Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
Lánasjóður íslenskra námsmanna:
MEÐLÖG ENNÞÁ
DREGIN FRÁ LÁNI
Athugasemd frá fulltrúum námsmanna í sljórn LÍN
í tilefni af skrifum Morgunblaðs-
ins sl. laugardag, um að Lánasjóður
íslenskra námsmanna sé hættur að
draga meðlög frá lánum, óska full-
trúar námsmanna í stjóm LÍN að
koma eftirfarandi á framfæri:
í grein Morgunblaðsins sl. laugar-
dag er látið að því liggja að stjóm
LÍN hafí ákveðið að breyta reglum
um meðferð meðlags, eftir að henni
hafí borist fyrirspum þar um frá
Vöku f.l.s. Mál þetta átti sér þó langa
forsögu í stjóm LÍN, sem var aðeins
rakin í greininni, eða allt aftur til
sfðasta vors.
Þegar úthlutunarreglur LÍN voru
endurskoðaðar af stjóm LÍN sl. vor,
lögðu fulltrúar ríkisstjómarinnar til
að farið yrði að telja meðlag til tekna
námsmanna, sem yrði þá til að lækka
lán flestra einstæðra foreldra. Með
oddaatkvæði sínu tókst ríkisstjómar-
fulltrúunum að koma þessu inn í
úthlutunarreglur sjóðsins námsárið
.^J.987—1988. Fulltrúar námsmanna
mótmæltu þessu harðlega og efuðust
um lögmæti þessa ákvæðis, auk þess
sem það væri siðlaust að ráðast að
einstæðum foreldrum, í því skyni að
draga úr útgjöldum sjóðsins.
A sl. hausti lögðu fulltrúar náms-
manna fram greinargerð í stjóm LÍN
þar sem færð voru rök fyrir því að
fyrmefnd regla stangaðist á við lög.
Vitnað var bæði til bamalaga og
dóms Hæstaréttar. Samkvæmt lög-
unum og hæstaréttardómi taldist
meðlag vera eign bams en ekki for-
eldris.
í framhaldi af þessari greinargerð
óskuðu fulltrúar námsmanna eftir
því að ákvæðið yrði fellt út og þar
með hætt að draga meðlög frá lán-
um. Fulltrúar rfkissijómarinnar
vísuðu þessu frá og harðneituðu að
ræða það frekar. Þá lögðu fulltrúar
námsmanna til að leitað yrði eftir
umsögn lögfræðings sjóðsins um lög-
mæti þessa ákvæðis. Sú tillaga var
felld af fúlltrúum ríkisstjómarinnar,
án umræðu.
Þá var ljóst að ríkisstjómarfulltrú-
amir í stjóm LÍN höfðu alls engan
áhuga á að skoða þetta mál nánar,
þó svo að fyrir lægi að mikil óán-
ægja væri með þessa reglu bæði
meðal námsmanna og starfsmanna
LÍN og að ýmis rök bentu í þá átt
að hér væri um lögbrot að ræða á
einstæðum foreldrum. Stúdentaráð
Háskóla íslands f samráði við banda-
lag fslenskra sérskólanema og sam-
band íslenskra námsmanna erlendis
sendi því greinargerðina til Laga-
stofnunar háskólans og óskaði eftir
áliti frá henni.
Álit Lagastofnunar, Unnið af próf-
essomnum Sigurði Lfndal og Þor-
geiri Örlygssyni, barst fyrsta des-
ember sl. Niðurstaða þeirra var að
stjóm LÍN skorti lagaheimild til þess
að setja slík skerðingarákvæði í út-
hhitunarreglur sjóðsins, þ.e. að stjóm
LÍN væri að fremja lögbrot með
ákyæði þessu.
í framhaldi af þessu sendi stjóm
Stúdentaráðs Háskóla íslands^ að
höfðu samráði við BÍSN og SÍNE
menntamálaráðherra bréf þar sem
vísað var til lagaálitsins og óskað
eftir að hann tæki málið til athugun-
ar og beitti sér fyrir leiðréttingu.
Þann 21. desember sl. _ sendi
menntamálaráðherra stjóm LÍN bréf
þar sem hann vísaði f álit Lagastofn-
unar og mæltist eindregið til þess
að stjóm LÍN félli frá því að líta á
bamsmeðlög sem tekjur lánþega við
endurskoðun úthlutunarreglna og að
ákvæðum úthlutunarreglna yrði
breytt f samræmi við það.
