Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
Oq
SNITTVÉLAR
eru sérlega
sterkbyggðar, léttar og
meðfærilegar og verðið
er ótrúlega hagstætt.
OGURA snittvélarnar
eru nú til á lager og til
afgreiðslu strax.
Allt til pípulagna
BURSTAFELL
Bygingavöruverslun
Bíidshöfóa 14-110 Reykjavík
Sími 38840
Rcrfmagns
oghand'
lynarar
Liprir og
handhægir.
Lyftigeta:
500-2000 kíló.
Lyftihæð upp í
6 metra.
Mjóar aksturs-
leiðir.
Veitum fúslega
allarupplýsingar.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
ÐiLDSHÖFÐA 16 SÍML6724 44
SIEMENS
VS9112
Öflug ryksuga
• Stillanlegur sogkraftur frá
250 W upp í 1100 W.
• Fjórfjöld síun.
• Fylgihlutirgeymdirivél.
• Sjálfinndregin snúra og
hleðsluskynjari.
Gömlu góðu
SIEMENS gæðin!
SM!TH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
Félagsmálaráðherra:
Töluverður hluti launamunar milli
kynja vegna mismunandi vinnutíma
GUÐRÚN Agnarsdóttir spurði
félagsmálaráðherra á fimmtu-
dag hvemig tekist hefði til með
framkvæmd þeirra tilmæla sem
ráðherrann beindi til ráðuneyta,
stofnana, og fyrirtækja ríkisins
varðandi átak til að ná settum
markmiðum ríkisstjórnarinnar í
jafnréttismálum. í svari félags-
málaráðherra kom fram að hún
teldi of skamman tíma hafa liðið
síðan þetta bréf var sent til þess
að segja til um árangur. Þessu
yrði þó fylgt eftir i haust. Hún
rakti síðan það starf sem verið
væri að vinna i þessum efnum í
ráðuneytinu. Meðal annars hefðu
verið athuguð laun greidd ríkis-
starfsmönnum og hefði þá komið
fram að karlar bættu laun sin
um 64% með yfirvinnu en konur
um 34%. Þarna vaknaði sú spurn-
ing hvort öll yfirvinna væri unn-
in en um það væri ekki hægt að
segja með núverandi gögnum.
Jóhanna Sigurðardóttir, fé-
lagsmálaráðherra, sagði að sex
mánuðir væru nú liðnir frá því að
þetta bréf hefði verið sent og hún
teldi að lengri tími þyrfti að líða til
þess að sjá hvort að marktækur
árangur hefði náðst vegna þessara
tilmæla sem hún beindi til ríkis-
stofnana og ráðuneyta og þeim yrði
fylgt eftir af hálfu ráðuneytisins.
Það yrði gert á komandi hausti.
Félagsmálaráðherra sagðist í til-
efni af þessari fyrirspum vilja nefna
að á undanfomum mánuðum hefði
nefnd á vegum félagsmálaráðu-
neytisins starfað að því verkefni í
samræmi við stjómarsáttmálann,
að leita leiða til þess að stytta vinn-
utíma hér á landi án þess að tekjur
skerðist. Þetta væri liður í þeirri
viðleitni að taka meira tillit til þarfa
fjölskyldunnar og þess að foreldrar
bæru jafna ábyrgð á bömum sínum,
svo og leið til launajafnréttis þar
sem vemlegur hluti af launumun
kynjanna stafaði af mismunandi
lengd vinnutíma. Nefndin myndi
fljótlega skila áfangaskýrslu varð-
andi þennan þátt.
Um áramótin hefði verið skipuð
nefnd sem stuðla ætti að launajafn-
rétti karla og kvenna í störfum hjá
hinu opinbera. Nefndinni væri ætlað
að fjalla um endurmat á störfum
kvenna hjá hinu opinbera þar sem
m.a. væri höfð hliðsjón af mikil-
vægi umönnunar og aðhlynningar-
starfa og starfsreynslu á heimilum
og gera tillögur þar um. Nefndin
hefði þegar haldið nokkra fundi og
rætt um með hvaða hætti unnið
yrði að verkefninu. M.a. hefði verið
samþykkt að fara yfir og kanna
laun hjá einstökum ríkisstofnunum
og ef í ljós kæmi, að mati nefndar-
manna, að munur væri á launum
karla og kvenna yrði það tekið til
sérstakrar athugunar.
