Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988
53
Fjölskylduraar tvær, frá vinstri: Margrét Skúiadóttir, kona HaUdórs, Þorbjörg Hall- Tjaldbúðirnar við einn rannsóknarstaðinn.
dórsdóttir, Halldór, Helgi, Sigrún Halldórsdóttir og Sunna Biraa Helgadóttir. Kona
Helga, Ella Bjarnason, tók myndina.
héldum í upphafi. Yfirieitt var unn-
ið frá um 8 á morgnana til 5 eða 6
á daginn en ef hitinn var óbærileg-
ur urðum við oft að hætta um
4-leytið. A kvöldin unnum við úr
því sem við höfðum gert um daginn
og undirbjuggum vinnu næsta dags.
Værum við hins vegar við athugan-
ir hértendis, t.d. fjarri byggð,
myndum við vinna fram á kvöld og
nótt eins og orkan leyfði enda birt-
an næg en í Kenýu er orðið dimmt
um 6-leytið og það er reglulegt
árið um kring.
Góðar aðstæður
Þeir Halldór og Helgi voru báðir
með fjölskyidur sínar með sér og
þeir voru spurðir við hvemig að-
stæður þeir hefðu búið í Nairobi:
— Þær voru ágætar, segir Hall-
dór, ég bjó í einbýlishúsi og vann
að miklu leyti í borginni. Þó dvaldi
ég- oft úti í tjaldbúðunum á rann-
sóknasvæðinu. Við urðum jafnan
að hafa gæslu á húsinu og síðan
réðum við húshjálp og var þannig
litið á að menn yrðu að ráða sér
menn til vinnu enda ekki talið óhætt
að fara frá húsunum mannlausum.
Bömin voru í einkaskóla í öðrum
borgarhluta og við ókum þeim í veg
fyrir vagn þangað en jafnvel stálp-
uðum unglingum er ekki ráðlagt
að vera einum á ferii og fullorðnum
ekki heldur á kvöldin.
— Ég bjó í ágætis blokk nálægt
miðborginni, segir Helgi, og þar var
sama sagan, við höfðum eina þjón-
ustustúlku, en annars voru sameig-
inlegir starfsmenn á vegum hússins,
verðir, garðyrkjumenn, umsjónar-
menn og þess háttar. En menn
skilja heldur ekki eftir mannlausar
íbúðir í blokkum. Annars voru allar
aðstæður mjög góðar, þama fæst
allt sem hugurinn gimist og á
þokkalegu verði, en innflutt vara
er þó mun dýrari en innlend. Þama
eru menn lausir við kvefpestir og
aðra kvilla sem við þekkjum hér en
hins vegar hættara við magapestum
eða slíku. Það þarf að gæta sín á
að drekka ekki ósoðið vatn og jafn-
vel litlar skrámur eru varasamar
ef menn gæta ekki hreinlætis. Við
vorum svo lánsöm að sleppa við
malaríu o.þ.h. sem er landlægur
sjúkdómur í Afríku og reyndar
víðar.
Kynntust þið vel landi og þjóð?
— Við fórum nokkuð víða um í
leyfum og auðvitað kynntumst við
fólkinu nokkuð því margir geta
bjargað sér á ensku og starf okkar
fór að mestu leyti fram á ensku en
Kenýa var nýlenda Breta fram til
ársins 1963. Þegar við vorum á
ferð utan þéttbýlis og höfðum sam-
skipti við masaja, sem er þjóðflokk-
ur hirðingja, dugði þó ekki enskan
og ekki swahili sem er þeirra ríkis-
mál. Þá komu túlkamir í góðar
þarfír. Við skoðuðum mikið þjóð-
garðana og dvöldum oft á Mom-
basa-ströndinni svona rétt eins og
flestir ferðamenn gera.
Helgi sagði sem dæmi um við-
kynningu masaja-manna að hann
hefði flutt einn þeirra til sjúkrahúss
eftir að kýr hans hafði stangað
hann. Manninum var vart hugað líf
en læknar gátu bjargað því og þeg-
ar hann hafði náð sér sýndi hann
þakklæti sitt oftar en einu sinni
með því að gefa Helga geitur og
annan fénað. Fékk hann þá þjónana
til að slátra og gera veislu mikla.
Vináttan við masajana kom sér vel
við síðari rannsóknir, því þeir voru
ætíð mjög hjálplegir, auk þess sem
þeir þekktu vel alla staði sem jarð-
hita var að finna.
Mikið um ferðamenn
. Er mikið um ferðamenn í
landinu?
— Það er töluvert enda eru tekj-
ur af þeim í þriðja eða Qórða sæti
á eftir aðalútflutningsgreinunum.
Þeir fara bæði á ströndina og ferð-
ast um landið og skoða þjóðgarðana
en Kenýa er fræg fyrir einstaklega
mikið dýralíf og fagurt landslag.
Þama er líka nokkuð um íslend-
inga, menn við svipuð störf og við
og þama eru líka íslenskir kristni-
boðar.
Það er að flestu ieyti mjög þægi-
legt að búa í landinu en þó er ekki
laust við að til dæmis bömin sakni
frelsisins. Það var jafnvel skemmt-
un fyrst eftir að við komum heim
að fá að fara einn útí búð að versia!
Þannig að það er óvíst að bömin
Helgi Torfason í frumskóginum niðri I gfg eldfjallsins Suswa. Oft
þurfti að höggva sér leið gegnum skóginn til að komast að rannsókn-
arstöðum. Myndiraar tóku Helgi og Halldór.
vildu vera þama áfram jafnvel þótt
við ættum kost á því. Það er erfitt
að fá ekki að fara út að vild á kvöld-
in ef þau viíja heimsækja vini og
kunningja. Það þarf ætíð að aka
þeim á milli húsa og þegar frí er í
skóium er það heilmikil skipulagn-
íng að finna þeim vericefiii og
tómstundir við hæfi.
-Er líkiegt að framhald verði á
einhverjum störfum Islendinga í
Kenýa?
— Það er ekki fráleitt. Kenýa-
menn þurfa að láta kanna fleiri
jarðhitasvæði og hingað tfl hafa
þeir notið ráðgjafar íslenska verk-
fræðifyrirtækisins Viricis hf. og
hefur sú ráðgjöf verið mjög góð.
Einnig hafa Jarðboranir hf. boðið í
veric þama og ekki er útséð um
hvemig það fer. Það eru mörg verk-
efiú í Kenýa sem bíða úrlausnar og
óskandi væri að við gætum orðið
þeím að einhverju liði í framtíðinni,
segja þeir félagar að lokum
Veggftísar
Karsnesbraut 106 Seni 46044
^BRowninG
veggjatennisvörur
Biharínn
ðustíg
Allar gerðir
Öxull — í — öxul.
Öxull — í — flans.
Flans — í — flans.
Tengið aldrei stál — í — stál,
hafið eitthvað mjúkt é milli,
ekki skekkju og titring milii
tækja.
Allar stærðir fastar og frá-
tengjanlegar
'J(g)iniss3m &
Vesturgötu 16, sími 13280
Eigum nóg af
lausum tímum á
morgnana,
hádeginu og
fvrri oart
5 veggtennissalir
lyftingaraðstaða
íþróttasalir
gufuböð
ljósabekkir
Ókeypis tilsögn í
veggtennis í
fyrstu tímunum
Höfum 90 m leikfimissal til leigu með allri aðstöðu
(speglar, steríótækjum og dýnum)