Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 efni í dag. Ég varð því feginn að hann þurfti ekki lengur að þjást. Mér var hann horfínn þar sem ég sannfærðist um það fyrir alllöngu við dánarbeð hans að nú þekkti hanr. mig ekki framar. Þá var það eitt orðið eftir sem verðmætast er og aldrei verður frá mér tekið með- an ég enn get munað, endurminn- ingamar um allar hinar mörgu og ljúfu samverustundir okkar. Fyrir þær þakka ég. Fjölmenn er sú sveit sem mun einnig í dag þakka Sig- urði Ólasyni fyrir langa og ljúfa samfylgd. Miklar vinsældir hans eru til vitnisburðar um þá töfra sem einkenndu persónuleika þessa sér- stæða og margbrotna snilldar- manns. Fjölskyldu hans sendum við hjón- in innilegar samúðarkveðjur. Sigurður verður borinn til moldar frá Dómkirkjunni mánudaginn 25. þ.m. 18. janúar Sigurður Magnússon F'yrir réttu 31 ári hófust kynni okkar Sigurðar Ólasonar, er ég réðst til starfa í íjármálaráðuneyt- inu. Hann hafði þá með höndum lögfræðileg úrlausnárefni fyrir ráðuneytið og var í fyrirsvari fyrir það fyrir dómstólunum þegar því var að skipta, en eins og kunnugt er á ríkisvaldið oft í málastappi af margvíslegu tilefni, oftast sem vamaraðili. Þó að Sigurður væri aðalmálflutningsmaður ráðuneytis- ins á þessum ámm, þá hraut oft eitt og eitt mál til okkar jmgri lög- fræðinganna til flutnings fyrir dómi. Þannig gekk þetta í mörg ár. Undir leiðsögn Sigurðar þreyttu margir ungir lögfræðingar mál- flutningsprófraun sína fyrir Hæstarétti og var ég einn þeirra. Honum var einkar lagið að leiðbeina í slíkum tilfellum og gerði það með glöðu geði, en þörfin fyrir þessa leiðsögn var biýn, því að engin kennsla var í málflutningi í laga- deildinni. Hann var afar fljótur að sjá kjama hvers máls og ekki síst veikleikana í málatilbúnaði gagnað- ilans. A þeim ísnum varð honum ekki fótaskortur og hygg ég að ekki hafí alltaf verið auðvelt að vera andstæðingur hans í málflutn- ingi. Eins og kunnugt er var söguritun honum einkar hugleikin og hann ritaði aragrúa greina um þau efni. Þessi eiginleiki naut sín einnig vel í málflutningnum, einkum þar sem grafa þurfti upp gamlar heimildir eins og máldaga og gamlar landlýs- ingar. Stóðu honum þar fáir á sporði. Sigurði var létt um mál, frá- sagnargleði og frásagnarstíll hans var grípandi. Hann var sérlega minnugur á allan sögulegan fróð- leik og fljótur að sjá spaugilegu hliðamar á hverju máli. Hann var bóngóður og ólatur að aðstoða aðra í vanda þeirra. Það var því einkar ljúft að vera í návist hans og félags- skap, enda kunningjamir margir. A seinni árum var gatan orðin mjög á fótinn, en allt fram á sl. sumar leit hann þó stöku sinnum inn -í morgunkaffi á skrifstofunni, enn léttur í lund og máli. Við leiðarlok á ég honum þökk að gjalda. Em eiginkonu hans og bömum færðar samúðarkveðjur. Björn Hermannsson Snæfellsnes er í dag utan við mestu landbúnaðarhéruð landsins. Þó eru þar margar vildisjarðir, og á, nesinu bjuggu fyrr á tíð margir af helstu höfðingjum landsins. Þórður Sturluson á Stað og ættmenn hans, Aron, hetjan, Hjörleifsson, síra Jón Halldórsson í Hítardal, Oddur, lög- maður, Sigurðsson