Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 59 dögum og sitthvað fleira, fræðsluer- indi, fréttir og þvílíkt eftir því sem hugurinn gimtist. Dagskráin hófst að vísu yfírleitt ekki fyrr en klukk- an átta á kvöldin og henni lauk með þjóðsöngnum upp úr klukkan tíu. Svo varð að kaupa rafhlöðu; hún entist kannski árið. Það varð líka að fara af bæ til að komast i rafmagn og láta hlaða sýrugeyminn með nokkurra vikna millibili. Á Stórahofi var rafstöð og þangað var stutt frá Strönd. Það er augljóst að við slík skil- yrði reynir mikið á þá sem standa fyrir heimavist bama, jafnvel þótt ekki væru fleiri en átta til tólf nem- endur samtímis, tveir árgangar saman, tíu og ellefu ára í yngri deild, en tólf og þrettán ára í eldri deild. En þannig var fyrirkomulagið á Strönd. Foreldrar töluðu lítið um áhyggjur sínar, en eflaust hafa margir kviðið því undir niðri að senda bamið sitt margar bæjarleið- ir burtu. í farskólann hafði verið styttra því að hann var til skiptis á bæjum eftir húsakynnum. Ekki höfðu Málfríður og Frímann verið lengi á Strönd þegar það orð var komið á að þar væri fólk sem betur en öðrum vandalausum mætti trúa fyrir bömum, hjá þeim liði bæði tápmiklum og pasturslitlum vel. Að sjálfsögðu reyndi mest á kennarann, en Málfríður fylgdist vel með öllu og var til hjálpar eftir þörfum, kenndi til dæmis stelpunum handavinnu. Ráðskona sá um mötu- neytið, og lengst man ég þar eftir Ágústu Sigurðardóttur frá Skamm- beinsstöðum. Fleira fólk var þar til hjálpar á þeim árum. Elín Þorleifs- dóttir frá Árbæjarhjáleigu var Málfríði til aðstoðar, en Eiríkur Magnússon móðurbróðir Frímanns hugsaði um nokkrar kindur og tvær kýr í fjósi. Hann kunni frá mörgu að segja. Nútímaþægindi vora ekki nein fyrst í stað í þessu nýja skóla- húsi, það var stórt, hitað með kolakyntri miðstöð og lýst með olíu- lömpum. Síðar kom vindrafstöð. Til matseldar í mötuneytinu var koks- vél, AGA, en hjónin höfðu iitla eldavél í sinni íbúð. í heimavistarskóla með einum kennara verður hann vitanlega að sinna starfl sínu allan sólarhring- inn. Það þykir ókunnugum ekki tiltökumál. En þrátt fyrir þetta álag mun Frímann hafí talið árin á Strönd bestu ár ævi sinnar. Hann bar hag nemenda sinna fyrir bijósti alla ævi og fann til með þeim í gæfu og ógæfu þó að sambandið vildi dofna. Einhvern tíma á efri áram sagði hann mér frá ógæfu- manni sem hann hitti úti á götu í Reykjavík. Það var gamall nemandi hans sem áfengið hafði leikið grátt. Þegar hann hafði sagt mér frá þessu þagnaði hann .um stund og bætti við: „Ég vildi ég hefði ekki séð hann þama; hann var þó manns- efni.“ Síðan fóram við að tala um annað. Böm og unglingar finna sér allt- af eitthvað til að eyða tómstundun- um við, óholla iðju ef ekki fínnst farvegur af öðra tagi. En á Strönd virtist holl tómstundaiðja koma af sjálfri sér, lestur til fróðleiks og skemmtunar, einhvers konar handavinna eða föndur. Stundum vora nemendur látnir lesa hver fyr- ir annan. Ekki man ég eftir að okkur þætti það neitt sérstakt, en hins vegar var almennur fögnuður ef það vitnaðist að Frímann ætlaði að segja okkur frá einhveiju á kvöldvökunni lesa eitthvað sem hann hafði skrifað. Sumt af því voru bemskuminningar, ekki allar bjartar, og sumt þekktu gamlir nemendur hans aftur þegar bækur hans komu út. Tvo vetur að minnsta kosti var „Vorboðinn" gefínn út, flölritað blað innan skólans. Því fylgdi sköpunargleði nemenda þó að öll vinnan lenti vitanlega á kenn- aranum. Frímann var kröfuharður um vandvirkni í hvívetna en þar var að sjálfsögðu miðað við getu og þroska nemandans. Tiltrúnaði skyldi ekki brugðist. Lítið atvik sýnir hvemig kennarinn tók stund- um á málum. Þegar Gunnarshólmi Jónasar hafði verið lesinn (og flest- ir lært eitthvað í kvæðinu) í tengsl- um við samsvarandi kafla í íslandssögu Jónasar Jónssonar, og