Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.01.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988 BJÖRG EINARSDÓTTIR Brutu blað í stjómmálasögunni í dag eru áttatíu ár frá þvi að konur tóku fyrst sæti í bæjarstjóm Reykjavíkur. Undanfari þess var gildistaka nýrra laga um skipan bæjarstjómarinnar og pólitisk aðgerð sem með réttu kallast „Kvennasigurinn mikli“. Af þessu tilefni er birtur hér kafli úr ritverki Bjargar Einarsdóttur Úr ævi og starfi íslenskra kvenna I. Þar er greint frá þessum atburðum, rakinn ér æviferill þriggja kvenna af fjórum sem kosningu hlutu. Um Bríeti Bjamhéðinsdóttur, sem var í efsta sæti kvennalistans í þessum sögufrægu kosningum 1908, hefur Björg ritað sérstakan þátt í öðm bindi sama rits og ber sá heitið „Stórveldi í sögu íslenskra kvenna“. Skýrir það betur en mörg orð hvers vegna Bríeti er ekki skipað til sætis hér með hinum konunum sem kosningu hlutu. Þess má geta að fyrir ári, þegar minnst var áttatíu ára afmælis Kvenréttindaf élags íslands, birtist grein um Bríeti í Lesbók þar sem hennar er minnst sem stofnanda félagsins og frumheija hér á landi í réttindabaráttu kvenna. Bríet Bjamhéðinsdóttir Til umfjöllunar hér eru þrjár konur sem mér hefur stundum fundist að með réttu mætti kalla „huldukonumar þrjár". Ekki vegna þess að örðug- leikum sé bundið að afla vitneskju um þær því að allar voru þær vel þekktar á sinni tíð, af kunnum ættum og giftar áhrifamönnum. Þessar þrjár konur, ásamt hinni fjórðu, brutu blað í stjómmálasögu íslenskra kvenna. Þess atburðar er iðulega minnst og dæmi af honum tekið en nöfn þeirra og ferill aftur á móti sjaldnast inni í þeirri um- ræðu. Við bæjarstjómarkosningamar í Reykjavík í janúar 1908 vom í fyréta skipti í sögu bæjarfélagsins kosnar konur í bæjarstjómina og þá §órar samtímis. I bókinni Konur og kosningar ber einn kaflinn heitið „Kvennasigurinn mikli“. Þar er Qallað um þessar kosningar og ber kaflinn heitið með réttu því að sig- urinn var mikill og markandi viðburður. En ef spurt er hveijar þær konur hafí verið sem svo rösk- lega kvöddu sér hljóðs á vettvangi dagsins vefst fólki oftast tunga um tönn. Flestir þekkja nafn Bríetar Bjamhéðinsdóttur og vita að hún var ein þessara fjögurra kvenna en nöfn hinna eru fæstum tiltæk. í sjálfu sér er þetta ekki tiltöku- mál, það snjóar á fleira en þetta. Þó fínnst mér að við núlifandi ís- lenskar konur mættum gera meira af því að halda á loft nöfnum þeirra sem mtt hafa okkur brautina. Bríeti vil ég geyma mér að mestu að ræða um en freista þess að geta hinna að nokkm. Hér verður ein- göngu stuðst við ritaðar heimildir og þeirra getið eftir því sem efni standa til. Ragnhildur Pétursdóttir frá Eng- ey á Kollafírði, en lengst búsett í Háteigi við Reykjavík, var mikill frömuður i félagsmálum í bænum. Hún reit grein um Hið íslenska kvenfélag í tilefni af fímmtíu ára afmæli þess árið 1944 en Ragn- hildur tók við formennsku í því félagi 1924. í afmælisgreininni seg- ir hún meðal annars: „Haustið 1907 undirbjuggu kvenfélög bæjarins sameiginlegan framboðslista fyrir bæjarstjómarkosningamar 1908, sem kunnugt er, og komu að fjórum konum. Þijár þeirra vom formenn öflugustu kvenfélaganna, Katrín Skúladóttir Magnússon var fórmað- ur Hins íslenska kvenfélags, Bríet Bjamhéðinsdóttir formaður Kven- réttindafélags íslands, Þómnn Jónassen formaður Thorvaldsens- félagsins og sú fjórða var Guðrún Bjömsdóttir frá Presthólum."1 Enda þótt ævi og störf þeirra þriggja kvenna sem hér vom nefnd- ar auk Bríetar séu meira en nægjanlegt efni í þátt um hveija fyrir sig hefí ég valið þann kostinn að §alla hér um þær allar samtím- is. Allar vora þær fæddar á sama áratugnum og em í þessari aldurs- röð: Þómnn Jónasen fædd árið 1850, Guðrún Bjömsdóttir 1853, Bríet Bjamhéðinsdóttir 1856 og Katrín Magnússon 1858, sú elsta var því komin undir sextugt og hin yngsta tæplega fímmtug. Þess má geta að Hið íslenska