Morgunblaðið - 24.01.1988, Page 37

Morgunblaðið - 24.01.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 37 IÐNAÐARMENN _________Bækur_____________ Jón Gíslason Iðnskólaútgáfan — IÐNÚ Reykjavík 1987. Eitt aðaleinkenni nútíma þjóð- félags á íslandi er aukin áhrif og vídd iðnlærðra stétta. Að vísu voru í sumum héruðum landsins starf- andi iðnlærðir menn að fyrirmynd nágranna þjóðanna. En þeir voru fámennir og fáir, en höfðu þó varan- leg og haldgóð áhrif. En* eftir að þjóðinni óx fiskur um hrygg og hér hófst stórskipaútgerð, hlutu að koma hér upp lærðir iðnaðarmenn í fjölda greina. Unga menn fór að fysa að læra ný störf, spreyta sig við verkefni varðandi breytt og margþætt störf varðandi atvinnu- vegina. Margir lögðu þar undirstöðu arðmikilla starfa og fjölbreytilegra verkefna. Hinn óbreytti vanalegi liðsmaður var allt í einu orðinn áhrifamikill í kunnáttu sinni, verk- lægni og af hugviti til úrlausna þýðingarmiklum atriðum í sam- bandi við vaxandi þjóðarfram- leiðslu. íslensk verkmenning var allt í einu orðin í vorþey nýrrar árbrúnar í sókn til bætts þjóðfélags. Margar breyttar aðstæður og algerlega ný störf urðu til í borg, byggð og sveit. Ný verkfæri komu til landsins til að létta og bæta störfin. Athafn- ir landsmanna urðu fjölbreyttari með nýjum tækjum, vélum og kunn- áttumiklum starfsmönnum er lifðu og skildu breytta tíma og dreifðu vorþey breytinganna um landið allt. Vélar í báta, skip og margskonar samgöngutæki, urðu mikilsvirði. Framleiðslutækin urðu afkasta- meiri, stórtækari og nýttust af raunhæfum notum aflmeiri afl- gjafa. En mest var virði, að verk- þekking dafnaði og jókst, kunnáttumenn urðu til á marg- breytilegum sviðum. Hér í þessari bók eru birtir sex þættir, jafnmargra iðnaðarmanna, er risu úr öskustó liðins athafna- leysis og urðu aflvakar til framfara og sóknar f iðnmenningu lands og þjóðar. Líf þeirra og starf var tendr- að vonum um betra líf, arðmeira starf og fjölþættari þekkingu í verk- um hinna flölmörgu handa, er lögðu sig fram af öllum hug og kunnáttu til að geta leyst störf sín sem allra best af hendi.' Völundurinn frægi er lagði frá steðja sínum að verki loknu betri grip en áður var þekktur, varð frægur að loknu verki. Hann var dverga líki í vitund þeirra sem nutu. En hann var líka fyrirmynd stéttar- bræðra sinna og aðdáenda á komandi tímum. Hann varð öllum öðrum fyrirmynd. í raun réttri er hann fyrirmynd iðnaðarmannsins, hinn sanni meistari. Frá fyrstu sögu hafa hagleiks- menn verið dáðir, verið frægir og velgerðarmenn bóndans, sjómanns- ins og hvers starfssams manns í þjóðfélaginu. Allir þurftu að sækja til þeirra aðstoð og styrk. Þetta var Nyrmetsölubíll ara tveggja er byggt fyrir erfiðar að- stæður. Auk þess er hann á heilsársh j ólbörð um. Excel er gerður til að endast, viðhaldið er í lágmarki og þú getur verið áhyggju- laus í 5 ár. Excel er búinn kraftmikillr 1,5 lítra vél með yfirliggjandi knastás. Val er um 4 eða 5 gíra beinskiptingu, eða þriggja stiga sjálf- skiptingu. Eldsneytiseyðslan er því með minnsta móti. en krafturinn nægur. Glæsileiki Hyundai Excel felst ekki ein- göngu í útlitinu (sem reyndar er ítölsk hönnun), því það er staðreynd að staðalbúnaður Hyundai er í mörgum tilvikum aukabúnaður hjá öðrum. Settu þig strax í samband við söiuaðila Hyundai Excel á íslandi Svein Egilsson hf., í Framtíð við Skeifuna. Síminn er (91) 685100. ATH. Það verður opið í Framtíð laugar- dag og sunnudag. HYunoni j Bíll fyrir skynsamt fólk. breytilegt á mismunandi tímum, en aldrei jafnnauðsynlegt og í þjóð- félagi nútímans, eftir að verkaskipt- ing varð