Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 ár. Án Sigurðar hefði þessi fífldirfska getað farið illa, en allt gekk það vel og bjargaði fjárhag fjölskyldumanns í háskóla, fyrir daga námslána og annarrar opinberrar forsjár. Er skemmst frá því að segja að á þessu tímabili sótti ég öll ráð til Sigurðar, sem reyndust hvert öðru betra. Að loknu lagaprófi átti ég það Sigurði að þakka og vini okkar Þor- valdi Lúðvíkssyni, sem rak með honum stofu á þ'eim árum, að ég fékk fljótt prófmál til flutnings og öðlaðist ungur réttindi til málflutn- ings fyrir undirrétti og Hæstarétti. Af öllu þessu og mörgu öðru, sem ég sótti til Sigurðar, nefndi ég hann, og hafði til þess sérstakt leyfi, fóstra minn í lögfræði. Og nú, þegar hann er allur, er mér þakkarskuld efst í huga. En það er lítil saga sögð af Sig- urði Ólasyni, þótt þess sé getið, að hann hafí haldið vel undir hom með ungum starfsbróður. Ég veit ekki hvort til nokkurs er að lýsa honum fyrir öðrum en þeim, sem þekktu hann vel. Hann var engum öðrum líkur. í lögfræðistörfum, einkum málflutningi, efast ég um að hann hafi átt jafningja í frumleika og hug- myndaflugi með fætur fasta í fráeðimennsku og mannlegum skiln- ingi. Reynandi væri að lýsa annarri hlið Sigurðar með því að vísa til fjöl- margra ritgerða og fræðigreina, er hann skrifaði um söguieg efni, ævin- lega frá nýjum og oft óvæntum sjónarhóli. Minni hans og fróðleikur um liðna tíð, ásamt frásagnarlist og hermigáfu, ef í það fór, væri eitt sér efni í ógleymanlegan mann. En samt er flest ótalið. Hann var húmoristi og gleðigjafi, hvar sem hann kom. Eitt sinn stakk hann höfðinu inn á fund, sem ég sat í fjármálaráðuneyt- inu og kvaðst endilega þurfa að sýna okkur bók, sem honum hafði rétt í þessu áskotnast. Dró síðan fram „Stærðfræðileg formúluljóð" eftir prest nokkum og söng eitt stærð- fræðiljóðið undir dapurlegu sálmala- gi, sem presturinn hafði notað við kveðskapinn. Baðst svo afsökunar á ónæðinu og var farinn. Á gleðifundum færðist fóstri minn allur í aukana og varð fyrir alvöru óútreiknanlegur. Var þá aldrei að vita nema hann léki á fíðlu, harmon- iku eða saxófón, eða farið væri í siglingu á Hafravatni eða í Slipp að kaupa togara á uppboði, eins og hann gerði eitt sinn, til skelfíngar ungum stúlkum í samkvæminu, sem áttuðu sig ekki á því, að hann vann þar óaðfínnanlegt embættisverk í þágu fjármálaráðuneytisins, en var ekki að kaupa skip fyrir eigin reikn- ing. Hér skal staðar numið. Úti er ævintýrið Sigurður Ólason. Hann náði háum aldri og lífsveislunni var lokið. Er þá gott að kveðja. Fari hann vel, fóstri og vinur. Magnús Óskarsson Sigurður var enn ungur í anda þrátt fyrir háan aldur. Maður varð alltaf var við einfaldleika hans og heiðarleika jafnt í orði sem á borði, og hann hafði sérstakt lag á að láta þér líða vel í nærveru sinni. Sigurður var eins og hinn sanni höfðingi sem veitir ríkulega af and- legum fjársjóðum sínum, menningu, mannúð og visku. Mér auðnaðist ekki að þekkja Sigurð í mörg ár, né heldur töluðum við sömu tunguna nema að takmörkuðu leyti en það kom þó ekki í veg fyrir að ég gerði mér grein fyrir því hversu einstæð manneskja hann var. Orð voru ekki nauðsynleg til að skilja manngæsku hans. Sigurður lifði í einskonar töfra- heimi, þar sem með mannfólkinu þrifust álfar, draugar og fleiri kynja- verur. Fegurð íslenskrar náttúru fékk á sig enn ævintýralegri blæ í frásögnum Sigurðar á ferðum mínum með honum um landið, þar sem hann þekkti hvem hól og íbúa hans hvort sem var af fyrri öldum eða öðmm heimi. Millistigið milli hugarflugs og veruleika var íronía Sigurðar og hann hafði þennan sjaldgæfa hæfileika að gera sífellt grín að sjálfum sér og koma