Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.02.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 Notaðu símann þinn beturl Hringdu í Gulu línuna og fáðu ókeypis upplýsingar — um vörur og þjónustu. DÆMI: Arkitekt, arinhleðslu, antikvörur, áklæði, álsmiði, baðherbergisvörur, baðtækni, barnavörur, bilavarahluti, bílaviðgerðir, bókhaldsþjónustu, blóm, borðbúnaðarleigu, bókbind- ara, bruggefni, byssuviðgerðir, byggingavörur, danshljómsveit, dráttarbeisli, dúklagningamenn, dúkkuviðgerðir, eldhústæki, farsima, fatabreytingar, fiskvinnsluvélar, flisalagnir, frystihólf, förðun, föndur- vörur, gardinur, gardinuhreinsun, gámaþjónusta, ginur, gler, gluggaút- stillingar, guHsmið, gúmmibát, gúmmífóðrun, húsasmið, húsgagna- smið, hljóðfæraviðgerðir, hótelvör- ur, húsgagnasprautun, innanhúss- arkitekt, innheimtuþjónusta, innflutningsaðstoð, innrömmun, járnsmiði, kennslu, kúnststopp, leð- urhreinsun, lekaviðgerðir, Ijósmynd- un, loftræstikerfi, lögfræðing, markaðsráðgjöf, málverkaviðgerðir, mótorhjólakennslu, múrara, mynd- bandsþjónustu, orgelviðgerðir, olíuúðun, peningaskápa, pianóstill- ingar, pipulagningamenn, plexigler, prentþjónustu, raftækjaviðgerðir, rafvirkja, reykskynjara, ritvinnslu, ryðvörn, ræstingu, samkomusal, saumakonu, silkiprent, sjónvarps- viðgerðir, sjónvörp, skallameðferð, skattaaðstoð, skemmtikraft, skjala- þýðanda, skrifstofuvélar, skrifstofu- húsgögn, skrifstofuþjónustu, skósmið, snjóbræðslukerfi, snyrt- ingu, sorplúguhreinsun, stálvaska- __ . slípun, stiflulosun, svefnherbergis- húsgögn, skerpingar, teikningu, tískuvörur, tollskýrslugerð, trésmið, tölvuskráningu, úrbeiningu, útgáfu- þjónustu, varahluti, vatnsrúm, veit- ingar, veitingahúsavörur, verka- menn, verkfæri, vélaþvott, vélritun, vélsmiðju, vinnugalla, þjófavarnar- kerfi, þúsundþjalasmið, þýðingar, ökukennara. .62 33 88 Morgunblaðið/RAX ísbjarnarhúnninn var talsvert stærri en litli drengurinn til vinstri á myndinni, Atli Þór Ómarsson, en hann var spölkorn frá isbiminum í fjörunni þegar hann sást fyrst og brá mönnum að sjálfsögðu mjög í brún. Menn sáu dýrið aldrei almennilega fyrr en það kom á skot vegna þess að lengst af var það i sjónum eftir að það sást fyrst. Atli Þór er 8 ára gamall, en til hægri á myndinni er bróðir hans, Pétur Ómarsson. • Felldir hvítabirnir ° Séðir hvítabimir * Margir hvítabimir séðir á ís óvissir staðir: 53 dýr felld, 25 séð. Unnið á 54 björn- um hér á landi ALLS hafa 54 bjarndýr verið felld hér á landi samkvæmt skráðum heimildum og er þá meðtalinn húnninn sem unnin var í Haga- nesvík á sunnudagsmorgun. Flest hafa dýrin verið felld á Hom- ströndum, eða um tuttugu bjamdýr og þar hafa einnig flestir bimir sést eftir að farið var að skrá frásagnir af bjarndýnun hér á landi. Síðast voru felld tvö dýr hér á landi árið 1976, annað í' Aðalvík á Homströndum, en hitt var skotið á sundi á Grímseyjarsundi. Arið 1969 var ísbjöm unninn í Grímsey og mun hann vera sá eini sem til er uppstoppaður hér á landi. Arið 1963 var bjamdýr fellt í Homvfk á Hom- ströndum og var sá um 500 kfló á þyngd og um 2,5 metra langur. Þar höfðu reyndar tvö dýr verið felld fyrr á öldinni, árið 1916 og 1920. Þá var felldur bjöm í Drangavík árið 1932. Samkvæmt skráðum heimildum hafa auk þessara 54 unninna bjama sést til 25 dýra hér á landi auk þess sem fjölmargir hafa sést á hafís á reki umhverfís landið. - Bjarndýrs- húnn felldur íHaganesvík - sást fyrst skammt frá barni sem var við leik í fjörunni ÞAÐ VARÐ uppi fótur og fit í Haganesvík þegar menn þar urðu varir við bjarndýr á vappi innan um ísjaka í fjörunni síðast- liðinn sunnudagsmorgun nær hádegi. Brá heimamönnum nokkuð I brún vegna þess að börn voru úti við og aðeins fáa tugi metra frá þeim stað sem bjarndýrið sást fyrst, en menn