kvenfélag, sem var stofnað árið 1894, hafði auk annars, jafnan rétt karla og kvenna á stefnuskrá sinni. Félagið gekkst oftar en einu sinni fyrir undirskriftasöfnunum málum sínum til framdráttar. Árið 1907 beitti félagið sér fyrir því að íslensk- ar konur skomðu á Alþingi að veita konum _ fullkomið jafrirétti á við karla. A tólfta þúsund konur, þar af um tvö þúsund í Reykjavík, rit- uðu nöfii sín undir þá áskomn og mun einna mest hafa kveðið að þeirri aðgerð af öðmm hliðstæðum. Eftir hinar sögufrægu kosningar árið 1908 var að sjálfsögðu mjög um þær fjallað í blöðum. Það ár birtist í tímaritinu Óðni grein sem bar yfirskriftina „Konur í bæjar- stjóm Reykjavíkur". Höfundar er ekki getið en ritstjóri var Þorsteinn Gíslason. Rakinn er ( stuttu máli aðdragandi kjörsins, síðan em kon- umar Qórar kynntar lftillega og mynd af þeim öllum. Greinin hefst á þessa leið: „Á síðustu ámm hefur kvenréttindamálið verið sótt með meiri áhuga en áður í mörgum lönd- um Norðurálfunnar, og eitt þeirra, Finnland, er komið svo langt, að konur hafa fengið þar fullkomið jafrirétti við karlmenn. Einkum hafa þó konur Norður-Ameríku haft for- gönguna í þessu máli. Kvenfélög em nú mynduð, í flestum löndum hins menntaða heims, með því markmiði að afla konum stjóm- málaréttar...“ Síðan segir að loknum nokkm lengri inngangi: „Hér á landi var stærsta sporið í þessa átt stigið á síðastliðnu ári, og gekk Reykjavík þar á undan." Hér er vísað til laga um breytta skipan á bæjarstjóm Reykjavíkur sem samþykkt vom á Alþingi sum- arið 1907 og hlutu staðfestingu 22. nóvember það ár og sem meðal annars veittu konum jafnrétti á við karla f bæjarmálum. Greinarhöf- undur segir að þessi breyting hafí verið undirbúin „í bæjarstjóminni og á almennum borgarafundi______“ og síðan er lýst hvaða skilyrðum það er bundið að mega kjósa og af þvf að sú lýsing, sem mun vera tekin beint úr lögunum, er að eftii og orðalagi bam síns tíma vil ég tilfæra hana orðrétta hér: „ ... kosningarétt hafi allir bæjarbúar, karlar og konur, sem em 25 ára þegar kosning fer fram, hafa átt lögheimili í bænum 1 ár, hafa óflekkað mannorð, em fjár síns ráðandi, em ekki öðmm háðir sem hjú og standa eigi í skuld fyrir sveit- arstyrk — ef þeir greiða skattgjald til bæjarsjóðs. Konur kjósenda hafa kosningarétt, þó þær séu eigi flár sfns ráðandi vegna hjónabandsins, og þótt þær eigí greiði sérstaklega gjald í bæjarsjóð, ef þær að öðra leyti uppfylla áðurgreind skilyrði fyrir kosningarétti."2 I afmælisriti Kvenréttindafélags íslands sem kom út árið 1947, í tilefni af að þá vom liðin ^örutíu ár frá stofnun félagsins, er ýmislegt riflað upp úr félagsstarfínu og að vonum frá undirbúningi og fram- kvæmd þessara títtnefndu kosn- inga. Fróðlegt er í því efni að glugga í grein eftir Bríeti Bjam- héðinsdóttur sem heitir „Nokkrar minningar frá fyrstu ámm Kven- réttindafélags íslands". Með nýju lögunum um bæjarstjómina sem gengu í gildi 1. janúar 1908 var afnumið embætti bæjarfógeta en þess í stað skyldi kjósa fímmtán bæjarfulltrúa og fór sú kosning fram 24. janúar þáð ár. Síðar sama ár kusu svo fulltrúamir borgar- stjóra og var sú kosning jafii hávaðalaus og hinni fyrri hafði fylgt mikill hávaði. Mikill hugur var f konum að nýta þau réttindi sem löggjöfín veitti og Kvenréttindafé- lagið beitti sér fyrir fundi með stjómum allra kvenfélaganna í bænum sem þá vom tólf til íjórtán talsins. Á þeim fundi var rætt um að kvenfélögin stæðu saman um lista kvenna en þá vom engir eigin- legir stjómmálaflokkar, ýmis hagsmunasamtök buðu fram eigin lista og alls konu fram 18 listar við þessar kosningar. Sex af kvenfélög- unum samþykktu að taka þátt f sameiginlegu framboði og skipuðu þau kosninganefnd þijátíu og þriggja kvenna og stýrði formaður Kvenréttindafélagsins nefndar- störfum. í fyrstu var í ráði að eiga sam- starf við iðnaðarmenn um lista og höfðu þeir sérstakan áhuga á að fá Katrínu