Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
Skaðsemi velmegnnar
Hugleiðing um stöðu mannsins í tæknivæddri veröld
eftirMagnús
Skúlason
Erindi þetta var flutt á ráðstefnu
sem BHM hélt undir yfirskriftinni
„Einstaklingur og samfélag" í Odda
í október síðastliðnum. Morgunblað-
ið hefur fengið leyfi til birtingar
þess og hefur höfundur lagfært það
nokkuð og aukið af því tilefni.
Mannlegt hlutskipti
Maðurinn sem vera í heiminum
einkennist af miklum andstæðum,
og tilvera hans og hlutskipti virðist
mörgum fjarstæðukennt fyrirbæri.
Maðurinn er örsmár og vanmegnug-
ur andspænis hrikaleik náttúrunnar,
hamförum sögunnar og óravídd
rúms og tíma. Æviskeið hvers okkar
er sem andrá, endalokin eru í ör-
skotsnánd. Allt getur brugðist okkur
nema það. Maðurinn býr að öðru
leyti við algjöra spurn og óvissu um
eðli sitt og tilgang og um eðli og
tilgang ailrar tilverunnar. Hann veit
ekki af hveiju hann er til, né heldur
veröldin, hann veit ekki hvaðan hann
kemur né hvert ferðinni er heitið.
Stöðug undrun er því við hæfi. (Þó
að oft sé nú undraverður skortur á
henni.) Óttinn er óijúfanlega samof-
inn mannlegu hlutskipti, en um leið
vonir og þrár eftir tilgangi og innri
sátt þrátt fyrir allt.
Mannlegur veruleiki
Veruleikinn sjálfur í beinum efnis-
legum skilningi, dauðum og köldum
að okkar mati, er sjálfsagt til án
mannsins. Við erum sjálfsagt ekki
ómissandi í kosmískum skilningi.
Stjömuþokumar liðu áfram sinn veg
án okkar. Og hafið speglaði skin
mánans „fyrir einskis manns aug-
um“. En sá veruleiki og sá heimur
sem maðurinn skynjar er sá heimur
sem endurspeglast í vitund hans á
meðan hann lifir og er óhugsandi
án hans. Án mannsins, án einstakl-
ingsins, án tilvem og vitundar hans
væri heldur ekkert samfélag, en um
leið má líka segja áð án samfélags-
ins væru engir einstaklingar, að
minnsta kosti ekki mennskir menn.
Þannig em einstaklingamir og sam-
félagið órofa heild þrátt fyrir allt,
og þrátt fyrir alla sína smæð og
vanmátt þá er hver einstaklingur
ábyrgurþátttakandi í sköpun, mótun
og framvindu vemleikans.
Félagslegur veruleiki
Hlutskipti mannsins er þannig í
eðli sínu nokkuð þungt á köflum.
Með manninum takast á fmmstæðar
eðlishvatir og andlegar þarfír. Hann
er í senn einstakiingur og félags-
vera. Hann einkennist af útrásarþörf
og sköpunarþörf, þörf á starfi og
þörf á kærleika. I óhæfilegri félags-
legri og andlegri einangmn og án
fullnægjandi viðfangsefna eða útrás-
ar fyrir orku sína er maðurinn illa
staddur. Þó að einstaklingurinn sé
ef til vill með réttu lofsunginn sem
einhverskonar tilvistarleg gmnnfor-
senda eða brennidepill vitundar um
vemleikann, þá er þessi „lifandi
brennidepill" eða neisti skærastur í
snertiflötum mannlegra samskipta,
tjáskipta og tengsla í óteljandi til-
brigðum.
EinstaklingTirinn, sérhyggj-
an ogsiðfræðin
Öll ofdýrkun eða upphafning á
einstaklingnum er varasöm og ýtir
undir ýmsa neikvæða þætti mann-
legs eðlis, bæði í heilsufarslegum
skilningi og sögulegu og þjóðfélags-
legu samhengi, eykur spennu, átök
og yfírgang. Það er meðal annars
um þetta sem mannkynssagan flall-
ar. Við komum aftur og aftur að
hinum flóknu andstæðum sem með
manninum búa og einkenna kjör
hans. Eins og við vitum þá fara
þarfir einstaklingsins og samfélags-
ins ekki saman nemá að hluta.
