Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 17 Þess skal getið, sem vel er gjört eftirJórunni Ólafsdóttur Hugsjónin, sem varð kveikjan að stofnun Rauða krossins ar göf- ug, og ómæld sú blessun, sem hennar vegna hefur veitt verið í áranna rás. Þessi alheimshreyfing hefur ver- ið sterkt vígi og veitull aflgjafi í þágu hins góða stríðshijáðum og trylltum heimi. í deildum um víða veröld hefur allt frá því að þær urðu til verið unnið ómetanlegt hjálpar og fóm- arstarf. Rauði kross íslands er vissulega virkur þar á meðal. Gagnmerk hefur starfsemi hans reynst á áratugaferli, og er verð- ugt að meta hana og muna. Hún hefur á síðari árum orðið æ fjöl- þættari og bent um margt til síauk- ins skilnings á kjörum þeirra, sem margskonar erfíðleikar, og þá sér í lagi sjúkdómar, sækja heim. Avöxtur þessa skilnings og vitni um aukna íjolbreytni { starfinu var m.a. stofnun og starfræksla sjúkrahótels sem hófst síðla árs 1974. Þetta var mikið heillaverk, sem létt hefur göngu margra þeg- ar þyngdi fyrir fæti og syrti að í margvíslegum skilningi. í Skipholti 21 í Reykjavík var hótelinu • búinn staður. Það var hæfilega stórt til að þar gæfust manneskjuleg tengsl. Og þama varð til hlýtt og einkar menningar- legt heimili, þar sem veikir og van- megna, þreyttir og þjáðir áttu ómetanlegt athvarf um lengri eða skemmri tíma. Gestabókin, sem þarna lá frammi, sýndi greinilega, svo að ekki varð um villst, þann hug, sem fjölmargir úr röðum dvalargesta báru til þessa staðar, og hvað þeir töldu sig hafa að þakka. Sæti húsfreyjunnar í Skipholti 21 skipaði frá upphafí frú Bryndís Jónsdóttir. Gestimir mörgu, sem kvöddu dyra á staðnum, hittu ekki fyrir hótel, sem bar svipmót stofn- unar, heldur heimilisarin. Þannig var það byggt upp af hálfu hennar sem stjómina hafði með höndum. Frú Bryndís er afbragðs gest- gjafi og hefur rausn og reglusemi í hávegum. Þess gætti ríkulega í heimilishaldinu í Skipholtinu, ásamt ágætri þjónustu starfsliðs. Ég mæli hér af miklum kunn- leikum, því að allt frá árinu 1978 dvaldi ég þama mörgum sinnum og stundum langtímum saman. Og ávallt var það svo, að þegar ég gekk inn um dyr í Skipholti 21, fannst mér, sem ég væri að koma heim. Segir það meira en mörg orð um það, sem þar var að finna og njóta. Því mun ég ávallt hugsa með hlýrri þökk til þeirra, sem orkuðu því að þetta varð þannig, og biðja þeim blessunar á hverri tíð. Og ég er þess fullviss að und- ir það munu margir taka með mér. Hitt er og víst að nú á tímum eru breytingar örar og oft er skipt um svið. Ráðamenn RKÍ voru víst í takt við þá staðreynd þegar þeir ákváðu að selja Skipholt 21 og kaupa í staðinn hótel Hof við Rauð- arárstíg. Á vordögum á sl. ári var þangað flutt úr Skipholti, sjúkra- þjónustan svo og skrifstofur RKÍ. Til þess að hið fyrrnefnda gæti haldið áfram var brugðið á það ráð að byggja eina hæð ofan á þær þijár sem fyrir voru á hótelinu við Rauðarárstíg 18, sem með eig- endaskiptunum hlaut nýtt nafn og heitir nú hótel Lind. Þar á 4. hæð er nú starfrækt sjúkradeild og ríkir þar sama regla um innkomu og rétt til dvalar og var í Skipholti 21 árin öll, sem sjúkrahótelið fékk að halda þar velli. Það var þann 1. maí sl. vor að Jórunn Olafsdóttir „Það færði mér vissu um að fyllsti vilji er til staðar, varðandi það að búa sem best að þeim, sem þarna koma og dvelja lengur eða skem- ur.