum var svo öllum upplýs-
ingum komið á framfæri. Þetta er
eitt dæmi af mörgum um hvað skipu-
lagið var gott, það gekk allt eins og
smurt.
I upphafí æfínga sagðist Sinopoli
myndu tala ensku, hefði ekki tíma
til að þýða, en þegar hann talaði við
einstaka menn, sem skildu ekki allir
ensku, gat hann brugðið fyrir sig
þýzku, ítölsku, spænsku og frönsku.
En eins og ég sagði, þá talaði hann
ekki svo mikið. Tónlistin bara eins
og steig upp af honum.
Það var vel til fundið að hafa
æfingahléin löng, því þá gafst okkur
gott tækifæri til að tala saman. Ég
þekkti engan í hópnum fyrir, en þessi
heimur er ekki stærri en svo, að það
var þama slangur af vinum vina
minna, fólk bar kveðjur á milli og
þannig hófust kynnin. Það fer ekki
hjá að þama er auðvelt að kynnast
fólki, flestir koma ekki sízt með því
hugarfari að hitta starfsbræður og
kynnast nýjum. Vísast gott fyrir alla,
en ekki sízt smáþjóð eins og okkur.
Tónlistarmenn héðan eiga erfítt með
að halda uppi sambandi við erlenda
félaga, því það er augljóslega dýrt.
í okkar hópi hefur oft verið rætt um
hvað það væri gagnlegt að koma á
Blásarakvintett Reykjavíkur
I tónleikaferð til Svíþjóðar
Blásarakvintett Reykjavíkur,
þeir Einar Jóhannesson klarínett-
leikari, Bernharður Wilkinsson
flautuleikari, Hafsteinn Guð-
mundsson fagottleikari, Daði
Kolbeinsson óbóleikari og Joseph
Ognibene homleikari, leggja land
undir fót, öllu heldur sjálfan sjó-
inn, í næstu viku. í Svíþjóð er
starfandi ríkisstofnun, sem skipu-
leggur tónlist um landið, Rikskon-
sertar, og í boði hennar spilar
kvartettinn í næstu viku. Heldur
fímm konserta í Suður-Svíþjóð og
síðan eina tónleika í höfuðstaðnum
Stokkhólmi. Auk þess að spila í
Malmö verða þeir félagar með
opnar kennslustundir þar. Og ailt
þetta gera þeir á tíu dögum ...
Á efnisskránni verða þeir með
splúnkunýtt verk eftir Atla Heimi,
fella reyndar miðhlutann úr því
þar er gert ráð fyrir ljósaspili, en
verkið í heild fáum við að heyra
á tónleikum Musica Nova í marz.
Cecile Ore er norskt tónskáld, ein
í fríðum flokki efnilegra ungra
tónskálda í því landi og eftir hana
verður flutt verkið Helices, spíral-
ar, enda vefur verkið upp á sig,
snýst og hreyfist. Verkið eftir
Lars-Erik Larsson (f. 1908) er
mjög hefðbundið, svo þar fá þeir
félagar tækifæri til að sýna þá
hlið sína. Að lokum flytja þeir Tíu
smálög fyrir blásarakvintett eftir
ungverska tónskáldið Ligeti (f.
1923).
Þeir sem þekkja til Blásarak-
vintettsins undrast ekki að honum
skuli boðið í önnur lönd tjl tón-
leikahalds. En það vill líka svo vel
til að í Svíþjóð er mikill íslandsvin-
ur umsvifamikill í tónlistarlífinu.
Sá heitir Göran Bergendal og hef-
ur verið óþreytandi við að koma
íslenzkum tónlistarmönnum á
framfæri við landa sína.
Blásarakvintett
Reykjavíkur.