Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 Hann getur predikað um helvíti eins og hann væri sjálfur fæddur og uppalinn á staðnum, sagði kerl- ingin þegar hún kom úr kirkjunni, í sjöunda himni yfir frásagfnarlist prestsins. Svo áhrifamikla frásögn væri ekki hægt að bera á borð nema vera . samofínn lífinu á staðnum. Þessari sögu skaut upp í hugann við að hlusta sl. sunnudag í Gesta- spjalli í ríkisútvarpinu á notajega og bráðskemmtilega frásögn Árna Ibsens frá heimabæ hans Akranesi, á þeim árum sem hann var þar að alast upp. Þar sagði hann með hlýju og græskuiausri kfmni frá „fjallinu sem skipti um lit“, Akrafjalli að sjálfsögðu, og einstaklingunum sem settu svip á bæinn hans þegar hann var strákur. M.a frá henni Hall- björgu Bjarnadóttur, sem kom með sína dimmu röddu í glitkjólunum utan úr hinum stóra heimi og setti hugi heimalninganna í nokkurt upp- nám. Ég minnist þess hvemig ómurinn af þeim stórviðburði úti á Akranesi barst á bæinn upp í sveit- inni með tilheyrandi umræðu. Og hann sagði frá honum Oddi okkar í búðinni Brú og fréttaritara Morg- unblaðsins, sem í mörg ár kom róti á hugi allra landsmanna með Akra- nesfréttunum sínum, svo skemmti- legar sem þær gátu verið. Oft ekki síður róti á hugi heimamanna, sem fannst þeir stundum verða þar óþarflega skrýtnir. Maður fór að velta fyrir sér hve mannlífið væri nú orðið miklu fátæklegra, þegar skjaldhafnarfólkið er að mestu horf- ið. í jafnstöðu uppeldinu, þegar hvert bam gengur öll þroskaárin í samskonar skóla verða slíkir ein- staklingar mikið raritet. Maður saknar þeirra. Þeir gerðu mannlífið litríkara. Oddur á Akranesi gerði mannlíf- ið svo sannarlega litríkara með stuttum fréttapistlum sínum, sem bámst nær daglega til blaðsins. Það vom ekki 10 fréttir á dag um að ekkert sé nú eiginlega að frétta í málinu, sem búið var að kynna í gær og fyrradag og... Allt varð að frétt, sem Oddur færði í stílinn af frásagnargleði. Hann var mikill stílisti. Kannski var fréttin ekki allt- af hámákvæm, sem kom til af því að þessi hrekklausi maður varaði sig ekki á þeim sem komu í búðina til að gabba hann. En heldur ekki svo sérgóður að hann gerði sér rellu af því þótt hún birtist aldrei, ef okkur sem tókum við henni sýndist svo. En hann hafði líka hugmynda- flug til að láta sér detta í hug það sem hugarflug meðaljónsins hefði aldrei náð í nægilegar hæðir til að greina. Einn góðan veðurdag hringdi Oddur t.d. á fréttavaktina með stórfrétt. Tiltekinn Akranes- bátur hafði verið á veiðum úti í flóanum, þegar hann tók allt í einu að dragast eftir haffletinum eins og ósýnileg hönd hefði komið úr djúpinu og læst krumlunni í hann. Lýsingin var mjög áhrifamikil. Frá- sögnin höfð eftir sjómanni. Lá við að maður yrði feiminn við að fara að leita staðfestingar á slíkri æfin- týrafrásögn. En fréttin var dag- sönn. Skip sementsverksmiðjunnar hafði veríð að dæla upp skeljasandi í flóanum og einhvem vegin læst hrammi sínum í netið, og dró bátinn eftir haffletinum. Frasögnin sem birtist varð engin leiðinleg og and- laus smáklausa. Og var það ekki einmitt hann Oddur á Akranesi, sem leysti gát- una um kafbátinn sem íslenskir sjómenn höfðu séð fyrir austan land og blöðin voru dögum saman búin að rífast um. Leggja út af því hvort hann hefði verið rússneskur og hvað hann hefði verið að gera í íslenskri landhelgi. Nokkru síðar hringdi Oddur ofan af Akranesi:„ Elín mín, ég er hér með frétt af kafbátnum!" Var dularfulli kafbáturinn þá kom- inn alla leið upp á Akranes? Stóð ekki á skýringunni: „ Þegar Elding- in ( minnir mig) kom hér í höfn á Akranesi eftir að hafa verið að losa net úr skrúfunni hjá fiskibátum, datt mér í hug að þama væri alveg komin lýsingin á kafbátnum, svona afrenndur og með græn og rauð ljós uppi. Ég labbaði því niður á höfn. Fékk að skoða skipsbókina: Og mikið rétt! Báturinn hafði ein- mitt verið staddur á „ kafbátaslóð- um“ á nákvæmlega þessari tilteknu stundu." Þetta var þá bara íslensk- ur bátur eftir allt saman. Málið datt skyndilega niðu’r í öllum dálk- um blaðanna og umræðum í útvarpi. Ekki laust við að menn yrðu dulítið skömmustulegir. Oddur hafði slegið öllum fréttahaukunum við. Þessar litríku stuttu frásagnir - ekkert var svo ómerkilegt í daglegu lífi að ekki tæki því að segja frá því - með sínum sérstaka frásagnarblæ, hafa kannski gert meira til að létta landsmönnum lífið en margir sér- fræðingar í