“ starfsemin hófst þama, í fallegum salarkynnum við nútímaþægindi. Ég kom þangað inn fáeinum dög- um síðar til frekar stuttrar dvalar. Staðurinn var mér framandi og það tók mig nokkra stund að átta mig á umskiptunum og samhæfast ýmsum breytingum þeim samfara. En áður en varði hafði ég aðlag- ast, sem vera ber, enda var þama ýmsum kunnugum að mæta, bæði á meðal starfsliðs og sjúklinga. Og þegar ég fór heim sagði mér vel hugur um framhaldið, þ.e. að koma aftur, er ég þyrfti þess við, gista staðinn og njóta þess, sem hann hefur að veita. Það gjörðist á síðustu mánuðum sl. árs. Þá átti ég þama dvöl í 9 vikur, undi mér vel og fann mig sátta. Hlýtt við- mót, umhyggja og góð þjónusta var svo sannarlega í té látið. Það færði mér vissu um að fyllsti vilji er til staðar, varðandi það að búa sem best að þeim, sem þama koma og dvelja lengur eða skemur. Og allmargir em þeir sem koma aftur og aftur vegna þess að brostin heilsa þeirra og meðhöndlun til samræmis leiðir til slíks. Á reynsl- utíð er mikilvægt að fá þrýst hlýja hönd og fundið traust. I nefndri dvöl minni á sjúkradeild hótel Lind- ar á haust- og vetrardögum fann ég gamla og góða vini og eignað- ist nýja, sem var mjög uppörvandi og vakti hlýju í huga. Starfsliði sjúkradeildarinnar færi ég fyllstu þakkir mínar og góðar óskir. Það stendur sig prýð- isvel í önn og erli daganna og lað- ar þannig fram hjá þeim, sem það veitir þjónustu sína, líðan góða, eftir því sem unnt er. Hótelstjóra Lindar, Ólafi Emi Ólafssyni, flyt ég þakkir og óska allra heilla. Höfundur býr & Akureyri og er frá Sörlastöðum í Fiýóskadal. OTTIROn AFGREIÐSLUKASSAR Engin hætkun í heilt ár • - Já, því ekki að segja frá því þegar allt verðlagskerfi landsins riðlast, að í verslun okkar hafa húsgögn ekki hækkað - í það heila tekið - síðan í febrúar í fyrra. Síðan 1964 - þegar við byrjuðum að versla - hefur aldrei verið hagstæðara að kaupa húsgögn en nú. Yinningur í verslun okkar eru öll húsgögn verðlögð á nettóverði - svo- nefndu staðgreiðsluverði, sem að sjálfsögðu verður til þess að þeir, sem kaupa með afborgunum hjá okkur, skaðast ekki um staðgreiðsluafslátt, sem víða er 5-10% af útsöluverði - og aug- ljóslega hrein viðbót við vexti. Peningar Greiðslukortin frá Visa og Euro eru peningar í verslun okkar - eins og hveijir aðrir peningaseðlar - hvort heldur sem fullnað- argreiðsla eða útborguri á kaupsamninga.v Greiðslukortin eru peningar okkar tíma - svo einfalt er það. Auðvelt Við bjóðum upp á léttar greiðsluraðir - í allt að 12 mánuði - á afborgunarsamningum, sem greiða má af í hvaða banka sem er - og samninga, sem kortafyrirtækin Euro og Visa gefa út og annast innheimtu á, þér að fyrithafnarlausu. Eurokredit og Visa vildarkjör. Öryggi Dagsett sölunóta er ábyrgðarskírteini þitt, því við bjóðum 2ja ára ábyrgð á gæðum efnis og vinnu húsgagnanna. Úrval . Öll viljum við eiga falleg heimili og það er gaman að versla þar sem úrval er mikið - ef við gefum okkur til þess góðan tíma. Berum saman hinar ýmsu gerðir og liti, mælum og met- um gæðin og gerum verðsamanburð. / Húsgagnahöllinni er mesta og fjölbreyttasta úrval húsgagna á íslandi - um það efast enginn sem lítur til okkar. REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.