Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 31 4- Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Sterkasta verðlagseftirlitið Fyrir nokkrum dögum skýrði fréttastofa ríkissjónvarps- ins frá því, að einkafyrirtæki sem flytja inn símatæki hefðu lækkað verð á birgðum um ára- mót til samræmis við tollalækk- un, sem þá tók gildi, en Póstur og sími, fyrirtæki í opinberri eigu, hefði ekki lækkað verð á símatækjum nema að hluta til. Morgunblaðið, tók þessa frétt upp og fylgdi henni eftir. í gær birtist fréttatilkynning hér í blaðinu frá Pósti og síma, þar sem stofnunin tilkynnir, að hún hafi lækkað verð á öllum birgð- um til samræmis við tollalækk- anir. Það er eftirtektarvert, að það eru einkafyrirtækin í þessari grein, sem ríða á vaðið og taka á sig verðlækkun til þess að neytandinn njóti strax góðs af tollalækkun, en fyrirtæki í eigu ríkisins sjálfs tregðaðist við, þar til fjölmiðlar tóku málið upp'. Þetta er hins vegar glöggt dæmi um það aðhald, sem almenn- ingsálitið getur veitt í verðlags- málum. Fisksalar og bakarar hafa verið í sviðsljósinu að undan- fömu vegna verðbreytinga í kjölfar söluskattshækkanu. Fyrir skömmu urðu harðar deil- ur í sjónvarpsþætti milli forsæt- isráðherra og formanns Alþýðubandalags um það, hvað fiskur hefði hækkað mikið vegna söluskattshækkunar. í Ijós hefur komið í kjölfar þeirra viðræðna, að fisksalar fengu samþykkta hækkun á fiski vegna þess, að talið var að þeir hefðu orðið að greiða hærra verð fyrir fískinn á fískmörkuð- um. Nú hefur sú staðhæfíng þeirra verið dregin í efa og færð fyrir því sterk rök, að um slíka hækkun hafí ekki verið að ræða. Búast má við niðurstöðu í því máli á næstunni. í Morgunblaðinu í gær er birt yfírlit um könnun Verðlags- stofnunar á brauðverði. Þar kemur fram, að sumir bakarar hafa hækkað brauð verulega umfram þá hækkun, seni talin var eðlileg vegna söluskatts- hækkunar og afnáms vöru- gjalds. Talsmaður bakara segir, að ástæðan fyrir þessu sé upp- safnaður vandi frá síðasta ári en viðurkennir, að klaufalegt hafí verið að láta þessa hækkun ekki koma fram fyrr. Verðlags- stjóri segir útilokað, að þessi verðhækkun geti stafað af upp- te ,S!5. framleiðsluvörur bakara hafí hækkað umfram verðlagshækk- anir undanfarin ár. Búast má við niðurstöðu í þessu máli á næstunni. Það er auðvitað alveg ljóst, að verðskyn almennings hefur eflzt svo mjög, að fólk hættir einfaldlega að eiga viðskipti við þá, sem staðnir eru að ósann- gjömum hækkunum á verði. Það hefur komið vel fram á undanfömum mánuðum, að verðlagskannanir og birting þeirra í blöðum -hafa leitt til þess, að verzlun hefur dregizt mikið saman hjá þeim, sem hæst hafa verð. Hið sama getur gerzt hjá þeim físksölum og brauðsölum, sem taldir em ganga of langt í verðhækkun- um. Nú er að koma fram það, sem talsmenn fíjálsræðis í verð- lagningu héldu fram ámm saman, að það aðhald, sem neytendur gætu veitt, væri sterkasta verðlagseftirlitið. Það samstarf, sem hefur tekizt milli Verðlagsstofnunar og fjölmiðla, gerir fólki kleyft að fylgjast vel með því hvar vömverð er hag- stæðast. Augljóst er að neyt- endur beina viðskiptum sínum í vaxandi mæli þangað. Það gildir því einu, hvort um er að ræða opinber fyrirtæki á borð við Póst og síma eða físk- sala og bakara: menn komast einfaldlega ekki lengur upp með það, sem áður var hægt í verð- lagningu. Fyrir þá, sem ámm saman börðust fyrir frelsi í verð- lagningu, er þetta ánægjuleg niðurstaða. Eftir það, sem gerzt hefur undanfamar, vikur er ljóst að seljendur vöm og þjónustu hugsa sig tvisvar um áður en þeir hækka verð umfram það, sem eðlilegt er. Það er