á Rauðamel koma mér í hug, e.t.v. vegna þess, að Sigurður E. Ólason sagði mér frá þessum mönnum, þegar hann var að ljúka upp fyrir mér dymm að fjársjóðum íslenskrar sögu. Sigurður var Snæfellingur. Hann var stoltur af því að vera Snæfellingur. Sigurður EUert Ólason var fæddur 19. janúar 1907 á Stakkhamri í Hnappadalssýslu. Faðir hans var Óli Jón Jónsson, bóndi og hreppsnefnd- aroddviti þar, fæddur 11. ágúst 1859, dáinn 1. september 1911. Óli var dugandi héraðshöldur og fékkst við margt, var m.a. kaupmaður í Ólafsvík, en hálfbróðir hans Eliníus var þar síðar kaupfélagsstjóri og hreppsnefndaroddviti. Á þeim tíma var Kaupfélagið í Ólafsvík íhalds- kaupfélag í Vinnuveitendasamband- inu. Faðir þeirra var Jón Jónsson, hreppsnefndaroddviti í Borgarholti, fæddur 1833. Móðir Sigurðar var Þómnn Ingi- björg fædd 20. apríl 1872, dáin 17. nóvember 1959, dóttir Sigurðar hreppstjóra á Skeggstöðum í Svart- árdal Sigurðarsonar. Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1928 pg innritaðist í Lagadeild Háskóla íslands. Hann tók þar strax virkan þátt í félagsstörfum og skipaði sér með fijálslyndum stúdentum. Hann var einn þeirra, sem stofnaði Ora- tor, félag laganema, og var formaður Stúdentaráðs 1932—1933 og for- maður Stúdentafélags Reykjavíkur 1938—1939. Hann var í fyrstá happ- drættisráði Háskóla íslands, en frá árinu 1935 rak hann málflutnings- skrifstofu í Reykjavík nær því til dauðadags. En jafnframt lögmanns- störfum var hann fulltrúi hjá Qármálaráðuneytinu þar til hann lét þar af störfum fyrir aldurs sakir. . Hæstaréttarlögmaður varð hann 25. október 1941. Þegar undirbúin var lýðveldis- hátíð 1944 var hann skipaður fulltrúi framsóknarmanna þar. Hlaut hann riddarakross 15. júní 1945, m.a. fyr- ir störf sín þar. Sigurður var mikilvirkur mál- flutningsmaður og sköpuðust um hann þjóðsögur. Sumpart var það vegna þess, að hann var góður sögu- maður sjálfur og undi sér vel í fagnaði; sumpart var það vegna þess, að snemma fékk hann ást á þeim þrætum íslendinga, sem lang- vinnastar hafa verið og valdið einna mestu hatri milli þeirra, sem áður voru vinir og staupfélagar. Þá vill 15-25 ára? Viltu kynnast nýju fólki? Viltu leggja hönd á plóg? Laus á fimmtudagskvöldið? Ungmennahreyfing Rauða kross íslands er ung að árum og félagarnir 15-25 ára. Við vinnum að margvíslegum málum s.s. umhverfisvernd, félagslegri aðstoð og þró- unarhjálp. Kynning á starfinu verður á Rauðarárstíg 18 (fundarsal- ur í kjallara Hótel Lindar) fimmtudaginn 28. janúar kl. 20.30. Vertu velkomin(n) einlægt svo til, að vinirnir ganga út í morgundöggina eftir góða nótt, þar sem rætt er um hetjur, og skjlur þegar í stað á um landamerki. Landamerkjamál urðu Sigurði að íþrótt, og því fremur, að vinur hans og frændi, Páll Sigþór heitinn Páls- son, hæstaréttarlögmaður, var alla- jafna andstæðingur hans og undu báðir vel við þessar fornu burtreiðar í lögum. Það var Sigurði mikill styrkur í málfutningi sínum, að hann var óvenjufróður um íslenska sögu og kunni að nota söfn. Hann var megin- hluta ævi sinnar helsti málflutnings- maður ríkisins, og flutti mörg af stærstu málum, sem