Vegna ails þessa hafa mennimir leit-
ast við að gera sér vissa mælistiku,
móta sér reglur, vegvísa og laga-
setningar í viðleitni sinni til að láta
hlutina ganga. Þama hefur sið-
fræðin komið til skjalanna í leit sinni
að því sanna gildismati sem svo
dapurlega torvelt virðist þó vera að
ná traustri handfestu á. Siðferðileg
viðléitni mannsins birtist að sjálf-
sögðu oft í tilraunum til samfélags-
umbóta, en enn merkari þáttur henn-
ar telst þó líklega glíman við sjálfan
sig.
Samfélagið
Samfélagið er flókinn vefur. Það
tekur til óteljandi atriða í lífí okkar
og lifnaðarháttum. Það er safn-
hugtak yfir ótalmargt sem mönnun-
um er sameiginlegt og sem er skil-
yrði allra samskipta og framvindu.
Við lifum og hrærumst í neti mann-
legra samskipta, frá smáatriðum
augnabliksins til hinna stærstu
sögulegra viðburða. Allt heyrir það
samfélaginu til, gott og illt, fagurt
og ljótt, hollt og skaðlegt. Samfélög
eru margskonar, bæði stór og smá,
og dæmi um lítið samfélag er fjöl-
skyldan, stærra samfélag er svo
sveitarfélag, þorp eða borg og enn
stærra samfélag er svo þjóðfélagið
sjálft sem stórt fyrirtæki með alla
sína sundurgreiningu og flókið fyrir-
komulag á sviði stjómmála, atvinnu-
mála, Qármáia, menntamála, héil-
brigðismála, dómsmála, félagsmála,
og með allt sitt þjónustulið, lög sín
og reglur um réttindi og skyldur,
gamlar siðvenjur og nýjar, trú,
vísindi, listir o.s.frv. Stærsta sam-
félagið er samfélag mannkynsins á
jörðinni í heild. Menn hafa skapað
sér samfélag í rás tímans og kjmslóð-
anna, fæðast inn í það, móta það
sífellt og mótast af því. Þannig er
þetta í látlausri víxlverkun.
Kerfið
Allri umræðu um samfélagið
tengjast ijölmörg hugtök sem höfða
til þessara innri og ytri aðstæðna
okkar með mismunandi móti, §ötra
og frelsis i flóknu samspili aragrúa
þátta. Meðal þessara hugtaka er
„kerfið". Það tekur til ýmissa atriða
í stjómfyrirkomulagi samfélagsins,
einkum þó lagalegra og flárhags-
legra, en um leið til framkvæmdar-
aðiianna sem eiga að sjá til þess að
það sé virkt og eftir því farið, svo
sem stofnana þess, ýmissa þjónustu-
liða og einstaklinga. Eins og kunn-
ugt er hefur þetta hugtak, „kerfið",
fengið fremur neikvæða merkingu
og notkun þess tengist oft háði eða
biturleik og er það umhugsunarvert.
Maður fær einhvemveginn á tilfinn-
inguna að einstaklingurinn standi
höllum fæti gagnvart samfélaginu,
kerfinu, ríkisvaldinu og stofnunum
þess. Einstaklingurinn fær alla sam-
úðina, en samfélagið verður í þessu
samhengi hið neikvæða, skilnings-
lausa og stundum blinda ofurefli sem
einstaklingurinn má sín einskis
gegn. Þannig skilið verður kerfið að
illum álögum eða lífs^andsamlegu
oki sem ekki verður umflúið.
Hin sögulega framvinda, hið
tæknivædda samfélag, „með gný
sinn og læti“ og þetta illræmda
„kerfi", virðist byltast fram eins og
beljandi vatnselgur, eða með öðmm
orðum, blint, stjómlaust og óviðráð-
anlegt náttúmfyrirbæri, sem minnir
stundum mest á sjúkdóm sem enginn
fær ráðið við. Einstaklingurinn,
Qötraður og bundinn af öllum þeim
kringumstæðum sem hann fæðist
inn í, að viðbættum líffræðilegum
eiginleikum sínum, virðist ekki mega
sín mikils, hver með sína litiu einka-
veröld, sem svo milijónum saman
mynda þennan undarlega hræri-
graut, þennan sameiginlega mann-
lega heim sem við Iifum í og hin
óljósu viðhorf hans, almannaróminn,
almenningsálitið, margklofið í stefn-
ur og stefnuleysi.
