Morgunblaðið - 16.02.1988, Page 49

Morgunblaðið - 16.02.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 49 Amnesty Intemational: SRÍ LANKA Gnanaguru Aravinthan „hvarf“ að morgni 5. september 1985, tæp- um tveim vikum eftir þrettánda afmælisdag sinn. Hann hafði ásamt foður sínum verið viðstaddur athöfn klukkan átta um morguninn í sam- bandi við lát ættingja. Eftir athöfn- ina sendi faðirinn Aravinthan heim til að skipta um föt og bað hann koma aftur til miðdegisverðar í húsið þar sem athöfnin hafði farið fram. Aravinthan lagði af stað heimleiðis á reiðhjóli, en leið hans lá hjá Valvettiturai-herbúðunum. Hann kom ekki aftur. Þegar Aravinthan birtist ekki á tilsettum tíma fór faðir hans heim til að gá að honum. Hann fór síðan aftur og át miðdegisverð með ætt- ingjum sínum, sneri heim um fjög- urleytið og beið sonar síns til klukk- an sex. Loks lagði hann upp að nýju til að leita sonar síns og hitti tvo nágranna sem sögðust hafa séð Aravinthan ásamt tveimur eldri piltum í vörslu nokkurra hermanna í grennd við herbúðimar klukkan tíu um morguninn. Faðirinn spurðist fyrir í Velvettit- urai og Palali-herbúðunum, en allir foringjar í hemum neituðu að hafa handtekið son hans. Hann leitaði til yfirvalda á staðnum og margs- konar stofnana og samtaka, en allt kom fyrir ekki. í apríl 1987 til- kynnti ráðuneytisstjóri í hermála- ráðuneytinu, að ráðuneytið hefði engar upplýsingar eða skýrslur um handtöku drengsins. Amnesty Intemational hefur um nokkurra ára skeið haft þungar áhyggjur af sívaxandi tilhneigingu stjómarhermanna til að handtaka karla, konur og stundum börn sem grunur leikur á að eigi einhvem samskipti við vopnaðar sveitir Tamíla. Þessu fólki er í fyrstu hald- ið með leynd, og ættingjar eiga þess engan kost að fá staðfest hvar það sé niður komið. í september 1986 gaf Amnesti Intemational út skýrslu um „Hvörf“ í Srí Lanka, þar sem lýst var tilvikum 272 manna sem sagðir voru hafa „horf- ið“ á tímabilinu júní 1983 til apríl 1986. Við þau bættist 31 tilfelli í nóvember 1986, og í maí 1987 lýsti Amnesty Intemational 216 tilvikum „mannshvarfa“, sem voru nálega öll studd eiðsvömum vitnisburðum, aðallega sjónarvotta, um handtökur öryggissveita ríkisins. Einungis hefur tekist að fá upplýsingar um verustaði fjögurra þessara manna, en meðal þeirra var einn sem örygg- issveitimár skutu til bana eftir að hann var handtekinn. Amnesty Int- emational hefur ekki fengið neinar skýrslur um „mannshvörf" í Srí Lanka eftir 29. júlí 1987, þegar sáttmálinn milli Indlands og Srí Lanka var undirritaður. Stjómvöld á Srí Lanka hafa stað- fastlega neitað að „mannshvörf" hafí átt sér stað og hafa haldið því fram að þeir sem eiga að hafa „horf- ið“ hafi aldrei verið handteknir eða hafi farið úr landi eða verið leystir úr haldi. Hins vegar hefur Amnesty Intemational fulla ástæðu til að ætla að margir þeirra sem „hurfu“ hafí verið pyndaðir og látið lífið af þeim sökum, en aðrir hafí verið skotnir eftir að þeir vom hand- teknir og lík þeirra fjarlægð með leynd. Allmörgum fjölskyldum var sagt að koma ekki tii herbúða, þar- eð „horfnir" ættingjar þeirra „hefðu verið skotnir". Öðmm vom afhent blóðidrifin föt „horfinna" ættingja þegar þær fóm til herbúðanna með hrejnan fatnað handa þeim. Árið 1985 handtók herinn 17 ára pilt sem var á leið til kunningja síns á reiðhjóli. Faðir hans gerði ítrekaðar fyrirspumir um hann í heila tvo mánuði, en þá var sonur- inn leystur úr haldi eftir að hann hafði verið pyndaður með raflostum og barsmíðum. Honum var tekinn vari fyrir að segja frá afdrifum sínum. Reiðhjólinu var skilað þegar hann var leystur úr haldi. Gnanagum Aravinthan var nem- andi í sjöunda bekk Chithambara menntaskólans þegar hann var tek- inn höndum. Amnesty Intemational kemur ekki auga á neina haldbæra skýringu á því að herinn skuli hafa hann í haldi, og hvetur stjómvöld á Srí Lanka til að setja þegar í stað á laggimar óvilhalla rannsóknar- nefnd til að fá úr því skorið hvar hann er niður kominn. Áskorunum skal beint til: His Excellency President J.R. Jayewardene, Presidential Secretariat, Republic Square, Colombo 1, Sri Lanka. NÝ METSÖLUBÓK EFTIR HÖFIIND SÖGUNNAR -----------KJARNAKONA------------ barbaRa TAYLOR iADFORDi Ný kilja frá Regnbogabókum REGNBOGABÆKUR hafa nú sent frá sér sjöttu kiljuna, en hún heitir Af ráðnum hug og er eftir breska metsöluhöfundinn Bar- bara Taylor Bradford. Hún hefur skrifað fjölda bóka sem notið hafa mikilla vinsælda og þá ekki hvað síst í krafti þeirra sjón-' varpsþátta sem gerðir hafa verið eftir sögum hennar. Sjónvarpið sýndi á síðastliðnu ári sjónvarpsþætti eftir sögu Bradford sem nefndir vom Kjamakona á íslensku. Á þessu vori mun Sjónvarpið síðan sýna nýja þætti byggða á sögu hennar. Af ráðnum hug er nýjasta bók höfundar og kom út sl. sumar og var lengi á vinsældalistum. Bókin er um 350 blaðsíður og fæst í bóka- og smásöluverslunum um land allt og einnig í áskrift. ÖD PIONEER fFf//» ■• /l/c-tilvahn tilbreyting Ljúffengt gæðakex í þremur bragðtegund- um. Frábært með osti og ídýfum eða eitt sér. TUC- eitt það besta. Láttu það ekki vanta. wjgttá EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 6-85-300 * Það nálgast stórmál. . . þegar tvö ný SMÁMÁL koma upp samtímis. Súkkulaðifrauð og Dalafrauð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.