Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 38. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Forsetakosningar á Kýpur: 11 ára valdaskeiði Kyprianous lokið Nikósíu, Reuter. SPYROS Kyprianou, forseti Kýpur, beið ósigur í forsetakosningum sem fram fóru á sunnudag meðal hinna griskumælandi íbúa evjarinn- ar. Glafkos Clerides, frambjóðandi hægri manna, hlaut 33,34 pró- sent atkvæða og George Vassiliou, sem naut stuðnings kommúnista, rúm 30 prósent. Kyprianou hafnaði í þriðja sæti en hann hefur setið á forsetastóli í tæp 11 ár. Þar sem enginn frambjóðenda hlaut hrein- an meirihluta munu kjósendur ganga að kjörborðinu að nýju og velja á milli þeirra Clerides og Vassilious. Forsetinn játaði ósigur sinn í gær og óskaði sigurvegurunum til ham- ingju. Stjómmálaskýrendur túlka niðurstöðumar á þann veg að kjós- endum hafi þótt tími til kominn til að gera breytingar, einkum í ljósi þess að viðræður um sameiningu við Tyrki, sem búa á norðurhluta Kýpur, hafa engan árangur borið. Andstæðingar forsetans vændu hann um þijósku og ósveigjanleika og varð þetta helsta kosningamálið. Clerides, sem er 67 ára að aldri og lögfræðingur að mennt, hvatti til þess í kosningabaráttunni að mynd- uð yrði sameiginleg stjóm Grikkja og Tyrkja og George Vassiliou lýsti því einnig yfír að hann væri hlynnt- ur slíkum viðræðum. Tyrkir náðu norðurhluta eyjarinnar á sitt vald árið 1974 og stofnuðu þar lýðveldi árið 1983. 363.000 manns vom á kjörskrá og var þátttakan um 95 prósent. Kosið verður að nýju á milli tveggja efstu manna í næstu viku en næsti forseti tekur við völdum 1. mars. Stjómmálaskýrendur telja ógerlegt Litáen: Andófsmenn varaðir við mótmælum Vilnius, Reuter. YFIRVÖLD f Litáen efndu til fjöldafundar í höfuðborginni Vilnius i gær til að mótmæla af- skiptum erlendra ríkja, einkum Bandaríkjamanna, af innanrfkis- málum landsins. 70 ár eru í dag liðin frá þvi að Litáen var lýst sjálfstætt ríki en Sovétmenn inn- limuðu landið ásamt Eistlandi og Lettlandi árið 1940. Óeinkennisklæddir öryggislög- reglumenn og sveitir óbreyttra borgara héldu uppi eftirliti í Vilnius í gær en andófsmenn höfðu spáð miklum viðbúnaði hers og lögreglu. Hafa yfírvöld varað andófsmenn við því að boða til funda í dag til að minnast áfmælisins. Ráðamenn í Sovétríkjunum telja að minnast beri stofnunar Litáens þan 16. desember en þann dag árið 1918 lýstu kommúnistar í Vilnius yfír því að landið væri sovéskt lýð- veldi. Ronald Reagan Bandaríkja- forseti hefur hvatt til þess að af- mælisins verði minnst í dag og hafa fjölmiðlar og stjómmálamenn í Litáen fordæmt ummæli forsetans. ELTA, hin opinbera fréttastofa Litáen, sagði forsetann stunda sögufalsanir ög bætti við að mikill meirihluti íbúa landsins hefði enga samúð með málflutningi andófs- manna. að segja til um hver verði kjörinn en athygli vakti að stuðningur við George Vassiliou, sem er 56 ára gamall hagfræðingur, náði greini- lega langt út fyrir raðir kommún- ista. Sjálfur kvaðst hann í gær eiga von,á stuðningi allra flokka í kosn- ingunum í næstu viku. Sjá einnig „Tyrkir hyggj- ast. . . “ á bis. 30. Námsmenn í Tel Aviv í ísrael efndu í gær til mótmæla við austurríska sendiráðið í ust þess að Kurt Waldheim segði af sér embætti forseta Austurrikis. Reuter borginni og kröfð- Kurt Waldheim hafnar kröfum um afsögn: Lýðræðisskipulag og trú- in á föðurlandið er í húfi ZUrich, frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara MorgunblaðsinB. KURT WALDHEIM, forseti Austurríkis, fuUvissaði þjóð sina um að hann hygðist ekki segja af sér í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. „Þið hafið kosið mig forseta tii sex ára með miklum meirihluta atkvæða i leyniiegum, beinum kosningum. Málið snýst þess vegna ekki lengur um manninn Kurt Waldheim. Ég hef oft spurt sjálfan mig á undan- förnum tveimur árum, þegar rógburðurinn varð mestur, hvort ég ætti að þola þetta áfram. Það er undirstöðuatriði lýðræðis okkar að kosningaúrslit geta ekki verið leiðrétt eftir á. Trúin á föður- landið er í húfi.