Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 56 _ * Sigurður E. Olason hæsta- réttarlögmaður—Minning ar, en þar leiðir hann skemmtileg rök að því, að Snorri hafi verið son- ur Jóns Loftssonar í Odda. Það er sagt, að Sigurður hafi einu sinni verið að flytja bamfaðemismál, og lagði hann ritgerðina þá fram í hand- riti til dómarans, svona utan réttar til skoðunar. Þegar handritamálið var efst á baugi skrifaði Sigurður mjög merki- lega grein um erfðaskrá Ama Magnússonar, en hún var „andsvar við óvenju illkvitnum skrifum til- greindra danskra háskólamanna" eins og Sigurður orðaði það. Sigurð- ur færði rök að því í grein sinni, að krafa Kaupmannahafnarháskóla til handritasafns Áma Magnússonar, hafi verið í meira lagi hæpin, en miklu nær væri að halda, að Ámi hafí hugsað sér að handritin, sem hann átti raunar ekki sjálfur nema að nokkm leyti, kæmu heim til Is- lands, þegar fært væri. Danskir háskólamenn vom alltaf verstir and- stæðingar íslendinga í handritamál- inu, og fóm í mál þegar danska þfngið samþykkti lögin um afhend- ingu handritanna. Sigurður var skipaður í 'nefnd 1961 til 1962 til þess að vinna að endurheimt íslenskra handrita úr dönskum söfn- um, og þegar málaferlin hófust, var hann sérstakur fulltrúi ríkisstjómar- innar til þess að fylgjast með réttar- höldunum. Eftir stríð var Sigurður í Kaup- mannahöfn. Hann fann hjá sér hvöt að fara að leiði Jónasar Hallgríms- sonar. Þar fréttir hann, að með því að liðin séu 100 ár frá dauða Jónas- ar, njóti gröf hans ekki iengur grafarhelgi og sé öllum föl til þess að taka þar nýja gröf. Sigurður hafði þá snör handtök. Hann fór til kirkju- garðsyfirvalda og keypti gröf Jónasar. I framhaldi af þessu vom svo líkamsleifar hans fluttar heim og jarðsettar á Þingvöllum. Fyrir þetta munu íslendingar lengi standa í þakkarskuld við hann. Það var gaman að ræða við Sig- urð. Hann var eins og fyrr er ritað óvenjufróður. Honum lágu á tungu þau fomu fræði, sem íslenskt þjóð- emi reisir grunn sinn á. Hann var þjóðemissinni. í þjóðfélagsskoðun- um var hann með þeim sem minna máttu sín. Hann var alltaf talinn til Framsóknarflokksins, en var þó í framboði fyrir Bændaflokkinn á Snæfellsnesi. Raunar held ég að tengsl hans við Framsóknarflokkinn hafí fyrst og fremst verið vegna náins samstarfs og vináttu við Ey- stein Jónsson, fyrmm ráðherra, svo og Þórarin Þórarinsson. Sigurður var hins vegar afskiptalítill um stjómmál síðari árin, en vildi þó efla hin borgaralegu öfl í landinu. Sigurður hafði gaman af því að reyna menn lítillega í fræðunum. Hann notaði oft atvik hins daglega lifs til þess að gera þetta. Mér verð-. ur aldrei úr minni, þegar ég tók embættispróf, að dag nokkum gekk ég niður Bankastræti og hitti þar Sigurð á fömum vegi. Hann kallar á mig og spyr, hvað við frændur ætlum að gera með Þingvallavatn og veiðirétt okkar þar. Ég sagði honum, að þar ætti ég engan rétt, en Benedikt bróðir minn og nafnar hans Sveinsson og Jóhannesson ættu hins vegar parta í Sandey, og höfðu fengið frá afa okkar. Sigurður spurði mig, hvort ég vildi ekki fá kaffí. Með því að næsta próf var raun- hæft verkefni, og ekki er hægt að lesa undir slík próf, taldi ég tíma mínum jafnvel varið hjá Sigurði og annars staðar. Þessi eftirmiðdagur fór í spjall um veiðirétt, einkanlega þó í stöðuvötnum, sérstaklega í Þingvallavatni. Má nærri geta, hversu