Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 Katrín Magnúsdóttir (1858-1932). Enda þótt Katrín Magnússon taeki jafn virkan þátt í starfí eigin- manns síns og raun ber vitni, og hjúkraði sjúkum jafnvel dögum saman ef með þurfti, tók hún einn- ig mikinn þátt í félagsmálum í Reykjavík, einkum í samtökum kvenna. Full þjóðfélagsleg réttindi kvenna til jafns við karla voru henni kappsmál og innan Hins fslenska kvenfélags starfaði hún mjög eftir að þau hjón fluttust til Reykjavfk- ur. Þegar formaður þess félags, Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir, lá banaleguna mælti hún svo fyrir að Katrín skyldi taka við formennsku af sér og kom það í hennar hlut að skipuleggja undirskriftasafnanir þær sem félagið gekkst fyrir undir bænarskrár um kosningarétt og kjörgengi kvenna. Sem formaður félagsins átti Katrín þátt í stofnun Bandalags kvenna árið 1917 og hún var í fyrstu stjóm þess. í Thorvald- sensfélaginu lét Katrín til sín taka, hún var lengi í stjóm þess og kjör- in heiðursfélagi 1929. Þegar ís- lenskar konur tóku að beita sér fyrir söfnun fjár til Landspítala- byggingar var hún því máli styrk stoð. Katrín lét sig menntunarmál kvenna varða og um árabil átti hún sæti f skólanefnd Kvennaskólans í Reylgavík. Hún sat átta ár í bæjar- stjóm og á þeim tíma starfaði hún meðal annars í fátækranefnd bæj- aríns sem af flestum var talin ein erfíðasta starfsnefnd bæjarstjóm- arinnar. Fyrir störf sín að félags- málum og opinber störf var hún sæmd heiðursmerki Fálkaorðunnar. Um hana hefur verið sagt að hún hafí um sína daga verið ein af máttarstoðum íslenskrar kvenna- hreyfíngar. A aldarafmæli Jóns Sigurðssonar var efnt til mikillar iðnsýningar í Reykjavík. Undirbúningsnefnd sýn- ingarinnar var skipuð fimm körlum og þremur konum og var slík sam- setning nefnda framúrstefnuleg á þeim tíma. Konumar sem f nefnd- inni sátu vom „frúmar" Guðrún J. Briem, Ragnheiður Hafstein og Katrín Magnússon. í annál ársins 1911 kemur fram að sýningin hafí tekist ágætlega. Guðmundur Magnússon prófess- or sinnti vísindastörfum samhliða kennslu læknanema og efling há- skólans var hjartans mál beggja hjónanna. Það sýndu þau í verki er þau, hinn 3. nóvember 1922, gáfu Háskóla íslands verulega fjár- upphæð í minningarsjóð til styrktar íslenskúm læknaeftium og til vfsindastarfsemi f læknisfræði. Til er lýsing á ömmu Katrínar, Ragnhildi Sívertsen í Hrappsey og hefur sú lýsing af kunnugum verið heimfærð orði til orðs við skapgerð Katrínar, en um ömmu hennar var meðal annars sagt: „Hún átti til lundstórra að telja, enda var hún skömngur mikill og forsjárkona hin mesta... lipur í skapi þegar þess þurfti; að eðlisfari var hún geðrík og heldur örlynd, ef henni var mis- boðið, ber mest á þessu sakir hreinlyndis hennar og þar af fljót- andi opinskáleik við þá sem hún vissi eða treysti að ekki mundu misbrúka einlægni hennar og hrein- skilni, hina leiddi hún hjá sér oftast."13. Þegar eftir kosninguna 1908 skipuðu þessar konur sér til allra starfa í