Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 Harðplast parket þetta sterka HF.OFNASMIOJAN SÖLUDEILD HÁTEI6SVEGI7 S: 21220 Langar þigtil útlanda í sumar? Ef þú ert 15-18 ára getur þú sótt um að fara til Danmerkur, Svíþjóðar, Þýskalands, Frakklands, Noregs og Finnlands á vegum ASSE á íslandi. Dvalið er hjá völdum fjölskyldum í 6 vikur. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu ASSE í Nóatúni 17, s. 91-621455 kl. 13-17. ASEACylinda þvottavélar^sænskar og sérstakar Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind- ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu- og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein- kenna ASEA. Gerðar til að endast. f 3ár /rOniX Hátúni 6A SÍMI (91)24420 /?Qn\x ábyrgð Rýmingarsala á PBTBR KAISBR BRUNO MAGLI QJ Í3daga KRINGWN KI5IMeNM S. 689212 Ath.: Við gefum 20% afslátt af öllum kuldaskóm íverslunum okkar 21212 S. 689212 if TOPg T^SKÚRINN VELTUSUNDI 1 Einstakf tækifæri PANZL LEÐURSTÍGVÉL, ásamt mörg- um öðrum tegundum af vönduðum gerð- umafskómáaðeins kr. 990,- KRINGWN KWMeNM S. 689212 lega sterka tilhneigingu til að loka augunum fyrir því sem fram fer og beina meginkröftum sínum í þá átt að skara eld að sinni köku eins og aðrir. Sjálfsbjargarviðleitni þeirra er að sjálfsögðu lofsverð, en hitt síður að þeir skuli að miklu leyti vera óvirkir og þögulir þolendur og áhorf- endur að mjög svo varhugaverðri þróun. Til þess eru vísindamenn og fræðimenn að benda á hluti sem betur mættu fara, bæði hver í sinni grein og einnig í heildarsamhengi. Það eru hlunnindi að fá að mennta sig, en menntuninni fylgir líka sið- ferðileg ábyrgð. Þessi umræða hefur ekkert með menntahroka að gera, en það færi vel á því að mennta- menn og aðrir lærdómsmenn veittu stjórnvöldum miklu meira aðhald en þeir hafa gert undanfarið. Hvað um heilbrigðisstétt- irnar? Hvað geta heilbrigðisstéttimar gert umfram það að stunda sína vinnu samviskusamlega innan fjög- urra veggja? Margt bendir til þess að velferðarstreita nútímamanna og það sem henni fylgir, tilfinningalegt los, einsemd og .skortur á lífsfyll- ingu, ýti undir geðtruflanir og af- brigðilegar aðlögunartruflanir eins og fram hefur komið. Nútíma tækni- væðing virðist ala á kvíða sem leiðir til sjúklegra hegðunarfrávika. Illvígt þægindakapphlaup og meðfylgjandi siðræn tómhyggja og sinnuleysi ógna andlegri velferð, innra jafn- vægi og heilsufari. Spurningar um hlutverk heilbrigðisþjónustunnar eru áleitnar. Þær eru jafnan enn nálæg- ari þegar geðheilbrigðisfræðin eiga í hlut vegna sérstöðu þeirra við- fangsefna sem þau fást við. Þar er allt svo miklu óhlutbundnara en í öðrum greinum heilbrigðisþjón- ustunnar og um leið í nánari tengsl- um við mannleg samskipti og hinn andlega og félagslega veruleika mannsins. Geta þessi fræði lagt nokkuð af mörkum til samfélagsumræðu, eða jafnvel samfélagsgagnrýni og úr- bóta? Sjálft hugtakið geðheilsa og geðheilbrigði er ákaflega óljóst. Þó að undarlegt megi virðast þá er auðveldara að benda á það sem er sjúkt en að skilgreina það sem er heilbrigt. Orsakafræði geðsjúk- dómafræðinnar er flóknari en ann- arra sérgreina læknisfræðinnar í samræmi við þá sérstöðu að viðfang hennar er