heldur ekki hægt að beina spjótunum eingöngu að kaupmönnum eða öðmm einkaaðilum. Það sýna vinnubrögð Pósts og síma og nú nýlega einstakra sveitarfé- laga. Það er t.d. næsta furðu- legt, að íbúar Kópavogs skuli þurfa að greiða vemlega hærri fasteignagjöld en íbúar nær- liggjandi sveitarfélaga. Hvers vegna? Er þjónustan við bæj- arbúa meiri í Kópavogi? Em framkvæmdir meiri? Er ekki orðið tímabært, að Verðlags- stofnun framkvæmi könnun á skattlagningu og þjónustugjöld- um sveitarféíaga! Hver veit nema samtakamáttur skatt- greiðenda geti orðið jafn mikill og MBtalHllHÍÍU™ Gengisfall Bandaríkja- dollars hefur margvísleg áhrif, m.a. fyrir Banda- ríkjamenn sjálfa. Fyrir nokkmm vikum skýrði virt brezkt tímarit frá því, að lækkandi gengi dollars þýddi, að kostn- aður Bandaríkjamanna við að halda uppi herafla í V-Evrópu hefði margfaldazt, í raun hefðu þeir ekki lengur efni á því að standa undir þeim kostnaði sjálfir. Þess vegna væri nú um það rætt í stjómarskrif- stofum í Washington að setja fram þær kröfur við þjóðir, sem hafa bandarískar herstöðvar í landi sínu, að þær greiði kostn- að af dvöl hinna bandarísku sveita, ella yrðu þær kallaðar heim. Sjálfsagt mundi okkur íslendingum bregða í brún, ef krafa kæmi frá Banda- ríkjunum um, að við greiddum kostnað við dvöl vamarliðs þeirra hér á landi. Það á ekki sízt við um þann hóp manna, sem hefur um skeið haft uppi kröfur um, að Bandaríkjamenn greiddu okkur leigugjald fyrir vamarstöðina. Ólíklegt er þó, að slík ósk komi frá Washington. ísland er svo mikilvægur hlekkur í vamarkeðju hins vestræna heims, að væntanlega mundu Bandaríkjamenn tala við ýmsa aðra um þátttöku í greiðslu kostnaðar við varnar- viðbúnað áður en þeir hreyfðu slíku við okkur. Kjami málsins er hins vegar sá, að svo. mikil eignatilfærsla hefur orðið á milli þjóða heims á undanfömum árum og ára- tugum, að það er tæplega hægt að búast við því öllu lengur, að Bandaríkjamenn telji sig geta staðið undir meginhluta kostnaðar við vamir vestrænna ríkja, eins og þeir hafa gert frá því í heimsstyrjöld- inni síðari, bæði meðan á henni stóð og eftir að henni lauk og fram á þennan dag. Þótt efnahagsveldi Bandaríkjanna sé enn sem fyrr mikið hafa þeir ekki sömu yfirbnrðastöðu gagnvart öðrum þjóðum og þeir höfðu áður. Sumir telja, að Japan verði fjárhagslega sterkara ríki í byijun næstu aldar en Bandaríkin og alla vega er ljóst, að meira jafnræði mun ríkja á milli helztu stórvelda heims á næstu ára- tugum en gert hefur frá lokum heimsstyij- aldarinnar síðari. Bandaríkjamaður, sem hér var staddur fyrir nokkmm dögum, sagði við höfund þessa Reykjavíkurbréfs, að Bandaríkin mundu halda yfírburðastöðu sinni í krafti fólksfíölda, auðæfa og mik- illa auðlinda í landinu sjálfu. í þeim orðum kann að felast meiri óskhygja en raun- sæi, að minnsta kosti miðað við þann vanda sem steðjar að bandarísku efnahagslífi um þessar mundir. Aðrir telja, að Bandaríkjamenn muni halda fast við það að standa undir kostn- aði við herstöðvar sínar í öðrum löndum sjálfir af þeirri einföldu ástæðu, að þar greini á milli risaveldis og venjulegs stór- veldis, að hið fyrmefnda hafi efni á því að halda úti fjölmennum hersveitum í öðr- um löndum en hið síðara ekki. Hvað sem því líður er tímabært að V- Evrópuþjóðir geri sér grein fyrir því, að það kemur að því fyrr en síðar, að banda- rískir skattgreiðendur segi hingað og ekki lengra: Við höfum haldið uppi vömum vestrænna þjóða í áratugi. Nú er ríkidæmi annarra þjóða í þeim hópi orðið svo mikið, að þær hljóta að bera sinn hlut af þeim kostnaði, sem þessu fylgir. Sé það rétt, að efnahagslegur styrkur