Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 Morgunblaðið/Þorkell Pétur Sigurðsson formaður ASV gerir grein fyrir ýmsum hugmyndum á samningafundi á ísafirði ígær. Samningafundur vestra FORMLEGUR viðræðufundur aðalsamninganefndar Alþýðu- sambands Vestfjarða og samninganefndar Vinnuveit- endafélags Vestfjarða hófst f Alþýðuhúsinu á ísafirði fyrir hádegi í gær. Búist var við að fundurinn stæði fram eftir degi. Pétur Sig- urðsson forseti ASV og Jón Páll Halldórsson formaður Vinnuveit- endafélags Vestfjarða hafa báðir lýst því yfír að reynt verði til þrautar að ná fram samningi til lengri tíma. Lausafjárstaða bankanna um áramót: Staða Verzlunar- og Samvinnu- banka versnaði LAUSAFJÁRSTAÐA bankanna um síðastliðin áramót nam 1.615 milljónum kr., og hafði batnað um 2,8 milljarða kr. á árinu, samkvæmt upplýsingum Eiríks Guðnasonar aðstoðarbanka- stjóra Seðlabankans. Það ber þó að hafa í huga að á árinu var innlánsbinding bankanna hjá Seðlabanka lækkuð um nærri 2,5 milljarða auk þess sem ríkissjóður bætti við eigið fé Útvegs- bankans um að minnsta kosti 1 milljarð, þannig að lausafjárstað- an hefur batnað minna en þessum aðgerðum Seðlabankans nemur. Athygli vekur að lausafjárstaða tveggja banka, Verzlun- arbankans og Samvinnubankans, versnaði þrátt fyrir lækkun innlánsbindingar. Lausaijárstaða bankanna var Sementsverksmiðja ríkisins: Söluhæstí desember frá stofnun verksmiðjunnar Sementsverksmiðja ríkisins seldi rúmlega 130.000 tonn af se- menti á sfðasta ári og er það mesta sementssala sfðan ánð 1980. í desembermánuði var áætluð sala 4.500 tonn en þá seldust 9.500 tonn, sem er mesta sala f þessum mánuði f 30 ára sögu verksmiðjunnar, að sögn Gylfa Þórðarsonar framkvæmdastjóra Sementsverksmiðju rikisins. Rekstrarhagnaður á sfðasta ári var 33 milQónir króna, sem er 6% af veltu en var 62 milljónir króna árið 1986. Hagnaðurinn er þvf aBs nm 95 milljónir kr. á tveimur árum. „Afkoman á síðasta ári var Áætluð sementssala árið 1988 þokkaleg," sagði Gylfí. Ársfram- er 115.000 tonn. Fyrirsjáanleg er leiðslan árið 1987 var 127.000 tonn af sementi en salan var 130.500 tonn og gekk því nokkuð á birgðir verksmiðjunnar. Mest selst af sern- enti í júlí, ágúst og september. „Á sfðasta ári var veður einstaklega gott þannig að enginn mánuður var slakur og var góð sala frá janúar þar til í desember en í þeim mán- uði var algjör metsala," sagði Gylfí. „Hefur aldrei selst jafn mikið af sementi í desember frá því verk- smiðjan tók til starfa. Salan var eins og í góðum vormánuði og seld- ust 9.500 tonn. Mesta sala í desember var áður 6.000 tonn en það var á tímum virkjunarfram- kvæmda. Þama gætir góða veðurs- ins í ár og þenslunnar í bygginga- framkvæmdum." Árið 1987 hækkaði sement um 9%. „Við þurftum ekki meiri hækk- un þar sem salan fór verulega fram úr áætlun auk þess sem okkur hef- ur tekist að grynnka mikið á skuldunum á síðustu tveimur árum og þar með minnka fjármagns- kostnaðinn mikið. Þá er hægt að halda verðinu mjög f skeQum," sagði Gylfi. verðhækkun á sementi í febrúar eða mars, en sement hefur ekki hækkað sfðan f ágúst, er það hækkaði um 4%. Sagði Gylfí að ýmsir rekstrar- liðir hefðu hækkað á undanfömum mánuðum auk þess sem nýir kjara- samningar stæðu fyrir dyrum. Verksmiðjan framleiddi tæplega 100.000 tonn af gjalli sem er nokk- uð minna en fyrri ár, en framleiðsl- an var stcðvuð í sjö vikur á sfðasta ári á meðan viðgerð fór franrá ofni. neikvæð um 1.204 milljónir kr. í árslok 1986, batnaði um 2.819 milljónir á árinu 1987 og var því 1.615 milljónir í árslok. Þegar rætt er um lausafjárstöðu alls er átt við lausafjárstöðu bankanna gagnvart Seðlabanka, stöðu ríkisvíxla og stöðu þeirra gagn- vart erlendum bönkum. Seðla- bankinn hefur ekki gefíð út endanlegar tölur um lausafjár- stöðu einstakra banka, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var staðan þannig; Lausa^árstaða Landsbankans var neikvæð um 445 milljónir kr., á móti 1.323 milljónum í árs- lok 1986 og hafði því batnað um 878 milljónir kr. Staða Útvegs- bankans var jákvæð um 263 milljónir en var neikvæð um 1.158 milljónir fyrir ári. Búnaðarbank- inn var með bestu lausafjárstöð- una, 830 