allir fylltust aðdáun á ættjarðarást Gunnars að vilja ekki fara utan þrátt fyrir dóminn, sneri kennarinn allt í einu við blaðinu og benti á hugsunarháttinn að baki ummælum Kolskeggs: „Hvorki skal ég á þessu níðast og engu öðra, því er mér er til trúað." Ekkert erlent mál var námsgrein í bamaskólum á þessum áram. En þeim sem vilja höfðu og getu kenndi Frímann dönsku, og nokkram sinn- um skrifuðumst við á á því máli. Það var fjarkennsla. Eftir að skyldunámi lauk lærði ég auk þess hjá honum byijunaratriði þýsku og hjá Málfríði framatriði ensku. Það var góð byrjun. í bókum Frímanns sá ég líka fyrst kennslubók í esper- anto, vissi að vísu áður að það var til. Nokkra kafla í þeirri bók las ég einhveija illviðrissunnudaga og lærði þannig að greina milli sumra málfræðiatriða. En það er önnur saga. Málfræði kenndi Frímann lítið nemax það sem tengdist stafsetn- ingu. Hins vegar var sama krafa um vandvirkni í málnotkun og öðra. Móðurmálið skyldi vera hreint og vandað. Hér skal staðar numið. Það var gott að banalega Frímanns var stutt og þjáningalaus. _Hann var nokkur síðustu árin á Ási í Hveragerði, síðan á Grand í nokkrr vikur, en lagðist inn á Landakot í desember- byijun og átti ekki afturkvæmt þaðan. Sama milda skapið fylgdi honum til síðasta dags þrátt fyrir lífsþreytuna sem fór að gera vart við sig eftir að Málfrður dó. Og fímm dögum fyrir andlátið var hann að skopast að því við mig að hann væri orðinn svo gleyminn að hann myndi ekki lengur hvað hann væri gamall. En minningamar hrannast að, minningar um gott fólk og góða bemsku í skjóli þess. Fyrir það er ég þakklátur, og svo mun um fleiri sem nutu samvista við Frímann og Málfríði. . Arni Böðvarsson Mig Iangar að minnast míns gamla, góða kennara með fáeinum orðum og reyna að láta í Ijós þakk- læti mitt fyrir liðna tíð. Hann fæddist á Fremri-Kotum í Skaga- fírði 30. nóv. 1901 og ólst þar upp til 10 ára aldurs. Árið 1933 gerðist hann skólastjórí og kennari við bamaskólann á Strönd á Rangár- völlum og var þar til ársins 1949. Það er mikill vandi að stjóma heimavistarskóla svo vel sé, en þann vanda leysti Frímann af einstakri piýði með góðri aðstoð konu sinnar Málfííðar Bjömsdóttur. Ég var svo lánsöm að vera bam á skólaaldri austur á Rangárvöllum á þeim áram sem Frímann var kennari þar og fékk að njóta hans góðu kennslu í fjóra vetur. Þegar ég lít til baka koma ótal minningar upp í huga minn, minningar um skemmtilega og lærdómsríka daga á Strönd, dagamir þar vora svo sannarlega lærdómsríkir, við lærðum ekki ein- göngu það sem stóð í bókunum, við lærðum að fara vel með bækumar og annað sem við höfðum undir höndum, og við lærðum ekki síður að umgangast hvert annað. Við voram oftast 10—14 í deild (bekk) og komum vitanlega frá ólíkum heimilum, þama voram við eins og ein stór fjölskylda, og ef einhver misklíð kom upp, sem mjög sjaldan var, þá hafði Frímann einstakt lag á að koma sáttum á. Við nemendur hans báram mikið traust til hans og okkur datt ekki í hug að óhlýðn- ast honum, okkur þótti vænt um hann og vildum gera honum sem mest til geðs. Mér er minnisstætt atvik er skeði á mínum skóladögum. Við voram að læra íslandssögu og aldrei þessu vant þá kunnum við ekki það sem okkur var sett fyrir. Frímann varð svolítið þungur á brúnina og sagði, „þið verðið að lesa þetta betur öll“. Og mikið hræðilega skömmuðumst við okkar, eitt er víst að við kunnum vel í næsta sögutíma. Mér verður oft hugsað til þessa atviks þegar skóla- mál ber á góma, við skömmuðumst okkar fyrst og fremst fyrir að hafa gert Frímanni gramt í geði, og fínnst mér að það sýni þann hug sem við báram til hans betur en flest annað. Á laugardögum var til siðs að hafa það sem við kölluðum upplestur, það var þannig að hver nemandi kom upp að kennarapúlti og las upphátt fyrir hina krakkana, smásögu eða kafla úr