þákklátur ég varð Sigurði, varð Jón að lúta í lægra haldi fyrir þeim, sem ávallt sigrar að lokum. Foreldrar Jóns vom Júlíus Jóns- son skósmiður og eiginkona hans, Magnea Guðjónsdóttir. Jón var næstelstur systkina sinna en hin em Valgerður, Svavar og Selma og búa þau öll hér í Reykjavík. Jón var mörgum góðum kostum búinn. Á unga aldri lagði hann stund á fímleika og var um árarað- ir í hinum fræga fimleikaflokki KR, sem sýndi viða um land og erlendis undir stjóm Benedikts Jakobssonar. Flokkurinn hlaut almennt lof og munu eflaust margir, sem nú em af léttasta skeiði, minnast þessa glæsilega hóps. Árið 1946 hóf Jón prentnám, lauk sveinsprófí 1950 og stundaði iðn sína til dauðadags, lengst í ísa- foldarprentsmiðju, þar sem hann var verkstjóri í prentsal. Jón þótti mjög snjall prentari og leysti hvern þann vanda, sem að höndum bar. Hann var snemma valinn í próf- nefnd prentnema og einnig í fræðslunefnd. Jón lærði hina hefðbundnu prent- list Gutenbergs, sem kölluð hefur verið blý-prent eða hæðarprent til aðgreiningar frá offset-prenti, sem nú hefur mtt sér til rúms. Jón til- einkaði sér einnig hina nýju aðferð, en trúa mín er sú, að aðferð Guten- bergs verði seinna kennd í Lista- skólum framtíðarinnar vegna formfegurðar og glæsileika. 1. september 1953 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Valgeirsdóttur. Þau eignuðust eina dóttur, Kristínu Ásu, sem lést af slysfömm 6 ára gömul. Þau syrgðu mjög dótturina ungu og þessi sári harmur batt þau einnig sterkari böndum, þannig að Guðný missir nú ekki aðeins eiginmann, heldur jafnframt besta vin sinn og félaga. Ég kynntist Jóni, þegar við kvæntumst báðir dætmm Valgeirs Kristjánssonar klæðskera og konu hans, Kristínar Benediktsdóttur. Jón svili minn reyndist mér hauk- ur í homi, ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Hann var snillingur í höndunum og mörg handtökin skulda ég honum, en þó meira drengskap og vináttu, sem aldrei var skorið við nögl. Guðný og Jón reistu sér hús á óðali feðranna, þar sem foreldrar hans höfðu áður búið. Jón byggði húsið að mestu leyti sjálfur og ég hugsa að flestir naglamir og spýt- umar hafi farið um hendur hans. Heimili þeirra bar vitni um fágaðan smekk og var hrein unun að heim- sækja þau á þessu glæsilega heimili þeirra. Margar ferðir fómm við saman um landið okkar fagra, bæði veiði- ferðir í Hólá, Faxalæk og Fnjóská, en þó aðallega í útilegur með fjöl- skyldunum. Margs er að minnast frá þessum ferðum og þakka ber góðum veiðifélaga og ferðafélaga, þegar ég las yfír hið raunhæfa verk- efni daginn eftir: það fjallaði ein- göngu um veiðirétt, einkum þó í stöðuvötnum! Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri kona -hans var Ragnheiður Ingibjörg fædd 16. júlí 1911, kjördóttir Ás- geirs prófasts í Hvammi í Dölum. Þau skildu. Síðari kona Sigurðar var Unnur fædd 27. júlí 1922 kennari í Reykjavík, dóttir Kolbeins skálds í Kollafírði Högnasonar og fyrri konu hans Guðrúnar Jóhannesdóttur. Þau áttu 6 böm: . 