Morgunblaðið - 16.02.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.02.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 87 Arnór Diego kosinn „Herra ísland 1988“ ÁTJAN ára Reykvíkingur, Arnór Diego, var kjörinn Herra ísland 1988 í fyrstu islensku fegurðarsamkeppni karla. Keppnin fór fram á veitingastaðnum Zebra síðastliðið laugardagskvöld. Ásamt Zebra stóð útvarpsstöðin Hljóð- bylgjan og sólbaðsstofan Stjörnusól að keppninni. Hallgrímur Óskarsson, tvítugur nemi við Menntaskólann á Akureyri, var kjörinn vin- sælasti keppandinn á meðal keppendanna sjö. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar verður framhald á fegurðarsamkeppni karla. Und- irbúningur fyrir næstu keppni mun að öllum líkindum hefjast strax.næsta sumar og þá er jafnframt fyrirhugað að byija mun fyrr og halda undankeppni í hveiju kjördæmi fyrir sig eins og tíðkast hefur í Fegurðars- amkeppni kvenna. Arnór er nemandi á almennu bóknáms- sviði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann kennir eróbikk hjá Dansstúdíói Dísu í Garðabæ, starfar .hjá Módel ’79, dansar fyrir Kramhúsið og hefur að undanfömu dansað í sýningunni „Allt vitlaust" á Broad- way. Formaður dómnefndar var Anna Margrét Jónsdóttir, fegurðardrottning íslands 1987, og aðrir í dómnefnd voru þau Gígja Birgis- dóttir fegurðardrottning íslands 1986, Bjami Hafþór Helgason sjónvarpsstjóri, . Ragnar Sverrisson kaupmaður í JMJ og Bima Bjömsdóttir snyrtifræðingur. Kynnir í keppninni var Bryndís Schram. Araór Diego ásamt öðrum keppendum, Önnu Margréti Jónsdóttur, formanni dómnefndar og Bryndísi Schram, sem var kynnir. A Morgunbl aðið/G S V • • Oskudagsball í Dynheimum Zontaklúbburinn Þórunn mun halda öskudagsball í Dynheimum á öskudaginn milli klukkan 15 og 18. Ballið er haldið til fjáröfl- unar fyrir Sel II. Allir krakkar í öskudagsbúning- um eru hvattir til að mæta, einnig em foreldrar velkomnir. Miðaverð er 200 krónur en ókeypis er fyrir foreldra. Veitingar verða á staðn- um, kaffí, heitar vöfflur, gos og fleira. Ýmsar uppákomur verða á ballinu, svo sem grettukeppni, bún- ingaverðlaun og annað þess háttar. Bjóðum fullkomna viögeröarþjónustu á sjónvarpstœkjum, útvarpstœkjum, sto- ríomögnurum, plötuspilurum, segul- bandstœkjum, bíhœkjum, talstöðvum, fiskilortartœkjum og siglingartœkjum. ísetning á bíltœkjum. Sími (96) 23626 Glerárgötu 32 - Akureyri Helgar-og viðskiptaf erðir til Reykjavíkur Yið viljum búa til félags- starfíð í kringum málefnið — segir Margrét Kristinsdóttir nýkjörinn formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri stendur fyrir fundaröð um framhaldsskólamenntun á næstunni og verður fyrsti fundurinn haldinn í kvöld kl. 20.30 í Kaupangi. Fjallað verður um tengsl framhaldsskólans við atvinnulífið og verða frummælendur þrír, þeir Bernharð Haraldsson skólameistari, Trausti Þorsteins- son skólastjóri og Þorsteinn Þorsteinsson nemi. Nýr formaður fulltrúaráðsins, Margrét Kristinsdóttir, tók við störfum fyrir skömmu og af þvf tilefni ræddi Morgunblaðið stuttlega við Margr- éti. Fjögur sjálfstæðisfélög eru á Akureyri: Sjálfstæðisfélag Akur- eyrar, Félag ungra sjálfstæðis- manna, sem heitir Vörður, Mál- fundafélagið Sleipnir og Sjálfstæð- iskvennafélagið Vöm. Margrét er framhaldsskólakennari með hús- mæðrakennaramenntun og starfar nú sem kennslustjóri í Verk- menntaskólanum. Hún hafði um- sjón með fyrstu fræðsluþáttunum um matargerð sem sýndir voru í fslenska ríkissjónvarpinu á árunum 1970 og 1971. Þá flutti hún norður og tók við Húsmæðraskóla Akur- eyrar og gegndi skólastjórastöðu hans þar til hann var sameinaður