Um leið og við stöndum andspæn-
is kerfinu í þeirri flóknu og svolítið
uggvænlegu merkingu sem hér hef-
ur verið lögð í það, þá er rétt að
gera sér ljóst að sjálf erum við líka
hiuti af þvf. Það tekur ekki eingöngu
Magnús Skúlason
„Ljóst er af öllu þessu
að hin siðfræðilegu
landamæri geðheil-
brigðisfræðanna eru
umdeild. En að baki
margra alvarlegra heil-
brigðisvandamála og
félagslegra árekstra er
oft mikil sálræn og sið-
ræn tómhyggja sem ég
fæ ekki séð að heil-
brigðisstéttirnar megi
skorast undan að takast
á við. Geðheilbrigðis-
kerfið má ekki tak-
marka sig við hlutverk
„greiningarstöðva“ eða
viðgerðarþjónustu í
þröngri merkingu.“
til hins svokallaða ytri veruleika,
heldur er það einnig með vissum
hætti huglægt fyrirbæri sem tekið
hefur sér bólfestu í hugum okkar
hvers og eins og er þar að verki,
hvort sem okkur er það ljóst eða
ekki. Við erum því öll meðábyrg í
því allsheijar sjónarspili sem fram
fer.
Það er mikið talað um aðlögun
sem jákvætt fyrirbæri, bæði í félags-
legu samhengi svo og einstaklings-
bundnu, það að sætta sig við. Sætta
sig við hvað? Aðlögun að hveiju?
Aðlögun að status quo? Er það
kannski aðlögun að misrétti og duttl-
ungum eða aðlögun að raunveruleg-
um framförum og þroska? Eða er
það aðlögun að vissum hagsmuna-
sjónarmiðum vissra hagsmunahópa?
Eða kannski að „kerfinu"?
Áhugaverð viðbrögð
Þegar mönnum finnst „aðlögun-
in“ keyra úr hófi fram og „kerfið"
fara að þrengja illyrmislega að sér,
leita þeir þó oft að leiðum til að
breyta því eða bylta, safnast í hópa,
mynda nýjar steftiur, sem takast á
við það og samlagast að lokum því
sem fyrir var. Fræg og umtöluð er
til dæmis hreyfing sem var áberandi
á sjöunda áratug þessarar aldar og
raunar lengur og stundum hefur
verið kölluð „stúdentauppreisnin"
eins og menn muna. Boðberar henn-
ar deildu hart á fyrirkomulag
margra máiaflokka, ekki síst á sviði
féiagsmála, menntamáia og menn-
ingarmála sem mörgum af þessari
kynslóð fannst vera iiiilega fyrir
borð borin í stefiiu stjómvalda
flestra landa í hinum siðmenntaða
heimi. „Uppreisnin" flaraði að vísu
út að verulegu leyti, var kveðin nið-
ur eða kvað sig sjálf niður með sum-
part misheppnuðum aðgerðum,
sundruð og veikbyggð, enda ein-
kenndist hún sjálf í sumum efnum
af sýndarmennsku og sjálfsdekri
aldarinnar ef að er gáð. Enn er þó
sem betur fer grunnt á mörgu já-
kvæðu og merkilegu frá þessu skeiði.
Nú er stundum hent gaman að þess-
ari hreyfingu, en yfirleitt heldur
ómaklega og úr hörðustu átt.
Vísindi og tækni
Mikið hefur verið deilt á nútíma
samfélagshætti og raunar vestræna
menningu í heild. Sumt með réttu,
en sumt með röngu. Fjölmörg mann-
leg fyrirbæri og vandamál eru hafrn
yfir tímann og sögulega staðhætti
og eru nauðalík frá einu tímabili til
annars. Sagan endurtekur sig. Nútíð
verður aðeins skilin í ljósi fortíðar,
Sum einkenni nútímans eru' þó með
vissum hætti dæmigerð fyrir hann
og ný, ef svo má segja, og þarfnast
sem slík sérstakrar athugunar.