1. Kolbeinn flugstjóri, fæddur 11. ágúst 1943 í Reykjavík. Hann var kvæntur Jónínu Gunnarsdóttur, mikilli ágætiskonu, sem lést langt um aldur fram á síðastliðnu ári, 2. Þómnn skáld- og leikkona, fædd 29. september 1944, gift, a) Jóni Júlíusi Júlíussyni leikara, b) Stefáni Bald- urssyni kand. fíl. leikstjóra, 3. Jón, skólastjóri í Bifröst, fæddur 23. ágúst 1946, kvæntur Sigrúnu Jó- hannesdóttur, kennara, 4. Guðbjart- ur, prentari, fæddur 7. desember 1949, 5. Guðrún Sigríður fædd 23. september 1956, gift ítölskum manni, Gino Manna, 7. Katrín fædd 28. júní 1967 í Reykjavík. Þegar ég var unglingur kom ég oft á heimili þeirra hjóna. Þar var gott að koma. Frú Unnur er ein mesta mannkostakona sem ég hef sem aldrei brá skapi og var ávallt hrókur alls fagnaðar. Slíka sam- ferðamenn er gott að eiga. Við sendum Guðnýju mágkonu innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð hjálpa henni að bera harm sinn. Að hún verði eins og björkin, sem svignar undan áhlaupinu, en réttir sig við og stendur teinrétt eftir. Ólafur Hannesson Enginn hefði trúað því sem ekki vissi, að ljúfmennið Jón Júlíusson væri kominn fast að sextugu, svo lipurlega sem hann hljóp upp og niður stigana í Þingholtsstrætinu. Og síst af öllu hefðum við sam- starfsfólk hans trúað því að hann yrði ekki eldri en tæplega sextugur. Jón Júlíusson var sá starfsmaður ísafoldarprentsmiðju sem lengst hafði starfað við fyrirtækið. Hann þekkti sögu þess, verkefni öll og verkþætti og kunni sögur um spaugileg atvik jafnt og fróðleg sem hann var óspar að segja okkur. Hann sagði okkur frá atvikum allt aftur að stríðsárunum þegar útlend- ir hermenn í köldu landi sníktu pappírsafganga í eldinn. Hann þekkti allflesta prentara á landinu og hafði prófað þá marga. Jón Júlí- usson var góður félagi. Að vera góður félagi felst bæði í því að vera góð fýrirmynd, stundvís, vinnusamur og áreiðan- legur og ekki síður að vera vinur samstarfsmanna sinna. Fyrirtæk- inu var hann trúr, viðskiptavinunum lipur. Um Jón Júlíusson, íþróttir hans í KR og lífshlaup allt mætti margt skemmtilegt og umfram allt gott skrifa. Minninguna geymum við í hugum okkar og söknum góðs drengs. Við þökkum honum sam- vinnu og vináttu. Aðstandendum sendum við dýpstu samúðarkveðjur. Samstarfsfólk í ísafold. kynnst. Það geislar af henni hlýju, — hún er ein af þeim konum, sem unglingar hænast að og þykir vænt um. Öllum líður vel nálægt henni. Sigurður lést á Borgarspítalanum 18. janúar, og hafði þá átt við van- heilsu að stríða um nokkurt skeið. Með honum er fallinn í valinn mikil- hæfur og góður íslendingur. Blessuð sé minning Sigurðar E. Ólasonar. Haraldur Blöndal Hann birtist í anddyri Gamla Garðs síðari hluta vetrar 1953, höfð- inglegur, með hatt og staf, virðuleg- ur hæstaréttarlögmaður og stjómar- ráðsfulltrúi á miðjum aldri og bað með kurteisi en festu, eins og ekkert væri sjálfsagðara, stúlku þá er hann sá fyrsta, að gjöra svo vel að sækja tvo stúdenta, er líklegir væru til að þiggja veislu góða á stundinni. Slíkum manni var auðvitað orðalaust hlýtt og einnig þeim skilyrðum, sem hann bætti við, að mennimir mættu ekki vera mjög leiðinlegir og yrðu að hafa sæmilegt úthald. Er ég kom næst á háskólalóðina, tveim dögum síðar, hafði ég náð inn- tökuprófi í lífsreynsluskóla Sigurðar Ólasonar. Upp frá því varð sjaldan vík milli vina. Hann var bakhjarl minn, er ég próflaust þáði stöðu hjá lagadeild vamarliðsins á Keflavíkur- flugvelli og vann þar við málflutning og önnur lögfræðistörf í eitt og hálft Elsku hjartans bróðir minn hefur kvatt okkur jarðarbúa. Sársauki okkar sem eftir emm er djúpur og helsár. Skarðið hans Jóns bróður míns verður aldrei fyllt en það mun lýsa eins og leiðarljós til okkar áfram