Morgunblaðið - 16.02.1988, Page 52

Morgunblaðið - 16.02.1988, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 4 t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTJANA LOUISE JÓHANNSDÓTTIR, Ljósheimum 2, áður Gnoðarvogi 16, lést í Landspítalanum föstudaginn 12. febrúar. Jaröarförin auglýst siðar. Sigríður Lúthersdóttir, Egill Ásgrímsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sigurður H. Oddsson, Hafdís Lúthersdóttir Grundtman, Jan Grundtman og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG G. EINARSDÓTTIR, Silfurgötu 11, (saflrði, andaðist í Sjúkrahúsinu á ísafirði sunnudaginn 14. febrúar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, 1 HALLGRÍMUR JÓNSSON frá Dynjanda, lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 12. febrúar. Jarðarförin auglýst siðar. Börnin. t Faðir okkar, tengdafaöir, afi, langafi og langalangafi, GUÐJÓN BENEDIKTSSON vélstjóri, áður til heimilis f Gunnarssundi 7, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu þann 5. febrúar, verður jarðsunginn frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15.00 Steinunn Guðjónsdóttir, Böðvar Eggertsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Hulda Guðjónsdóttir, Haukur Sveinsson, Guðrún Guðjónsdóttir, Oddur Ingvarsson, Hera Guöjónsdóttir, Helgi S. Guðmundsson, Elsa Guðjónsdóttir, Haukur Guðjónsson, Laila Guðjónsson, Óskar Guðjónsson, Kristin Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR PÉTURSDÓTTIR, Vallargötu 18, Keflavík, er lést 9. febrúar sl., verður jarðsungin frá Keflavikurkirkju miðviku- daginn 17. febrúar kl. 14.00. Bragi Halldórsson, Fjóla Bragadóttir, George Bookasta, Baldur Bragason, Valgerður Óladóttir og barnabörn. t Maöurinn minn, sonur og bróðir, VIGFÚS SVERRIR GUÐMUNDSSON, Hátúni 10, Reykjavík, andaðist á heimili sinu 13. febrúar. Jarðarförin ferfram frá kapellu Kirkjugarðs Hafnarfjaröarföstudag- inn 19. febrúar kl. 13.30. Kristín Daviðsdóttir, Guðmundur Vigfússon, Erla Guðmundsdóttir. t Minningarathöfn um JÓHANN INGA JÓNSSON, Njálsgötu 75, Reykjavík, sem lést þann 10. febrúar verður haldin i Fossvogskirkju fimmtu- daginn 18. febrúar kl. 15.00. Jarösett verður á Noröfirði. Ragnhildur Jónsdóttir, Ingibjörg Ingadóttir. t %>ökkum auðsýnda samúö og vináttu vegna andláts GUÐRÚNARÁRNADÓTTUR frá Vogi. Dætur og aðrir aðstandendur. Viðar Pétursson læknir — Minning Fæddur 24. nóvember 1908 Dáinn 8. febrúar 1988 Þann 8. febrúar síðastliðinn and- aðist Viðar Pétursson læknir á Borgarspítalanum eftir langt og erfítt sjúkdómsstríð. Með honum er genginn maður gleðinnar, vin- margur og vinsæll. Viðar fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Péturs Zophóníassonar, ættfræðings, og Guðrúnar Jóns- dóttur, sem bæði voru virtir borgar- ar í Reykjavík, þekkti fyrir félags- málastörf, ekki síst störf í þágu góðtemplarareglunnar. Viðar ólst upp í glaðsinna systk- inahópi, en 10 böm þeirra hjóna náðu fullorðinsaldri. Sum systkin- anna dvöldu þó langdvölum hjá móðurfólki sínu í Norður-Þingeyjar- sýslu. Þaðan átti Viðar ljúfar æsku- minningar og alla tíð mat hann móðurfólk sitt á Melrakkasléttu mikils og bar sérstaka virðingu fyr- ir því mannlífí á Sléttunni sem þá var. Að loknu stúdentsprófí hóf Viðar nám í læknisfræði og lauk því árið 1935. Á skóla- og stúdentsámm tók Viðar virkan þátt í félags- og skemmtanalífí bæjarins, enda hvar- vetna eftirsóttur, þar sem menn réðu ráðum sínum eða gerðu sér dagamun, því honum fylgdi jafnan gleði og hressilegt viðmót. Á þessum árum starfaði hann í ýmsum félagasamtökum, t.d. um hríð hjá Leikfélagi Reykjavfkur, í Taflfélaginu og í söngfélögum, því hann var söngvinn og hafði góða söngrödd. Fylgdi sönggleðin honum alla tíð. Um skeið vann Viðar sem stað- gengill héraðslækna á ýmsum stöð- um. Kynntist hann þá vel erfíðri starfsaðstöðu héraðslækna, þar