Umræðan verður æ erfiðari eftir því
sem hún nálgast okkur sjálf og hina
líðandi stund, hér og nú. Ef við
ættum í skyndi að nefna einkunnar-
orð nútímasamfélagsins eru það
„tækni og vísindi". Ifyrir tilstilli
þeirra hafa orðið geysilegar umbylt-
ingar og svokallaðar framfarir, ekki
sist fyrir geysi djúptæk áhrif fjöl-
breytilegrar vélvæðingar sem leitt
hefur til gjörbreyttra lífshátta á til-
tölulega skömmum tíma, án efa allt-
of skömmum. Það hefur snögglega
orðið gífurleg aukning á framleiðslu
ailskonar samfara geysilegri út-
þenslu í neyslu af öllu tagi, ennfrem-
ur í gífurlega auknu vöruframboði,
verslun og viðskiptum að ógleymd-
um umbyltingum í samgöngum, fjar-
skiptum og íjölmiðlun. Þessari sögu-
legu framvindu hafa fylgt nýjungar
í lífsstil og lífsmunstri, bæði hvað
varðar samfélagið, lög þess, reglur,
sijórn- og hagkerfi, en einnig á sviði
einkalífsins. Sumt af þessu er auðvit-
að mjög athyglisvert, enda felast
margir undursamlegir möguleikar í
skynsamlegri beitingu nútíma tækni.
Annað er svo aftur á móti mjög
varhugavert og virðist í ósamræmi
við eiginlegar þarfir manna.
Tvennskonar erfiðleikar
Aðgreina má til skilningsauka
tvennskonar andstreymi og erfið-
leika sem menn geta þurft að þola.
Sem sagt jákvæða eða neikvæða
erfiðleika. Jákvæðir erfiðleikar stæla
mennina og þroska, og efla skyn-
semi, snilld og mannkærleika. Mað-
urinn á þrátt fyrir allt glæstan feril
að baki á þessu sviði, þó að sá þátt-
ur hverfí stundum í skuggann. Nei-
kvæðir og skaðlegir erfíðleikar
draga hins vegar úr þreki mannsins
og ýta undir Iesti og mjmda víta-
hring. Skjmdileg velmegun og skjót-
fengið vald dregur augljóslega úr
erfíðleikum af fyrmefndu gerðinni,
en eykur að sama skapi á erfiðleika
af hinu síðara tagi.
Tækni og tortíming
En hér er átt við erfíðleika og
vandamál sem rekja má til mannlegs
ófullkomleika og mistaka af meira
eða minna siðferðilegum toga,
skammsýni, heimsku, ágjmdar og
annarra neikvæðra eiginleika. Erfið-
leikar og andstreymi af þessari gerð
eru miklu meiri ógnun við lífríkið
og um leið framtíð mannkynsins en
hin eiginlegu náttúrufyrirbæri sjálf
og líklega mun skaðlegri, bæði
heilsufarslega og út frá sjónarmiði
ailra helstu siðgæðisviðhorfa. Þó að
einstaklingshyggjan, hrokinn og
sjálfsdýrkunin, sem síðar mun drep-
ið á, séu varhugaverð, þá getur af-
skiptaleysið, sinnuleysið og áhuga-
leysið, sem hlýst af hinu öfgakennda
lífsþægindakapphlaupi, í blindri trú
á vísindi og tækni, einnig ieitt til
hinna alvarlegustu vandamála, bæði
heilsufarslegra og umhverfíslegra.
Mannlegt „hugvit" virðist hafa kom-
ið okkur í slíkar ógöngur að jfir
lífinu öllu vofir stórslys.
Vald mannsins nær nú fyrir til-
stuðlan tækninnar til jarðarinnar
allrar á annan hátt en áður var.
Ábyrgð hans er því í rauninni meiri .
en nokkru sinni fyrr í veraldarsög-
unni. Hann hefur það meðal annars
í hendi sér að tortíma lífínu öllu í
skjótri svipan. Er tæknin sjálf, þessi
þarfi þjónn mannsins, að setjast í
húsbóndasætið og gera okkur menn-
ina að þrælum sínum? Er hún um
það bil að komast fram úr getu okk-
ar til að hafa stjóm á henni? Tækni
nútímans býr til jafnmörg vandamál
og hún leysir og kannski fleiri. Mik-
ið hugvit og vinnu þarf til að fínna
lausn á þeim vandamálum sem auk-
in tækni hefur skapað, svo sem mis-
beitingu vetnisorku, mengun og fjöl-
mörgu fleiru. Heyrst hafa þær radd-
ir að tilurð mannsins hljóti að hafa
verið fingurbijótur himnaföðurins
eða þróunarsögulegt slys, líffræði-
legt klúður sem sé að tortíma lífínu
á jörðinni. í kvæðinu „Eindagar"
eftir Stefán Hörð Grímsson er mað-
urinn nefndur „skæðasta meindýr
jarðar" — og kannski em engin önn-
ur meindýr, ef að er gáð. Mengun
hafsins og gufuhvolfsins, spjöll á
dýraríki og gróðri — að ógleymdu
ósonlaginu — eru að líkindum komin
á miklu alvarlegra stig en við kærum
okkur um að horfast í augu við —
og kannski verður ekki aftur snúið.
