Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
50___
Minning’:
Haukur Magnússon
húsasmíðameistari
Fæddur 29. nóvember 1913
Dáinn 18. nóvember 1987
Síðbúin er kveðja mín. Orðin láta
á sér standa þegar maður fínnur
hjá sér þörf til að opna sjóð við-
kvæmra minninga, sem aldrei hafa
verið orðskrúði búnar, en hjúpaðar
geðþekkri hlýju er þróast hefur um
nærfellt þijátíu og sex ár — ætíð
í átt til aukinnar virðingar fyrir
þeim vini mínum, sem hér er kvadd-
ur.
Það mun hafa verið í marsmán-
uði 1952 sem ég réði mig sem tré-
smiður að Ýrafossvirkjuninni við
Sog, er þá var verið að reisa. Þenn-
an vetur hafði verið fremur þröngt
um vinnu, m.a. hjá iðnaðarmönnum
í Reykjavík og nágrenni — jafnvél
svo að sumir höfðu verið nánast
verklausir mánuðum saman. Það
þótti því mörgum hið mesta happ
að fá vinnu við þessa virkjun.
Þama var samankominn mikill
§öldi verka- og iðnaðarmanna úr
öllum greinum þess geira er fæst
við hverskonar byggingar. Þá voru
að sjálfsögðu verkfræðingar, inn-
lendir og erlendir, svo og fríður
hópur kvenna er unnu í mötuneyt-
inu og á skrifstofum.
Ég hafði unnið þama í fáa daga
þegar svo bar við er ég gekk til
sætis við myndarlegt matborð stað-
arins að í næsta sæti sat maður er
ég minntist ekki að hafa áður séð.
Við borðið var margt skrafað, og
vom sumir all-háværir. Sessunaut-
ur minn var hljóðlátur, hann vakti
ekki athygli fyrir hávaða sakir —
en hann vakti samt athygli mína
með þeim hætti er ollu mér undr-
unar. Mér fannst að frá þessum
manni stöfuðu aðlaðandi áhrif —
eitthvað sem vakti traust, áður en
orðræður hófust. Eftir skamma
stund ákvað ég að ávarpa manninn
— við kynntum okkur og tókum tal
saman. Mér varð brátt ljóst að þau
áhrif er ég hafði frá honum skynjað
í þögninni, örskotsstund áður, vom
ekkert tál á sviði tilfínninganna, og
frá þessari stundu fínnst mér að
við höfum verið sannir vinir.
Þessi maður reyndist vera Hauk-
ur Magnússon, húsasmíðameistari,
kvæntur maður og búsettur í Hafn-
arfírði. Eftir þessi fyrstu kynni not-
uðum við þau tækifæri sem gáfust
til aukinna skoðanaskipta, er leiddu
til gagnkvæms trúnaðar, sem síðan
hefur ekki brostið. Jafnvel nú
nokkmm vikum eftir lát Hauks
fínnst mér að samband okkar sé
staðreynd — enda hef ég sterka trú
á tengslum þeirra heima sem heyra
látnum og lifendum til.
En aftur vík ég að vinnustað
okkar við Sogið. Eftir að kynni
okkar Hauks hófust var vor og
sumar framundan, og með tilliti til
þess að sumardvöl í sveit gefur
ætíð fyrirheit um vissan unað er
maður vill gjaman njóta með sínum
nánustu, svo og hins að við vomm
ekki vel sáttir við það íbúðarhús-
næði, sem okkur var skaffað af
verktökum, þá tókum við okkur
saman, nokkrir kvæntir iðnaðar-
menn, og fómm að athuga mögu-
leika á því að fá leigða aðstöðu í
skólahúsi í nálægð vinnustaðar,
sem annars var ónotað jrfír sumar-
mánuðina. Þetta tókst, við tókum
á leigu nokkur herbergi ásamt eld-
húsi skólans, og buðum síðan kon-
um okkar þangað til sumardvalar.
Við, eiginmennimir, höfðum kynnst
í skamman tíma, og konur okkar
höfðu ekki sést fyrr en þær fluttu
inn í þetta sumarlanga samfélag,
sumar þeirra með ung böm sín með
sér. Nú áttu þær að halda heimili,
hver með sfnum manni, með aðgang
að einu eldhúsi, einni eldavél. En
hver íjölskylda hafði sitt svefn-
herbergi. Allt gekk þetta vel, engir
árekstrar, sumarið var bjart og fag-
urt og ég vona að við eigum öll um
það hugþekkar minningar.
Þessi sambúð í skólahúsinu hafði
m.a. það sérstaka gildi fyrir okkur
Hauk, að konur okkar bundu þar
vináttubönd er varað hafa til þess-
arar stundar. Þetta undirstrikaði
það hversu sjálfsagt það var að
samband heimilanna yrði ekki rofíð.