sögu eftir atvikum. Mikið höfðum við gott af þessum upplestram, við lærðum að lesa hátt og skýrt og standa fyrir framan fólk. Frímann lagði mikla áherslu á skýrt tal og lestur, sjálfur talaði hann hreina og fagra norð- lensku. Ég minnist líka ótal ánægjustunda, sem við áttum í frítímum, þá var farið í leiki, úti ef vel viðraði, annars inn í smíða- stofu. Margt vetrarkvöldið renndum við okkur á skautum niður á tjöm og oft kom Frímann þá með okkur og tók þátt í eltingaleik, mikið reyndu strákamir að hafa við hon- um, en það gekk nú misjafnlega. Eitt sinn byggðum við gríðarstórt snjóhús, sem allur skarinn komst inní, Frímánn var að sjálfsögðu verkstjórinn, hann var ekki ein- göngu kennarinn okkar hann var félagi, vinur. Margt ánægjulegt kvöld áttum við líka við innileiki, þá var Málfríð- ur oft með okkur og kenndi okkur marga skemmtilega leiki, svo sem, „Að vefa vaðmál," „Eitt par fram fyrir ekkjumann," og margt, margt fleira, sem nú er því miður flestum gleymt. Málfríður hafði þýða og fallega söngrödd og söng oft með okkur, hún var okkur ekki síður kær en Frímann, það verður ekki annars þeirra minnst svo hins sé ekki getið, svo samstillt vora þau í einu og öllu. Við lærðum mörg Ijóð og sungum mikið, flestir dagar hófust með því að við sungum einn sálm, áður en fyrsta kennslustund byijaði í lok stðustu kennslustundar var sungið ættjarðarljóð eða annað skemmtilegt. Énn hlýnar mér um hjartarætur er leið mín liggur fram- hjá Strönd og mér koma í hug skemmtilegir skóladagar í glöðum hópi skólasystkina í skjóli okkar góða kennara. Málfríður lést árið 1977, ég veit að það hafa orðið fagnaðarfundir þegar þau hittust á landi eilífðarinn- ar. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra gamalla nemenda Frímanns þegar ég að lokum flyt honum inni- legar þakkir fyrir allt það góða sem hann kenndi okkur og aldrei verður metið til fulls, það er sannarlega fjársjóður sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Börnum hans, Ragnheiði, Bimu og Jónasi þakka ég innilega liðnar samverastundir og sendi þeim og mökum þeirra og bömum einlægar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öU. Guðbjörg Böðvarsdóttir Þann 16. janúar sl. andaðist á Landakotsspítala Frímann Jónas- son f.v. skólastjóri á 87. aldursári. Frímann var fæddur að Fremri Kotum í Skagafirði 30. 11. 1901. Foreldrar hans vora Jónas Hall- grímsson og Þórey Magnúsdóttir. Fýrstu árin ólst Frímann upp í foreldrahúsum ásamt systkinum sínum, en hann missti föður sinn fímm ára gamall, dvaldist næstu árin með móður sinni en þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér og treysta á sjálfan sig. Snemma kom í ljós áhugi Frímanns til að afla sér meiri menntunar en þá var algengast meðal fátækra sveita- bama. Með þrautseigju og dugnaði ásamt góðum gáfum tókst honum það. Fyrst nam hann bókbandsiðn á Akureyri og tók síðar sveinspróf í þeirri grein. Síðan lá leið hans í Kennaraskóla íslands og útskrifað- ist hann þaðan með kennaraprófí 1923. Þar með var aðal ævistarf hans ráðið. Frá 1923—1964 eða í 41 ár starfaði hann við kennslu- og skólastjóm. Fyrst sem farkenn- ari vestur við ísafjarðardjúp í tvö ár, kennari á Akranesi í átta ár, skólastjóri á Strönd á Rangárvöllum í sextán ár og skólastjóri við Kópa- vogsskóla í 15 ár. 15. maí 1926 kvæntist Frímann Málfríði Bjömsdóttur (d. 1977) þau eignuðust þijú böm: Ragnheiði Þór- ey hjúkranarfræðing, hún er gift Ove Krebs verkfræðingi og era þau búsett í Bandaríkjunum. Bimu Sesselju kennara, hún er gift Trú- manni Kristiansen skólastjóra í Hveragerði og Jónas verkfræðing kvæntur Margréti Loftsdóttur bókasafnsfræðingi, þau búa í Kópa- vogi. Fyrstu kynni mín af Frímanni vora þau að haustið 1948 fóram við saman í mjög ævintýralega ferð. Ég sem nemandi í Kennaraskólan- um er Frímann sem aðstoðarmaður