Stóran hluta af mengun af manna-
völdum og um leið orku- og hráefna-
eyðslu má rekja til hinnar gífurlegu
iðnvæðingar, svo og vígbúnaðar og
vopnaframleiðslu. Stjómvöld hafa
því miður rejmst svifasein í þessum
efnum, en hér þarf skjóta og rót-
tæka hugarfars- og stefnubrejfingu.
Það eykur á erfíðleikana og hætt-
una í þessu sambandi, að enginn
getur haft jfirsýn yfír nema brot
framvindunnar. Flókin hagsmuna-
barátta þyrlar upp moldroki svo að
torvelt er að sjá hvað er í raun og
veru að gerast. Og ábyrgðin svífur
öll í lausu lofti.
Siðferðileg hnignun
Neikvæðri þróun af þessum toga
fylgir að sjálfsögðu mikil hætta á
hnignun menningarinnar almennt,
og hér á ég að sjálfsögðu við menn-
inguna í hinni andlegu og siðfræði-
legu merkingu þess orðs, en ekki
vélvæðingu, mannvirkjagerð og
slíkt. Það er líka athyglisvert og
brýnt að hafa hugfast að hnignun
af þessum toga er lúmskt fyrirbæri
og ekki nema að litlu lejrti sýnileg
á jrtra borði. Sérstaklega athyglis-
verð eru augljós tengsl þessarar
hnignunar við efnalega velmegun
og svokallaðar framfarir á mörgum
sviðum, framfarir sem geta veitt
okkur alls kyns þægindi og auðvel-
dað lífsbaráttuna að minnsta kosti
um stundarsakir. Sú hnignun og
spilling, sem hin sögulega fram-
vinda hvolfír yfir okkur, hefur
gjaman sakleysislegt jrfírbragð og
skákar oft í skjóli merkra landvinn-
inga á sviði vísinda og tækni sem
aftur auðveldar mönnum að létta
af sér klafanum og njóta aukins
frelsis til að njóta lífsins, eins og
kailað er. Hér er síður en svo verið
að halda því fram að vísindi og
tækni séu af hinu illa, en í stað
þess að slíkar uppgötvanir og fram-
farir séu nýttar til nýrrar sóknar
fram á við og upp á við á menning-
arsviðinu, þá virðist hið sálar- og
andiausa tæknivald magna upp sið-
spillingu, leti, hroka og frekju sem
ógnar mannlegum verðmætum og’
allri menningu.
Margt bendir til þess að hvað sem
öllum líffæraflutningi og öðrum
tækniafrekum líður, þá sé heilsu
manna aukin hætta búin, og þá
ekki
Skaðsemi velmegunar
Erum við kannski í einhvers konar
forheimskandi velferðarvímu, það er
ekki gott að segja? Auðvitað er vel-
megun ekki skaðleg í eðli sínu. Auð-
vitað ætti ytri efnaleg velmegun að
geta leitt til innri andlegrar velferð-
ar og gæfu. En oft sannast hið fom-
kveðna, að það þarf sterk bein til
að þola góða daga. Efnaleg velmeg-
un og léttari lífsbarátta skapar fólki
margvísleg tækifæri og aukinn tíma
sem það kann ekki alltaf að nota
og viðleitni þess fer út í alls kyns
öfgar. Segja má að með vissum
hætti geti allsnægtimar þannig auk-
ið á andlega örbirgð og innri tóm-
leika sem eilítið harðari lífsbarátta
mundi halda í skefjum. Þessi
krampakennda hamingjuleit leiðir
ekki til hamingju heldur afhjúpar
hún einungis gæfuleysið og eykur á
það.