Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 27 mannsembætti í Múlasýslum þegar hún fæddist en varð amtmaður í Norður- og Austuramtinu það sum- ar og Þórunn var aðeins nokkurra vikna gömul þegar fjölskyldan flutt- ist að amtmannssetrinu Möðruvöll- um í Hörgárdal. Guðrún móðir Þórunnar lést í apríl árið 1851 tuttugu og þriggja ára gömul og var Þórunn þá aðeins tíu mánaða. Pétur amtmaður faðir hennar giftist aftur síðla sama ár Sigríði Olafsdóttur Stephensen úr Viðey en þau skildu fljótlega. I þriðja sinn kvæntist amtmaðurinn 1857 og þá Kristjönu Gunnars- dóttur tuttugu og eins árs gamalli prestsdóttur frá Laufási við Eyja- §örð og var hann nær aldarfjórð- ungi eldri en brúðurin. Þess má geta að bróðir Kristjönu var Tryggvi Gunnarsson hinn kunni athafnamaður og bankastjóri. Son- ur Péturs og Krisijönu var Hannes Hafstein síðar ráðherra og var þessi hálfbróðir Þórunnar tíu árum yngri en hún. Eftir móðurmissinn dvaldi Þórunn ýmist hjá nákomnum ætt- ingjum sínum á Akureyri eða með föður sínum og stjúpmóður á Möðruvöllum. Skömmu eftir ferm- ingu fór Þórunn til námsdvalar í Kaupmannahöfn og gekk þá meðal annars á skóla fröken Natalie Zahle. Sá skóli var í miklu áliti í Danmörku og fröken Zahle var mikil kvenréttindakona sem vann að því að tengja saman menntun kvenna og réttindabaráttu þeirra. Frá Kaupamannahöfn kom Þór- unn til Reykjavíkur og þar giftist hún 30. nóvember 1871, þá tuttugu og eins árs gömul, Jónasi Jónassen lækni við Sjúkrahúsið í Reykjavík. Hann varð síðar héraðslæknir þar og um skeið læknir við Franska spítalann, þá kennari við Lækna- skólann og forstöðumaður hans og landlæknir frá 1895. Jónas Jónas- sen fór utan 1882 og varði doktors- ritgerð. sína um sullaveiki við Kaupmannahafnarháskóla. Hann barðist mjög gegn þeirri veiki hér á landi, en hún var allútbreidd, upplýsti fólk um orsakir hennar og ráð við henni. Hann ritaði mikið um heilbrigðismál, hreinlæti, hjálp í viðlögum og meðferð ungbarna og yfírsetukvennafræði. Eftir hann er Lækningabók handa aIþýðu á íslandi sem kom út 1884 og var víða til á heimilum. Dr. Jónassen var bæjarfulltrúi í Reykjavík frá 1888 til aldamóta og alþingismaður var hann um níu ára skeið. Dr. Jónassen hafði mikinn áhuga á tún- rækt og höfðu þau Þórunn allmikið kúabú í Reykjavík eftir því sem þá gerðist. Heimiii þeirra stóð lengst af í Lækjargötu 8, á homi Skólabrú- ar og Lækjargötu, stendur það hús enn að mestu með sama sniði að ytra útliti og hýsir nú veitingastof- una Kokkhúsið. Einkadóttir þeirra, Soffía, fæddist 25. mars 1873. Hún var fyrri kona Eggerts Claessen málflutningsmanns í Reykjavík. feoffia lést árið 1943. í nóvembermánuði árið 1875 var mikið um að vera í Reykjavík. Bærinn hafði eignast sína fyrstu myndastyttu og var það eirlíkneski af Bertel Thorvaldsen, sjálfsmynd, gjöf til Reykjavíkur í minningu eitt þúsund ára byggðar á íslandi frá Kaupmannahafnarborg. Styttunni hafði verið valinn staður á miðjum Austurvelli og af tilefninu var völl- urinn allur sléttaður, reitaður sundur með gangstígum og skíðgarður reistur umhverfis til að vetjast ágangi af búsmala bæj- arbúa. Aður var Austurvöllur aðallega notaður sem tjaldstæði fyrir ferðamenn og kaupmenn. Á fæðingardegi listmannsins 19. nóv- ember var síðan hátíðleg athöfn þegar líkneskið var afhjúpað á fag- urlega skreyttum vellinum, en það verk höfðu unnið tuttugu og fjórar reykvískar konur með læknisfrúna ungu, Þórunni Jónassen, í broddi fylkingar. Slík fegrun á umhverfi var nýlunda hér á landi og ljóst er að hún hefur þótt tilkomumikil því margir verða til að festa lýsingu á blað. Áður en lengra er haldið hér skal gripið niður á einum stað: „Þar blöktu fánar á 52 stöngum. Blóm- sveigar prýddu fótstall lfkneskisins. En ræðustóll, grindumar umhverfís völlinn og sumar fánastengumar var allt vafið fléttum úr íslensku lyngi. Á grindunum voru raðir af ljóskerum, búnum marglitum ljós- um.