annað og meira en líkam- inn einn í efnislegum skilningi. Við- fangsefni hefðbundinnar læknis- fræði ér líkaminn sem flókin og margslungin vél, svo og bilanir, meinsemdir og truflanir á þessari vél og starfsemi hennar. Allt er þetta kyrfilega bundið efnisveruleikanum. Viðfangsefnigeðsjúkdómafræðinnar er samkvæmt orðanna hljóðan: geð- ið, mannshugurinn, vitundin, sálin, sálarlífið, tilfínningamar, hugsan- imar, sjálfstjóm, atferlið, samskipti, félagshæfni, persónuleikinn og svo framvegis. Viðfangið er ennfremur — tmflanir og skerðingar á manns- huganum, starfsemi hans og sjálfs- stjóm og um leið og ekki síst sú andlega vanlíðan og aðrar afleiðing- ar sem slíkum tmflunum fylgja, svo sem kvíði, einsemd, tómleiki, von- leysi, örvænting, þunglyndi, fjöl- skylduvandamál, vímuefnaneysla og vaxandi sambandsleysi við veruleik- ann. Allt em þetta í senn vandamál einstaklinga og samfélagsins í heild. Svo má spyija að hve miklu leyti þessi fyrirbæri og einkenni, þjáning- ar og þrautir séu óaðskiljanlegur hluti af eðli mannsins og tilveru hans, það er að segja nánast samgró- inn eða innborinn þáttur í mannlegu hlutskipti, eða að hve miklu leyti þau séu manninum í rauninni óeiginleg og um leið „óþörf“, en til komin fyrir tilverknað flókinna „ytri“ og „innri" orsakaþátta, og þá meðal annars rangrar breytni í víðum skiln- ingi? Þetta eru klassískar spumingar og deiluefni. Þessi umræða tengist mjög náið spumingunni um frelsi mannsins og möguleika hans til að hafa áhrif á lífið og framvindu þess til góðs eða ills. Svörin við þessum . spumingum skipta greinilega mjög miklu máli og móta afstöðuna til mannlífsins og viðleitnina til að hafa áhrif á það. Um leið og allur geðheilsubrestur hlýtur að hafa félagsleg áhrif, þá er ljóst að félagslegir og menningar- legir þættir hafa geysimikil áhrif á geðheilsu manna. Ahugi á hinum félagslegu, andlegu og sálrænu þátt- um í þessu samhengi, eykur um leið áhugann á samfélaginu og mannleg- um samskiptum almennt í því skyni áð öðlast aukinn skilning á myndun einkenna, úrræðum og lausnum og síðast en ekki síst hugsanlegri fyrir- byggingn þeirra. Ahugavert er að rifja það upp að fyrir nokkrum ámm, eða um líkt leyti og áðumefnd „stúdentaupp- reisn", kom fram stefna innan geð- læknisfræðinriar sem kölluð var anti-psykiatria sem gekk út á það að það sé samfélagið sem sé sjúkt og þjaki vissa einstaklinga og þvingi út í svokölluð geðræn sjúkdómsein- kenni. Þessir einstaklingar séu þó í rauri hinir heilbrigðu eða að minnsta kosti hinir heiðarlegu, þeir sem neiti að „dansa“ eða geti ekki „dansað“ með í hinu sjúklega samspili kerfís og tíðaranda og séu þar með af- stætt heilbrigðir miðað við umhverf- ið og menninguna eða réttara sagt ómenninguna sem orðin sé gjör- spilltu peningavaldi og neysluhyggju að bráð og farin að vinna gegn raun- verulegri andlegri velferð manna og hamingju. Hið hefðbundna hlutverk geðlæknisfræðinnar er samkvæmt þessu aumlegt og snautlegt: sem sagt það að aðlaga (!) þessa einstakl- inga á ný að samfélaginu, oft jafn- - FEBRÚAR-TILBOÐ 500 150 JOTUR 325 65 HlTACHl ÖRBYLGJUOFN gerð MR. 6610 KRINGLUNNI -SÍMI (91)685868
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.