Hallgríms bróður síns sem var far- arstjóri hóps kennaranema, var ætlunin að fara inn á Hveravelli, en við lentum í hríðarbyl og sátum föst næturlangt í bflnum á Bláfells- hálsi. Þá sá ég að Frímann var æðralaus og traustur þótt móti blési. Þessum eiginleikum hans átti ég eftir að kynnast betur síðar. Ekki óraði mig fyrir því þá að ég ætti eftir að starfa mörg ár sem kenn- ari hjá honum við Kópavogsskólann og taka síðar við skólastjórastarfí við þann skóla. Þegar Frímann tók við stjóm Kópavogsskólans 1949 var skólinn ekki fjölmennur, en íbú- um Kópavogs Qölgaði mjög ört á næstu áram og þá einnig nemend- um í skólanum, svo ört að ekki hafðist undan að byggja. Voru því mikil þrengsli í skólanum mest alla skólastjómartíð Frímanns, tví- og þrísett í hveija stofu og fyrstu árin vantaði einnig sérstofur og leik- fimisal. Við slíkar aðstæður reyndi mjög á stjómanda skólans, en allan vanda íeysti Frímann, ekki með hávaða og látum heldur með röggsemi,. prúðmennsku og ekki síst hlýlegu viðmóti, jafnt við starfsiið sem nem- endur. Hann var mjög vinsæll í starfí og var gott að leita til hans með vandamálin ekki síst fyrir unga og óreynda kennara eins og mig á mínum fyrstu áram hér. Það kom í hlut Frímanns að fnóta starfshætti og venjur í Kópa- vogsskólanum og að því býr skólinn enn. Frímann vildi fyrst og fremst vera félagi og vinur síns fólks en ekki valdbjóðandi, vildi gagnkvæmt traust og samvinnu, og ég held að enginn hafí viljað bregðast trausti hans. Frímann var góður skólamaður og fylgdist vel með þróun skóla- mála. Hann fór nokkrar ferðir til útlanda til að kynna sér skólamál. Hann ferðaðist mikið um landið og var kunnugur sögu lands og þjóðar. Ekki var Frímann að ota sér fram á almennum vettvangi, hann var að eðlisfari hlédrægur maður, en hann var félagslyndur og naut trausts samferðamanna sinna. Þess vegna valdist hann til ýmissa trún- aðarstarfa sérstaklega á sviði skóla- og bindindismála, sat meðal annars mörg ár í stjóm sambands íslenskra bamakennara. Gaman var að dveljast með Frímanni á góðri stund, hann var fróður og skemmtilegur í viðræðum, hafði gaman af kveðskap enda góð- ur hagyrðingur sjálfur, hafði góða kímni- og frásagnargáfu. Hann var vel ritfær og skrífaði m.a. tvær bamabækur, Þegar sól vermir jörð og Hve glöð er vor æska. Ekki var síður ánægjuiegt að heimsækja þau hjónin Frímann og Málfríði á vistlegt heimili þeirra að Digranesvegi 66 í Kópavogi. Þar var tekið rausnarlega á móti gest- um og hlýlegt viðmót þeirra hjóna vermdi hjartarætur. Frímann hætti skólastjóm 1964. Lét hann þá þau orð falla að hann vildi hætta skóla- störfum meðan hann ætti ennþá nokkurt starfsþrek til að sinna öðr- um áhugamálum. Nú er lokið ævi góðs manns. Ég vil að leiðarlokum þakka Frímanni fyrir mina hönd og konu minnar fyrir góð kynni og einlæga vináttu, einnig vil ég þakka honum farsælt starf í þágu Kópavogsskólans. Ættingjum hans og vinum votta ég okkar dýpstu samúð. • Óli Kr. Jónsson t Innilega þökkum við öllum er sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför ÞORGERÐAR JÓNU ODDSDÓTTUR, Vesturgötu 59, Akranesi. Sérstaklega þökkum við starfsfólki E-deildar Sjúkrahúss Akraness frábæra umönnun. Guðbjörg Róbertsdóttir, Jóhann Ársælsson og börn. t Við þökkum þeim, sem heiðruðu minningu GUÐMUNDU PÁLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Skipasundi 92. Sophus Henry Holm, Guðmundur Holm og systkini hinnar látnu. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föð- ur okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS V. J. GÍSLASONAR, Kapiaskjólsvegi 3. Hjartans þakkir til lækna og starfsfólks Grensás- og hjartadeildar Borgarspítalans. Margrét Björnsdóttir, Ingiberg Ólafsson, Bima Björnsdóttir, ÞorgeirTheódórsson, Elva Bjömsdóttir, Ingimundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.