gerðu sér alls ekki grein fyrir stærð þess vegna þess að það var innan ías sá dýrið fyrst, en þorði ekki að kalla strax til Ómars vegna þess að hann hélt að Atli væri í fjörunni þar sem dýrið sást. Það kom hins vegar strax í ljós að Atli var kominn til pabba síns og fóru þeir strax inn í dráttarvél sem var þama á staðnum og nota átti við snjómokstur á bryggjunni. Þegar menn voru komnir inn í dráttarvélina sáu þeir bjamdýrið koma með fjörunni í átt til þeirra, en það var strax haft samband við Sigurbjöm Þorleifsson bónda í Langhúsum, en hann er vel vopn- um búinn. Á meðan Sigurbjöm var á leið- inni rölti dýrið um fjöruna og héldu menn sig fjarri. Á einum stað staldraði skepnan góða stund og hámaði í sig þorskhausa og lifur sem lágu á fjörukambinum. Þegar Sigurbjöm kom í Víkina hafði dýrið lagst til sunds og synt í átt til Móavíkur, en Jón Kort bóndi sagði í samtali við Morgunblaðs- menn í Haganesvík skömmu eftir að dýrið var fellt að þeir hefðu hreinlega misst sjónar af dýrinu um stund því það synti út á milli ísjaka. Mikil óvissa var í mönnum, því það er enginn leikur að eiga við bjamdýr í ham. Um hádegis- bilið sást dýrið síðan koma synd- andi að landi í Móavíkinni þar sem Sigurbjöm felldi það í fyrsta skoti. Þá fyrst áttuðu menn sig á því að um bjamdýrshún var að ræða. Þegar Morgunblaðsmenn flugu yfír Haganesvík skömmu eftir að húnninn var felldur sáum við bjamdýrsspor frá sjó og upp á land nokkru norðan Fljótabæj- anna. í gær þegar heimamenn skoðuðu þessi spor töldu þeir að um ísjakana. Það var rétt fyrir hádegi sem menn urðu varir við dýrið. Þeir Ómar Ólafsson bóndi á Laugalandi og Zóphonías Frímannsson bóndi á Syðsta-Mói voru við uppsátur í Haganesvík að undirbúa sjósetn- ingu báts til þess að vitja um rauð- maganet. Með þeim var Atli Þór Ómarsson, 8 ára gamall. Zóphon- Morgunblaðið/Sveinn Zóphaníasson Sigurbjöm Þorleifsson bóndi í Langhúsum i fjörunni í Haga- nesvík þar sem ísbjarnarhúnninn var felldur. Slæmt afspumar - segir Sverrir Scheving Thorsteins- son hjá Skotveiðifélagi íslands „MER finnst þessi aðför að litla húninum hafa verið misheppnað flan og þetta er afar slæmt afspurnar fyrir okkur íslendinga, ekki sist þar sem isbirnir em alfriðaðir hjá nágrannaþjóðum okkar, eins og til dæmis í Noregi og á Grænlandi," sagði Sverrir Scheving Thor- steinsson, fyrrnm formaður Skotveiðifélags íslands og formaður útbreiðslu- og fræðslunefndar félagsins. Sverrir kvaðst tala fyrir munn margra félaga i Skotveiðifélaginu. „í fyrstu fréttum af þessu máli legt ef hér hefði verið um fullvaxinn var nánast blásið til stríðs og öllum vopnfærum mönnum stefnt á stað- inn. Svona afstaða gagnvart bjam- dýrum er löngu úrelt meðal sið- menntaðra þjóða og raunar má nefna fleiri dýr í því sambandi, “ sagði Sverrir. „Á undanfömum árum hefur verið sýnt fram á að úlfurinn er ekki hættulegur nema særður eða mjög svangur, hann er skoðaður í allt öðru ljósi í dag og tófan er loksins að fá rétta vísinda- lega umfjöllun. Sverrir sagði að veiðimaðurinn, sem vann bjamdýrshúninn í Haga- nesvík, hefði verið með undirmáls- riffíl, sem hefði getað reynst hættu- bjöm að ræða. Þá hefði hann að lfkindum ekki gert annað en að særa hann og sært dýr væri hættu- legt. „Það tilheyrir hins vegar góð- um siðvenjum veiðimanna að skjóta ekki á dýr nema að þekkja það og hafa einhverja hugmynd um hversu stórt það er. Ég held að við íslend- ingar megum varla við því nú að láta þetta spyijast út. Það hefði verið ólíkt skemmtilegra afspumar ef við hefðum svæft dýrið með deyfískoti og komið því aftur í sitt eðlilega umhverfí. Við hefðum þá verið menn að meiri,“ sagði Sverrir Scheving Thorsteinsson, formaður útbreiðslu- og fræðslunefndar Skot- veiðifélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.