Bandaríkjanna sé ekki lengur nægilega mikill til þess að standa undir mestum hluta kostnaðar við vamarkerfi vestrænna þjóða má kannski segja, að hagsmunir Bandaríkjamanna og SoVétmanna fari saman, ef sú skoðun á við rök að styðjast að meginskýringin á þeim friðarvilja, sem gætt hefur að undan- fömu í Moskvu, sé sú staðreynd, að Sovétmenn hafa ekki lengur efni á því að halda uppi sínum vamarviðbúnaði. „Matarskattur“ Það fer ekkert á mill; mála, að töluverðr- ar reiði hefur gætt hjá almenningi þessar orðið hafa á matvælum í kjölfar þeirra lagabreytinga, sem samþykktar voru á Alþingi fyrir og eftir jól og áramót. Þegar menn horfast í augu við þær verðhækkan- ir, sem orðið hafa, er mörgum nóg boðið. Það mátti auðvitað sjá það fyrir, að þegar söluskattur kæmi á matvöru, sem áður var undanþegin söluskatti, mundi mörgum bregða við. Til viðbótar kemur, að einstaka seljendur vöm og þjónustu notfæra sér gjaman slíkar verðbreytingar til þess að koma fram viðbótarhækkunum, þótt ekki hafí verið sýnt fram á mörg dæmi um slíkt nú. Þá er það einnig óheppilegt fyrir ríkis- stjómina, að hækkun vegna söluskatts kemur strax en verðlækkun vegna tolla- lækkana skilar sér smátt og smátt. Þó má ekki gleyma því, að margir innflytjend- ur hafa bersýnilega lækkað slíkar vörur strax og tekið á sig þann kostnað, sem af því hefur leitt. Það verður einnig að hafa í huga, þegar rætt er um þær verð- breytingar, sem orðið hafa að undánfömu. Almenningsálitið er hvikult. Ámm sam- an hafa þeir launþegar, sem greiða samvizkusamlega skatta af tekjum sínum, býsnast yfir skattsvikum í landinu og það með réttu. Alkunna er, að eitt af því sem hefur verið svikið undan skatti er sölu- skattur. Jafnframt hefur það lengi verið vitað, að mismunandi söluskattur á vömm eða jafnvel enginn söluskattur á sumum vömm, hefur auðveldað undanskot á sölu- skatti. Þegar hins vegar em gerðar ráðstafan- ir, sem öðmm þræði miða að því að tryggja betur skil á söluskatti, bregðast menn hin- ir verstu við. Það sýnir náttúrlega fyrst og fremst, að á íslandi er fiskur ákaflega viðkvæmur fyrir verðhækkunum vegna þess, að hvað sem öðm líður er fiskur dagleg fæða meginþorra þjóðarinnar. í annan stað era búvömr afar viðkvæmar fyrir verðhækkunum vegna þess, að þær em einnig dagleg fæða fólks og lambakjöt er enn sem fyrr helzti helgarmatur fólks. Þetta hefur kannski gleymzt síðustu árin, þar sem menn.hafa talið, að neyzluvenjur fólks hafí tekið miklum breytingum. Senni- lega em þær að þessu leyti minni en ætlað hefur verið. Deilumar um „matarskattinn" hafa bmnnið mest á Jóni Baldvin Hannibals- syni, fíármálaráðherra, eðli málsins samkvæmt. Skatta- og tollamál heyra Hindir hans ráðuneyti og þess vegna eðli- legt, að hann verði helzti málsvari ríkis- stjómarinnar í málinu. Það er að vísu ekki öfundsvert hlutskipti fyrir formann Al- þýðuflokksins, en hann hlaut þó að vita að hveiju hann gekk, þegar hann ákvað að taka að sér embætti fí'ármálaráðherra. Það embætti hefur hingað til ekki verið talið heppilegt ráðherraembætti fyrir flokksformann en bæði Þorsteinn Pálsson og síðar Jón. Baldvin hafa bersýnilega metið það svo, að nauðsynlegt væri fyrir flokksformann að hafa þau völd, sem fylgja þessu ráðherraembætti. Þótt reiði fólks vegna „matarskattsins“ sé mikil er ekki úr vegi að líta á röksemd- ir fjármálaráðherra fyrir þessum umdeilda skatti. í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag sagði hann m.a.: „Rökin fyrir því, að þessi matarskattur sé svona ósann- gjam em m.a. þau, að engin skattsvik hafi verið í smásöluverzlun að þvi er varð- ar matarviðskipti vegna þess, að það var enginn skattur á matvæli. Þessir menn ættu að fletta upp í skattsvikaskýrslunni og ræða við þá, sem áttu að annast fram- kvæmd og innheimtu söluskatts. í venju- legri verzlun var vamingur uppi í hillum sem ýmist bar engan skatt, 10% skatt eða 25% skatt. Þetta var gert upp samkvæmt áætlunaraðferðum miðað við innkaup verzlana. Þær áætlanir buðu upp á hvers konar viljandi eða óviljandi ónákvæmni. Þetta fól í sér þrenns konar áætlunarað- ferðir með 7 aðferðum að uppgjöri og raunvemlegt eftirlit var óframkvæman- legt.