bæjarstjóminni eftir því sem þurfti en mest létu þær til sín taka í heilbrigðismálum, fátækramálum, menntunarmálum og öllu því er til framfara mátti horfa. Mikið vatn hefur mnnið til sjávar á þeim rúm- lega þremur aldarfjórðungum sem liðnir em frá Kvennasigrinum mikla árið 1908, mörgu hefur fleygt fram þó enn gæti óþolinmæði gagnvart ýmsu sem allt að því virðist standa í stað. Konumar sem þá gerðust brautryðjendur vom böm síns tíma og það kerfí sem framboð þeirra byggðist á riðlaðist þegar hinir eig- inlegu stjómmálaflokkar komu til sögunnar. En án efa hafa þær gert það sem í þeirra valdi stóð og til er frásögn eftir samherja þeirra í bæjarmálum sem ber með sér að viðkomandi hefur þótt nóg um bylt- ingarandann sem fylgdi þessum valkyijum. Þær létu nefnilega verða eitt af sínum fyrstu verkum að heimila konum eins og körlum að- gang að sundlaugunum og að þangað yrði ráðinn kvensundkenn- ari. TILVITNANIR: Bla. 1 Nýtt kvennablað 5. árg. 1944,5. tbl... 7 2 óðinn IV árg. maí 1908,2. tbl......... 11 3 Kvenréttindafélag íslands 40 ára 1907-1947. Minningarrit. Rvík. 1947 19 4 Gfsli Jónsson: Konur og kosningar. Rvfk. 1977................................... 62 5 Thorvaldsensfélagið 70 ára. Minningarrit. Samið hefur Knútur Amgrímsson. Rvík 1946................................ 9 6 Thorvaldsensfólagið 100 ára. Afmœlisrit 1875—1975. Efni 70 ára ritsins (sbr. til- vitnun nr. 6) endurprentað ásamt grein eftir Gunnar M. Magnúss: MMargs er að minnast 1946-1975“. Rvík. 1980........ 107 7 Sama................................. 20 8 Jón Helgason biskup: Þeir sem settu svip ábœinn.Rvík. 1941..................... 165 9 Hátfðisdagur kvenna til minningar um stjómmálaréttindi íslenskra kvenna 19. júnf 1916. Bæklingur (dagskrá hátfða- halda f Rvfk. 18. og 19. júnf og augiýsing- ar) 16 sfður, prentaður f Gutenberg. Rvfk. 1916................................... 8 10 óðinn II árg. nóvember 1906,8. tbl...... 68 11 Vísir, 17. setpember 1936 12 Vísir, 18. mars 1928. 13 ísafold, 20. mars 1928. HEIMILDIR: Bjöm Magnússon: Guðfræðingatal 1847—1976. Rvík 1976. Vilmunduf Jónsson: Læknar á íslandi I—II. Rvfk. 1970. Sigrfður Thorlacius: Saga Bandalags kvenna f Reykjavík 1917-1977. Rvík. 1983. Jón Helgason biskup: Árbækur Reykjavíkur 1786-1986. Rvík. 1941. Páll Eggert ólason: íslenskar æviskrár frá land- námstímum til ársloka 1940 I—V. Rvík. 1948—1962. (I bl8. 247 æviágrip Guðrúnar Bjömsdóttur). Bryrýólfur Tobfaason: Hver er maðurinn? I—II. Rvík. 1944. (II bls. 20 æviágrip Katrfnar S. Skúladóttur). Alþingismannatal. Rvfk 1978. Gísli Jónsson: Konur og kosningar. Þættir úr sögu fslenskrar kvenréttindabaráttu. Rvfk. 1977. Kvenréttindafélag íslands 40 ára 1907—1947. Minningarrit. Rvík. 1947. Ingibjttrg Rafnar Katrín Fjeldsted hefur hlutur kvenna verið misjafn. Á tímabilinu 1908-86 hafa þrjátíu og tvær konur hafa verið aðalbæj- ar- eða borgarfúlltrúar, þaraf ellefu fyrir Sjálfstæðisflokkinn og margar hinna verið ópólitískar. Auk þess hafa þijátíu og fimm konur verið