Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 Þórunn Jónassen (1850-1922). \ Guðrún Björnsdóttir (1853-1936). Þórunn Jónassen var fyrsti full- trúi Thorvaldsensfélagsins í Land- spítalasjóðsnefndinni e’n með byggingu spítalans vildu íslenskar konur reisa minnisvarða þeirri rétt- arbót er þær öðluðust 19. júní árið' 1915, þá fengu þær kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þegar Qársöfnun hafði staðið í eitt ár um allt landið var mánudaginn 19. júní 1916 haldin mikil hátíð í Reykjavík. A samkomu á Austurvelli klukkan fimm síðdegis var gerð grein fyrir fjársöfnuninni til „Landspítalasjóðs Islands", stofnun sjóðsins lýst og skipulagsskrá hans lesin upp. Þór- unn Jónassen, sem var gjaldkeri sjóðsins frá stofnun hans og til æviloka, sat þann dag frá hádegi í fordyri Alþingishússins og eins og segir í dagskrá hátíðahaldanna „veitir hún þar fúslega móttöku gjöfum þeim er kynnu að verða gefnar sjóðnum". Síðan er bætt við: „Þátttakan verður almennust með því að enginn álíti' sína gjöf of litla — því „komið fyllir mælinn“.“9 Auk þess ábyrgðarmikla og eril- sama starfs sem féhirðir Landspít- alasjóðsins gaf Þórunn sig að ýmsum öðrum félagsmálum í Reykjavík og í bæjarstjóminni átti hún sæti frá 1908 til 1914. Eigin- maður hennar lést tæplega sjötugur árið 1910 en hafði látið af embætti landlæknis árið 1906. Það ár birtist í tímaritinu Óðni grein um þau hjón sem Steingrímur Matthíasson lækn- ir ritar og þar segir hann meðal annars svo: „Frú Jónassen hefur lengi verið talin meðal hinna fremstu af merkiskonum þessa bæjar .. ,“10 Þurfti því engan að undra þótt reykvískar konur hefðu augastað á henni þegar til þess kom að velja frambærilegar konur á lista í janúar árið 1908. Önnur í aldursröðinni af konun- um sem hlutu kosningu sem bæjarfulltrúar umrætt ár var Guð- rún Bjömsdóttir oftast kennd við Presthóla. Hún fæddist 27. nóvem- ber 1853 að Eyjólfsstöðum á Völlum. Foreldrar hennar voru Bjöm umboðsmaður Skúlason sem þar bjó lengi og Bergljót Sigurðar- dóttir stúdents á Eyjólfsstöðum Guðmundssonar sýslumanns í Krossavík á Vopnafirði. Meðal systkina Guðrúnar var Ragnhildur kona Páls Ólafssonar skálds. í fyrstu ólst Guðrún upp hjá for- eldrum sínum á Eyjólfsstöðum en þegar hún var tíu ára lést faðir hennar og skömmu síðar fór hún í fóstur til Bjama læknis Thorlacíus á Eskifírði. Dvaldist hún þar fram yfír fermingu en fór þá til séra Vigfúsar Sigurðssonar móðurbróð- ur síns á Sauðanesi á Langanesi. Þaðan sigldi hún til Kaupmanna- hafnar og var þar um skeið en kom síðan aftur til frændfólks síns að Sauðanesi. Þangað vígðist um haustið 1883 til séra Vigfúsar, sem aðstoðarprestur hans, séra Láms sonur Jóhannesar Guðmundssonar sýslumanns í Mýrasýslu. Sýslu- mannssetrið var í Hjarðarholti i Stafholtstungum og hafði Jóhannes orðið úti við túnfótinn þar í aftaka- veðri 1869 þegar Láms sonur hans var ellefu ára. Um séra Láms var sagt að hann hafí verið frábær söngmaður, lipurmenni og vinsæll. Systur hans vom þær Anna sem átti dr. Valtý Guðmundsson al- þingismann og stjómmálaforingja og Sigríður er átti séra Kjartan Helgason í Hmna í Ámessýslu. Guðrún og séra Láms gengu í hjónaband árið 1884 og bjuggu að Sauðanesi. Ekki naut Guðrún lengi samvista við mann sinn því séra Láms féll frá eftir aðeins fjögurra ára hjóna- band í september 1888 og höfðu þeim þá fæðst þrjár dætur. Elst þeirra var Maren Ragnheiður Frið- rika sem var þriggja ára, hún átti síðar Finnboga Rút Jónsson vél- fræðing í Reykjavík, þá Bergljót sem var tveggja ára, hún varð síðar kennari í Reykjavík en lést þar í spönsku veikinni 1918. Þriðja dóttir ungu presthjónanna, Guðrún Ingi- björg, fæddist síðsumars 1887 en lést ung. Fjórða dóttirin, fædd eftir lát föður síns í apríl 1889, var látin heita Lára Ingjbjörg. Hún átti síðar Ólaf Jónsson lækni í Reykjavík og vom þeir bræður, hann og Finnbogi Rútur, synir séra Jóns Arasonar á Húsavík. Eftir lát manns síns fór Guðrún með dætur sínar til bróður síns séra Halldórs Bjamarsönar, eins og hann nefndi sig, að