Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 35 í Hárbarðsljóðum Eddukvæða segir: „Þórr fór ór Austrvegi ok kom at sundi einu. Öðrum megin sundsins var feijukarlinn með skipit. Þórr kallaði: 1. „Hverr er sá sveinn sveina, er stendr fyr sundit handan?" Feq'ukarlinn svaraði: 2. „Hverr er sá karl k'arla, er kallar of váginn?" Þórr kvað: 3. „Fer þú mik um sundið, fæði ek þig á morgun; meis hef ek á baki, verðr-a matr in betri; át ek í hvild áðr ek heiman fór síld ok hafra, saðr em ek enH þess.“ ILD Samkvæmt þessu hefur Þór haft í nesti sínu bæði hafrakjöt og síld, en eins og kunn- ugt. er var Þór vanur að skera hafra sína að 1 kvöldi og eta þá, kasta síðan bjómum (hafurstökunum) á bein- in og haframir vom heilir að morgni. Ekki væri ónýtt að geta notað þessa aðferð Þórs t.d. við „fjallalambið", sem er orðið nokk- uð dýr matur. En þessa aðferð hefur Þór varla notað við síldina, þar sem að öllum lfkindum hefur verið nóg af henni þá sem nú. Ekki ér mikið talað um síld og síldveiðar í fomsögunum, en í Heimskringlu er talsvert rætt um síldveiðar Norðmanna. Þar segir, að fyrsta árið sem Hákon jarl réð ríkjum í Noregi „þá gekk sfld upp um allt land“, og í vetur var sfld veidd inn á fjörðum, upp við land- steina á Austurlandi, t.d. á Seyðisfírði. Þá hefði nú ekki verið ónýtt að skreppa um borð í bát- ana og fá svo sem eins og eina skjólu af sfld, en fersk sfld er einn besti matur sem ég fæ, og ég kæri mig kollótta um beinin, tygg þau bara með. Sem Seyðfirðingur lærði ég í æsku að borða sfld í ýmsum útgáfum. Enn veiðist sfld við Austurland og geta Austfirðingar fengið sfldina ferska, en við Reykjavíkur- böm verðum að láta okkur nægja að fá hana saltaða. í þessum þætti eru uppskriftir af ferskri og saltaðri sfld. Saltsfld þarf að flaka og roð- draga, útvatna síðan I sólarhring í köldu vatni og leggja loks í sfldarlög (marfneringu). í þeim legi þarf hún helst að liggja í eina viku til þess að mýkjast og draga í sig kryddbragð. Þá er hún borð- uð „eins og hún kemur fyrir" með rúgbrauði eða kartöflum eða sett í annan lög eða sósu og notuð sem salat. Ýmislegt er sett saman við sfldina f salöt. Síldar- lögur (mar- ínering) 3 dl borðedik 4 dl vatn 2 dl sykur 1 msk. síldarkiydd (fæst tilbúið) 1 stór laukur (má sleppa) 1. Setjið edik, vatn, sykur og krydd í pott. Sjóðið við hægan hita í 7—10 mínútur. 2. Afhýöið laukinn og skerið í sneiðar. Setjið út í löginn. Látið sjóða upp en takið þá strax af hellunni og látið kólna vel. 3. Skolið sfldarflökin vel, látið renna vel af þeim, setjið síðan köld sfldarflökin í kaldan löginn. 4. Setjið lok eða disk ofan á sfldina. Geymið í kæliskáp í minnst 1 viku. Athugið: Þetta magn er hæfi- legt fyrir 6—8 sfldarflök. Rúllur úr kryddsíld boraar fram á epla- sneiðum 8 kryddsfldarflök ’/2 lítri mjólk 2 epli til að setja undir sfldina 1 peli vatn safi úr V2 sítrónu 3 tsk. sykur 1 epli til að rífa 100 g möndlur 2 msk. skyr 1 dós sýrður ijómi 1 msk. rifín piparrót, fersk eða í pökkum 1. Setjið kryddsfldarflökin í skál. Hellið mjólkinni yfir og látið standa í 2—3 klst. 2. Setjið vatn, sítrónusafa og sykur í víðan pott. 3. Afhýðið eplin, skerið sfðan 4 þykkar sneiðar úr hvoru epli. Stingið úr þeim kjamann. 4. Leggið eplasneiðamar í pott- inn. Hafið eitt lag. Sjóðið við hægan hita í 5—7 mínútur. Gætið þess að eplin losni ekki í sundur. 5. Takið eplin úr soðinu strax að suðu lokinni og leggið á fat. 6. Setjið sýrðan ijóma og skyr í skál. Blandið vel saman. 7. Afhýðið eplið, rífið sfðan gróft, setjið út í sýrða ijómann. 