Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988
23
Hannes brennir með lasergeislanum meinsemdina burtu
Eftir þetta er sjúklingurinn
svæfður. Meðan á því stendur
víkjum við Sverrir út með Hannesi
lækni. Áður segir Fanney okkur að
konunni verði rórra og hún sofni
betur ef fátt fólk sé í kringum hana.
Meðan við erum frammi segir
Hannes okkur kosti og galla á laser-
tækinu. Kostimir em þeir að af því
unnið er í gegnum smásjá þá er
hægt að sjá mun betur hvað verið
er að gera, lasergeislinn, sem er
CO 2 laser, orsakar minni skemmd-
ir í vefjum í kringum skurðinn en
hnífurinn gerir, bjúgmyndun verður
minni í vefjunum og sárin gróa fljóct
og af sjálfu sér án þess að þörf sé
á að leggja á þau húð annars stað-
ar af líkamanum. Einnig fær
sjúklingurinn miklu minni verki eft-
ir aðgerðina en ella. Allt þetta
styttir mjög sjúkrahúsdvöl sjúkl-
ingsins, jafnvel um helming, sem
er mikill spamaður fyrir þjóðfélag-
ið. Ókostimir em fáir, helst þeir
að tækið er vandmeðfarið og laser-
geislinn getur skaðað homhimnur
í augum ef hann nær að endurkast-
ast frá málmhlutum eins og fyrr
sagði og svó hitt að nokkurt vanda-
mál hefur verið að nota slöngu til
að setja niður í barka sjúklingsins
til að gefa öndunargas vegna þess
að laserinn brennir upp plastslöng-
ur. Til þess að vama því hefur verið
brugðið á það ráð að vefja slönguna
með állímbandi og hefur það gefist
allvel. Einnig þarf að veija vel and-
lit sjúklings fyrir bmna. Að sögn
Hannesar hefur lasergeislinn reynst
vel við allar aðgerðir á raddböndum
og góðkynja og illkynja breytingum
í slímhúð í munni og koki.
Nú er sjúklingurinn sofnaður og
allt að verða tilbúið fyrir aðgerðina.
Við göngum inn á skurðstofuna og
það er verið að þræða umtalaða
slöngu niður í barka sjúklingsins.
Æxlið sem numið var á brott úr tungu sjúklingsins
Texti: Guðrún
Guðlaugsdóttir
Fyrir óvana er þetta heldur ógeð-
felld sjón en þetta er nauðsynlegt
að gera til þess að sjúklingurinn fái
súrefni, glaðloft og fleira sem verð-
ur að gefa í svæfingu, meðan á
aðgerð stendur. Auður hjúkmnar-
fræðingur hjálpar Hannesi í grænan
slopp og hann segir um leið með
bros i augum að þetta sé bráðnauð-
synlegt til að ekki fari blóð í fötin
hans. Þessi aðgerð er þó ekki líkleg
til að verða mjög blóðug því laser-
geislinn brennir fyrir allar smærri
æðar svo það blæðir tiltölulega lítið
þegar hann er að verki.
Nú em lögð lök yfír sjúklinginn
og andlit hans næstum hulið grisju
sem vætt er í saltvatni því laser-
geislinn fer ekki í gegnum vatn.
Þessu næst er sett jámáhald upp í
sjúklinginn til þess að halda munni
hans vel öpnum og svo er settur
örmjór þráður í gegnum tunguna
og hún sveigð til hliðar til þess að
halda henni í réttum stellingum
meðan á aðgerð stendur. Sjúkling-
urinn andar hægt og rótt og
læknirinn fer að stilla ljós og fást
við smásjána til að fá fram rétt
sjónarhomið. Lasertækið er tengt
við sjásjá eins og fyrr sagði og því
er sjómað með fótstigi. Geislinn
sjálfur er ósynilegur en bleikur
stýrigeisli sem læknirinn stýrir með
stjómpinna kemur frá lasertækinu
gegnum smásjána á aðgerðársvæð-
ið og sést einnig á sjónvarpsskerm-
inum.