sálinni. Því eins og segir í vísunni: Ef þú brosir áður en sofnar, Öll þér mæða lífsins dofnar. Vel á minnst, grúkkurnar hans Piets Hein, sem Auðunn Bragi Sveinsson hefur fslenskað og þar- með oft bjargað Gáruhöfundi frá að verða sér til skammar sakir van- hæfni í ljóðagerð, eru komnar út í litlu kveri undir nafninu Smáljóð. Þær hafa oft létt brúnina á lesend- um, þeir hringt og spurt hvort þau fyndust á bók. Hvergi! Síðan hvatt Áuðunn Braga til að gefa þýðing- amar út, sem hann hefur nú gert. Birtir grúkkur PH jafnframt á frummálinu, dönsku, enda oft erfitt að ná anda hins frumkveðna, eins og hann segir í fáeinum orðum til lesenda: „ Sú er skoðun margra, að eigi muni vandasamra að þýða ljóð en óbundið mál. Og mikið rétt: Éf við snúum ljóðum í óbundið mál er þetta alveg satt. En fari svo, að fella verði hið erlenda ljóð í rím og stuðla, vandast málið. Þá verður þýðandinn, auk þess að kunna skil á anda og tungu hins frumkveðna, að vera vel að sér í íslenskum brag- reglum, kjósi hann að aga mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein, svo að notuð séu orð Jóns Helgasonar ská|ds.“ Áhuginn á stuðlanna þrískiptu grein virðist enn ótrúlega mikill í landinu, svo sem sjá má af spum- ingaþáttum sjónvarpsins, þar sem hagyrðingar vfðs vegar að af landinu kasta fram stökum. Það þjálfar líka brageyra þeirra sem hlusta, svo þeir hafa enn meira gaman af vel kveðnum stökum. En kúnstin mesta er kannski að vita hvenær maður er vanhæfur - getur ekki bögglað saman vísu. Stjóm- andinn, hann Ómar okkar, hefur alla mögulega góða kosti, en varla verður sagt að þetta sé einn af þeim, að hann eigi f sér neistan bjarta til að varpa fram vel gerðri vísu. Og þar sem það er víst hlut- verk listarinnar að vemda manninn á tölvu og sjónvarpsöld, færi kannski best á því að við létum bæði hagyrðingunum okkar eftir vísnagerðina, til að valda ekki trufl- unum á bragareyra þjóðarinnar. Eða svoleiðis! Eiga þá líkega ekki hér við orð hins spaka rit- höfundar Oscars Wildes: „Slæmir lista- menn lofa alltaf hvors annars starf". MILT FYRIR BARNIÐ PVOTTADUFT Milt fyrír barnið er mjög milt þvotta- duft sem er sérstaklega ætl- að til þvotta á barnafatnaði og á fatnaði annarra sem eru með viðkvæma húð. Þvottaduftið skilur ekki eftir nein ertandi efni í tauinu vegna þess að það inniheld- ur engin ilmefni né Ijósvirk bleikiefni. Viðkvæm húð og þvottaduftið Milt fyrir barn- ið eiga svo sannarlega sam- leið. & Mt 1 ■§& 'U'-í > ' r' ÍM Ronnsóknarstofð FRIGG MMf ‘’&rfSÉg batiwð % m 1.9 * f: SÁPUÓERDIN Lyngási 1 Garðabæ, simi 651822 MENNT ER MATTUR Byrjendanámskeið á PC tölvur Kjörið tækifæri fyrir þá, sem vilja kynnast hinum frábæru kostum PC- tölvanna, hvort heldur sem er, í leik eða starfi. Leiðbeinandi DAGSKRÁ * Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. * Stýrikerfið MS-DOS. * Ritvinnslukerfið WordPerfect. * Töflureiknirinn Multiplan. * Umræður og fyrirspurnir. Logi Ragnarsson tölvunarfræðingur. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. Tími: 26. og 28. janúar og 2. og 4. febrúar kl. 20-23 Upplýsingar og inn- ritun í símum 687590 og 686790 VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku í námskeiðinu Þorlákshöfn: Raforkusala til fiskeldis 6 megavött ánæstunni Selfossi. Fiskeldisfyrirtæki i Þorláks- höfn þurfa að greiða 70 til 80 mills fyrir kUóvattstundina af raforku. Nokkrir aðilar hyggja á fiskeldi í Þorlákshöfn og raf- orkusala tU þessara aðila getur farið í 6 megavött á næstu árum. Þetta kom fram á fundi sjálf- stæðisfélagsins Ægis á þriðju- dagskvöld. Forsvarsmenn fiskeldisfyrir- tækja segja stjómendur Rafmagns- veitna ríkisins og Landsvirkjunar ekki sýna málinu skilning. Telja þeir að eðlilegt verð gæti verið 20 til 30 mills á kílóvattstund. Fyrir- tækin séu mjög góðir orkukaupend- ur með jafna notkun allan sólarhringinn. Nefnt var sem dæmi að heimtaugagjald til einnar stöðv- arinnar væri um 5 milljónir króna. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra, sem var á fundinum, sagði þetta háa verð fráleitt. Það þyrfti að nota betra skipulag á raforku- dreifingunni og lækka verð. Ámi Johnsen sagði í framsöguraíðu á fundinum að samvinna í orkumálum skapaði möguleika á að lækka orku- kostnað í Þorlákshöfn um 25%, því að staðurinn yrði ekki lengur enda- stöð. — Sig. Jóns. flö PIOMEER ÚTVÖRP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.