Námsmannafulltrúamir í stjóm
LÍN töldu að með þessu bréfí hefði
ráðherra viðurkennt að lögum sam-
kvæmt hefði stjóm LÍN ekki heimild
til að hafa þetta ákvæði í úthlutunar-
reglunum. Á fyrsta fundi stjómar-
innar eftir áramót lögðu fulltrúar
námsmanna því fram tillögu þess
efnis að viðkomandi ákvæði yrði fellt
úr núverandi úthlutunarreglum og
yrði sú skerðing sem af því hefur
hlotist leiðrétt með afturvirkum
hætti. Þessi tillaga var mjög eðlilegt
framhald af bréfí ráðherra þar sem
hann lýsti eindregnum vilja sínum
og við töldum því ekki annað koma
til greina en að þetta yrði sam-
þykkt. Ríkisstjómarfulltrúamir voru
hins vegar ekki sammála því og
felldu þessa tillögu án nokkurrar
efíiislegrar umræðu. Þeir höfðu eng-
an áhuga á að ræða þetta mál frek-
ar en áður.
Næst gerðist það að á fundi stjóm-
arinnar 11. febrúar lagði formaður
fram drög að svarbréfi til Vöku f.l.s.
vegna fyrirspumar um viðbrögð sjóð-
stjómar við bréfi menntamálaráð-
herra frá 21. desember. í svarbréfínu
sagði m.a.: „Á fundi stjómar LÍN í
dag var tekin sú ákvörðun að hætta
að flokka meðlög sem tekjur og tek-
ur sú ákvörðun gildi frá og með 1.
júní er nýjar úthlutunarreglur taka
gildi."
Okkur fannst þetta að vonum
furðuleg málsmeðferð, í allan vetur
höfum við verið að beijast fyrir því
að fá þetta leiðrétt. Síðan gerist það
þegar verið er að fjalla um svarbréf
til Vöku f.l.s. þar sem fram kom að
stjómin hefði tekið þá ákvörðun að
meðlag skyldi ekki talið til tekna frá
og með 1. júní. Þessi ákvörðun hafði
ekki verið tekin þegar fjallað var um
svarbréfið. Að sjálfsögðu fögnum við
því ef rfkisstjómarfulltrúamir ætla
að fara að eindregnum tilmælum
menntamálaráðherra sem komu
fram í bréfí hans til sjóðstjómarinnar
21. desember. Við auglýstum síðan
eftir formlegri ákvorðun um að hætt
yrði að líta á meðlög sem tekjur frá
og með 1. júní nk. Sú ákvörðun hafði
ekki verið tekin. Því fluttum við til-
lögu um það á þessum fundi að frá
og með 1. júní yrði hætt að líta á
bamsmeðlög sem tekjur og vísuðum
sérstaklega f viðkomandi reglu út-
hlutunarreglna. Þessi tillaga var felld
af ríkisstjómarfulltrúunum. Þá var
borin upp efnislega samhljóða tillaga
af formanni sjóðstjómar og var hún
að sjálfsögðu samþykkt.
Við fögnum því að sjálfsögðu að
stjóm LÍN hefur ákveðið að fara að
tilmælum ráðherra og leiðrétta þessi
mistök. Hins vegar þijóskast ríkis-
stjómarfulltrúamir ennþá við að
breyta núverandi úthlutunarreglum
og leiðrétta þannig þessi leiðu mistök
með afturvirkum hætti. Þetta er
furðulegt í ljósi þess sem komið hef-
ur fram í bréfí menntamálaráðheira
og áliti Lagastofnunar Háskóla ís-
lands þess eftiis að stjóm LÍN sé að
fremja lögleysu.
Einnig er einkennilegt að með
þessu er ráðist á þann hóp lánþega
sem síst skyldi, sem em einstæðir
foreldrar, en með þessu lækka með-
lög lán þeirra. Þetta er ekki stór
hópur eða um 260 manns, svo hér
er ekki um mikla útgjaldaaukningu
að ræða fyrir sjóðinn. Hins vegar
skiptir þetta ákvæði mjög miklu
máli fyrir þennan hóp og getur orðið
til þess að fylla mælinn þannig að
þetta fólk þurfi að hverfa frá námi.
Nú þegar mistök ríkisstjómarfull-
trúanna em komin í ljós varðandi
núverandi úthlutunarreglu væri eðli-
legast að leiðrétta þau þannig að
sjóðurinn liggi ekki undir ámæli um
að bijóta lög á einstæðum foreldmm.