“ I framhaldi af þessum röksemdum, sem lúta að því að söluskattur á öll matvæli hafi verið nauðsynlegur til að koma í veg fyrir þau skattsvik, sem allir í orði kveðnu iíiífSliirÍ íuÍ&TÉmfbtíÍtilínfíÍi1 fiVtí'i (it fi iTl \i í vilja uppræta, fjallar fjármálaráðherra um það í þessu viðtali hvort „matarskatturinn" komi verst við hina efnaminni og segir: „í öðm lagi má spyija hveijum það væri í hag, að matvæli séu undanþegin sölu- skatti. Ef gengið er út frá því sem gefnu, að matarinnkaup fari eftir efnahag, þá halda menn sig betur í mat og drykk með . rýmri efnum. Og undanþágan frá sölu- skatti var þá ekki hvað sízt þeim í hag. Auðvitað er sitthvað til í því að hlutfalls- lega séu matarútgjöld láglaunafjölskyldu meiri en annarra, þótt það sé ekki einhlítt. En það sem hér er verið að gera er að fella niður undanþágur til þess að skapa forsendur fyrir virku skatteftirliti og bætt- um skattskilum. Sá tekjuauki, sem það skilar er allur greiddur út fyrst og fremst til þess að bæta hag fjölskyldna, sem til- heyra lágum tekjuhópum eða fíölskyldum með mikla framfærslubyrði. Þetta hefur verið vanrækt í umræðunni og menn gera sér enga grein fyrir því hve þessi útborgun á bamabótum og bamabótaauka er mikil, né heldur taka menn tillit til þess hve skattfrelsismörkin em há í staðgreiðslu- skattinum." Þetta er kjaminn í málflutningi Jóns Baldvins Hannibalssonar. Óneitanlega færir hann sterk rök fyrir sínu máli. Ekki er úr vegi, að fólk hugleiði þessi rök nú þegar fyrstu viðbrögð við verðhækkunum á mat em gengin yfir, og þá má sjálfsagt búast við því, að margir telji þessi rök vega þungt. Á næstu dögum verða sendar út 40 til 50 þúsund ávísanir til fólks með bamabótum og ekki ólíklegt, að sú pen- ingasending verði einnig til þess, að almenningur hugsi sig um tvisvar. Sannleikurinn er sá, að það er ákaflega erfítt að halda uppi skynsamlegum umræð- um um mál af þessu tagi í okkar samfélagi, þegar hitinn er mestur. Gleggsta dæmið um það er fískurinn. Það er komið í Ijós, að Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, hafði rétt fyrir sér í sjónvarpsumræðum með Ólafí Ragnar Grímssyni, um verð- hækkun á físki af völdum söluskatts. Hins vegar höfðu orðið aðrar hækkanir á físki af öðmm ástæðum, sem nú em umdeildar og spuming, hvort teknar verði aftur að einhveiju leyti. En þar er hins vegar kom- in skýring á þeim hækkunum, sem Ólafur Ragnar Grímsson taldi, að hefðu orðið á neyzlufiski. Verðlækkun vestan hafs? Við getum rifízt eins og við höfum löng- un til hér heima fyrir um verðhækkanir, skattahækkanir og tollalækkanir en það breytir engu um þann vemleika, að við lifum á fiskveiðum og fiskútflutningi og að það em allar líkur á, að verðlækkun sé í aðsigi á fiskafurðum á Bandaríkjamark- aði. Það em hin ytri skilyrði sem ráða úrslitum um afkomu okkar sem þjóðar, en ekki þeir samningar sem við geram innbyrðis um kaup og kjör. Meirihluta sl. árs var fiskskortur á Bandaríkjamarkaði, sem átti þátt í að halda verðlagi á sjávarafurðum uppi. Nú em hins vegar blikur á lofti. Birgðir af óseldum fiski, bæði