Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 Smárahvammsland: Agreiningur um 1.193 þúsund kr. SÍS móttók með fyrirvara 19,2 millj- ónir kr. frá Kópavogskaupstað BÆJARSTJÓRINN í Kópavogi greiddi Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga í gær útlagðan kostnað vegna kaupa SÍS á spildu úr Smárahvammslandi sem Kópavogskaupstaður gekk inn í með því að nýta forkaupsrétt. Greiddi bæjarstjórinn SÍS 19.177.432 krónur, sem er 1.193 þúsund kr. minna en SÍS krafð- ist. Munurinn liggur í mismun- andi útreikningi vaxta og verð- bóta og kostnaði við skipulag. Krisú'án Guðmundsson bæjar- stjóri sagðist í gær hafa greitt þessa upphæð til SÍS og þar hefði verið tekið við henni með fyrirvara. Sagði hann að þetta væri nánast sama upphæð og SÍS hafnaði að veita móttöku fyrir helgi, að viðbættum sölulaunum sem voru rúmar 800 þúsund krónur. Sagði Kristján að ákveðið hefði verið að greiða SÍS vexti af höfuðstóli skuldarinnar, þrátt fyrir að slíkt væri áhorfsmál. Við vaxtaútreikninginn væri miðað við vegið meðaltal innlánsvaxta sparisjóðsbóka samkvæmt upplýs- ingum Seðalbanka íslands. Vaxta- greiðslan sem SÍS krefðist væri hins vegar um 800 þúsundum hærri. Þá krefðist SÍS einnig kostn- aðar vegna skipulags, um 400 þús- und króna, en þeirri kröfu hefði verið hafnað. „Við teljum okkur ekki skylt að greiða slíkan kostnað þó menn séu að skoða land,“ sagði Kristján. Gott „skot“ fyrir vestan NÝLIÐIN helgi var gjöful togur- um á Vestfjarðamiðum. Framan af vikunni var afli þeirra fremur tregur, en gott skot um helgina lífgaði upp á veiðina. Nær allir Vestfjarðatogaramir komu því inn á mánudag með 130 til 200 tonn. Jón Páll Halldórsson sagði að fyrri hluta vikunnar hefðu togaramir ver- ið við Víkurál og fengið fremur lítið. Þeir hefðu fært sig yfir á Kögurgrun- nið um helgina og fengið þar ágætt skot. Öll skip væru með góðan afla og útgerð línubáta gengi vel. VEÐURHORFUR í DAG, 16.2.88 YFIRLIT í gær: Milli íslands og Færeyja var kröpp 988 mb lægð á hreyfingu norð-austur. Skammt suð-vestur af Hvarfi var 965 mb lægð, einnig á hreyfingu norð-austur. SPÁ: Þykknar upp með vaxandi suð-austanátt og hlýnar, víða orð- ið allhvasst og komin rigning vestanlands undir hádegi, en bjart veöur og frost á Norð-austur- og Austurlandi fram eftir degi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðlæg átt og hiti víða 1-4 stig. Rign- ing öðru hverju sunnan- og vestanlands, en þurrt Norð-austanlands. HORFUR Á FiMMTUDAG: Suð-vestanátt og hiti víða nálægt frost- marki. Snjó- eða slydduél um vestanvert landið, en bjart veöur austanlands. N: x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- •j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * Él V Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 9 Súld Skýjað r * ' * Slydda oo Mistur / * / * * # 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gæt að ísl. tíma Akureyrl Reykjavík hitl +10 +2 veður úrkoma þoke Bergen 2 hátfskýjaó Halsinkl 2 alskýjað Jan Mayen +3 léttskýjað Kaupmannah. 2 þokumóða Narasarasuaq 0 skafrennlngur Nuuk 2 akýjað Oaló 3 þoka Stokkhólmur 3 rígning Þórshöfn vantar Algarve 12 rigning Amsterdam 8 akýjað Aþana vantar Barcelona 14 akýjað Berlln 6 helðakfrt Chlcago +4 alskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 4 léttskýjað Glaagow 7 rignlng Hamborg 3 miatur Las Palmas 17 akýjað London 12 skýjað LosAngeles 14 heiðskfrt Lúxamborg 4 léttakýjað Medríd 12 léttskýjað Malaga 17 hélfskýjað Mallorca 14 hélfskýjað Montreal +2 snjóél NewYork vantar Paría 10 Mttskýjað Róm vantar Vfn 2 mlstur Waahlngton 2 alskýjað Wlnnlpeg +24 léttskýjað Valencla 13 akýjað Isinn hörfar frá landinu FYRIR seinustu helgi sótti hafísinn óðfluga að Norðurlandi og Austur-íslandsstraumurinn var farinn að flytja hafís suður með Austurlandi. Á sunnudag brá til betri áttar með suðlægum vind- um og landsins forni fjandi hörfaði til hafs á ný. Þegar Morgun- blaðsmenn flugu fyrir Norðurlandi síðastliðinn sunnudag blaflti hafísjaðarinn við úti fyrir Skagafirði og þéttur ís var utan við höfnina í Grímsey. Einstaka ísapangir voru á hafi úti og í fjörð- um og víkum Norðanlands. Morgunblaðið brá sér til Grímseyjar í gær. Þá voru norðan- bátar að leggja