á lífsleiðinni. í fímmtíu ár varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að ganga við hlið hans sem syst- ir. Það er ótrúlegt en satt að aldrei heyrði ég styggðaryrði af hans vör- um. Hann aðeins talaði um hlutina og leiðbeindi á sinn ljúfmannlega hátt. Hann var eins og klettur í hafínu sem alltaf var tii staðar ef á þurfti að halda. Ég veit að nú verð ég að ganga brautina án hans og muna og sýna fram á að ég hafí numið allar hans kenningar bæði hvað varðar daglegt líf og eins faglega kunnáttu sem ég hef reynt að nema hjá honum. Bækum- ar mínar og hans eru áþreifanlegir dýrgripir sem böm okkar eiga eftir að njóta um ókomin ár. Allt þar, eins og alls staðar annars staðar þar sem verk hans standa, ber vott um vönduð handbrögð og listagáfu. Ég þakka vinnufélögum hans inni- lega fyrir alla hlýjuna og alúðina sem þeir gáfu þessum bókum með honum. Jón fæddist 18. september 1928. Hann var annað barn hjónanna Júlíusar Jónssonar skósmíðameist- ara frá Borgarfirði og Magneu Vilborgar Guðjónsdóttur frá Bakka- gerði við Stokkseyri. Böm þeirra urðu fjögur, fýrst er Valgerður, (Vallý), fædd 13. ágúst 1925, þriðja er Svavár, fæddur 23. apríl 1935, fjórðaer Selma, fædd 18. júlí 1937. Júlíus og Magnea reistu sér hús við Laugarásveginn. Húsið nefndu þau Sólheimatungu. í Sólheima- tungu ólumst við systkinin upp. Það kom strax í ljós að Jóni hafði verið gefíð í vöggugjöf alveg einstök skapgerð og var hann hvers manns hugljúfi. Honum var einnig gefíð listsköpun og óvenju liðugur og stæltur líkami. Hann ætlaði í fyrstu að nema myndmennt, þar sem teiknigáfur hans komu berlega í ljós í gagnfræðaskólanum. Örlögin höguðu því svo til að hann hvarf frá þeirri ákvörðun og fór í prent- nám og naut prentiðnaðurinn starfskrafta hans eftir það. Hann nam fag sitt í ísafoldarprentsmiðj- unni. Þegar hann lauk sveinspróf- inu hlaut hann hæstu samanlagðar einkunnir frá Iðnskólanum og sveinsprófl sem þá hafði verið tek- ið. Mest alla starfsævina vann hann í ísafoldarprentsmiðju. Þar eignað- ist hann góða starfsfélaga og sumir hverjir störfuðu með honum í ára- tugi. Snemma kom í ljós hve liðugur og stæltur hann var. Hann gerðist félagi í KR og æfði með fimleika- deild þeirra. I fjöldamörg ár var hann einn af alfremstu flmleika- mönnum landsins. Jón átti góða félaga í þessum hópi og alla t(ð var Jón Júlíusson prentan Fæddur 18. september 1928 Dáinn 17. janúar 1988 Árið 1943 var mikil gróska í íþróttalífí bæjarins og J)á kannski ekki síst í fímleikum. Ohætt er að fullyrða að sú íþróttagrein var á þeim árum nokkurskonar tískuí- þrótt, sérstaklega meðal pilta. Að sjálfsögðu var þessi grein íþrótta æfð hjá KR af miklu kappi, en félag- ið hafði þá fengið til liðs við sig þjálfara, sem tók starfíð af alvöru og festu. Þessi þjálfari var Vignir Andrésson. Ekki spillti fyrir að Vignir kenndi leikfími þessi ár í Gagnfræðaskólanum við Lindar- götu. Því var það að glögg augu íþróttakennarans höfðu úr mörgu að moða því nemendahópurinn var bæði stór og litríkur eins og geng- ur. Er kennarinn taldi sig hafa fundið góð efni í fimleikamenn var þeim jafnan boðið til aukaæfínga í íþróttasal Austurbæjarbarnaskól- ans en þar var KR með aðstöðu fyrir fímleika félagsins. Þar var æft í unglingaflokki og fyrsta flokki auk hins kunna sýningarflokks, er Vignir ferðaðist með vítt og breitt um landið og fór