“5 Að kvöldi dagsins dunuðu dansleikir í bænum og áður en dag- urinn var allur hafði hin fríða sjálfboðaliðssveit ungu kvennanna afráðið að stofna til samtaka með sér. Stofndagur Thorvaldsensfélags- ins er 19. nóvember 1875. Félagið starfar enn af fullum krafti í Reykjavík, elstu félagssamtök kvenna í höfuðborginni og eitt elsta kvenfélag á landinu. Önnur grein félagslaga þar sem markmið félags- ins er skilgreint, og mun að inntaki vera lítið breytt frá stofnun, er á þessa leið: „Tilgangur félagsins er að vinna að almenningsheill og styrkja þá, sem við erfiðleika búa, eftir því sem efni og kraftar félags- ins leyfa. Félagið styður eftir föngum innlendan iðnað, eykur hann og eflir á hvem þann hátt sem félagið álítur heppilegast."6 Starf- semi félagsins hefur æ síðan frá stofnun þess verið á vettvangi mannúðar-, líknar- og menningar- mála og það hefur látið mikið og gott af sér leiða í bæjarsamfélag- inu. Fyrsti formaður var valin Þórunn Jónassen og gegndi hún formennsku samfleytt í fjörtíu og sjö ár eða til æviloka, en hún lést 18. apríl 1922. Saga Thorvaldsens- félagsins hefur verið rituð og kom út þegar félagið varð sjötíu ára og enn í tilefni af aldarafmæli þess. Einn kaflinn ber yfírskriftina „Frumherjar og stofnendur" og þar er Þórunnar minnst meðal annars á þessa leið: „Með formennsku sinni í Thorvaldsensfélaginu gat hún sér þann orðstír, er ekki deyr, á meðan það félag lifir eða saga þess. Hún var þar elskuð og virt af öllum fé- lagskonum . . . Hún kunni ekki að berjast með „agitationum“ og ræðuhöldum, en var réttsýn og friðelskandi, um leið og hún var viljaföst og gætin."7 Dr. Jón Helgason biskup ritar einn- ig um Þórunni í bók sinni Þeir sem settu svip á bæinn. Þar er landlækn- inum lýst sem hugþekkum manni vegna mikillar ljúfmennsku sinnar og alþýðlegrar framkomu. „Loks er skylt að minnast hér sérstaklega frú Þórunnar Jónassen," segir á öðrum stað í bókinni „ ... vegna beinna og óbeinna áhrifa hennar á kvenþjóð bæjarfélags vors ...“. Síðan ræðir höfundur um stofnun Thorvaldsensfélagsins og ségir svo: „Hér skal nú ekki reynt að telja upp það, sem þetta góða félag hef- ir afrekað í þarfir bæjarféiags vors .. . En á það skal bent sem meginþýðingu þess, að það hefir með margþættu starfí sínu orðið fyrst allra félaga, sem hér hafa starfað, til þess að opna augu kvenna fyrir ýmsum þjóðnýtum verkefnum, sem best fer á, að kon- ur hafi með höndum og einkum líta að uppeldismálum og menntun ungra kvenna."8 Sjá nánar á bls. 32 Skrifstofutæknir_ Athyglisvert námskeið! i r'in n ‘'Wt, - h_________________________ Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt er lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla er lögð á notkum PC-tölva. Námið tekur þrjá mánuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrifstofuvinnu. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlunargerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Næsta námskeið hefst 2. febrúar. Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790 Tölvufræðslan Borgartúni 28. Hvað segja þau um námskeiðið. Sólveig Kristjánsdóttir: Siðastliðinn vetur var ég við nám hjá Tölvufraeðslunni. Þessi timi er ógleymanlegur bæði vegna þeirrar þekkingar, sem ég hlaut og kemur mér mjög tH góða þar sem ég starfa nú, svo og vegna andans sem þama rikti. Þetta borgaðisig. Sigrídur Þórisdóttir: Mér hefur nýst námið vel. Ég er öruggari í starfi og m.a. feng- ið stöðuhækkun. Viðtæk kynn- ing á tölvum og tölvuvinnslu i þessu námi hefur reynst mér mjög vsl. Maður kynnist þeim fjölmöfgu notkunarmöguleikum sem töfvan hefur upp á að bjóða. Þetta nám hvetur mann einnig til að kanna þessa möguleika ogfærasérþáinyt. Jóhann B. Óiafsson: Ég var verkamaður áður en ég fór í skrifstofutækninámið hjá Tölvufræðslunni. Ég bjóst ekki við að læra mikið á svo skömm- um tima, en annaðhvort var það að ég er svona gáf aður, eða þá að kennslan var svona góð (sem ég tel nú að frekar hafi verið), að nú er ég allavega orðinn að- stoðarframkvæmdarstjóri hjá íslenskum tækjum. Ég vinn svo til eingöngu á töfvur, en tölvur voru hlutir sem ég þekkti ekkert inná áður en ég fór i námið. Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bæklinga um námið, bæklingurinn er ennfrcmur sendur í pósti til þeirra sem þess óska sem samanstendur af; Kransaköku, rjómatertu, Sachertertu, Alltfyrirkonuna“, Mokkatertu, brauðtertu, skúffuköku og snittum erðhugmyndir 20 manna veisla 13.500.- 30 manna veisla 18.900.- 40 manna veisla 24.400.- osnið við áhyggjur og fyrirhöfn H eimsendingarþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.