í sambandi við frétt Morgunblaðs-
ins sl. laugardag, lýsum við furðu
okkar á algerlega tilefnislausum
ásökunum Vökumanna á okkar
hendur. Þær ásakanir eiga ekki við
nein rök að styðjast og hljótum við
að velta fyrir okkur hvaðan heimildir
Vökumanna em fengnar, alla vega
em þær ekki komnar frá fulltrúum
námsmanna í stjóm LÍN.
Einnig hljótum við að lýsa furðu
okkar á vinnubrögðum Morgunblaðs-
ins I þessu máli. Mbl., vegna ein-
hverra ástæðna sem okkur em ekki
kunnar, hefur ekki séð neina ástæðu
til að hafa samband við fulltrúa
námsmanna í stjóm LÍN vegna þessa
máls. Þeir einu sem talað hefur ver-
ið við varðandi þetta mál em stúd-
entaráðsliðar Vöku f.l.s. eða fulltrúar
ríkisstjómarinnar í stjóm LÍN og er
óhætt að segja að þar hafí menn
leitað sannleikans í fingurbjörg. Að
lokum viljum við að það komi fram
að við höfum hingað til staðið í þeirri
trú að Vökumenn væm að vinna að
sama markmiði í þessu máli og við,
þ.e. að ná fram fullri leiðréttingu
handa einstæðum foreldmm.
Svanhildur Bogadóttir er fulltrúJ
SÍNE í stjórn LÍN.
Kristinn Halldór Einarsson er full-
trúi BÍSN í sljóm LÍN.
Ólafur Darri Andrason er fulltrúi
SHÍi stjóm LÍN.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Nauðungaruppboð
á húseigninni Aðalgötu 7, Sauöárkróki, eign Guðmundar Tómasson-
ar fer fram eftir kröfum innheimtumanns rikissjóös og Ólafs Gústafs-
sonar hrl. i skrifstofu uppboðshaldara, Viöigrund 20, Sauðárkróki,
fimmtudaginn 18. febrúar 1988 kl. 11.00.
Bæjarfógetinn á Sauðárkróki.
Nauðungaruppboð
á húseigninni Aðalgötu 10 8, efri hæö, Sauðárkróki, eign Hótels
Mælifells fer fram eftir kröfum veðdeildar Landsbanka islands og
Björns Ó. Hallgrímssonar hdl. í skrifstofu uppboðshaldara, Víðigrund
20, Sauöárkróki, fimmtudaginn 18. febrúar 1988 kl. 11.00.
Bæjarfógetinn á Sauðárkróki.
Nauðungaruppboð
annaö og síðara á húseigninni Aöalgötu 20, iðnaöarhúsi, Sauöár-
króki, eign Hreins Sigurðssonar fer fram eftir kröfu Búnaðarbanká
islands, Iðnlánasjóðs, innheimtumanns rikisstjóðs, Kaupfélags Skag-
firöinga, Steypustöðvar Skagafjarðar, Steingrims Þormóðssonar
hdl., Sauðárkrókskaupsstaöar, Skúla Bjarnasonar hdl., Guðríðar
Guðmundsdóttur hdl., Alþýðubankans, Brunabótafélags íslands,
Teppalands, Ásgeirs Thorodssen hdl., Sigurmars K. Albertssonar
hdl., Útvegsbanka islands og Árna Einarssonar hdl., á skrifstofu
uppboðshaldara, Viðigrund 5, Sauðárkróki, fimmtudaginn 18. febrú-
ar 1988 kl. 10.00. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki.
Orðsending
Umhverfis- og skipulagsnefndar
Sjálfstæðisflokksins
Skv. tillögu nefndar sem endurskoðaði starfshætti Sjálfstæðisflokks-
ins og vinnubrögö var m.a. gerð breyting á skipulagi og störfum
fastra nefnda.
Skv. þeim skipaði miðstjórn 5 manna verkefnaráð fyrir hverja nefnd,
en allir, sem áhuga hafa, geta skráð sig í nefndirnar og haft þannig
áhrif á starfið.
Verkefnaráð undirbýr og skipuleggur nefndarstörf og kemur upplýs-
ingum á framfæri.
Verkefnaráð Umhverfis- og skipulagsnefndar Sjálfstæðisflokksins
skipa: Hulda Valtýsdóttir, formaður, Salóme Þorkelsdóttir, Elín
Pálmadóttir, Gunnar G. Schram og Tómas Ingi Olrich.
Vakin skal athygli á því að verkefnaráð Umhverfis- og skipulagsnefnd-
ar stendur að ráðstefnu ásamt Landssambandi sjálfstæðiskvenna í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 20. febrúar nk. um þennan
málaflokk. Þar er gott tækifæri til að kynnast þessum málum og
jafnframt skrá sig til þátttöku i störfum nefndanna.