Presthólum í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu. Hún dvaldist þar uns hún árið 1900 fluttist með dætmnum til Reykjavíkur. Hóf hún þar mólkur- sölu og rak hana af miklum dugnaði, Reit hún í blöð um mjólk- ursölumálin og sýndi meðal annars fram á nauðsyn þess að koma öðm og betra skipulagi á þau til trygg- ingar hreinlæti og heilbrigði bæjarbúa. Eftir allmargra ára bú- setu í Reykjavík fór Guðrún enn til dvalar á Norðurlandi en fluttist al- komin til Reykjavíkur vorið 1936. Hún lést þar á heimili Marenar dóttur sinnar 11. september það ár. Var hún lögð til hinstu hvílu við hlið manns síns og annarra skyld- menna í Sauðaneskirkjugarði. í eftirmælum um Guðrúnu er á það minnt að hún hafí verið Reykvíking- um kunn frá vem sinni í Reykjavík á ámm áður með því að hún hafí verið ein fjögurra kvenna sem fyrst- ar vom kosnar í bæjarstjóm „lét hún þar mikið til sín taka, eins og hvarvetna þar sem hún beitti sér fyrir málum eða framkvæmdum, því hún var gáfuð kona, dugleg og kjarkmikil, skömgleg í framkomu og aðsópsmikil, en einnig hin mesta fríðleikskona og skartkona á yngri ámm, ör og viðkvæm í lund og svo hjálpfús við þá, sem liðsinnis þurftu, að orð fór af.“n Guðrún sat í bæjarstjóm Reykjavíkur frá 1908 til 1914 eða jafti lengi og Þómnn Jónassen. Katrín Skúladóttir Magnússon, þriðja konan sem hér verður sagt frá, sat hins vegar í bæjarstjóminni til 1916. Katrín Sigríður eins og hún hét fullu nafni fæddist í Hrappsey á Breiðafírði 18. mars 1858 og hún lést í Reykjavík 13. júlí 1932. For- eldrar hennar vom Skúli Þorvalds- son Sívertsen bóndi í Hrappsey og Hlíf Jónsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal og ólst Katrín upp hjá þeim í Hrappsey. Hún kom fyrst til Reykjavíkur fjórtán ára gömul og þá í kynnisför til Katrínar Sívertsen föðursystur sinnar sem gift var Jóni Ámasyni bókaverði og þjóðsagnaritara. Dvaldi hún eft- ir það oft á heimili þeirra, lengur eða skemur, og þar kynntist hún frænda Jóns, Guðmundi Magnús- syni, Húnvetningi að uppmna. Þau felldu hugi saman og trúlofuðust sumarið 1883 og hann sigldi sama sumar til læknanáms í Kaupmanna- höfn. Þau giftu'sig í ágúst 1891 og höfðu þá aðeins sést í eitt skipti þau átta ár sem hún sat í festum en Guðmundur kom heim sumarið 1885 og fór þá til Hrappseyjar. Nýgift sigldu þau til Kaupmanna- hafnar og dvöldust þar um hríð en 1892 fékk Guðmundur veitingu fyr- ir héraðslæknisembættinu í Skaga- fírði og þau settust að á Sauðárkróki. Þar áttu þau heima í tvö ár en upp frá því í Reykjavík þar sem hann varð læknir og síðar prófessor við Háskólann. Guðmund- ur lést átta ámm á undan konu sinni. Þeim fæddist dóttir 24. apríl 1892 og var hún skírð Ingibjörg en hún lifði aðeins einn dag. Fleiri bama varð þeim ekki auðið en eina fósturdóttur ólu þau upp og hjá þeim dvöldust oft og iðulega skyld- menni beggja sem hér vom við nám eða af öðmm ástæðum. Guðmundur Magnússon var fyrsti læknir hér á landi sem gerði holskurði og aðstoðaði Katrín hann frá fyrstu tíð við skurðaðgerðir. Í blaðaviðtali við Katrínu á sjötugsaf- mæli hennar kemur hún inn á þann þátt á þessa leið: „Ég hafði alltaf verið hneigð fyrir lækningar og langaði til að kynna mér þær í upp- vextinum, en þá þekktust ekki hjúkmnarkonur hér á landi og ekki um aðra fræðslu að gera í þeim efnum en ljósmæðrakennsluna, en foreldrar mínir vildu ekki að ég yrði ljósmóðir. Þau vom víst hrædd um að ég legði of mikið á mig við þau störf. En ofurlítið hafði ég samt kynnst læknisstörfum og það kom sér vel, þegar ég fór að hjálpa manninum mínum á Sauðárkróki." Síðan lýsir Katrín aðstæðum fmm- heijans í skurðlækningum en enga sérhæfða aðstoð var að fá og vann hún með honum bæði sem hjúkr- unarkona og aðstoðarlæknir. Viðtalinu lýkur með þessum orðum: „Hér syðra aðstoðaði frú Katrín mann sinn við alla uppskurði, smáa sem stóra."12 Ekkert fæst af sjálfu sér í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá Kvennasigrinum í bæj- arstjórnarkosningunum 1908, leitaði Morgunblaðið til þriggja forystukvenna