Haukur var fæddur að Reynisdal
í Mýrdal 29. nóvember 1913, sonur
hjónanna Magnúsar Finnbogasonar
og seinni konu hans Kristbjargar
Benjamínsdóttur, er þar bjuggu um
allmörg ár. Hann ólst þama upp
með systkinum sínum á líkan hátt
og algengt var um böm á bjargálna
heimilum á þeim tíma, fór snemma
að sinna önnum hversdagsins við
búskapinn. Þegar kom fram á ungl-
ingsárin munu snemma hafa farið
að segja til sín þeir þættir í skap-
gerð og athöfnum sem áttu eftir
að fylgja honum til æviloka. Hann
reyndist kappsfullur við alla vinnu,
hagsýnn, handlaginn og traustur
til orðs og æðis. Þá mun snemma
hafa sagt til sín hrifnæmi hans fyr-
ir þeim mikilleik í fegurð og fjöl-
breytni þeirrar náttúru er umlykur
hans æskustöðvar. Honum nægði
ekki að vera aðeins áhorfandi, hann
kaus að vera virkur þátttakandi í
þeirri fjölbreyttu hrynjandi lífsins á
láði og í legi, hann naut þess að
fínna sjálfan sig sem eina nótuna
í nótnaborði náttúmnnar, hann vildi
lifa með henni, takast á við hana,
njóta hennar. Af þessum toga mun
hafa spunnist hinn miklu áhugi
hans á hverskonar veiðiskap. Eg
man að hann sagði mér eitt sinn
frá þeirri spennu sem hann var al-
tekinn af í sambandi við sjóbirtings-
veiðar á vorin, sem hann var ungur
þátttakandi í. Og þessi spenna —
þessi þörf fyrir útrás og átökin í
hinni frjálsu, ósnortnu náttúru
breyttist lítið þótt aldur færðist yfír
og ýmsar aðstæður væru ekki leng-
ur hinar sömu og áiður var.
Þegar Haukur var 19 ára fór
hann að heiman, og þá fyrst á
Héraðsskólann að Laugarvatni, þar
lauk hann tveggja vetra námi með
góðum vitnisburði, og þaðan fór
hann með margþættan ávinning er
nýttist honum vel við úrlausnir
ýmissa viðfangsefna er biðu hans á
komandi árum. Hann vár vinsæll
og' liðtækur íþróttamaður, og á
smíðastofunni mun hans hlutur ekki
hafa eftir legið. Hann hreifst ríku-
lega með þeirri vakningu er tilkoma
héraðsskólanna olli á sínum tíma,
enda mun varla ofsagt að þessar
menntastofnanir hafí lyft þjóðinni
svo að um munaði í menningarlegu
tilliti. Þangað sótti fyöldi æskufólks
haldgóða undirstöðu í bóklegum
ffæðurn, og umfram allt aukið
sjálfstraust og hvatningu til átaka
— allri þjóðinni til farsældar. Mér
er kunnugt um að Haukur leit ætíð
með virðingu og þakklæti til Laug-
arvatnsskólans og þeirra er þar
veittu fræðslu og hollar vísbending-
ar.
En nú hefst nýr þáttur í lífí
Hauks — þáttur sem að vísu stóð
skemur og hafði annan endi en til
var stofnað, en skildi eftir áhrif er
aldrei fymtust. Á Laugarvatni hafði
hann m.a. fengið staðfestingu á
hæfni sinni til smíðanáms — en
honum var ljóst að þar hafði hann
aðeins öðlast undirstöðu, sem
byggja þyrfti ofan á. Að þessu sviði
beindist nú hugur hans.
