Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 Myndir á sýmngu Ballett Kristín Bjarnadóttir íslenski dansflokkurinn: Ég þekki þig, þú ekki mig Fjttgur ballettverk eftir John Wisman og Henk Schut Danshttfundur: John Wisman Leikmynd, búningar og lýsing: Henk Schut Tónlist eftir Louis Andriessen, Peter F.I.M. Rosendaal, John Cage, Luciano Berio og Laurie Anderson Dans og tónlist eru oft nefnd í sömu andránni, enda er erfitt að hugsa sér dans án tónlistar eða a.m.k. tónfaOs. Kveikjuna að dansi er líka oftast að finna (tón- list og flestir danshöfundar hafa þann háttinn á að velja fyrst tón- listina sem þeir ætla að nota og semja sfðan dansa sína við hana. Loks þegar dansinn er orðinn til eða hugmyndin a.m.k. orðin tals- vert mótuð er farið að huga að ytri ramma verksins, þ.e. leik- myndinni. En dans í leikhúsi er að því leyti frábrugðinn öðrum dansi að hann er ætlaður til að horfa á og þess vegna ætti mynd- ræni þátturinn alls ekki að vera einhver eftirþanki. Á sunnudagskvöld frumsýndi íslenski dansflokkurinn fjögur ballettverk eftir danshöfundinn John Wisman og leikmyndahönn- uðinn Henk Schut, en þeir semja verk s(n ( óvenjulega náinni sam- vinnu. Kveikjan að verkunum er ( hinu myndræna, danshöfundur- inn vinnur út frá hugmyndum myndlistarmannsins og leikmynd- in er grunnþáttur ( verkunum. Tónlistin er síðan valin eftir að hugmynd að mynd og hreyfingu er orðin til. Tengsl myndlistar og dans eru þv( óveryusterk. Fyrsta atriðið á efnisskránni er^þrot úr lengra verki og heitir Númer fjttrutiu og átta. Þetta er kraftmikill og rytmískur hóp- dans fyrir átta dansara, við tón- list eftir John Cage og Peter F.I.M. Rosendaal. Sennilega geld- ur þetta atriði þess að vera slitið úr réttu samhengi, það virðist heldur langt og einlitt svona eitt sér. En krafturinn í dönsurunum er mikill, þótt útkoman virðist vera orðin dálitið vélræn undir lokin. Tvídansinn Stefnumót var upphaflega saminn fyrir keppni ungra dansara. Verkið er stutt og yfírlætislaust og var á frum- sýningu dansað af Sigrúnu Guð- mundsdóttur og Corné du Crocq. Þetta verk ber öllu klassiskara yfirbragð en önnur verk ( sýning- unni og var ágætlega dansað. Sigrún Guðmundsdóttir er sérlega fallegur dansari og mótdansari hennar er l(ka prýðilegur. Sam- kvæmt leikskrá átti tónlist Louis Andriessen við þetta verk að vera lifandi og er píanóleikarinn til- greindur (skránni. Þegar til kast- anna kom upphófust niðursoðin hljóð úr græjum hússins. Það er alveg furðulegt hvað íslenski dansflokkurinn er seinheppinn með tóngæði; getur verið að upp- tökumar sem notaðar eru séu ekki nógu vandaðar? Fyrst hljóm- kerfí Þjóðleikhússins ræður við Vesalingana ætti verk fyrir eitt píanó að geta komist betur til skija en þetta. í verkinu Segðu þetta aftur, hærra kemur afrakstur náinnar samvinnu danshöfundar og leik- myndahönnuðar vel í ljós. Sviðinu er skipt upp með hálfgagnsæjum skilrúmum sem afmarka rými fyr- ir átta dansara. Leikmyndin verð- ur hluti af hreyfíngum dansar- anna og ljós og búningar einnig. Verkið er samið við miðkaflann úr „Sinfonia" eftir Luciano Berio, bandarísku listakonunnar Laurie Anderson og hér gegnir textinn talsverðu hlutverki. Hann er þó allur á ensku og ekki er víst að allir leikhúsgestir á íslandi felli sig við það. Þar sem þetta nýja verk er samið sérstaklega fyrir íslenska dansflokkinn (svo segir a.m.k. í leikskrá) hefði verið eðli- legra að textinn væri á íslensku. Umhugsunarefni er hvort Þjóð- leikhúsinu er stætt á því að hafa textann óþýddan. En verkið er gott og ánægjulegt að það skuli vera frumflutt hér. Tíu dansarar úr íslenska dans- flokknum taka þátt í þessari sýn- ingu, auk fjögurra karldansara, sem allir eru gestir. Einn þeirra er Jóhannes Pálsson, sem dansar sem er byggður á tilvitnunum, bseði (tónlist og talað orð. Text- inn er sundurlaus og til þess að hægt væri að fylgja honum þyrfti að segja ýmislegt aftur, bæði hærra og oftar! Síðast á efnisskránni voru Lokaskilaboð sem eru frumflutt hér og samin fyrir fslenska dans- flokkinn. Burðarásinn ( verkinu og kveikjan að því er stór og mik- ill veggur sem dansaramir flytja til og dansa í kringúm, nánast dansa við. Veggurinn er þeim hæfileikum gæddur að geta virst meinleysisflykki eða ógnvekjandi bákn eftir þvl sem þurfa þykir. 