Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 61 Árvakur samþykk- ir kröfugerð VMSÍ Formannaf undur Alþýðusambands Austurlands í dag Atriði úr myndinni „Hættuleg óbyggðaferð" sem Stjörnubíó sýnir. MIKIL ina, nu Góð loðnuveiði var um helgina loðnuveiði var um helg- mest á sunnudag, en þá var tlmn samtals 20.290 tonn. Afli frá áramótum er orðinn tæplega 300.000 tonn og er svipað magn eftir óveitt samkvæmt kvóta. Skipin eru yfirleitt f^jót að fylla sig, þó lítið sé um stór köst, en leyfi veður, eru þau yfirleitt með fullfermi dag hvern, sem fremi sem þau fari ekki of langt með aflann til löndunar. Loðnan veið- ist nú rétt utan Homafjarðar. Á föstudag var sólarhringsaflinn 6.240 tonn og auk þeirra skipa, sem áður er getið, fór Magnús NK þá til Neskaupastaðar með 500 tonn. Á laugardag voru eftirtalin skip með afla, samtals 5.500 tonn: Sjáv- arborg GK 650, Helga II RE 180 og Beitir NK 500 til Neskaupstað- ar, Eskfirðingur SU 370, Jón Kjart- ansson SU 450 og Guðmundur Ól- afur ÖF 550 til Eskifjarðar, Höfr- ungur AK 300 til Akraness, Guð- mundur VE 650 og Kap II VE 200 til Vestmannaeyja, Hilmir II 'SU 580 og Víkurberg GK 530 til Seyð- isfjarðar, Fífill GK 400 og Galti ÞH 140 til Homaijarðar. Á sunnudag vom eftirtalin skip með afla, samtals 20.290 tonn: Húnaröst ÁR 610 og Galti ÞH 530 til Homafjarðar, Hákon ÞH 950, Eldborg HF 1.250, Eskfirðingur SU 580 og Guðrún Þorkelsdóttir SU 710 til Eskifjarðar, Albert GK 650, Dagfari ÞH 510, Sjávarborg GK 770, Helga II RE 530, Bjami Olafs- son AK 1.050 og Pétur Jónsson RE 970 til Seyðisfjaðrar, Þórs- hamar GK 550, Hilmir SU 1.000, Beitir NK 1.150 og Guðmundur ÓLafur ÓF 600 til Neskaupstaðar, Rauðsey AK 600 til Akraness, Grindvíkingur GK 950 til Grindavíkur, Gígja VE 700, ísleifur VE 730, Bergur VE 520, Erling KE 650, Gullberg VE 620, Sigurður RE 1.380 og Sighvatur Bjamason VE 700 til Vestmannaeyja, Keflvík- ingur KE 530 og Magnús NK 500 til Reyðarfjarðar. Síðdegis á mánudag höfðu eftir- talin skip tilkynnt um afla: Huginn VE 620, Hrafn GK 660 og Júpíter RE 1.340 löndunarstaður óákveð- inn, Jón Kjartansson SU 1.100 til Eskifjarðar, Víkingur AK 1.300 til Akraness, Börkur NK 1.200 til Neskaupstaðar, Hilmir II SU 580 til Vestmannaeyja, Fífill GK 620 og Harpa RE 570 til Reyðarfjarðar og Víkurberg GK til Vopnafjarðar. „Það em aðilar, sem em eins og stendur á hægra bijóstinu á ríkis- stjóminni, en þyrfti endilega að fara að venja af. Mér er en sárar um þetta vegna þess að þetta er ríkisstjóm sem ég hef stutt. Ef hún hins vegar endar með því að koma öllu hér á kaldan klaka veit ég ekki hvað sá stuðningur endist lengi. Það er um tvennt að ræða. Annað hvort að hætta að styðja stjómina eða flytja suður og það hefur ekk- ert verið á dagskrá hjá mér,“ sagði Hrafnkell. Ýmir seldi í Cuxhaven ÝMIR HF seldi afla sinn, mest karfa í Cuxhaven á mánudag. Meðalverð var yfir 60 krónur. Ýmir seldi alls 167 tonn að verð- mæti 107 milljónir króna. Meðal- verð var 64,42. Aflinn var nær all- ur karfi og var karfinn allur flokk- aður í 2% toll. PHILIPS HQ-VR 6443 gæöamyndbandstækiö - tæki sem svarar kröfum nútímaiis. • Þráðlaus (jarstýring Sjálfvirkur stöðva leitari 16 stöðva forval Upptökuminni í 14 daga fyrir 4 skráningar Skyndiupptaka óháð upptökuminni Myndleitari i báðar áttir • Frysting á ramma Og ótal fleiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökin á Veröið kemur þér á