hjá okkur og öðmm, hlaðast upp og haldi svo fram sem horfír hlýtur sú birgðasöfnun að leiða til verð- lækkunar. Til marks um þessa birgðasöfn- un má nefna — og þá er átt við heildarbirgðir í Bandaríkjunum en ekki eingöngu hjá íslenzkum fyrirtækjum — að birgðir af þorskblokk jukust um 72% milli áranna 1986 og 1987. Birgðir af þorsk- flökum jukust um 378%. Birgðir af Alaskaufsa jukust um 419% og Atlants- hafsufsa um 121%. Birgðir af ufsaflökum jukust um 250%. Afleiðingin af þessari birgðasöfnun er sú, að fiskkaupendur halda að sér höndum. Þeir sjá enga ástæðu til að kaupa físk langt fram í tímann, vegna þess að þeir vita, að það er nóg til af físki. Það er ekki lengur fiskskortur vestan hafs. Þessir aðilar líta svo á, að verðlækk- un á fiski sé óhjákvæmileg vegna þessara miklu birgða. Þá veldur það erfíðleikum, að verð á ••• ÍífiiMfXíÍ 4- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 23. janúar Morgunblaðið/Sigurður Jónsson fiski er mjög hátt en verð á t.d. kjúklingum er lágt. Eitthvað ber á því vestan hafs, að fiskkaupendur þar leggi nokkra áherzlu á að kaupa físk, sem veiddur er við strend- ur Bandaríkjanna. Gert er ráð fyrir að á þessu ári muni 40 ný fískiskip koma til sögunnar við Alaska. Veitingahúsakeðjur em byijaðar að nota ufsa í stað þorsks til þess að geta lækkað verð á fískréttum. Loks má nefna að birgðir af hörpudiski em um 70% meiri en á sama tíma í fyrra og hafa aukizt undanfamar vikur. Engin vfsbending er um, að söluaukning eða verð- hækkun sé á næsta leiti. Jafnvel er talið að verð geti lækkað enn á næstunni. Það era ískyggilegar fréttir fyrir Stykkishólm. Þá er einnig búizt við því, að verð á humri geti lækkað á næstunni. Slíkar fréttir frá Bandaríkjunum hljóta að valda okkur áhyggjum. Ef þróunin verð- ur í raun og vem á þann veg, sem hér hefur verið lýst að geti orðið, þýðir ekkert fyrir okkur Islendinga að rífast mikið um það, hvemig við getum bætt kjör okkar. Nýlega er lokið einhverjum erfiðustu samningum við Portúgali og Spánveija á síðari ámm. Markaðsstaða okkar þar er mun erfíðari en verið hefur. Verð á salt- físki hefur verið hátt, sem hefur leitt til minni sölu í viðskiptalöndum okkar. Aðrar aðstæður á mörkuðunum valda því, að við eigum þar í vissum erfiðleikum. Þegar á allt þetta er litið er glapræði að hefja nú meiriháttar átök um það, hvað eigi að haSkka kaupgjald mikið. Það er miklu fremur ástæða til að ræða, hvemig hægt er að draga veralega úr útgjöldum þjóðarbúsins. í fyrmefndu viðtali við Morgunblaðið sl. fímmtudag segir fjármálaráðherra m.a.; „En það er enginn kostur á því að auka meðaltalskaupmáttinn eða láta slíkar leið- réttingar fara upp allan launastigann. Það er staðreyndin í málinu. Ef menn ætla að gera það, þá em menn að fóma öllum vonum um stöðugleika í verðlagi og era vitandi vits að sökkva sér í óðaverðbólgu, sem ekki leiðir af sér neina kaupmáttar- aukningu heldur leiðir af sér endalausa erfiðleika yfir fólk og atvinnulíf. Ef þú spyrð hvort einhver von sé að fóik sætti sig við siíkt er mitt svar þetta: Menn verða að átta sig á hvaða kosta er völ. Það er ekki um tvær leiðir að velja og segja ann- ars vegar að allif eigi að fá hærra kaup og hins vegar að keyra verði verðbólguna niður.“ „Meirihluta sl. árs var fiskskortur á Bandaríkjamark- aði, sem átti þátt í að halda verð- lagi á sjávaraf- urðum uppi. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Birgðir af óseld- um f iski, bæði hjá okkur og öðrum, hlaðast upp og haldi svo fram sem horf ir hlýtur sú birgðasöfnun að leiða til verð- Iækkunar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.