sem dugnaður, þrek og Iqarkur skiptu oft á tíðum ekki minna máli fyrir giftusamleg málalok heldur en staðgóð læknisþekking. Alla tíð dáðist Viðar mikið að eiginkonum héraðslæknanna, sem öllu stjórnuðu heima og heiman og leiðbeindu og studdu lítt reynda og unga stað- gengla í starfi. Minntist hann oft þessara dugmiklu kvenna þakklát- um huga, og hélt vináttu og tryggð við þær meðan ævin entist. Á stúdentsárum sínum eignaðist Viðar dóttur með Önnu Margréti Halldórsdóttur læknis Stefánsson- ar. Er það Véný, nú húsmóðir hér í Reykjavík. Árið 1937 hélt Viðar til Dan- merkur og hóf þar sémám í tauga- og geðlækningum. Vann hann um árabil við ýmis sjúkrahús þar í landi þar sem geðsjúklingar voru vistað- ir. Hafði hann rfka samúð með því ólánssama fólki sem þar dvaldi og þótti þolinmóður og laginn að fást við þá sjúklinga sem erfíðir voru. Heimsstyijöldin olli umróti áhög- um íslendinga sem dvöldu í Dan- mörku við störf og nám og breytti áformum margra vegna þeirrar óvissu, sem þá ríkti á öllum sviðum. Af ýmsum ástæðum brá Viðar þá á það ráð að gerast tannlæknir. Lauk hann námi við Tannlæknahá- skólann í Kaupmannahöfn árið 1942. Upp frá því voru tannlækn- ingar aðalstarf hans. Árið 1939 gekk Viðar að eiga mikilhæfa konu, Grethe Laursen, húkrunarfræðing. Þau eignuðust tvo syni, Vatnar, arkitekt f Reykjavík, og Öm, auglýsinga- teiknara, búsettan í Danmörku. Viðar naut stuðnings og velvildar tengdafólks síns í Danmörku og hélt tryggð við það alla tíð. Grethe og Viðar slitu samvistum. Þegar Viðar kom heim til íslands að lokinni styijöldinni árið 1945 var hér mikill og tilfinnanlegur skortur á tannlæknaþjónustu. Þeir fáu tannlæknar, sem þá störfuðu, höfðu hvergi nærri undan, ogþurftu sjúkl- ingar oft að bíða vikum, jafnvel mánuðum saman eftir að fá gert við tennur eða aðra þjónustu. í þessu mikla annríki hjá tannlækn- um bæjarins fékk Viðar fljótt orð fyrir að vera viðbragðsfljótur og greiðvikinn í starfí. Hélst það orð- spor alla tíð meðan hann sinnti tannlæknisstörfum. Sérstaka alúð sýndi hann ávallt bömum og gömlu fólki sem til hans leitaði. Árið 1948 kvæntist Viðar síðari konu sinni, Ellen, dóttur Peters Knutsens, jóskrar ættar, stjóms- amri dugnaðarkonu. Bjó hún bónda sfnum fallegt heimili þar sem ein- stök gestrisni og glaðlegt viðmót réð rílqum. Viðar Pétursson átti sér alla tíð mörg áhugamál, ef til vill of mörg. Áberandi þáttur í skaphöfn hans var rík samúð með þeim sem stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni, eða áttu af öðmm ástæðum í erfiðleik- um. Mótaði þessi þáttur mjög lífsskoðun hans alla tíð. Sama máli gegndi um viðhorf hans gagnvart dýmm, þar mátti hann ekkert aumt sjá. Lífsgleði var annar áberandi þáttur í skapgerð hans. Hvarvetna þar sem Viðar kom var hann hrók- ur alls fagnaðar og hressilegt og glatt viðmót entist honum til ævi- loka. Þetta kom líka fram í leik ýmiss konar, þar sem hann var áhugasamur og vel liðtækur þátt- takandi, t.d. í spila- og skákkeppni og laxveiði, sem hann stundaði af mikilli íþrótt. í flölmörg sumur, í lok sólmánað- ar, lagði lftill samvalinn hópur vina leið sína á vit óbyggða landsins í nokkurra daga ferðalag. Stundum vom þessi hestaferðalög erfíð fyrir nokkuð þungfæran mann ef misjöfn vom veður, en dugnaður Viðars í þessum ferðum, glaðværð hans og hjálpsemi brást aldrei. í endurminningum frá þessum dýrlegu óbyggðaferðum bregður mynd Viðars oftast fyrir í huganum og jafnan fannst mér þá að um hann léki sólskin. Nú hefur Viðar Pétursson lagt upp í sína hinstu for. Við gamlir ferðafélagar biðjum honum bless- unar og fararheilla. Ellen, sem dugði honum best þegar hann þurfti þess mest, böm- um hans og öðmm þeim, sem nú eiga um sárt að binda, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Páll A. Pálsson Fallinn er í valinn frændi minn og góður vinur, Viðar Pétursson, tannlæknir, sem var einstaklega hugljúfur og traustur samferða- maður, en drengskapur og hrein- lyndi vom hans aðalsmerki. Kynni okkar vom orðin löng, því faðir hans, Pétur Zóphónfasson, Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ARNFRÍÐAR TRYGGVADÓTTUR, Hróarsholti, Flóa. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Selfoss fyrir góða umönnun og hlýju henni sýnda í veikindum hennar. Gestur Jónsson. Ragnheiður Gestsdóttir, Tryggvi Gestsson, Guðjón Gestsson, Hólmfriður Gestsdóttir, Haraldur Gestsson, Kristin Gestsdóttir, barnabörn og Einar Þórarinsson, Alda Hermannsdóttir, Rannveig Einarsdóttir, Tómas Kristjánsson, Jóna Sigurlásdóttir, Gylfi Ólafsson, barnabarnabörn. ættfræðingur, sem var á sínum tíma mikill heimagangur í húsum Sturlu- bræðra við Laufásveg, réði ungan son sinn, Viðar, sem vikadreng til foreldra minna að Laxfossi í Staf- holtstungum, en þar dvöldust þau árlega nokkra sumarmánuði. Sú vera hans þar f sveit varð til þess, að hann hélt ævinlega nánu sam- bandi við foreldra mína og okkur systkinin. Þarna komst hann í kynni við ánægjulegt útilíf, laxveiðar og hestamennsku, sem hann lagði sjálfur mikla stund á síðar á lífsleið- inni. Á skólaárum sínum hafði Viðar aðsetur á Laufásvegi 51 hjá Sturlu, föðurbróður mínum, og héldust því áfram náin tengsl hans við þá bræð- ur og heimilisfólkið í húsum þeirra. Seinna, þegar Viðar var orðinn læknir og tannlæknir hér í Reykja- vík, urðu ýmsir í fjölskyldunni að- njótandi kjunnáttu hans í þeim fræð- um og urðu við það broshýrari og brattari og sérstaklega lífsglaðari vegna uppörvandi viðmóts læknis- ins, eins og allir þeir mörgu kom- ust í kynni við, er þurftu að leita til hans. Viðar var alinn upp í stórum systkinahópi, þar sem oft var glatt á hjalla og glímt við huglæg við- fangsefni. Spilamennska var honum í blóð borin og var hann sérlega eftirsóttur félagi í þeirri glímu, enda var hann af ætt landskunnra spila- manna og skáksnillinga og sjálfur alltaf hrókur alls fagnaðar þar sem hann gekk til leiks eða kom á mannamót. Ungur tók hann þátt í leiksýning- um og lék þá glæsimenni og kvennagull, því hann hafði bæði útlit og söngrödd, sem hæfðu því hlutverki. Hin ljúfa, þróttmikla rödd brást heldur ekki þótt aldurinn færðist yfír og hljómaði jafn við- kunnanlega, hvort heldur sungnir voru gluntar í glæstum sölum eða raulað í feðatjaldi á heiðum uppi. Ferðalög á hestum voru honum mikil hjartans mál. Hann var hvetj- andi þess, að dálftlll hópur frænda og vina ferðaðist um fjöllin blá og fór um tuttugu ára skeið þvert og endilangt um landið á hrossum til þess að njóta stórbrotinnar fegurðar á hálendi íslands. Þótt hann væri stundum svolítið þungur á fæti var lundin svo létt, að eyðisandar og úfín hraun urðu auðveld yfírferðar í samfylgd hans. Eftir stranga ferð þótti honum eftir- sóknarvert að fá ærlegan matarbita og hressingu á tjaldstað og kætast þar við söng og kveðskap. Ein af lystisemdum Viðars var að dveljast við laxveiðar einhvem hluta sumars til að njóta útivistar og gleðjast í vinahópi. Við þær að- stæður kemur glöggt í ljós innra eðli manna og hæverska, sé hún fyrir hendi. Þótt Viðar gæti verið ýtinn og fylginn sér, var hann sér- lega nærgætinn og tillitssamur veiðifélagi og jafnframt lunkinn við að fá þann silfraða sem aðra á sitt band. Viðar og Ellen eiginkona hans hafa verið einstaklega mannblendin og átt mikinn sæg vina um allt land. Hefur verið aðdáunarvert hve mikla alúð þau hafa getað sýnt þessum stóra kunningjaskara. Best hefur þetta komið fram í sérstakri umönn- un við margt fullorðið fólk, sem þeim hefur tekist að huga að með nærgætni. Fjölmennur hópur kunningja og ættmenna saknar nú góðs og trausts vinar, og við Sigrún vottum ástvinum Viðars dýpstu samúð. Sturla Friðrikssou

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.