Nú blasir æxlið við sjónum okkar
sem fylgjumst með aðgerðum lækn-
isins á sjónvarpsskerminum. Svo
heppilega vill til að blóðið verður
dökkt á lit á skerminum og það er
því ekki nærri eins ógnvænlegt að
horfa á aðgerðina þar eins og hina
raunverulegu aðgerð sem ég sé þó
alltaf út undan mér. Hannes læknir
tekur nú að merkja svæðið í kring-
um hin'n sjúka vef á tungunni sem
brenna á burt. Hann gerir það með
því að brenna depla á tunguna og
það heyrast smellir í tækinu á með-
an. Svartir deplar myndast og það
tekur aðeins að blæða en Auður
sogar blóðið upp með þar til gerðu
röri. Það liðast reykur upp af tungu
sjúklingsins og smátt og smátt
berst æ meiri lykt af brunnu holdi
fyrir vit okkar sem þama erum.
Svört rönd hefur nú myndast á
tungunni í kringum æxlið. Svæfing-
arfólkið, þau Ragnar, Sigurður og
Fanney hafa vakandi auga með
sjúklingnum og fylgjast með hjarta-
línuriti hans en Hannes hefur nú
brennt það mikið af holdinu að
æxlið er að losna frá og hann lyft-
ir því upp með töng. Geislinn
brennir sig æ dýpra ofan í tunguna
og furðu lítið blæðir. Laserinn
brennir litlu æðamar eins og fyrr
sagði, en Hannes saumar snarlega
fyrir þær stóm jafnóðum og þörf
er á. Við erum öll þögul meðan la-
sertækið suðar.
Skömmu seinna sé ég að Fanney
tekur fram nýja slöngu og fer að
vefja hana með állímbandi, hún er
þegar tekin til við að undirbúa
næstu aðgerð svo þessi gengur
greinilega framar öllum vonum.
Æxlið er nú að mestu laust frá
tungunni, það er um hálfur senti-
metri að þykkt og heldur stærra
um sig en krónupeningur. En þegar
minnst vonum varir slekkur laser-
tækið á sér. Mér er sagt að Það
gerist stundum þegar tækið hefur
verið lengi í gangi. Hlé verður á
aðgerðinni um stund og fólkið fer
að ræða saman. Einhver hefur orð
á því að hann sé svangur. Nokkur
stund líður og laserinn er ekki enn
starfhæfur. Loks tekur Hannes af
skarið og sker á þann veika streng
sem enn tengir æxlið við tunguna
og sjúklingurinn er þar með laus
við meinvættinn. „Nú er ég rétt
búinn,“ segir Hannes og það eru
orð að sönnu. Aðgerðinni er lokið
og sárflöturinn virðist hreinn. Mei-
nið verður sent í vefjameinafræði-
rannsókn sem leiðir í ljós hvort
þörf er á geislameðferð líka til þess
að fyrirbyggja ennþá frekar endur-
myndun krabbameins. Slökkt er á
lasertækinu og spottinn er tekinn -
úr tungu sjúklingsins, slangan er
hins vegar ekki tekin upp úr honum
fyrr en hann vaknar. Grisjumar eru
teknar af andliti sjúklingsins og
límband af augunum hans og ekki
er annað að 'sjá en allt sé í stakasta
lagi.
Við fömm fram og það er ekki
laust við að ég sé fegin að komast
úr þessu andrúmi brends holds og
sterkra lyfja. Við Sverrir fylgjumst
með Hannesi niður á kaffístofu þar
sem hann sest niður hjá kollega
sínum Einari Thoroddsen lækni og
saman segja þeir mér meira frá
lasertækinu.