Á Hólmi í Landbroti bjó Bjami
Runólfsson, þúsund-þjalasmiður,
sem á ungum aldri varð þjóðfrægur
fyrir snilli sína á verklega sviðinu,
framtakssemi og dugnað, sem eink-
um beindist að því að byggja vatns-
aflsknúnar rafstöðvar fyrir bænda-
býli, víðsvegar um land. Haukur
hreifst af þessum manni og við-
fangsefnum hans, og hjá honum
vaknaði sterkur áhugi fyrir því að
gerast þátttakandi í þessu ævintýri
yls og ljósa, á landinu okkar kæra,
sem enn var að mestu byggt torf-
bæjum, og tækni og búskapar-
hættir höfðu litlum breytingum tek-
ið um nokkurra alda skeið. I vissum
skilningi mátti segja það ónumið —
ræktun þess var á frumstigi og
fátt um varanlegar byggingar. Nú
fór Haukur á fund Bjama og lýsir
löngun sinni til að gerast nemandi
hans og samverkamaður. Bjama
mun hafa geðjast að unga mannin-
um, því innan skamms höfðu þeir
gert tilheyrandi samning og hafíð
samstarfíð. Þeir munu fljótlega
hafa lært að meta hvor annan að
verðleikum, því áður en langt var
um liðið hafði samband þeirra þró-
ast í einlæga vináttu. En nú sem
oftar sannaðist gildi hins þekkta
spakmælis: „Mennimir álykta en
guð ræður." Eftir tveggja ára sam-
starf var Bjami skyndilega burt-
kallaður af þessu sviði, frá öllum
sínum verkum og áformum. Fráfall
hans olli mörgum harmi og von-
brigðum, og var nemandinn ungi
þar ekki undanskilinn. Ásamt að-
stoðarmönnum tókst hann á hendur
að ljúka þeim verkum er hafín voru
á nafni Bjama, en þar með var
þessum þætti lokið — nú þurfti að
horfa til nýrra átta og takast á við
önnur verkefni. En til marks um
samband þeirra félaga má geta
þess að nokkrum árum síðar þegar
Haukur var orðinn kvæntur maður
og hafði eignast sinn eldri son, sem
um leið var frumburður þeirra
hjóna, var honum gefíð nafnið
Bjami Hólm.
Árið 1941 flytur Haukur til
Hafnarfjarðar og hefur þar störf
hjá lögreglu staðarins, og er í þeirri
stöðu fram jrfír lok stríðsáranna.
En þá atvikaðist það svo að hann
hefur aftur smíðanám, sem hann
hafði horfíð frá um nokkur ár.
Hann hafði kynnst í Hafnarfirði
Nikulási Jónssjmi, húsasmíðameist-
ara, og verður það að ráði að á
hans vegum lýkur hann námi sem
húsasmiður, með tilskildum prófum
frá Iðnskólanum í Hafnarfírði.
En Haukur sótti fleira en vinnu
og nám til Hafnarfarðar, þar kynnt-
ist hann einnig ungri stúlku, sem
þar var fædd og uppalin, Kristínu
Þorleifsdóttur. Þeirra kjmni leiddu
til þess að 11. mars 1944 gengu
þau í hjónaband. Það er mitt mat,
eftir áratugakynni, að á þeirri
stundu hafí hann, öðrum stundum
fremur, öðlast og innsiglað þann
mesta ávinning sem æviskeiðið lét
honum í té — því í stuttu máli sagt
er Kristín ein af þeim ágætustu
konum sem ég hef kynnst á langri
ævi, enda rejmdist hún manni sínum
slík, oft við erfíðar aðstæður — og
á ég þá einkum við þau áföll er
hann þurfti að þola vegna heilsu-
leysis. Hann komst ekki hjá því að
leita til lækna og sjúkrastofnana,
en ég hygg þó að eiginkonan hafí
átt drýgstan þátt í að viðhalda þreki
hans, sem var raunar með ólíkind-
um þótt aldrei væri það sparað.
Það mun hafa verið skömmu eft-
ir stoftiun sambúðar þeirra hjóna
að þau hófust handa um byggingu
íbúðarhúss þeirra að Tunguvegi 3
og þar bjuggu þau æ síðan. Það
var svo allmörgum árum síðar, eða
eftir heimkomu Hauks frá Sogs-
virkjuninni — sem áður er að vikið
— þar sem hann mun hafa unnið í
þijú ár, að hann hóf byggingu á
allstóru trésmíðaverkstæði, sem
byggt var útfrá íbúðarhúsinu. Þetta
var mikið átak ef til þess er litið
að þá stóð heilsa hans höllum fæti,
en konan þurfti að sinna ungum
bömum og algengum heimilisstörf-
um. En með samhjálp og dugnaði
þeirra beggja reis verkstæðið, sem
átti eftir að gjörbreyta vinnuað-
stöðu hans. Eftir tilkomu þess gat
hann fremur hagað sínum vinnu-
tíma eftir heilsufari og hentugleik-
um, en var þó að sjálfsögðu háður
þeim sveiflum sem eru alltof tíðar
í okkar atvinnulífí, og skapa oft
tilfinnanlegt misgengi milli fram-
MáUð er svo einfalt
að þegar við kaupum leðursófa-
sett veljum við alltaf gegnumlit-
að leður og alltaf anilínsútuð
(krómsútuð) leður og leðurhúðir
af dýrum frá norðlægum slóð-
um eða fjallalöndum — og
yfírleitt óslípaðar húðir (sem
eru endingabestar).
Ef þú ert í einhverjum vafa um
hvort þú ert að kaupa góða
vöru eða ekki skaltu bara biðja
okkur um 5 ára ábyrgð.
REYKJAVÍK