fóru fyrir dóm- stóla; má þar nefna hin gríðarmiklu og flóknu afréttarmál, bæði sunnan- lands og norðan; og svo og Mývatns- málið. Starf málflutningsmanna er að því leyti sérstætt, að þeir þurfa ein- lægt að setja sig í annarra spor, gerast sérfræðingar í annarra fræði- greinum. Þeir verða að geta sökkt sér niður í það sem fyrir liggur og gleyma öllu öðru, vita allt um málið og helst meira en andstæðingurinn. Síðan er málið flutt, það kemur dóm- ur, honum er áfrýjað og málið flutt fyrir Hæstarétti. Éftir að ræðum er þar lokið verður ekki meira sagt. Málið er tekið til dóms. Það er ekki, hægt að koma daginn eftir og bæta við. Hæstaréttardómur er endir í þrætum manna. Og það er misskiln- ingur, að það sé Hæstaréttar að kveða upp „réttan" dóm. Sannleikur- inn verður seint fundinn, en I þeim þjóðríkjum, sem láta lögin ráða en ekki sverðið, eru settar vissar leik- reglur um réttarfar (eins og í kappleikjum). Það er hlutverk mál- flutningsmanna að leggja fyrir dómstólana þau gögn og skilríki, sem nauðsynleg eru til þess að sjón- armið umbjóðenda þeirra komi sem best fram fyrir augu og eyru dómar- ans. Það veltur því á miklu, hvemig málið er flutt. Ékki síst á þetta við í flóknum málum. Þá eru störf mál- flytjendanna oft á tíðum sambærileg við hin flóknustu fræðistörf og greinargerðir þeirra og ræður marg- ar hveijar fræðilegar ritgerðir um þau álitaefni, sem borin eru undir dómstólana. Menn eru misjafnlega til slíkra hluta fallnir. Áhugi Sigurðar á sögu varð til þess, að hann beitti oft málflutnings- tækni sinni til þess að leiða rök að tilgátum sínum og skýringum á ýmsum atburðum Islandssögunnar. Hann skrifaði fjölmargar greinar um sagnfræðileg éfni og birti hluta þeirra í bók sinni, Yfir alda haf, sem út kom 1964. Hann átti í handriti aðra bók, sem hann nefndi Hnigin öld. Væri fengur að því, að sú bók yrði prentuð. I greinum sínum kom hann oft með mjög snjallar skýring- ar á atburðum fyrri alda, eru mér sérstaklega minnisstæðar skýringar hans á afdrifum Reynistaðabræðra og Baulárvalla-undrunum, svo og grein hans um eirkatlana við Rauða- mel. Þá er mér minnisstæð grein hans um faðemi Snorra Sturluson- SJÁ NÆSTU OPNU Ungir sjálfboða liðartil Eþíópíu Rauði kross íslands ráðgerir að senda sjálfboðaliða til Eþíópíu til starfa í 6-12 mánuði. Námskeið til undir- búnings verður haldið í tvennu lagi, fyrri hlutinn á Flúðum dagana 5.-7. febrúar nk. og síðari hlutinn í Reykjavík 4.-6. mars nk. Námskeiðið fer fram á ensku og góð enskukunnátta því skilyrði fyrir þátttöku. Einnig verða þátttakendur að sækja skyndihjálparnámskeið. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Rauða kross íslands á Rauðarárstíg 18, Reykjavík og nánari upplýsingar veittar í síma 91-26722. Umsóknarf restur er til 1. febrúar. i Rauði Krosslsiands ! Rauði Krosslslands 4WDSKUTBÍLL Sá fyrsti frá Japan meö sítengt aldrif , sem hægt er aö læsa. O Stööug spyrna á öll hjól. O Engin skipting milli fram- og afturhjóla. O Viöbragö og vinnsla í sérflokki. O Mikiö buröarþol. O Nýtískulegt og stílhreint útlit. HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.