Einnig er bent á að hægt er að skrá sig í nefndirnar bréflega eða i
sima 82900.
Með bestu kveðju,
Verkefnaráð.
Kópavogur - Spilakvöld
Spilakvöld sjálfstæöisfélaganna í Kópavogi veröur í Sjálfstæðishús-
inu, Hamraborg 1, þriðjudaginn 16. febrúar kl. 21.00 stundvíslega.
Mætum öll.
Stjornm.
Akureyri - Noröurland
Framhaldsskólamenntun
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri stendur fyrir fundaröð
um framhaldsskólamenntunina. Fundirnir eru opnir öllu sjálfstæðis-
fólki í Norðurlandskjördæmi eystra.
Dagskrá:
Þriðjudaginn 16. febrúar i Kaupangi kl. 20.30-22.30.
Viðfangsefni: Tengsl framhaldsskólans við atvinnulífið.
Frummælendur: Bernharð Haraldsson, skólameistari, Trausti Þor-
steinsson, skólastjóri og Þorsteinn Þorsteinsson, nemi.
Mánudaginn 22. febrúar í Kaupangi kl. 20.30-22.30.
Viðfangsefni: Rekstur og fjármögnun framhaldsskólanna.
Fnjmmæléndun Katrin Eymundsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Húsavik
og Sólnjn Jensdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu.
Þriðjudaginn 1. mars í Kaupangi kl. 20.30-22.30.
Viöfangsefni: Innra starf framhaldsskólans.
Frummælendur: Ingibjörg Elíasdóttir, nemi, Jón Már Héðinsson,
framhaldsskólakennari og Margrét Kristinsdóttir, kennslustjóri.
Föstudaginn 4. mars í Kaupangi kl. 16.00-18.00.
Viöfangsefni: Frumvarp til laga um framhaldsskóla. Álitsgerðir allra
fyrri funda kynntar, ræddar og frágengnar.
Frummælendur: Guömundur Magnússon, aðstoðarmaður mennta-
málaráðherra og Tómas Ingi Olrich, framhaldsskólakennari.
Árshátið sjálfstæðismanna veröur föstudaglnn 4. mars i Svartfugli
kl. 19.00.
Hanastél, veislumatur.
Ávarp: Margrót Kristinsdóttir, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna á Akureyri.
Hátiðarræða: Birgir (sleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra.
Veislustjóri: Jón Kristinn Sólnes.
Skemmtiatriði og dans.
Miðapantanir á skrifstofunni i Kaupangi alla virka daga frá kl. 16.00-
18.00.
Laugardaginn 5. mars mun menntamálaráðherra boða til opins fund-
ar um framhaldsskólann. Verður hann nánar auglýstur síðar.
Nauðungaruppboð
annað og siðara á húseigninni Aðalgögu 20, ibúöar- og verslunar-
húsi Sauðárkróki eign Sveins Sigurössonar fer fram eftir kröfum
Búnaðarbanka íslands, Brunabótafélags íslands og innheimtumanns
rikissjóös, á skrifstofu uppboðshaldara, Víðigrund 20, Sauðárkróki,
fimmtudaginn 18. febrúar 1988 kl. 10.00
Sjálfstæðisfélögin
í Breiðholti
Spilakvöld
Félag sjálfstæðismanna i Hlíða- og Holtahverfi heldur spilakvöld
fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Kaffiveitingar. Fjölmennum.
boða til almenns borgarafundar í menningarmiðstöðinni í Gerðu-
bergi miðvíkudaginn 17. febrúar kl. 20.30.
Fundarefni: Skipulagsmál og önnur borgarmálefni með sérstöku til-
liti til Breiðholtshverfa.
FVummælendur: Davíð Oddsson, borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, formaður skipulagsnefndar.
Fundarstjóri: Gunnar Hauksson.
Allir velkomnir.
Sjálfstæðisfélögin i Breiðholti.
Stjórnin.
Mosfellsbær
Viðtalstími bæjarstjórnarmanna
Sjálfstæðisflokksins
Helga Richter bæj-
arfulltrúi og Guð-
mundur Daviðsson
varabæjarfulltrúi og
formaður veitu-
nefndar verða til
viðtals i fundarsal
Hlégarðs (uppi) frá
kl. 17.00-19.00
fimmtudaginn 18.
febrúar nk.
Allir velkomnir með
fyrirspurnir um bæj-
arstjórnarmál.
Stjórnin.
Sjálfstæðisfélag Mosfellinga.