svo með í mikla frægðarför til Norðurlandanna og Bretlands árið 1946. Inn í þessa fimleikamiðstöð lágu spor Jóns Júlíussonar, þá fímmtán ára unglings á haustdögum árið 1943 og þá strax bast hann þeim tryggðaböndum við félag sitt, KR, sem aldyei brustu. Jón hóf æfíngar í unglingaflokknum undir stjóm Jens Magnússonar, er var hvort- tveggja í senn frábær kennari og úrvals fímleikamaður, hafði enda unnið titilinn Fimleikameistari Is- lands árið 1939. Þótt svo að sjarmör æskunnar ríkti í salnum, voru æf- ingamar teknar alvarlega og æft af miklum kráfti því alla dreymdi um að komast í hinn leikna flokk Vignis. Fljótlega kom í Ijós að Jón var efni í frábæran fímleikamann. Hann var fisléttur, sterkur og mjög laginn við að gera allar æflngar rétt. Strax á miðjum vetri var hann farinn að skera sig úr bæði í leikni og getu og þannig var það þaU tæp tuttugu og fímm ár er hann æfði fímleika, hann bar ávallt af. Jón var einn af stofnendum Fim- leikadeildar KR árið 1948 er félaginu var skipt niður í hinar ýmsu deildir. Það sama haust hóf- ust æfíngar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi Háskólans undir stjóm hins kunna íþróttafrömuðar Bene- dikts Jakobssonar. Var þá tekið til við æfíngar í áhaldafimleikum og þar mótaðist Jón Júlfusson í þann - Kveðja fímleikasnilling er hann var á árun- um frá 1950 til 1965 og hann ávallt síðan bar merki um. Á þessum árum voru famar fjöl- margar sýningarferðir hér innafl- lands auk þriggja ferða til Norðurlandanna. Ohætt er að full- yrða að hvar sem flokkurinn fór hafí Jón vakið óskipta athygli áhorf- enda fyrir frábæra getu og glæsi- lega framkomu enda var hann fimleikameistari KR flest þessi ár. Um titilinn Fimleikameistari ís- lands var ekki að ræða því keppni milli félaga hófst ekki aftur fyrr en árið 1969 er Fimleikasamband Islands hafði tekið til starfa. Hafði sú keppni þá legið niðri í um 30 ár. Auk þess að vera einn glæsileg- asti íþróttamaður landsins var Jón frábær félagi. Hans létta lund og fijálsleg framkoma auðveldaði öll samskipti. Það var því ekki fyrir tilviljun að hann var kjörinn í stjóm Fimleikadeildar KR árið 1952 og allt til ársins 1968 átti hann sæti í stjóm deildarinnar, þar af gjald- keri frá 1959. Þá sat hann í fyrstu stjóm Fimleikasambands íslands er það var stofnað árið 1968 og lagði þar með hönd á plóginn við að gera þessa íþrótt íþróttanna að meiri al- menningseign en hún hafði áður verið til heilla og farsældar æsku þessa lands. Þar sem og annars staðar gekk Jón til starfa heill og óskiptur. Fréttin um að Jón væri kominn fjársjúkur í sjúkrahús kom eins og reiðarslag yfír okkur félagana sem og aðra. Það var beðið og vonað að þessi myrki skammdegisskkuggi mundi líða hjá með hækkandi sól en sláttumaðurinn mikli gefur eng- um grið þar sem hann á annað borð ber niður. Nú stendur minning- in ein eftir, minningin um góðan dreng og elskulegan eiginmann. Megi sú minning, elsku Guðný, verða þér og öðrum ástvinum Jóns huggun í harmi. Félagar úr Fimleikadeild KR. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur. Á morgun verður til grafar bor- inn Jón Júlíusson prentari, sem lést á Landspítalanum að morgni sunnudagsins 17. janúar 1988. Jón var fluttur á spítalann eftir hjarta- áfall, sem hann fékk á annan dag jóla. Þrátt fyrir hetjulega baráttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.