Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 25
vel með ofbeldisfullum aðgerðum að dómi anti-psykiatríunnar. Læknar voru gagnrýndir fyrir yfirborðslega notkun sjúkdómsgreininga sem þannig gætu orðið að skilnings- hamlandi klisjum og viðbótaroki á sjúklingana og torveldað raunveru- lega lausn vandans. Nú þyrfti geð- þjónustan að fara að beina kröftun- um af alvöru að samfélaginu sjálfu og hinum alvarlegu sjúkdómsein- kennum þess, gagnrýna það og sundurgreina og stuðla að endumýj- un þess og heilbrigðari lífsháttum. Þó að undarlegt megi virðast þá þótti mörgum og þykir þetta enn svona fremur hæpinn og öfgafullur boðskapur og því er ekki að neita að nokkurs ofstækis hafí kunnað að gæta meðal sumra fylgismanna þessarar stefnu. En í henni leynist þó sár sannleiksbroddur. Á það má minna að auðvitað hefur margoft, fyrr og síðar verið lögð mikil áhersla á afgerandi þátt hins félagslega umhverfís í geðheilsu og allri líðan manna og nægir að minna á Freud og fjölmarga fylgjendur hans. Marg- ir hafa þolað illa þennan róttæka og miskunnarlausa þátt í verkum hans og enn í dag má viða lesa og heyra furðulegt rutlumtutl og rang- færslur á hinum gagnmerku kenn- ingum sálgreiningarinnar. Ljóst er af öllu þessu að hin sið- fræðilegu landamæri geðheilbrigðis- fræðanna eru umdeild. En að baki margra alvarlegra heilbrigðisvanda- mála og félagslegra árekstra er oft mikil sálræn og siðræn\tómhyggja sem ég fæ ekki séð að neilbrigðis- stéttimar megi skorast undan að takast á við. Geðheilbrigðiskerfíð má ekki takmarka sig við hlutverk „greiningarstöðva" eða viðgerðar- þjónustu í þröngri merkingu. Víðtæk fýrirbyggjandi sjónarmið þarf að bera hæst, og þá ekki síst stóraukna fræðslustarfsemi. Eigi geðþjónustan að rísa undir nafni í framtíðinni fæ ég ekki betur séð en að hún verði í auknum mæli að taka ákveðna sið- ferðilega afstöðu í fjölmörgum efn- um og blanda sér óhikað í samfélags- umræðuna langt utan hins hefð- bundna klíníska túngarðs. Deilt á dómarana Að undanfömu hefur verið deilt óvenjumikið á dómsvald og dómara. Eru þeir kannski of uppteknir við þessa „aðlögun" að „kerfínu" sem áður greinir — á kostnað einstakl- ingsins? Því eru aðrir færari um að gera skil eins og lesendum þessa blaðs er vel kunnugt. Ég vil þó aðeins nota tækifærið og láta í ljós þá skoðun sérstaklega í sambandi við málefni fanga og raunar allra brotlegra, að mjög nauðsynlegt virðist að efla og skipu- leggja allt samstarf dómskerfís og Ferskar dögum saman -enda i loftskiptum umbúöum. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 heilbrigðiskerfís og raunar einnig félagsmálakerfís og menntakerfís í þá vem að leita mun íjölbreyttari úrræða við þessum vanda og bæta þjónustuna við alla þá svo og að- standendur þeirra, sem brotlegir gerast við lög, oftlega í nánum tengslum við mikla félagslega erfíð- leika, geðræn vandkvæði, vímuefna- neyslu og alkóhólisma. Víðtæk fyrir- byggjandi sjónarmið þarf auðvitað að bera hæst, en margt fleira þarf athugunar við. Geðþjónusta, bæði rannsóknir og meðferðartilboð, þyrfti að verða mun meiri á öllum stigum dómskerfís. Gera þarf könn- un á eðli og umfangi þessara mála svo hægt sé að meta þessa þörf nánar. Til álita kemur að beina mönnum í viðeigandi meðferð vegna vímuefnafíknar eða geðrænna vand- kvæða strax við ákæru í vissum til- vikum. Einnig að dómsniðurstaða byði upp á val á milli skilorðsbund- ins meðferðardóms eða einhliða refsidóms þegar ástæða þætti til. Nauðsyn listarinnar Ekki verður skilið við þessa um- ræðu um varðveislu menningar og heilbrigðis án þess að drepa rétt aðeins á listir og hlutverk