almenn milli starfsgreina. Skipasmiðurinn varð meistari far- kostsins, vélsmiðurinn meistari orkugjafans jafnt á sjó og landi, bakarinn meistari brauðsins. Bók- bindarinn skreytti og batt bækum- ar, og var skapandi fagurra kila og skreyttra hliða, húsgagnasmið- urinn smíðaði húsgögn og hægindi heimilanna og bifvélavirkinn gerði við bifreiðamar og vélar. Allar þess- ar greinar vom nauðsynlegar, en fremst af öllu krefjandi og algerlega óaðskiljanlegar í nútíma þjóðfélagi. Allar hlutu þær að þróast af þörf samfélagsins. En þessu er lýst af löngu og reynsluríku starfi hvers og eins í bókinni, Iðnaðarmenn, sem iðnskólinn gefur út. Með tilkomu iðnaðarmanna og rejmslu í raun starfa og þekkingar af námi á verkstæðum og bóklegum greinum, varð til fyllri og fremri verkleg þekking en áður var í landinu. Menn voru misjafnlega fljótir að tileinka sér reynslu og kunnáttu, útsjónarsemi og hagleik. Jafnvel voru sumir búnir þeim hæfi- leikum og dugnaði, að þeir sáu leið út úr hvetjum vanda. Slíkir vom völundar úr hendi náttúmnnar. Þeir urðu boðendur starfa hinna ungu iðnaðarstétta í þjóðfélagi nú- tímans. Ég hef þegar getið um sex iðn- greinar, allar merkar og þýðingar- miklar. Þær eiga allar fulltrúa á síðum bókarinnar. En saga allra annarra iðnaðarmanna á síðar eftir birtast í sögu iðnaðarmanna og iðn- aðar í ritinu er hér hefur göngu sína á vegum IÐNÚ. Líf og-starf hinna vinnandi þegna nútímans er ekki bundið takmörkunum, heldur háð hinu margiðandi breytni þjóð- félagsins, sískapandi og lifandi af margbreytilegum störfum og §öl- breytni. Með vaxandi tækni og hugviti, verður alltaf nýtt og til úrlausnar. Þar er ekkert þrot hins ókomna og ómælda. Þættimir í bókinni, Iðnaðar- menn, em vel ritaðir og lýsa vel viðkomandi iðngrein, er þeir meist- aramir fjalla um hver í sinni starfsgrein. Lífsreynsla og þekking meistaranna lofar störf þeirra. Þekking þeirra og reynsla ber end- urskin á leiðina er þeir vísuðu nemendum sínum og félögum fyrstu sporin og létu þá ekki fjar- lægjast sig án leiðbeininga fram á ókomnar slóðir langs iðnaðarstarfs að loknu námi. Starfið er hlekkur í margbrotnu samfélagi. Það skilja hinir sex iðnmeistarar er rita hér um iðngrein sína. Meðan ég las bókina, Iðnaðarmenn, - datt mér oft í hug, hve mikil þrek- raun það hefur verið fyrir hina ungu brautryðjendur iðngreinanna sex, að halda út og sælrja til sigurs langa brekku og erfiðleikum bundna upp í sæti þekkingarinnar til leiðarenda iðnnámsins. En þar var ekki takmarkinu náð að fullu. Það var áfangi. Þeir urðu líka að sækja til fótfestu í rekstri greinar- innar. Vinna sér veg og frama með því að reisa sér athvarf til að geta stundað iðn sína í friði, starfað við hana sem starfsgrein trausta og trygga á eigin vegum. Það tókst þeim öllum af miklum dugnaði og sannri fyrirhyggju. Ég rek þetta hér af því ég vil vekja athygli á, að ég álít tilgang þessa rits vera tvíþætt. Annarsveg- ar að greina frá erfiðleikum unga mannsins er leggur út á iðnaðar- mannsbrautina og sækir þangað feng og þekkingu, verður fengsæll þegn þjóðfélagsins. En hins vegar að sýna þýðingu iðnnámsins, jafnt fyrir einstaklinginn og heildina. Tilgangurinn er athyglisverður og gagn fyrir samfélagið í víðtæk- ari orðum en ég get lýst í stuttri blaðagrein. Bókin Iðnaðarmenn er vel gerð og skreytt mörgum myndum, er gefa henni mikið gildi. Hún er vel rituð og allur frágangur hinn prýði- legasti. Hann er iðnaðarstéttinni íslensku til mikils sóma. Ég vona, að við fáum mörg rit af sama stofni á komandi árum. Höfundur er fræðimaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.