“ Waldheim sagði að ásakanir á hendur honum snerust einnig um réttlæti, sanngimi og um virðingu fýrir æðsta embætti þjóðarinnar. „Rógburður, hatursfullar mótmæla- aðgerðir og almennar sakfellingar mega ekki veilqa leiðtoga þjóðar- innar," sagði forsetinn. Jafnt stuðningsmenn sem and- stæðingar Waldheims hvöttu hann til að bregðast opinberlega við harð- orðri skýrslu alþjóðlegrar sagn- fræðinefndar sem var lögð fram.í síðustu viku. Waldheim sagðist hafa Sigling 100 Palestínumanna til Israels: Ferðinni frestað eftir sprengingu í skipinu Nikóstu, Tel Aviv, Aþenu, Reuter. SPRENGJA sprakk í gær um borð í rúmlega 6.000 tonna ferju, sem Frelsissamtök Palestinu (PLO) höfðu tekið á leigu í Limassol á Kýpur tii að sigla með um 100 Palestinumenn til Isra- els. Hafa samtökin neyðst til að fresta sigling- unni sökum þessa. Yitzhak Rabin, varnarmála- ráðherra Israels, sagði i gær að brýna nauðsyn hefði borið til að koma i veg fyrir áform Pal- estinumannanna. PLO hafði tekið skipið Sol Phryne á leigu til að sigla með um 100 Palestínumenn frá Limassol á Kýpur til Haifa í ísrael til að sýna samstöðu með Palestínumönnum, sem barist hafa við hermenn á herteknu svæðunum í ísrael, undanfamar vikur. Hugðust samtökin með þessu ögra yfírvöldum í ísra- el en árið 1947 snem Bretar við skipinu Exodus sem tekið hafði verið á leigu til að flytja gyðinga til Palestínu. Maður einn hringdi til fréttastofu á Kýpur í gær og sagði samtök gyðinga sem nefnast „Kach“ hafa staðið að baki sprengingunni. Sagði maðurinn þetta vera aðvömn og ekki yrði hikað við að sprengja Reuter Skipstjóri Soi Phryne á hafnarbakkanum í Lim- assol á Kýpur i gær eftir að sprengja hafði sprungið um borð f skipi hans. Sprengingin varð fyrir neðan sjólínu. skipið í loft upp með farþegum innanborðs. Embætt- ismenn í Israel vildu ekki tjá sig um hvort ísrael- skir leyniþjónustumenn hefðu komið sprengjúnni fyrir en það fullyrða talsmenn PLO. Sjá ennfremur „Ókyrrð í. . . á bls. 29. hreina samvisku í 13 mínútna ávarpi sínu en ræddi ekki einstök atriði skýrslunnar. Hann sagði að hluti hennar væri byggður á ágisk- unum og ósannanlegum getgátum. „Þess vegna á niðurstaða hennar ekki við rök að styðjast," sagði hann. Waldheim hefur verið brigslað um lygar í sambandi við fortíð sína. Varðandi þær áskanir sagði hann: „Stríðsárin vora bitur skóli sem ég hef ekki talað mikið um, sem ég vildi ekki tala mikið um. Ef til vill vom það mistök, en ég leyndi þeim sannarlega ekki af ásettu ráði.“ Framkvæmdastjóri Þjóðarflokks- ins, sem studdi Waldheim í forseta- kosningunum 1986, sagði eftir ræð- una að Waldheim hefði ekki endan- lega svarað ásökunum um ósann- sögli en hann myndi væntanlega gera það á næstu vikum. Hann sagði að ræðan hefði verið jákvæð og opinská og vonaði að hún yrði til þess að þjóðin sameinaðist að nýju. Frarnkvæmdastjóri sósíaldemó- krata, flokks Franz Vranitzkys kanslara og andstæðings Wald- heims, sagði að ræðan hefði ekki leyst nokkum vanda. Hann sagði að Waldheim væri „ótrúleg byrði fyrir þjóðina" og hún myndi ekki losna við hana fyrr en hann segði af sér embætti forseta. Vranitzky sagði í sjónvarpsvið- tali um helgina að hann kynni að segja af sér embætti kanslara ef honum gæfíst ekki vinnufriður í framtíðinni til að takast á við vandamál þjóðarinnar vegna sífelldra deilna og umræðna um Waldheim. Vakti þessi yfírlýsing kanslarans mikla athygli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.