Magnússon á framboðs- listann vegna vinsælda eiginmanns hennar. Af samvinnu við iðnaðar- menn varð þó ekki, þeir vom með fleiri lista í gangi og í ljós kom að konunum vom ætluð sæti svo neð- arlega að ólíklegt var að þær næðu kjöri. Slitnaði upp úr samvinnunni 4. janúar þegar konunum loks skild- ist að það vom aðeins atkvæðin þeirra sem menn vom að sækjast eftir, fulltrúamir máttu sigla sinn sjó. Naumur tími var nú til stefnu en unnið var af kappi. Kosninga- nefiid kvenna skipti bænum í níu hverfí eftir uppdrætti og þriggja kvenna nefnd var sett í hvert hverfi. Skyldi húsvitjað og talað við hveija einustu konu sem kosningarétt hefði og hvert heimili heimsótt að minnsta kosti tvisvar. Fræðslufund- ir um nýju lögin, undirbúning og tilhögun kosninganna vom á hveiju kvöldi fyrir troðfullu húsi í Bár- unni. Auk þess vom haldnir flórir stórir opnir fundir með fyrirlestrum og áskomnum til kvenna að kynna sér málin og nota kosningarétt sinn. Kosið var í Miðbæjarskólanum. EJdci mátti „agitera“ þar innan dyra og var þvf hlýtt en vissar konur vom samt á göngunum til að vísa konum sem komu til að kjósa rétta leið og veita þeim, eins og það er orðað á einum stað „saklausar" upplýsingar. Duglegar og áhrifa- miklar konur gengu út um bæinn til að minna kvenkjósendur á skyldu sína. Meðan á þessu stóð biðu fram- bjóðendur á kvennalistanum rólegir heima hjá sér og fylgdust með gangi mála. Þómnn Jónassen sem skipaði annað sæti listans hafði jafnan haft við orð að þær skyldu allar ná kosn- ingu og varð það að áhrínsorðum. Um þetta atriði segir Bríet eftirfar- andi í fyrmefndu afinælisriti: „Samvinnan varð kvenfólkinu til mikillar sæmdar, slétt og áferðar- falleg út á við og hneykslislftil inn á við. — Og allur listinn komst að, “ og hún bætir við. „Ég var heima hjá mér, þegar frú Jónassen sfmaði kosningaúrslitin til mfn, og ætlaði varla að trúa mínum eigin eymm. En mikil varð gleðin ... Auðvitað þurftum við að gera okkur glaðan dag eftir þessa bardagaskorpu."3 Sfðan kemur fram að það hafí ver- ið glaðvær hópur sem sat í hinum skemmtilega borðsal á Hótel Reykjavík kvöldið eftir fram yfír háttatíma, eins og það er orðað, í miklum fagnaði og við ræðuhöld. Eins og fyrr var að vikið er sagt frá þessum kosningasigri kvenna í Reykjavík árið 1908 í bókinni Kon- ur og kosningarog lýkur þeirri frásögn þannig: „A kjörskrá vom um 1200 konur. Sem næst helming- ur þeirra kaus, og þótti það góð kjörsókn í þá daga, og 354 þeirra, eða 58% kusu kvennalistann. Nægði það til þess, að hann fékk flesta fulltrúa, 4, einum fleiri en sjálfur flokkslisti Heimastjómarmanna ... Þessar konur vom Katrín Magnús- son, kona Guðmundar Magnússon- ar læknaprófessors, Þómnn Jónassen landlæknisfrú, systir Hannesar Hafsteins, margnefnd Bríet Bjamhéðinsdóttir og Guðrún Bjömsdóttir, ekkja sr. Lámsar Jó- hannessonar, bróður Jóhannesar sýslumanns og alþingismanns."4 Þó ekki séu ýkja mörg ár sfðan þessi nöfn hinna nýkjömu kvenbæjaifull- trúa vom fest þama á blað er það samt með mjög hefðbundnum hætti að því leyti að konumar em kennd- ar við karlmennina í lífí þeirra, eiginmann, bróður og jafnvel mág. Þetta vekur þá spumingu hvort þær hafi ekki verið meiri af sjálfum sér en svo að ekki væri gerlegt að nefna þær einar sér, án viðloðunar við hina sterku menn f lífí þeirra. Svars við því er helst að leita f æviágripum þeirra sjálfra. Þómnn Jónassen var elst þessara kvenna. Hún vr fædd að Ketilsstöð- um á Völlum í Suður-Múlasýslu 12. júní 1850. Móðir hennar var Guð- rún, dóttir Hannesar Stephensen prests á Görðum á Akranesi, sat lengst að Innra-Hólmi, og Þómnnar Magnúsdóttur Stephensen dóm- stjóra í Viðey. Séra Hannes var þinfrmaður Borgfírðinga og þjóð- fundarfulltrúi þeirra árið 1851, einn af ötulustu stuðningsmönnum Jóns Sigurðssonar á þingi. Faðir Þómnn- ar, Pétur Hafstein, gegndi sýslu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.