varamenn á sama tímabili. Ég vil sérstaklega minna á Guðrúnu Lárusdóttir sem kom í bæjarstjórn 1912, hún varð síðar alþingismaður Sjálfstæðisflokks- ins. Þó er Auður Auðuns sú kona „Nú áttatíu árum seinna, minnist ég þessara frumherja með virðingu. Ópólitiskt framboð kom fjórum konum inn i fímmtán manna bæjarstjóm. Það er alveg ótrúlegt að hugsa til þess, hveijar aðstæður þessara kvenna voru. Fyrsta verkeftii þeirrá var að sjá til þess að konur hefðu aðgang að þeirri sundaðstöðu sem þá var fyrir hendi og að fá konu sem sundkennara. — Og ýmsum þótti langt gengið. Síðan þessir atburðir gerðust sem komist hefur til mestrar virð- ingar allra kvenna í borgarstjóm, fyrr og síðar. Konur i dag taka afstöðu í Ijósi sinnar pólitísku sannfæringar. Það hefur reyndar nokkrum sinn- um borið við á fundum í borgar- stjóm að konumar hafa verið i meirihluta á fundum. —Þegar varamennimir hafa komið inn. Pólitískur ágreiningur var ekki minni á þessu fundum heldur en öðrum. { dag er hlutur kvenna á fram- boðslistum alltof rýr, bæði til Alþingis og sveitarstjóma. Próf- kjör hafa ekki leitt til þess að hlutur kvenna yrði eðlilegur að neinu leyti. -^Jafnvel innan Sjálf- stæðisflokksins hefur gjaman verið talað um það að kjósa ekki konur af því að þær séu konur heldur þrátt fyrir að þær séu kon- ur. Margir halda því fram að það sé ekki nóg að kona sé jafnhæf og og karl, til þess að verða tekin fram yfir, heldur verði hún að vera hæfari en hann. Þetta lög- mál gildir líklega jafnt í atvinnu- lífínu og I stjómmálum. Sjálfstæð- isfólk mætti hugleiða hvemig hlutur kvenna er í þeirra flokki. Konur eru ekki síður hæfar til að taka ákvaröanir í stjómmálum en öðmm málum." Athugasemd forsætisráðuneytisins við ályktun miðsljórnar ASÍ: Hækkun barna- bóta vegur upp hækkanir matvöru Hér fer á eftir i heild athuga- semd forsætisráðuneytisins við' ályktun miðstjómar ASÍ vegna álagningar söluskatts á matvör- ur. „í ályktun miðstjómar ASÍ dags. 21. janúar 1988 eru borin saman útgjöld vísitölufjölskyldu og lág- markstekjur einstaklings. Liggur i augum uppi að slíkur samanburður er með öllu ótækur. Eðlilegra væri að taka dæmi af fjögurra manna fjölskyldu (sem er broti stærri en vísitölufjölskyldan). Hjónin vinna bæði úti fullan vinnudag og bera hvort um sig úr býtum lágmarks- laun. Bömin eru tvö og annað undir 7 ára aldri. Alþýðusambandið upp- lýsir að lágmarkslaun hafí hækkað um 2.100 kr. á mánuði frá í júlí. Laun hjónanna hafa þvf samtals hækkað um 4.200 kr. á mánuði. Matvöruútgjöldin hafa hækkað um 5.400 kr. á mánuði. Til að loka dæminu þarf að athuga hækkun bamabóta og bamabótaauka frá því sem var í júlí. í ljós kemur að sú hækkun meira en vegur upp mismuninn í þessu dæmi. Bamabætur með fyrsta bami voru 12.625 en eru 17.888 kr. á fyrri hluta árs 1988. Þessar upp- hæðir tvöfaldast sé bamið undir 7 ára aldri. Bætur með öðm bami vom 18.910 en em á f. hl. árs 1988 26.832 kr. Hjónin fá óskertan bamabótaauka með hvom bami um sig enda ná tekjur þeirra ekki