í flokki sjálf- stæðismanna, sem setið hafa í borgarstjóm. Auður Auðuns Auður Auðuns hefur gegnt §ölda trúnaðarstarfa, m.a. var hún bæjar- eða borgarfulltrúi í Reykjavík 1946-70 og átti sæti í bæjar- eða borgarráði 1952-70. Hún var forseti borgarstjórnar 1954-59 og 1960-70. Borgarstjóri var hún árin 1959- 60. „Þetta var frábær árangur og hann náðist vegna þess að kon- umar beittu sér verulega og framboð þeirra var einnig þver- pólitískt. Ég minnist þess að frú Guðrún Pétursdóttir, móðír Bjama Benediktssonar, sagði mér frá því hvemig áhugasamar konur um kosningamar skiptu bænum niður sín á milli og gengu í hvert einasta hús til að kynna málstað- inn og vinna honum fylgi. Þetta var algjörlega ópólitískt framboð og konumar gátu því staðið sam- an. Annað eins hefur ekki gerst síðan við bæjarstjómarkosningar í Reykjavík." Ingibjörg Rafnar Ingibjörg Rafnar var borgar- fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1982-86 og var m.a. varaforseti og borgarráðsmaður. „í dag fínnst okkur flestum fáránlegt að mismuna konum og körlum varðandi svo sjálfsögð mannréttindi eins og kosninga- réttur og kjörgengi eru. Þegar áttatíu ár eru liðin síðan konur fengu þessi réttindi í sveitar- stjómarkosningum er rétt að minnast þess að þau réttindi fen- gust ekki átakalaust en það er ánægjulegt að hugsa til þess að þegar þau voru fengín þá tóku konur til hendinni svo um mun- aði. Þær buðu fram sérstakan kvennalista og strax í þessum fyrstu kcsningum notaði um helmingur kvenna sér þennan nýfengna rétt sinn og rúmlega helmingur-þeirra greiddi kvenna- listanum atkvæði sitt. Vissulega góð byijun sem lofaði góðu. Síðan hefur gengið á ýmsu í stjómmálunum, konur hafa í sívaxandi mæli neytt kosninga- réttar síns og gera það nú til jafns við karla. En því miður er ekki sömu sögu að segja varðandi kjör- gengið; hlutur kvenna í sveitar- stjómum og á Alþingi hefur verið misjafnlega lítill og í engu sam- ræmi við kosningaþátttöku kvenna. Nokkuð hefur þó miðað síðustu misseri og er það vel því ég tel að helstu valdastofnanir þjóðfélagsins eigi að vera sem best spegilmynd af þjóðinni. Framboð kvenna í Reykjavík 1908 og aðdragandi þess ætti að vera okkur konum eilíf áminning um það að engin réttindi eða að- gangur að valdastöðum fást af sjálfu sér. Konur verða að vera að bera sig eftir þeim og vera reiðubúnar til þess að leggja tölu- vert á sig til þess. Hvemig þær gera það hlýtur að ráðast af að- stæðum á hveijum tíma. 1908 kusu þær að gera það me^fram- boði sérstaks kvennalista, þá vom framboð til sveitarstjórna ekki pólitísk né voru til stjómmála- flokkar í okkar skilningi. Konur höfðu þá náð langþráðum og mik- ilvægum réttindum sem þær ákváðu að nýta fulls, standa sam- an að og um framboð kvenna. Framboðið var því liður í mann- réttindabaráttu kvenna. Nú þykir kosningarétturinn sjálfsagður en hann er jafn dýr- mætur og fyrrum. Það skiptir máli hvemig þessum rétti er var- ið, því með atkvæði okkar höfum við áhrif á það hvemig þjóðfélagi við búum í og hvernig það þró- ast. Við kjósum sem einstaklingar en ekki sem hópsálir. Því hljóta konur að skipa sér í stjórnmála- flokka í samræmi við afstöðu þeirra til þjóðmála, rétt eins og karlar. Af því leiðir að konur verða að beita sér innan stjómmálaflok- kanna bæði sem einstaklingar og saman. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ljrft konum til fleiri og meiri trúnaðar- og valdastarfa en nokkur annar stjómmálaflokkur á Islandi. Svo er enn í dag þó það endurspeglist ekki sem skyldi á Alþingi. Nú ættu sjálfstæðiskonur að taka saman höndum þegar við nú Auður Auðuns minnust þessara merku tímamóta og beita okkur saman fyrir því hlutur sjálfstæðiskvenna aukist svo um munar í íslenskum stjóm- málum. Sagan kennir okkur að það gerir það enginn fyrir okkur.“ Katrín Fjeldsted Katrín Fjeldsted hefur verið borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins síðan 1982. Hún er nú borgarráðsmaður og annar vara- forseti borgarstjómar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.