1 lokin kemur svo (ljós að hann er ekki bara veggur heldur vegur Kka. Tónlistin er brot úr verkum nú aftur með dansflokknum eftir þriggja ára dvöl í útlöndum. Það er gaman að sjá hvað honum hef- ur farið mikið fram sem dansara og vont til þess að hugsa að hann skuli aðeins vera hér gestur í stuttan tíma. En annars er sýn- ingin, nema tvldansinn, byggð upp af hópdönsum og því er ekki ástæða til að nafngreina einn dansara öðrum fremur. Sýningin öll er vel æfð og vel dönsuð. Það er hressandi I skammdeg- inu að fá að kynnast þv( sem er nýtt I öðrum löndum og I Holl- andi er margt að gerast I dans- heiminum. Vonandi getur íslenski dansflokkurinn fundið sér aðra nýja strauma næst þegar verkefni verða valin. Smárabælið eftirMagnús Óskarsson Nýr gamanþáttur hóf óvænt göngu sína i ríkissjónvarpinu sl. föstudagskvöld og það merkilega var að þetta gerðist í miðjum frétta- tíma. Mig minnir, að sjónvarpsvélin hafi fyrst starað á lokaðar dyr utan frá (vinsælt mótív hjá fréttamönn- um), en síðan fylgdi hún frakka- klæddum manni fast eftir upp stiga. Næst sáust tveir menn I fínni stofu með málverkum og svo hófst gam- anið. Maðurinn úr stiganum reyndi af öllum mætti að fá manninn í stof- unní til að taka við tæplega tuttugu milljón krónum, en stofumaður hélt nú síður. Hann ætti ekki annað eftir en að láta troða inn á sig tutt- ugu milljónum. Svo sótti hann í sig veðrið og kvaðst vel undir þetta búinn. Hann hefði verið svo heppinn að reikna eitt og annað út fyrr um daginn og þvf léti hann ekki fara svona með sig. Seig þá framrétt milljónahönd stigamannsins og von- brigðin lejmdu sér ekki. Mynda- tökuvélar og hljóðnemar í stigum og stofu námu hvert orð og öll svip- brigði, sem sýnir vel, hvað þetta var allt þrælundirbúið. Förðun var óaðfínnanleg. Yegna þeirra, sem misstu af gamninu, er rétt að taka fram, að maðurinn með milljónimar var bæj- arstjórinn í Kópavogi, en sá sem við þeim fúlsaði var fjánnálastjóri SÍS. Gamni þessu fylgdi nefnilega sú alvara, sem á undan var gengin, að SÍS fékk ekki að borga 117 milljónir fyrir land í Kópavogi, sem kennt er við Smára, þar sem það hugðist reisa býli. „Vegnaþeirra, sem misstu af gamninu, er rétt að taka fram, að maðurinn með milljón- irnar var bæjarstjórinn í Kópavogi, en sá sem við þeim fúlsaði var fjármálastjóri SÍS. Gamni þessu fylgdi nefnilega sú alvara, sem á undan var geng- in, að SÍS fékk ekki að borga 117 milljónir fyr- ir land í Kópavogi, sem kennt er við Smára, þar sem það hugðist reisa býli.“ Skiljanlegt er, að Ijármálastjóri fyrirtækis sem fær ekki í friði að kaupa lóð fyrir 117 milljónir og ekki einu sinni banka fyrir 600 Magnús Öskarsson milljónir, heldur bara íshússkrokk undir skrifstofur fyrir 200 milljónir, sé ekki f skapi til að taka við tittl- ingaskít eins og 20 milljónum. Auk þess rættist sá grunur fjármála- stjórans frá þvl fyrr um daginn, þegar hann var að reikna, að móðga ætti Sambandið sjálft með of lágum vöxtum. Að vísu var forstjóri SÍS eitthvað að mótmæla of háum vöxt- um nýlega, en það hafa sjálfsagt verið vextir sem Sambandið þarf að borga, sem er auðvitað allt ann- að mál. Sem betur fer er mikið eftir af þessum bráðfyndna farsa. Sam- bandið og Kópavogsbær eru rétt að byija á uppgjöri sínu, og færi vel á því að hafa næsta þátt í Smáralandi í góðu veðri og beinni útsendingu. , Ég þakka tæknimönnum það sem komið er. P.s. I alvörunni hefði fjármála- stjórinn kvittað fyrir fjárhæðinni með fyrirvara um vexti og í sömu leiðinlegu alvörunni hefði bæjar- stjórinn getað lagt féð inn á geymslureikning í banka á nafni SÍS („deponerað"). Höfundur er borgarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.