Einnig hefði verið rætt í nefnd-
inni hvemig gera mætti tillögur í
kjarasamningum um jafnréttisá-
kvæði. Laun greidd ríkisstarfs-
mönnum hefðu verið athuguð og
þar kom í ljós að karlar bæta um
67% á laun sin með yfirvinnu en
konur um 34%. Af þessu mætti
draga þá ályktun að töluverðan
hluta af launamun hjá ,hinu opin-
GUÐRÚN Agnarsdóttir
(Kvl/Rvk) spurði í fyrirspurn-
artíma á fimmtudag forsætisráð-
herra og fjármálaráðherra um
launastefnu rikisins með tilliti til
komandi kjarasamninga. í
starfsáætlun' ríkisstjórnarinnar
væri hún túlkuð þannig að
„Launastefna rikisins sem aðila
að kjarasamningum miði að þvi
að bæta kjör hinna tekjulægstu
og að endurmeta störf kvenna
og stuðla að jafnrétti i launakjör-
um og hlOnnindagreiðslum frá
rikinu. Ráðherrarnir sögðu að
þarna væri átt við þá kjarasamn-
inga sem ríkið ætti aðild að, það
er við opinbera starfsmenn.
Samningar opinberra starfs-
manna yrðu þó ekki lausir fyrr
en um næstu áramót. Einnig
væri nú verið að vinna að könnun
á tekjum og lífskjörum á íslandi
og væri niðurstaðna að vænta i
haust
Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
bera mætti relqa til lengdar vinn-
utíma. Þá vaknaði sú spuming
hvort öll yfirvinna væri unnin. Ekki
væri hægt með þeim gögnum sem
fyrir lægju að ganga úr skugga um
það. Til þess þyrfti mun fullkomn-
ari upplýsingar um viðvist en nú
lægju fyrir.
Varðandi aðgang kvenna að
stöðuveitingum hjá ríkinu sagði
Jóhanna, að í athugun væri hvort
rétt væri að beita ákvæðum 3. gr.
jafnréttislaganna sem fælu í sér
svokallaða jákvæða mismunun, þ.e.
séraðgerðir í þágu kvenna og þá
hvemig því ákvæði yrði best beitt.
Hjörleifur Guttormsson
(Abl/Al) sagðist í tilefni þessarar
fyrirspumar vilja vekja athygli á
því að fyrir þinginu lægi fmmvarp
til breytinga á lögum um jafnrétti
karla og kvenna sem fæli það efnis-
lega í sér að það yrði lögboðið að
herra, sagði að eins og fram hefði
komið í tilvitnun í fyrirspum þá
væri það ætlunin að bæta kjör hinna
tekjulægstu og endurmeta störf
kvenna og stuðla að jafnrétti í
launakjörum og hlunnindagreiðsl-
um hjá ríkinu. Það væri líka stefna
stjómarinnar að afstaða til kjara-
mála kæmi fyrst og fremst fram í
samningum við opinbera starfs-
menn og myndi reyna á þetta í
samningum við þá.
Forsætisráðherra sagði ljóst að
þörf væri á öflugu upplýsingastarfí
í þessum efnum og kæmi til greina
að Hagstofa íslands kæmi þar
meira inn í- myndina. Félagsmála-
ráðherra hefði nýlega sett á lagg-
imar nefnd sem ætti að kanna hvort
og þá hver væri munurinn á launa-
kjömm karla og kvenna. Nefnd
þessi hefði samið áætlun um starf
sitt og lagt tvo kosti fyrir ráðuneyt-
ið. í fyrsta lagi að vinna þrönga
athugun samkvæmt fyrirmælunum
eða í öðm lagi að gera víðtæka
40% munur yrði hámarkið þegar
skipað væri í nefndir, stjómir og
ráð á vegum hins opinbera. Marg-
háttaðar aðgerðir þyrfti til þess að
ná þeim markmiðum sem hér væri
um rætt en þetta fmmvarp væri
skref í þá átt.