þeirra, og hér er átt við allt í senn, bókmennt- ir, myndlist, tónlist, leiklist, kvik- myndalist og svo framvegis og enn- fremur bæði listsköpun og listnautn eftir atvikum. Listin dýpkar og þro- skar mannsandann, skyn mannsins á fegurð og ljótleika, eykur skilning og ábjrgð mannsins á sjálfum sér og veröldinni og virðingu fyrir tilve- runni, hæfni til að takast á við hana — og skynja tilganginn í lífínu. Ég leyfí mér að fullyrða að listin sé í senn heilsufarsleg nauðsyn og ein meginforsenda mannlegs samfélags og virðist mér langt frá því að þorri manna, stjómvöld og fjölmiðlar hafí gert sér viðhlítandi grein fyrir þessu. Ráða þarf bót á því! Meðal annars þarf að skapa öllum tíma frá brauðstriti og búksorgum til að ástunda og rækta lífsnauðsynleg menningarverðmæti, listir og önnur holl hugðarefni. Hefur lífið tilgang? Afstaða sálgreiningarinnar og kenningar hennar um manninn, nauðhyggjan og hluthyggjan gagn- vart mannshuganum og vitundinni, virðist kannski ekki að öllu leyti uppörvandi, en gerir margt skiljan- legra. Afstaða tilvistarheimspekinn- ar til lífsins og kenningar hennar um allt að því óþolandi mótsagnir þess, frelsið og ábyrgðina og allt það virðist kannski heldur ekki upplífg- andi og þó leynist í henni merkileg von. Drepið var á það í upphafi, hve erfitt ef ekki hreinlega fáránlegt og ógnvekjandi mannlegt hlutskipti oft er. Sé lífíð tilgangslaust þá er að taka því. En maðurinn er ekki í eðli sínu óvirkur áhorfandi staddur utan vemleikans. í veikleika sínum og smæð ér hann ábyrgur þátttakandi í lífínu, framvindu þess og mótun, tilgangi eða tilgangsleysi eftir atvik- um. Þá fyrst verður honum lífíð ein- hvers virði, að hann glæði það sjálf- ur merkingu með tilvist sinni og afstöðu. Hver maður ber með vissum hætti ábyrgð á tilgangi lífsins. Það er mikið rætt um að komast hjá vanlíðan og öðlast vellíðan, en kannski snýst lífið og tilgangur þess samt ekki fyrst- og fremst um þetta. Maðurinn stendur ætíð andspænis spumingunni um siðferðilega og níhilistíska uppgjöf fyrir kröfum og byrði lífsins annars vegar, en eflingu sjálfsvirðingar og mannlegrar reisn- ar hins vegar. Sem ekki verður mæld á hefðbundinn mælikvarða vellíðunar, þessarar þráhyggjuaf- urðar nútímans. Fmmskyldur mannsins í sálrænum, félagslegum og siðfræðilegum skilningi em hvorki háðar veðri, verðbólgu né vinnugetu, tilfínningasveiflum né öðmm tíma- og staðbundnum að- stæðum. Maðurinn er sjálfum sér spuming. Lífið allt og tilveran er ráðgáta sem sýna ber tilhlýðilega lotningu og auðmýkt. Tilfinning fyrir tilgangi er meira virði en vitneskja um tilgang að svo miklu leyti sem þetta tvennt verður aðgreint. Aukinna vitsmuna er þörf, en hins þó meir, að mannlegur fé- lagsskapur og tengsl gefí þeim verð- ugt markmið og viðfang. Aldrei hef- - ur áður í sögu mannkynsins verið jafnmikil þörf á gagnkvæmu trausti og samstöðu. Og þá einkum og sér í lagi um nýtingu vísinda og tækni til umhverfisvemdar og mannrækt- ar. Höfundur er geðlæknir á geðdeild Lnndspitalans. Metsölublað á hverjum degi! KAUPUM ALLA #*ÁltAlál AA AI Tökum á móti brotajárni, samkvæmt samkomulagi, í endurvinnslu okkar að Klettagörðum 9 við Sundahöfn. SINDRA^STÁLHF BORGARTÚNI31, SiMI 272 22 (10 UNUR) RAFMÓTORAR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Dagvist barna Skóladagheimilið Hagakot, Forahaga8 Vantar nú þegar deildarfóstru. Upplýsingar gefur forstöðu- maður í síma 29270. úrviðhaldsfriu PvC efni. Full einanarað. Smíðum einnig enlotnfnr •í' 0 % okkar. m I . ggar og Smiðsbúð 8, 210 G f , . ' - sími 44300 Mjólkursamsalan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.