öðrum til að hlæja um leið. Nú þegar Sigurður hefur kvatt jarðneskt líf, þar sem við bindumst flest föstum böndum við veraldleg gæði, leitar hann frjáls á hin ókunnu Qöll til að öðlast nýjan skilning á tilgangi lífsins með óþijótandi rann- sóknaráhuga og hugarflug t nesti til að færast nær sannleikanum og Guði. Sigurður lifir áfram í okkur sem þekkjum hann vel ef við berum gæfu til að viðhalda og rækta hans góðu kosti til að verða betri manneskjur. Pietro Luigi Manna Okkur systkinin frá Kollafírði langar til að minnast Sigurðar Óla- sonar með örfáum orðum. Hugurinn leitar til baka til ár- anna, þegar við systrabömin vomm mikið samvistum í Kollafirði, en þar bjuggu foreldrar okkar, Guðmundur og Helga, en Sigurður og Unna móðursystir okkar áttu þar sumar- bústað. Það sem kemur fyrst upp í huga okkar er það hvað Sigurður hafði sterkt ímyndunarafl. Hann leiddi okkur krakkana inn í heim álfa og dularvera með líflegum sögum um hina ýmsu atburði, sem hann taldi að hefðu átt sér stað. Á þeim tíma datt okkur ekki í hug að vefengja frásagnir hans. Sigurður hafði það sér til dund- urs, oft á tíðum, að smíða lítil krakkahús. Einu slíku tyllti hann upp á háan hól og hallaði „Hænsna- kirkju". í heimi endurminninganna stendur þessi litla Hænsnakirkja okkar ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Annað lítið hús stóð við sumarbústað þeirra Unnu, var það kallað Tótu-hús í höfuðið á Tótu dóttur þeirra. Þar lékum við okkur mikið. Sigurður var mjög iðinn við að taka ljósmyndir og gerði það við ýmis tækifæri eins og í afmælis- veislum, fermingum o.fl. Þessar ljósmyndir geyma margar skemmti- legar endurminningar, sem annars væru trúlega glataðar. Hann tók einnig þó nokkuð af kvikmyndum sem ekki var algengt á þeim árum og sýndi þær oft við mikinn fögnuð allra. ’ Bátsferðimar með Sigurði og krökkum þeirra Unnu eru ógleym- anlegar, bæði á Koliafírði og Hafravatni. Enginn fékk að fara í bátinn án björgunarvesta. Sigurður hafði einstakt lag á þvi að skapa spennandi og ævintýralegt and- rúmsloft í kringum þessar ferðir. Við þökkum honum fyrir þetta allt og biðjum honum allrar blessun- ar. 7 Systkinin frá Kollafirði. hugur hans með þessari íþrótta- grein og vann henni vel. Ég man þegar hann var að glettast við okk- ur í Sólheimatungu og gekk um húsið á höndunum. Hann fór upp og niður stigann og fór svo að kola- vélinni og hlýjaði sér á fótunum með því að láta þá lafa yfír eldinn okkur til mikillar skelfíngar. Jón eignaðist mjög góða vini á þessum árum og þeir sáust yfírleitt saman í hóp. Þeir sem ég man best eftir em Deddi, Dóri, Hilmar og Guðjón. Ég veit að þeir voru honum mjög mikils virði. ■ Um 1950 hefst svo lffskafli Jóns sem eftir það varð þungamiðja lífs hans. Hann velur sér lífsfömnaut, Guðnýju Valgeirsdóttur. 1. septem- ber 1951 eignast þau sólargeislann sinn sem var skírð Kristfn Asa. Hún var alla tfð kölluð Diddf. Diddf litla var dásamlegt bam. Hún var ákaf- lega fallegt og ljúft bam. Spékopp- amir sem oft komu í ljós í fallegu brosi hennar. Hnyttin tilsvör hennar og kátína em mér ennþá í fersku minni. Hún var fyrst og fremst for- eldrum sínum sannkölluð guðsgjöf og einnig báðum flölskyldum þeirra. Óskar, eiginmaður minn, og ég vor- um svo lánsöm að njóta daglegra samvista við hana stóran part af hennar stutta lffshlaupi ásamt móð- ur minni, Magneu, þar sem við bjuggum með Jóni og Guðnýju í Sólheimatungu. Vinátta ömmunnar og bamsins var innileg og fögur en fyrst og fremst var Diddí einka- bam foreldra sinna og þungamiðja lffs þeirra. í september 1967 kom það heljar- högg sem veitti þau sár sem aldrei hafa gróið. Diddí litla lést í bílslysi. Enn þann dag í dag hvílir ofur- þungi þessa atburðar á fjölskyldu Jóns og Guðnýjar og þau sjálf hafa sfðan gengið veginn saman $ skugga þessa missis. Svo samhent hafa þau gengið þann veg að ef talað eða hugsað var um annað hvort þeirra kom alltaf nafn hins með. Það var ekki sagt Jón eða Guðný heldur Jón og Guðný. í Sólheimatungu á heim- ilum fjölskyldna þeirra grúfði sorgin yfir og ofurþungi hennar var varla borinn. Amman, Magnea, sagði þá eitt sinn við mig. „Það er ekkert að líða sjálfur, en að horfa upp á bömin sín líða svona er hræðilegt." 