8. Afhýðið piparrótina, rífíð sfðan fínt og setjið saman við. 9. Takið sfldarfiökin úr mjólk- inni. Þerrið vel með eldhúspappír. 11. Smyijið maukinu á sfldarfl- ökin. Ve§ið þau síðan varlega upp. Setjið ofan á eplasneiðamar. 12. Takið það sem eftir er af möndlunum og stráið yfir. Meðlæti: Rúgkex eða rúgbrauð og smjör. Salat með saltsíld, skinku o.fl. 6 saltsfldarflök 150 g soðin skinka 3 meðalstórar soðnar kartöflur 2 epli 3 stórar sneiðar súr/sætar rauð- rófur 2 harðsoðin egg 2 meðalstórir salatlaukar (hvítur laukur) 1 dós sýrður ijómi 2 msk. gott edik -- 1. Skerið sfldarflökin á ská í 2 sm þykkar sneiðar. 2. Skerið skinkuna í teninga á stærð við */2 sykurmola. 3. Afhýðið kartöflumar og skerið í litla bita. 4. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjamann. Skerið í litla bita. 5. Takið skumina af eggjunum og skerið þau í litla bita. 6. Afhýðið laukinn og saxið smátt. Skerið rauðrófumar í smábita. 7. Blandið saman sýrðum ijóma og ediki. Setjið allt út í sýrða ijó- mann og blandið varlega saman með gaffli. 8. Látið salatið standa í 2—3 tíma áður en þess er neytt. Meðlæti: Rúgbrauð og smjör. Glóðarsteikt fersk síld 6 sfldar 1 V2 tsk. salt Vi tsk. cayenne-pipar 1 msk. milt sinnep 1 dl rasp örlftið smjör 1. Hausið sfldina, slægið, klipp- ið af henni ugga og roðdragið. 2. Stráið salti inn f sfldina. 3. Blandið saman sinnepi og cayenne-pipar. Smyijið þessu ut- an á sfldina. Veltið sfðan upp úr raspi. 4. Hitið glóðarrist og glóðar- steikið sfldina í 5—7 mínútur á hvorri hlið. 5. Bræðið smjörið og penslið sfldina með því meðan á glóðar- steikingu stendur. Meðlæti: Soðnar kartöflur, heitt gróft snittubrauð og hrásalat með sítrónu. Fersk síld í kryddlegi 10 fersk sfldarflök 3 tsk. fínt salt 3 dl borðedik V2 dl sykur 2 lárviðarlauf 6 svört piparkom „ 6 negulnaglar 1. Roðdragið flökin, stráið á þau salti ög látið bíða í 1 klst. 2. Skerið flökin í sundur langs- um, ve§ið þau upp og festið saman með tannstönglum. Leggið þau þétt á botninn á víðum, grunnum potti. Hægt er að nota pönnu. 3. Sjóðið saman edik, sykur, lárviðarlauf, pipar og negulnagla. Hellið leginum yfir sfldina. Látið sjóða upp, en slökkvið þá á hell- unni en látið pottinn (pönnuna) standa opinn meðan sfldin er að kólna. 4. Takið sfldarrúllumar úr pott- inum, setjið í krakku, hellið leginum yfir. Athugið: Þessi sfld geymist vel og er góð með smurðu rúgbrauði. Grafín síld 6—8 sfldarflök 1 msk. sykur 1 msk. salt V2 tsk. nýmalaður pipar 2 msk. ferskt eða þurrkað dill 1 dl matarolfa 3 msk. dilledik (má notað annað edik) 1. Fiystið flökin f 24 tfma. Þíðið sfðan. 2. Leggið flökin á fat, látið roðhliðina snúa niður. 3. Blandið saman sykri, salti og pipar, stráið á fiökin. Nuddið örlftið inn í þau en meijið þau ekki. 4. Klippið ferskt dill og stráið yfír flökin, eða stráið þurrkuðu dilli yfir. 5. Leggið nú tvö og tvö flök saman. Setjið f álpappír. 6. Blandið saman matarolíu og ediki og hellið. yfir. 7. Lokið álpappímum vel, setjið á fat, leggið farg ofan á. Hægt er að nota skál með vatni. 8. Setjið sfldina í kæliskáp og látið vera þar í 2 sólarhringa. Snúið pakkanum með sfldinni. nokkram sinnum. 9. Takið sfldina úr pakkanum, skafið dillið af en skerið sfldina í þunnar sneiðar. Sósa 1 dós sýrður ijómi 1 msk. olíusósa (mayonnaise) 1 msk. milt sinnep 1 msk. hunang Vs tsk. salt */8 tsk. nýmalaður pipar 1 msk. dill, ferskt eða þurrkað. 1. Hrærið saman sýrðan ijóma, olíusósu, sinnep og hunang. 2. Setjið salt og pipar út í. Setjið dillið út í. Hrærið saman. Meðlæti: Rúghrökkbrauð (Finn crisp).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.