milljónir kr., á móti 549 milljónum í árslok 1986 og hafði staðan því batnað um 281 milljón kr. Staða Iðnaðarbankans nam 260 milljónum kr., á móti 141 milljón árið áður og batnaði því um 119 milljónir. LausaQárstaða Verzlunarbankans var neikvæð um 70 milljónir en ári fyrr var hún jákvæð um 8 milljónir kr. og hafði því versnað um 78 milljón- ir. Staða Samvinnubankans versnaði um 43 milljónir, úr 385 milljónum í 342 milljónir kr. Al- þýðubankinn bætti stöðu sína um 123 milljónir, úr því að vera með neikvæða lausaijárstöðu um 38 milljónir í jákvæða upp á 85 millj- ónir. Sparisjóðimir hafa lausa- fjárstöðu upp. á 326 milljónir, á móti 223 milljónum árið 1986, batinn er 103 milljónir kr. Inn- lánsdeildir kaupfélaganna keyptu ríkisvíxla fyrir 8 milljónir og er það lausaú'árstaða þeirra, en þær voru sléttar áður og Póstgíróstof- an bætti stöðu sína úr 8 milljónum í 17 á árinu. Stórleikir í 1. umferð fótboltans DREGIÐ var um töfluröð 1. og 2. deildar íslandsmótsins í knattspymu f gær. Keppni hefst sunnudaginn 15. maí næstkomandi og lýkur 24. september. I fyrstu umferð mæta íslands- meistarar Vals bikarmeisturum Fram og á Fram heimaleik. Reykjavíkurliðin KR og Víking- ur leika á KR-velli, Akureyrar- félögin KA og Þór eigast við og á KA heimaleik. Þá mætast ÍBK og Völsungur í Keflavík og ný- liðar Leifturs fá Akumesinga f heimsókn á Ólafsfjörð. í sfðustu umferð mótsins verða þessir leikin Völsungur-Leiftur, IBK-Víkingur, KR-Þór, KA- Valur og Fram-ÍA. í fyrstu umferð 2. deildar leika ÍR-Selfoss, Breiðablik-FH, KS- Tindastóll, Víðir-Fylkir og ÍBV-Þróttur. Keppni í 2. deild hefst laugardaginn 21. maí. o INNLENT Beijumst áfram gegn hvalveið- um Islendinga New York, frá Guðmundi Hermannssyni blaðamnnni Morgunblaðsins. PAUL Watson sagði við fslenska fréttamenn f flugvélinni á leið til Bandaríkjanna f fyrrinótt að Sea Shepherd-samtökin myndu halda áfram baráttu sinni gegn hvalveiðum íslendinga og ef þau fengju tækifæri til myndu þau sökkva hvalbátunum. Watson var spurður hvort fslensk stjómvöld hefðu komið vel fram við hann áður en honum var vfsað úr landi: „Já, ef íslendingar kæmu fram við hval- ina á sama hátt væri ég mjög ánægður." „Ég sagði fslensku lögregiunni að Sea Shepherd-samtökin hefðu lýst sig ábyrg á þvf að sökkva hvalbátunum og vinna skemmdir á hvalstöðinni og það er ekki satt að ég hafi dregið þetta til baka. Ef íslensk stjómvöld telja aðgerðir okkar glæpsamlegar ættu þau að leggja fram ákæru á hendur mér og Coronado og HÓwitt, sem sökktu hvalbátunum, en það vilja þau greinilega ekki gera," sagði Paul Watson. „íslendingar vilja ekki leggja fram ákæru á hendur samtökunum vegna þess að þeir styðja ólöglegar hvalveiðar sem bijóta gegn regiugerðum Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ef við hefðum verið dregnir fyrir rétt hefði ísland um leið verið fyrir rétti. Samtök okkar hafa barist gegn því að alþjóðareglur væru brotnar í tíu ár. Þegar ég var í Reykjavík 1985 mótmæltum við ekki hval- veiðum íslendinga vegna þess að hvalveiðibannið hafði þá ekki öðl- ast gildi. Ég sagði þá að ef íslend- ingar héldu áfram eftir að hvalveiðar væru bannaðar mynd- um við beita okkur gegn veiðunum. Við munum halda því áfram og ef við fáum tækifæri til að sökkva Morgunblaðið/Guömundur Sv. Hermannsson. Karl Jóhannsson og Gfsli Garðarsson frá Útlendingaeftirlitinu fylgdu Paul Watson til New York, en þar tók útlendingaeftirlit- ið bandarfska við honum. Myndin er tekin f flugvélinni f fyrrinótt. hinum hvalbátunum, munum við gera það.“ í máli Paul Watsons kom fram að 30-35 milljónum dala, eða rúm- lega 1,2 milljörðum króna, væri varið í baráttuna gegn hvalveiðum í Norður-Ameríku. Ársvelta Sea Shepherd er um 250.000 dalir og í samtökunum eru 1500 manns, að sögn Watsons. Meðlimir sam- takanna vinna í sjálfboðavinnu og framlög frá almenningi eru notuð til rekstrar skipa samtakanna. Watson var spurður hvort Sea Shepherd-samtökin myndu hugs- anlega berjast gegn þorskveiðum. „Ef þorskurinn verður í útryih- ingarhættu og ef alþjóðlegar reglur segja til um að hætt verði að veiða hann svara ég því ját- andi,“ sagð hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.