veiðarfæri sín út og suður, bæði stórir bátar og smáir, en á sjónum var dúnalogn sem á heiðatjöm væri tugi mílna norður frá landinu. Á svæðinu suðvestan og norðaustan við Grímsey voru nokkrar ísspangir af Grímseyjarstærð, en við höfnina í Grímsey lá enn nokkurt safn ísjaka og sá stærsti var strandaður í innsiglingunni. Á meðan við stöldruðum við opnaðist siglinga- leið inn í höfnina og ekki leið á löngu þar til fyrsti Grímseyjarbát- urinn var búinn að sleppa land- festum. Þrír af stærri bátum Grímseyinga vom fluttir . til Dalvíkur þegar ísinn fór að nálg- ast, en í gær héldu eigendur þeirra til fastalandsins til þess að sækja báta sína, enda veiðihugur í mönn- um og veiði það sem af er vetrar- vertíð með eindæmum treg vegna gæftaleysis. Hins vegar vopu að berast fréttir' af rífandi þorski, bæði norðanlands og sunnan og á Vestmannaeyjamiðum hafa þeir verið að fá boldangsþorsk sem hefur vart sést þar um árabil, en hefur lengi verið hefðbundinn á Suðurlandsmiðum. í Grímsey hittum við fólk í salt- fískvinnslu. Það var létt í því hljóð- ið, en menn biðu spenntir eftir þy> að afli bærist á land eftir þretin að undanfömu. Frá Grímsey var haldið til í iglm fjarðar, en þar er nú all fnikill snjór og landleiðin ófær ennþá, en veður var hið stilltasta. Eng>r skaðar urðu af snjóflóðum sem féllu þar um helgina, enda voru þau fyrir innan bæinn. 60—80 sm djúpur snjór var í Siglufírði. Aður en kóssinn var tekinn til Reykjavíkur, lentum við á Akur- eyri. Þar vom tvær Fokker-vélar Flugleiða að búa sig undir fluK Alnæmi ekki aðeins heilbrigðisvandamál: Félagslegar af- leiðingar ekki síður áhyggjuefni - sagði landlækn- ir á fræðslufundi um sjúkdóminn FRÆÐSLUFUNDUR um alnæmi var haldinn í Domus Medica í gær á vegum borgarlæknisins f Reykjavík með forráðamönnum þeirra starfsstétta, sem líklegar eru til að eiga skipti við alnæmis- sjúklinga, starfa sinna vegna. Á fundinum sagði Olafur Olafsson landlæknir frá þeim aðgerðum, sem hér á landi hefur verið grip- ið til gegn þessum sjúkdómi. Hann gat einnig um aðrar hliðar alnæmis en sjúkdóminn sjálfan, þ.e. félagslegar afleiðingar, sem hann sagði ekki sfður áhyggju- efni. Þá talaði hann um smitleið- ir og áhættu f því efni, ekki væri lengur talað um áhættuhópa eins og t.d. homma, heldur um áhættuhegðun. Fimm önnur framsöguerindi voru flutt á fundinum, sem haldinn var að tilhlutan borgarlæknisins í Reykjavík. Skúli G Johnsen borgar- læknir setti fundinn og stýrði hon- um. Landlæknir rakti sögu sjúkdóms- ins, sem þekkt er aðeins um 15 ár aftur í tímann. Hann sagði ástandið ekki gott, „Það er ljóst að við verðum fyrir áföllum", sagði hann, en kvað okkur þó betur stödd en sum þróun- arlönd og tók dæmi af ríki, þar sem 45% þungaðra kvenna og jafn hátt hlutfall innkallaðra hermanna eru sýkt. Þá lýsti hann vömum hér gegn alnæmi og kom fram í máli hans, að mikilvægast er nú, að fræða al- menning, ekki síst unglinga, um þennan sjúkdóm. „Þeir unglingar sem lifa hættulegasta kynlífinu eru þeir, sem eru að leita fyrir sér, að leita sér að maka. Ef þeir smitast, þá leita þeir ekki til okkar fyrr en um 1997. Því verður að gera eitt- hvað nú “, sagði landlæknir. I lok framsögu sinnar sagði Olafur frá því, að hann liti alnæmi það alvarleg- um augum, að hann hefði lagt til við heilbrigðisráðherra, að skipuð verði landsnefnd til þess að kljást við alnæmi, hún verði ekki einungis skipuð fólki úr heilbrigðisstéttunum, heldur yrðu þar fulltrúar fleiri hópa. Þannig ætti nefndin einnig að kljást við félagsleg og fjárhagsleg vanda- mál sem sjúkdóminum fylgja og eru ekki minni vandamál, að sögn land- læknis og var það samdóma álit ræðumanna,. Sigldi í sólarhring með slagsíðu DANSKT skip, Sine Boye, kon* til hafnar í Hafnarfirði á sunnu- dag eftir að hafa fengið á sig slagsíðu f vonskuveðri milli Fser- eyja og Hjaltlandseyja. Að sögn Baldvins Magnússonar, umboðsmanns skipsins, urðu engar skemmdir á því, enda sigldi það fram hjá Færeyjum og áfram til íslands í sólarhring eftir að hafa fengið á sig slagsíðuna. Skipið flutti jám til íslands, en engar skemmdir urðu á farminum þó að hann hafl hreyfst nokkuð til, sagði Baldvin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.