1960 í byijun nóvember reið ann- að heljarhöggið. Móðir okkar, Magnea, varð einnig fyrir bíl nokkr- um metrum frá þeim stað er fyrra slysið var. Hún beið einnig bana. Jón var sá sem fyrstur var af okk- ur á slysstað og fylgdi henni í sjúkrabílnum. Einkabam og móðir á þremur árum. Það þarf mikið þrek tíl að standa með beint bak eftir það. Með hjálp Guðnýjar stóð hann eins og alltaf sem klettur. Við öll systkinin stóðum þétt saman í sorg okkar. Ég var yngst og ekki eins sterk og dugleg. Jón og Guðný stóðu þá við hlið okkar þjónanna f 4 Sólheimatungu og gátu gefíð mér mikinn styrk og hjálp þrátt fyrir þann ofurþunga sem þau sjálf báru. Fjórum árum seinna bankaði sorgin enn upp á. 1964 varð Júlfus faðir okkar bráðkvaddur. Síðan hafa árin liðið og ekki er hægt annað að segja en þau hafi verið góð. Systkinin elstu, Jón og Vallý, ásamt mökum sínum, Guðnýju og Hauki, hafa nú reist mjög glæsilegt hús á Sólheima- tungulóðinni. Heimili Jóns og Guðnýjar ber vott um sameiningu þeirra en einnig um frábær hand- verk og listhneigð. Það hefur verið yndislegt að fylgjast með upp- byggingu systkinanna sameigin- lega og maka þeirra á þessum stað. Oft hafa fjölskyldur okkar systkin- anna mæst á uppeldisstaðnum og einnig Qölskyldur systkina Guðnýj- ar. Nú hefur ofurþungi sorgarinnar lagst á þennan hóp. Jón undirbjó jólin eins og við hin og framundan fór tími hátíðar, hvíldar og Qöl- skylduheimsókna. Jón veiktist alvarlega á annan í jólum og var fluttur á hjartadeild Landspítalans. Þar háði Jón sitt sfðasta jarð- arstríð. 17. janúar kvaddi hann okkur. í huga mér er innilegt þakk- læti til alls hjúkrunarfólks á hjarta- deildinni og ég bið Guð að blessa starf þeirra og þau sjálf. Guðný sér nú á eftir lífsförunaut sínum. Ég bið Guð um að gefa henni styrk til að standast þessa raun. Ég bið Guð einnig um að systkini hennar og við systkinin ásamt fjölskyldum okkar beri þá gæfu að geta myndað órofa hring til að létta henni þessa byrði um ókomin ár. Við systkinin þrjú frá Sólheima- tungu sem eftir stöndum eigum margs að minnast og mikið að þakka. Við drúpum höfði í hryggð okkar og biðjum guð að blessa ást- kæran bróður. Þetta ljóð sendi afí okkar, Guðjón Pálsson sálmaskáld, Jóni er hann fermdist, og er það að finna í Ljóða- safni Guðjóns.: Göfugt hjarta, glatt í þraut gulli hærra mettu. Láttu haga hönd þér braut höggva að marki settu. Víðsýnis og visku dís vegsemd auki þina langt sem hjartans löngun kýs ljóst þitt nái að skfna. Selma Júlfusdóttir f dag kveðjum við ljúfan og góð- an dreng, Jón Júlfusson. Dauði hans kom okkur í opna skjöldu, því síðast þegar við hittumst, skömmu fyrir jól, var hann hress og glaður, eins og hann var jafnan. Margs er að minnast á kveðjustund. Við vorum í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, „Ingimarsskólanum", þegar við hittumst fyrsta sinni. Vignir Andr- ésson, einn af kennurum skólans, var þá að físka eftir efnilegum strákum f fimleikadeildir KR. Jón varð frábær fimleikamaður og árin sem við störfuðum saman í flokkn- um bundumst við ævilöngum vináttuböndum. Við vorum nokkrir sem héldum hópinn lengi vel og það var ekki fyrr en menn fóru að