Guðrún Agnarsdóttir
(Kvl/Rvk) sagði að það yrði fróð-
legt að fylgjast með því eða að fá
að vita hvemig ráðuneytið ætlaði í
raun að fylgjast með erindi þessa
bréfs sem það sendi. Hveijir ættu
í raun að meta hvemig svarað yrði,
hvort það væm fyrirtækin, stofhan-
imar eða ráðuneytið. í sjálfu sér
væri kannski ágætt að kanna nánar
hvemig ástandið væri en henni
fyndist samt sem að komnar væm
nægilega margar kannanir ár eftir
ár sem sýndu fram á að misréttið
væri til staðar.
athugun á launum og lífskjömm í
tándinu.
Forsætisráðherra sagði Finna,
Norðmenn og Svía nýlega hafa
gert slíkar kannanir og var nefnd-
inni falið að vinna könnun af því
tagi. Það myndi gera okkur auð-
veldara að bera saman lífskjör hér
og í öðmm löndum.
Nefndin hefði snúið sér til fé-
lagsvísindastofnunar og fengið
hana til að taka þátt í gerð könnun-
arinnar, sem myndi taka til fjöl-
margra þátta er talist gætu til
lífskjara. Við gerð hennar yrði höfð
hliðsjón af norrænu könnununum.
Þegar hefði verið tryggð 3,5 m.kr.
aukafjárveiting og væri gert ráð
fyrir að niðurstöður myndu liggja
fyrir í haust.
Jón Baldvin Hannibalsson, flár-
málaráðherra, sagði kjarasamninga
ríkisins við opinbera starfsmenn
vera, með einstaka undantekning-
um, bundna til næstu áramóta og
yrðu það fyrstu samningamir síðan
starfsáætlun ríkisstjómarinnar var
samþykkt. Nú væri unnið að mótun
þessarar stefnu m.a. með þeirri
nefnd sem sett hefði verið á laggim-
ar af félagsmálaráðherra.
Aðalheiður Bjamfreðsdóttir
sagði að það yrði gaman að heyra
hvenær nefndin ætti að skila
árangri. Taldi hún nefndaskipan
litla lausn á vandanum sem við
væri að etja. Launastefna ríkis-
stjómarinnar lægi skýrt fyrir, hún
væri 31.000 krónur á mánuði og
væri ekki hægt að opna margar
stofnanir af því að ekki fengist þar
fólk til starfa.
Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn)
sagðist ekki hafa orðið fyrir von-
brigðum með svör ráðherranna því
hún hafi ekki átt von á meiru. Taldi
hún stjómvöld ekki treysta sér til
þess að framfylgja stefnu sinni.
Sigríður Lillý Baldursdóttir
(Kvl/Rvk) spurði hvort kjölfar
þessarar könnunar yrðu að laun
hækkuð einhliða og hvað yrði gert
ef það kæmi ljós að verulegur mun-
ur væri á launum karla og kvenna.
Guðrún Agnarsdóttir
(Kvl/Rvk) sagði að þó ráðherramir
hefðu verið tveir hefðu svörin ekki
orðið fleiri. Nóg væri komið af
könnunum. Við leystum ekki vand-
ann með þeim heldur heldur með
því að taka mark á niðurstöðum
þeirra.
Guðrún sagði óhóflega vinnu og
lág laun vera orðin að meinsemd
sem þessi stjóm yrði að uppræta.
Annað væri ófyrirgefanlegt.