Lasergeisli er ósýnilegur geisli í
infrarauðu bylgjulengdinni. Hann
fer í gegnum ýmiskonar linsur í
lasertæki og smásjá og brennir þá
fasta vefí. Hann hefur hins vegar
engin áhrif á vökva. Þetta er mjög
einfölduð mynd af fyrirbærinu las-
ergeisli. Lasertækið á Borgarspítal-
anum kom hingað fyrst í sambandi
við sýningu fyrir tveimur ámm. Það
kom frá Israel þar sem það er fram-
leitt. Borgarspítalinn keypti tækið
sem var töluvert dýrt. Slík tæki sem
þetta em mjög gagnleg við allar
aðgerðir á raddböndum, mjög
margar aðgerðir á slímhúðarbreyt-
ingum í munni og koki, góðkynja
og illkynja, við einstaka-nefaðgerð-
ir og fáeinar eyranaðgerðir. Það er
einnig notað við aðgerðir sem fram-
kvæmdar era til hjálpar þeim sem
þjást af kæfísvefni eða sjúklegum
hrotum. Þá era flarlægðir hálskirtl-
ar, hluti af mjúka gómnum og hluti
af gómboga. Lasertækið er notað
við tvær til þijár aðgerðir í viku sem
gerir eitt til tvö hundrað aðgerðir
á ári.
- Aðgerðin var sýnd á sjónvarpsskjá
Svæfingarlæknar að störfum. F.v Sigurður Páisson, Ragnar Finnsson, Fanney Jónadóttir hjúkrunarfræð-
ingur heldur á slöngunni sem þrædd er ofan í barka sjúklingsins meðan á svæfingu stendur
gleraugu til að vemda augun fyrir
lasergeislanum sem getur reynst
þeim skeinuhættur. Ef geislinn nær
að endurkastast frá málmhlut í
augun getur homhimnan skorist.
Þannig gölluð héldum við inn á
skurðstofuna og biðum komu sjúkl-
ingsins ásamt hjúkranarliðinu.
Viðstaddir þessa aðgerð vora auk
okkar Sverris, Hannes Hjartarson
læknir, sem gerði aðgerðina, Hauk-
ur Eggertsson verkfræðingur sem
hafði umsjón með tækinu, Ragnar
Finnsson svæfíngarlæknir og að-
stoðarlæknir hans Sigurður Páls-
son. Þrír hjúkranarfræðingar
aðstoðuðu við aðgerðina, Fanney
Jónasdóttir sem er svæfíngarhjúk'r-
unarfræðingur og þær Auður
Jóhannesdóttir og Guðný Péturs-’
dóttir.
Loks er komið með sjúklinginn.
Honum er ekið inn á hjólabekk og
færður yfír á skurðarborðið. Yfír
borðinu er sterkt ljós og við borðið
era allskyns tæki, hjartalínurit,
öndunarvél, súrefniskútur, borð á
hjólum hlaðin ýmiskonar áhöldum
og svo lasertækið sjálft sem er
nokkuð stórt, tengt við smásjá og
sjónvarpsskerm þar sem hægt er
að fylgjast nákvæmlega með að-
gerðum skurðlæknisins.
Áður en hafíst er handa við að
svæfa sjúklinginn áréttar læknirinn
við hann að viðstaddur sé blaða-
maður ásamt ljósmyndara en getur
þess jafnframt að ekki verði hægt
að þekkja sjúklinginn á myndum
sem til stendur að taka. Sjúklingur-
inn hefur þegar veitt samþykki sitt
og ítrekar það en spyr um leið hvort
þetta sé svo merkileg aðgerð að hún
eigi erindi i blöðin og brosir við.
Sjúklingurinn er kona komin yfír
miðjan aldur. Fyrir skömmu kom í
ljós að hún var með flöguþekju-
krabbamein í tungu og munnbotni.
Meinið hafði ekki náð að sá sér út
og að sögn lækna era batahorfur
konunnar því góðar.