stofna heimili sem fylkingin riðlaðist lítið eitt, þó aldrei svo að menn hittust ekki af og til. Margt var brallað á þessum árum og ferðalög og útileg- ur stunduð af kappi. Jón fæddist í Reykjavík þann 18. september 1928 og hefði því orðið sextugur á árinu. Foreldrar hans voru hjónin Júlíus Jónsson og Magnea Guðjónsdóttir, og er Jón var tveggja ára fluttu þau í Sólheimatungu við Laugarás- veg, átti Jón eftir að búa í Laugar- ásnum megnið af sinni ævi. Olst hann þar upp ásamt systkinum sfnum og í hópi félaga sem kunnu að meta umhverfíð til starfs og leikja. Þann 1. september 1953 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Valgeirsdóttur, og eignuðust þau eina dóttur, Ásu, sem þau misstu af slysförum aðeins sex ára gamla. Syrgðu þau hana mjög, slík sár gróa aldrei. Þau byggðu sér hús við Laugarásveginn, þar sem gamla Sólheimatungan stóð áður, ásamt systur Jóns og mági. Kom þá í Ijós samheldni þeirra hjóna og hve laghentur og listrænn maður Jón var. Innréttaði hann húsið að mestu sjálfur á glæsilegan hátt. Áttum við hjónin margar notalegar kvöldstundir með þeim á þessu fal- lega heimili, og þökkum við heils- hugar fyrir þær allar. Ungur lærði Jón prentiðn í ísa- foldarprentsmiðju og starfaði þar alla tíð síðam mörg síðustu árin sem verkstjóri. Ég átti af og til við- skipti við Jón og prentsmiðjuna f.h. stéttarfélags míns. Alltaf var sami krafturinn við vinnuna og síðast þegar ég átti erindi við hann skömmu fyrir jól hafði ég orð á því hvort hann léti ekki full mikið og hvort hann sem verkstjóri ætti ekki að eiga náðugri daga. Hann bara brosti sínu ljúfa brosi og sagði að svona yrði þetta að vera. Hann var mjög góður teiknari og listrænn í sér og kom það skýrt fram í vinn- unni. Hin síðari ár hittumst við reglulega og tókum að ferðast sam- an að nýju. Alltaf var Jón sami glaði og góði félaginn og forðum og nú söknum við vinar í stað. En Guð ræður og ég trúi að allt i þess- um heimi hafí sinn tilgang. Ég kveð minn góða vin og við hittumst í fyllingu tímans. Við Sirrý biðjum góðan Guð að styrkja þig, Guðný mín, og sendum allri §öl- skyldunni samúðarkveðjur, Stefán Vilhelmsson + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERTHA EINARSSON - GRÍMSSON, Hátúnl 10b, andaðist í Landspítalanum 21. janúar. Elsa Guösteinsdóttir, Margelr Ingólfsson, Anný Guðsteinsdóttir, Wendel Baker, Bent GuAsteinsson, Marfa Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGVARÁRNASON, Deildartúni 5, Akranesl, veröur jarðsunginn frá Akranesskirkju miðvikudaginn 27. janúar kl. 11.30. Steinunn Jósefsdóttir, Adda Ingvarsdóttir, Viðar Karlsson, Eisa Ingvarsdóttir, Böðvar Jóhannesson, Ellert Ingvarsson, Svanhildur Kristjánsdóttir og barnabörn. + Faðir okkar og tengdafaöir, FRÍMANN A. JÓNASSON fyrrverandi skólastjóri, sem lést hinn 16. þ.m., verður jarösunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 25. janúar kl. 13.30. RagnheiAur Frímannsdóttir, Ove Krebs, Birna Frfmannsdóttir, Trúmann Kristiansen, Jónas Frfmannsson, Margrét Loftsdóttir. + Faðir okkar og tengdafaðir, BRYNJÓLFUR GUÐMUNDSSON Sólheimum, Hrunamannahreppi, sem andaðist 20. janúar veröur jarösettur frá Hrunakirkju 27. janúar kl. 14.00. ■ Erla Brynjólfsdóttir, Kormákur Ingvarsson, Guðrún Brynjólfsdóttir. + Eiginkona mín, SVANFRÍÐUR G. VIGFÚSDÓTTIR, veröur jarðsett frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 26. janúar. kl. 13.30. Asbjörn Magnússon. Lokað Vegna jarðarfarar JÓNS JÚLÍUSSONAR, verkstjóra, verður lokað eftir hádegi mánudaginn 25. janúar 1988. ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. 'MjTn 'twyj ■ i" *■ ‘f.n 'i -im* 'j'P-.t imn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.