Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 Morgunblaðið/Þorkell „Ég er ekki tónskáld, ég túlka verk þeirra.“ Roberto Scherson leikur fyrir 9 ára börn í Melaskóla. ROBERTO SCHERSON Ungir áhorfendur veita mér mikinn kraft Amaður ekki alltaf að vera glaður þegar maður spil- ar?,“ spurði lítill snáði chileanska píanóleikarann Roberto Scher- son, sem lék fyrir 9 ára bekki Melaskóia í Reykjavík, síðastlið- inn föstudag. „Nei, stundum er gott að vera svolítið leiður," svaraði hann og lék stuttan en sorglegan lagstúf. Þó að dvöl Scherson væri stutt að þessu sinni, aðeins þrír dag- ar, gaf hann sér tíma til að leika fyrir nemendur Melaskóla og Menntaskólans við Hamrahlíð. A tónleikunum í Melaskóla lék hann nokkur stutt lög eftir Beet- hoven, Chopin, Schumann og Lást og veitti nemendunum ör- litla innsýn í heim píanósins. Hann ræddi um hvemig eigi að hlusta á sígilda tónlist, samband tónskálds og píanóleikarans, tónlistina sem tungumál og hljóðfærið sjálft. „Og svo reyni ég að vera svolítið fyndinn," segir Scherson. Lagaskráin nær allt frá Bach til Gerswins og Rachmaninovs en ekki lengra, því honum líkar ekki nútíma- tónlist. „Ég sé ekki neina framtíð í henni. Ég tel að nú þegar hafí öll sú sígilda tónlist verið samin sem á að semja. Við eigum að ígmnda hlutverk henn- ar, ekki að bæta við.“ Og við áhorfenduma segir hann; „plata er eins og ljós- mynd. Að hlusta á plötu sem maður hefur leikið inn á, er eins og að sjá gamla ljósmynd af sér.“ Nemendumir vilja þá fá að vita hvort hann geti sest nið- ur hvar sem er og samið en hann neitar því. Hann segist ekki hafa þann hæfíleika, hann láti sér nægja að túlka það sem aðrir hafí samið. Svo mörg falleg lög séu til að hann eigi hreinlega í erfíðleikum með að velja. Að loknum tónleikunum nær blaðamaður tali af Scherson. „Gott að þú komst, því mér ligg- ur svo margt á hjarta núna,“ segir hann. „Veistu, það besta sem píanóleikari getur gert er að leika fyrir unga áhorfendur. Þeir veita manni svo mikinn kraft, að jafnvel þó að maður sé líkamlega dauðþreyttur, þá er maður fullur orku eftir að hafa leikið fyrir ungt fólk. Kraft- urinn frá íslenskri æsku er hreinni og tærari en andrúms- loftið hér. Framtíðina sjáum við í unga fólkinu. Eg held að mér hafí hingað til tekist vel að ná til þeirra og það veitir mér mikla ánægju. í Frakklandi, þar sem ég bý, leik ég fyrir um 1000 böm og ungt fólk á mánuði. En eg er einleikari að atvinnu, þetta er aðeins hluti af mínu starfí; Ég er fæddur í Chile en hef búið í Frakklandi síðastliðin tíu ár. Ég fer reglulega til heima- lands míns og spila og alltaf er vel tekið á móti mér. Enda er ég fyrst og fremst rómansk- amerískur píanóleikari. Undir- staðan er evrópsk en innblástur- inn, hann er rómansk-amerísk- ur. í tónlistinni skiptir mig mestu máli stuðningur starfsbræðra minna, því tónlist er ekki íþrótt. Maður hvorki vinnur né tapar, maður túlkar.“ Hvað dregur þig hingað? „Ég er á sífelldum ferðalögum milli Nýja og Gamla heimsins og ís- land er í mínum huga einhvers konar brú þar á milli. ísland er mjög framandi staður fyrir mér, landfræðilega séð. Einnig fólkið, það dregur dám af umhverfínu, að því undanskildu að það er alls ekki kuldalegt. Það hefur tekið vel á móti mér og ég á örugglega eftir að koma aftur hingað. Því hér er ákaflega fallegt samspil litá og ljóss, besta vatn í heimi og mjög fallegar konur. Hvers frekar getur rómantískur píanóleikari óskað sér?“ aáderimceti Joo.ooo 55 KawMáfoi* Fellagörðum ■ Breiðholti III (i dansskóla HEIÐARS) ALMENN NÁMSKEIÐ - 6 VIKUR Ukamsstaða, göngulag, fótaburður, fata- og litaval, and- lits- og handsnyrting, hárgreiðsla, mataræði, borðsiðir, almenn framkoma o.fl. MÓPEL NÁMSKEIÐ - 7 VIKUR Sviðsframkoma, göngulag, hreyfingar, líkamsbeiting, snyrting fyrir svið og Ijósmyndir, hárgreiðsla, fatnaður o.fl. INNRITUN ALLA DAGA FRÁ KL. 16.00-20.00 í SÍMA 38126. NU SPÖRUMVIÐ PENINGA Qg smíðum sjálf! Við eigum fyrirliggjandi flest það efni,sem til þarf þegar þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús- innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn- fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur. Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög hjá okkur. Við veitum fúslega allar nánari upplýsingar í síma 621566. BJORNINN HF Borgarlún 28 — sími 621566 — Reykjavík. Og nú erum við í Borgartúni 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.