Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 60
SRwguiiMjifetfr Pykkvakœjwi Þar vex sem vel er sáð! SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Barnabætur: Um 700 milljónir vegna 60.000 bama Greiðslur til 40-50.000 viðtakenda GERA má ráð fyrir að ríkið greiði um 600 til 700 milijónir króna í bamabætur og bama- bótaauka fyrir tímabilið janúar til mars, að sðgn Indriða H. Þor- lákssonar skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu. Greitt er vegna um 60.000 bama og er _ reiknað með að greiðslur fari til um 40 til 60 þúsund viðtakenda. Indriði sagði að S þeim útreikn- ingum sem gerðir voru vegna frumvarpsins hafi verið gert ráð fyrir að heildarupphæð bamabóta og bamabótaauka yrði nær 2,4 til 2^6 milljörðum króna á árinu 1988. „I tengslum við aðrar skattabreyt- ingar voru bamabætur og bama- bótaaukinn hækkaðir um nær 10%,“ sagði Indriði. „Það má því gera ráð fyrir að heildargreiðsla á árinu verði um 2,8 til 2,9 milljarðar miðað við meðalverðlag árið 1988.“ Greiðslan sem nú kemur til út- borgunar er fjórðungur af bama- bótum mjðað við verðlag í ársbyijun. í kjölfar bamabóta verð- ur bamabótaauki greiddur en það er fyrirframgreiðsla og miðast við 27,5% af bamabótaauka sem við- takandi fékk á síðasta ári. Einnig fluttir út 1.000 lítrar af hrognum Leysigeisli við skurð- aðgerðir Borgarspítalinn festi fyrir nokkru kaup á leysigeislatæki sem þykir henta mjög vel við aðgerðir á raddböndum og við aðgerðir vegna slímhúðarbreyt- inga, góðkynja og ilikynja, í munni og koki. Að sögn Hannesar Hjartarsonar læknis, sem ásamt Einari Thorodd- sen lækni gerir aðgerðir með leysi- eða lasertækinu, eru helstu kostir tækisins þeir að með því er unnið í gegnum smásjá og því hægt að sjá mun betur hvað verið er að gera. Leysigeislinn orsakar minni skemmdir í vefjum kringum skurð- inn en þegar skorið er með hníf og bjúgmyndun í vefjunum verður auk þess minni. Sár gróa fljótt og einn- ig fær sjúkiingurinn minni verki eftir aðgerðina en ella. Þetta þýðir styttri sjúkrahúsdvöl sjúklinga, sem aftur er spamaður fyrir þjóðfélagið. Tækið er vandmeðfarið að sögn Hannesar og endurkastist geislinn í málmhlut getur það skaðað hom- himnur augans ef það er ekki varið, svo og þarf að gæta þess vel að andlit sjúklings brenni ekki. Það er gert með rökum grisjum en ieysi- geislinn hefur engin áhrif á vökva., Leysitækið á Háls-, nef- og eyma- deild Borgarspítalans er notað við tvær til þijár aðgerðir í viku. Sjá grein á bls. 22-23. Kald- asta nóttin AÐFARANÓTT laugardags var kaldasta nótt vetrarins, sam- kvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofunni. Mest mældist frostið á Möðru- dal 28 stig. Þrátt fyrir það voru heimamenn að búa sig undir snjósleðaferð á þorrablót á Vopnafirði í gær. Hlýjast var í Vestmannaeyj- um um 5 stiga frost. Á Hveravöllum var 26 stiga frost og á Staðarhóli í Aðaldal var 24 stiga frost. Á Eg- ilsstöðum var 21 stigs frost og á Vopnafirði og á Hamraendum í Borgarfírði mæld- ist 20 stiga frost. Mesta frost í Reykjavík mældist 15 stig. Búast má við að nokkuð dragi úr frostinu í dag. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Seiði flutt út fyrir 300 milljónir króna okkar umframframleiðslu í Noregi, ,en leyfí hafa enn ekki fengist til innflutnings þangað. Búist er við að leyfí fáist fljótlega. Norðmenn telja sig reyndar framleiða nóg af seiðum, en vegna aðstæðna er út- lit fyrir að staðbundinn skortur verði, aðallega í Norður-Noregi. Á síðasta ári fluttu 8 stöðvar út seiði, 924 þúsund seiði til Nor- egs og hálfa milljón seiða til írlands. Ekki er vitað hvað mikið verður flutt út til írlands en 26 stöðvar hafa lýst áhuga á að flytja út seiði til Noregs, og er talið líklegt að þangað fari 4—5 milljón- ir gönguseiða í ár. Friðrik telur að svipað verð fáist fyrir seiðin og fékkst á síðasta ári. Islensku seið- in fara í sjókvíar við Noregsstrend- ur og ætti þessi fjöldi gönguseiða að skila norsku stöðvunum 8 þús- und tonna framleiðslu af laxi eftir tvö ár. Nú er hrognaskortur í Noregi og hafa íslensku stöðvamar fengið nokkrar fyrirspumir um hrogn. Þegar hefur verið gengið frá sölu þangað og til Chile og býst Friðrik við að um 1.000 lítrar af hrognum verði fluttir út í vetur, að verð- mæti nálægt 14 milljónum kr. Morgunblaðið/Sverrir Krabbamein í tungu brennt burt með leysigeislatæki Háis-, nef- og eymadeildar Borgarspitalans. Angóraull keypt frá Noregi Hagstæður markaður fyrir fatnað að opnast í Noregi FÍNULL hf. hefur gert samkomulag við norska og danska angóra- ullarútflytjendur að kaupa af þeim hráefni í fataframleiðslu sína —i;' meðan íslenskir kanínubændur framleiða ekki næga ull fyrir verksmiðjuna. Jafnframt hefur norskur innflytjandi fengið einka- umboð til sölu á fatnaði Fínullar í Noregi. Fulltrúar norsku fyrirtækjanna eru á ferð hér á landi. Þeir hafa meðal annars skoðað verksmiðju Fínullar og framleiðslu hennar og gengið frá samkomulagi um vænt- anleg viðskipti. Sigurður Sigurðar- son aðstoðarframkvæmdastjóri Fínullar sem sér um markaðs- og sölumál sagði í samtali við Morg- unblaðið að Fínull þyrfti að kaupa hráefni erlendis frá vegna þess að framleiðslan innanlands væri ekki nógu mikil enn og hefði angóraull- in aðallega verið keypt frá Kína. Hagkvæmara yrði að kaupa ullina frá Noregi vegna minni kostnaðar við flutninga, auk þess sem örugg- ari afgreiðsla vörunnar væri tryggð. Síðar verður gengið frá samningum um magn og verð, en búist er við að innflutningur á angórakanínuull frá Noregi og Danmörku hefjíst næsta haust. Þá væru Norðmennimir mjög áhugasamir um að kaupa fatnað frá Fínull og væru tilbúnir til að greiða sama verð og fengist fyrir hann á innanlandsmarkaði. Taldi Sigurður að Norðmennimir myndu fljótlega kaupa jafn mikið af fatn- aði og seldist hér innanlands, eða fyrir 20 milljónir kr. á ári, og að síðar yrði hægt að margfalda þá sölu. Mest af framleiðslu Fínullar hefur farið til Þýskalands en þaðan var verksmiðja fyrirtækisins keypt. Einnig hafa farið vörur til annarra landa. „Þetta samkomulag setur mjög sterkar stoðir undir rekstur fyrir- tækisins og gerir það að verkum að þessi aukabúgrein verður arð- vænlegri hér á landi,“ sagði Sigurður. ÚTLIT er fyrir að helmingur gönguseiðaframleiðslu íslensku fiskeldisstöðvanna verði fluttur úr landi næsta sumar, eða 4—5 milljón seiði. Verði af þessu verða seiðaskip í flutningum á milli íslands og Noregs allt næsta sumar. Verðmæti útflutn- ingsins gæti orðið 300 milljónir kr. Nú er líka farið að flytja út hrogn í stórum stU og fara líklega 1.000 litrar út í vetur. Landssamband fískeldis- og haf- beitarstöðva hefur lagt vinnu í að samræma útflutninginn og aðstoða seiðastöðvamar: Friðrik Sigurðs- son framkvæmdastjóri sambands- ins telur að markaður sé fyrir alla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.