óvart uoimiUstæKÍ hf ögHSSSSi--r- FUNDUR stjómar og trúnaðar- mannaráðs verkamannaf élags- ins Árvakurs á Eskifirði haldinn á laugardag samþykkti kröfu- gerð Verkamannasambands ís- lands í komandi kjarasamning- um. í dag verður haldinn form- annafundur Alþýðusambands Austurlands og er búist við að þar verði ákveðið að verkalýðs- félög á Austurlandi fylgi Verka- mannasambandinu að málum. í ályktun sem fundurinn sam- þykkti af þessu tilefni, segir meðal annars: „Þrátt fyrir samþykkt á kröfugerð Verkamannasambands- ins telur stjóm og trúnaðarmanna- ráð Árvakurs að lægstu laun í landinu eigi aldrei að vera lægri en svo að þau dugi til framfærslu fjöl- skyldu. Sú kröfugerð sem Verka- mannasambandið hefur náð sam- stöðu um uppfyllir ekki þau skil- yrði. Aðstæður á vinnumarkaði og í atvinnulífi gera það hins vegar nauðsynlegt að verkafólk snúi bök- um saman. Af þeirri ástæðu er fall- ist á kröfugerð Verkamannasam- bands íslands. Stjóm og trúnaðarmannaráð Ár- vakurs krefst þess af ríkisstjóm og Alþingi að gerðar verði ráðstafanir sem tryggja atvinnuöryggi verka- fólks. Auk þess er það skýlaus krafa til ríkisvaldsins að verðlagi brýn- ustu lífsnauðsynja verði haldið niðri. Þess er krafist að verði á opinberri þjónustu verði haldið niðri og verð á raforku lækkað. Stjóm og trúnaðarmannaráð Ár- vakurs lýsir ábyrgð á hendur ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar komi til átaka á vinnumarkaði. Aðgerðir ríkisstjómarinnar hafa miðað mark- visst að því að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Stjóm- laust brask með fjármagn hefur ofurselt húsbyggjendur ríkisrekn- um okurlánamarkaði með þeim af- leiðingum að raunverulegum öréig- um á íslandi fjölgar með hverri vik- unni sem líður án þess að eitthvað sé að gert. Vilji ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar koma fram sem ríkis- stjóm allrar þjóðarinnar þá ber henni að grípa þegar til aðgerða sem jafna lífskjör og treysta rekstraröryggi undirstöðuatvinnu- vega þjóðarinnar." • Hrafnkell A. Jónsson, formaður Árvakurs, sagði í samtali við Morg- unblaðið að vaxta- og gengisstefna ríkisstjómarinnar væri mjög and- stæðundirstöðuatvinnuvegum þjóð- arinnar og það kæmi auðvitað einn- ig niður á launafólki, sem ynni við þessar atvinnugreinar. Það væri ekki hægt að horfa framhjá því að fyrirtæki á Austfjörðum, sem hefðu sýnt góða afkomu fyrri hluta síðasta árs væru rekin með bullandi hallarekstri nú og það gerði erfið- ara að sækja réttlátar launahækk- anir. Hins vegar högnuðust aðrir aðiiar í þjóðfélaginu á gengis- og vaxtastefnunni. „H*ttuleg óbyggða- ferð“ sýnd í Stjömubíói STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á kvikmyndinni „Hættuleg óbyggðaferð" eða „White Water Summer“ eins og hún heitir á frummálinu. Með helstu hlutverk fara Kevin Bacon, Sean Astin, Matt Adler, K.C. Martel og Jonat- han Ward. Leikstjóri er Jeff Bleckner. Myndin segir frá óvenjulegri úti- legu fjögurra borgarstráka og leið- beinanda þeirra, sem reynist hið besta hörkutól. Alan er yngstur strákanna og lítill útilífsmaður. Hann fer í ferðina með hálfum hug, en gmnar þó ekki að hann og félag- ar hans eigi eftir að vera í stöðugri lífshættu. • Myndin er að hluta til tekin í Nýja-Sjálandi og þess má geta að það tók heilt ár að kvikmynda sum áhættuatriðin og 22 bátar eyðilögð- ust við tökuna. ■ ■■I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.