skerð- ingarmörkum. Óskertur bamabóta- auki nam 30.000 kr. en er nú 42.484 kr. Bamabætur og barna- bótaauki til þessarar Qölskyldu nema því 3.618 kr. hærri fjárhæð í janúar 1988 en í júlí 1987. Á móti hækkun matvömliða um 5.400 kr. koma því launahækkun um 4.200 kr. og hækkun bamabóta og bamabótaauka um liðlega 3.600 kr. eða samtals um 7.800 kr. Þá er ótalið, að lækkun tolla og vöragjalds, sem í ýmsum tilvikum á eftir að koma fram, leiðir af sér lækkun fjölmargra vömtegunda og -flokka. Þessar breytingar em tekn- ar að skila sér og em staðfestar með Iækkun byggingarvísitölu um */2% milli mánaðanna desember og janúar. Gert er ráð fyrir að bygg- ingarvísitala lækki frekar við nnæstu mælingu í febrúar. Ríkis- stjómin hefur falið verðlagsyfir- völdum að efla eftirlit og kynningarstarf, sem ásamt árvekni neytenda sjálfra er vísasti vegurinn til að tryggja að neytendur njóti þeirra verðlækkana sem tollkerfis- breyting ríkisstjómarinnar frá áramótum felur í sér. Þegar öllu er til skila haldið er gert ráð fyrir að á móti 7% hækkun matvömliðar framfærsluvísitölunnar komi sam- svarandi lækkun annarra liða vísi- tölunnar svo að framfærslukostnað- ur meðalfjölskyldu breytist ekki vegna skattabreytinganna í heild. ASÍ ítrekar fyrri mótmæli gegn sölu- skatti á matvörur: Matvöruútgjöld hafa hækkað um um 5.400 krón- uráhálfuári MIÐSTJÓRN Alþýðusam- bands íslands ítrekaði & fundi sinum í vikunni fyrri mót- mæli við söluskatti á matvæli og var forsætis- og fjármála- ráðherra send ályktun þar að lútandi. í ályktunni segir að útgjöld vísitölufjölskyldunnar til mat- vömkaupa hafí veríð 22.800 krónur á mánuði í júlí, en séu nú í janúar 28.200 krónur. Út- gjöld vegna matvælakaupa hafí þannig aukist um 5.400 krónur á hálfu ári á sama tíma og lág- markslaunin hafí hækkað um 2.100 krónur. Miðstjóm lýsi fullri ábyrgð á hendur stjóm- valda vegna þessara aðgerða. Kæri sáli sýnd í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni Kæri sáli með Dan Aykroyd, Walter Matthau, Charles Grodin og Donna Dixon í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Michael Ritchie en hann leik- stýrði m.a. gamanmyndinni „The Golden Child“ með Eddie Murp- hy sem sýftd var í Háskólabíói fyrir skttmmu. Myndin Kæri sáli hefst á geð- sjúkrahúsi fanga skammt frá Chicago þar sem Lopez hótar að varpa sér út um glugga en dr. Bra- id reynir árangurslaust að tala um fyrir honum. Lopezhættir.við fyrir- ætlun sína fyrir fortölur samfanga sins, John W. Bums yngri. Þeir Bums og dr. Braid eiga í sífellum eijum og þegar fyrir liggur að Bums verði sendur á geðveikrahæli fyrir hættulega glæpamenn grípur hann til örþrifaráða og flýr. Með prettum raeður hann sig sem sál- fræðing á útvarpsstöð og er þar með kominn ( beint samband við fólk með vandamál. En þá kemur til sögunnar dularfullur náungi sem ber kennsl á fangabúning Bums og hyggst notfæra sér það til að kúga út úr honum fé, segir (frétta- tilkynningu frá kvikmyndahúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.