Unnið að fyrsta heildaryfir-
litinu um félagslegar íbúðir
Felagsmálaráðherra svaraði í
fyrirspurnatíma á fimmtudag
fyrirspurn frá Þórði Skúlasyni
(Abl/Nv) um hvað liði endurskoð-
un á löggjöf á félagslega íbúðar-
kerfinu. I svari ráðherra kom
fram að nú væri verið að vinna
að þeirri upplýsingaöflun sem
væri nauðsynleg vegna þessarar
endurskoðunar. Þegar því væri
lokið myndi liggja fyrir fyrsta
heildaryfirlitið um félagslegar
ibúðir á íslandi og yrði þá tekið
til við að vinna að því að endur-
skoða uppbyggingu og fjármögn-
un félagslega íbúðarkerfisins.
Jóhanna Sigurðardóttir, fé-
lagsmálaráðherra, sagði að áður
en formlegt starf við endurskoðun
félagslega íbúðarkerfisins gæti haf-
ist þyrfti að afla upplýsinga um
félagslegar íbúðir hér á landi sem
nú væru ekki til staðar. Undirbún-
ingur að þeirri upplýsingaöflun og
þar með endurskoðun á félagslega
kerfinu hefði hafíst á haustmánuð-
um þegar félagsmálaráðuneytið
óskaði eftir því við Húsnæðisstofn-
un ríkisins að hafa umsjón með
þeirri upplýsingaöflun. 1 þessu sam-
bandi hefði ráðuneytið lagt áherslu
á eftirtalin atriði:
1) Að fá fram fjölda, stærð og
aldur íbúða á vegum stjómar verka-
mannabústaða svo og sveitarfélaga
og félagssamtaka.
2) Fá fram fjölda íbúða í verka-
mannabústöðum sem væru í leigu
og tíðni íbúðaskipta.
3) Fá fram upplýsingar varðandi
félagslega stöðu íbúanna, s.s. hjú-
skaparstöðu, fjölskyldustærð, aldur
og efnahag.
Félagsmálaráðherra sagði að hún
teldi öll þessi atriði mikilvæg við
þá endurskoðun sem fyrirhuguð
væri á félagslega kerfinu, einkum
þá að fá fram fjölda íbúða í verka-
mannabústaðakerfinu sem væru í
leigu og tíðni íbúðaskipta, félags-
lega stöðu og efnahag. Þarna
myndu fást upplýsingar um það
hvort umtalsverður fjöldi eigenda í
verkamannabústaðaíbúðum væru
e.t.v. langt yfir þeim tekjumörkum
sem giltu í þessu kerfí. Þetta verk
væri nú vel á veg komið.
í byijun árs hefðu verið um 1700
íbúðir óskráðar í félagslega kerfinu.
Nú væri unnið að því að ljúka skrán-
ingu íbúðanna og annarra nauðsyn-
legra upplýsinga. Þegar því væri
lokið yrði hér um að ræða fyrsta
heildaryfirlitið um félagslegar íbúð-
ir á íslandi. Síðan tæki við úr-
vinnsla og störf þeirrar nefndar sem
með aðild aðila vinnumarkaðarins
fengi það verkefni að gera tillögur
varðandi uppbyggingu og fjár-
mögnun félagslega íbúðakerfisins.
Félagsmálaráðherra sagðist vilja
nefna það að í tengslum við endur-
skoðun félagslega hluta húsnæðis-
kerfísins væri áformað að gera
áætlun um úrbætur í húsnæðis- og
vistunarmálum aldraðra og fatl-
aðra.
Þórður Skúlason spurði félags-
málaráðherra einnig hvort við end-
urskoðunina væri gert ráð fyrir að
sveitarfélög, þar sem endursöluverð
íbúðarhúsnæðis væri undir kostnað-
arverði, yrðu leyst undan ákvæðum
um kaupskyldu. Ráðherrann sagði
þessa kaupskyldu vera bundna í
lögum til að tryggja það að verka-
mannaþústaðir og aðrar félagslegar
íbúðir, sem seldar væru, héldust í
félagslegri eign og þjónuðu áfram
upphaflegum tilgangi sínum. Hún
teldi því ekki rétt að hverfa frá
þessum markmiðum húsnæðislög-
gjafarinnar.
Könnun á tekjum o g
lífskjörum á Islandi