Iðnskólanum og framhaldsdeitdum Gagnfræðaskólans f Verkmennta- skólann. „Ég fór að starfa af al- vöru í pólitfk fyrir um það bil tíu árum. Þá var ég i framboði við sveitarstjómarkosningamar og sat í bæjarstjóm á síðasta kjörtímabili. Hinsvegar bauð ég mig ekki fram aftur, en var f fimmta sæti á Norð- urlandi eystra fyrir síðustu alþing- iskosningar." Margrét sagði að bæjarpólitíkin hlyti vissulega að vera frábrugðin landsmálapólitikinni þótt markmið- in væru svipuð. „Óneitanlega þarf alþingismaðurinn að hafa víðara þekkingarsvið heldur en sveitar- stjómarmaðurinn. Nauðsynlegt er þó fyrir bæjarstjómarmenn að þekkja vel til sem flestra sviða þar sem bæjarmálin tengjast lands- málapólitíkinni á alla kanta. Bæim- ir eru engar eyðieyjar, heldur mis- munandi stórir hlutar af samfélag- inu. Ég held að mikill styrkur hljóti að fylgja því að menn kynnist sveit- arstjómarmálum vel áður en þeir bjóða sig fram til Alþingis. Mitt hlutverk sem formaður fulltrúa- ráðsins er að sameina átak allra sjálfstæðisfélaganna í þá átt að útbreiða stefhu félaganna og örva starf þeirra. í deiglunni er ýmis- legt, en þó viljum við hafa fundar- dreifíngu sem jafnasta út árið. Markvisst sameiginlegt átak félag- anna hefur ekki verið svo ýkja mikið hingað tii, aðsókn hefur oft á tíðum verið dræm, samkeppni skapast um frístundir fólks, en með þessu erum við að reyna að auka áhuga fólks á því sem það sjálft vill taka þátt í.“ Fundaröðin, sem fulltrúaráðið stendur fyrir, er í tengslum við Morgunblaðið/GSV Margrét Kristmsdóttir, form- aður fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna á Akureyri. félagsstarf sjálfstæðismanna. Mar- grét sagði að henni væri ætiað að virkja félagana til starfs á ákveðn- um málefnum sem væru í brenni- deplinum hveiju sinni. Þetta ætti ekki aðeins við Akureyringa, heldur væri meiningin að efnið næði til allra Norðlendinga. Ákveðið hefði verið að taka fyrir framhaldsskóla- menntunina í iandinu þar sem þessa dagana væri verið að leggja frumvarp til laga um framhalds- skólann fyrir Alþingi. „Við viljum búa til félagsstarfíð í kringum málefnið, en ekki færa málefnið inn í félagsstarfíð," sagði Margrét. Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 22. febrúar og verður þá fjallað um rekstur og fjármögn- un framhaldsskólanna. FVummæl- endur verða þær Katrín Eymunds- dóttir forseti bæjarstjómar á Húsavík og Sólrún Jensdóttir skrif- stofustjóri í menntamálaráðuneyt- inu. Þriðji fundurinn um fram- haldsskólann fer fram þriðjudaginn 1. mars þar sem fjallað verður um innra starf framhaldsskólans. FVummælendur verða Ingibjörg Elíasdóttir nemi, Jón Már Héðins- son framhaldsskólakennari og Margrét Kristinsdóttir kennslu- syóri. Lokafundurinn að þessu sinni verður fostudaginn 4. mars. Rætt verður þá um frumvarp til laga um framhaldsskóla og álits- gerðir allra fyrri funda ræddar og kynntar. Frummælendur verða þeir Guðmundur Magnússon aðstoðar- maður menntamálaráðherra og Tómas Ingi Olrich framhaldsskóla- kennari. Þá um kvöldið verður jafn- framt haldin árshátíð sjálfstæðis- manna í Svartfugli þar sem Birgir ísieifur Gunnarsson menntamála- ráðherra flytur hátíðarræðu. Ráð- herra ætlar jafnframt að boða til opins fundar um framhaldsskólann þann 5. mars. Margrét sagði að stefnan hjá framhaldsskólum landsins væri að tengjast atvinnulífínu væri meira en orðið er. Til dæmis væri Háskó- lanum á Akureyri ætlað stórt hlut- verk í því efni. Matvælafræðibraut nyti sjálfsagt góðs af miklum mat- vælaiðnaði á Akureyri, að sama skapi nyti sjávarútvegsbraut góðs af sjávarútvegi og svo hjúkrunar- og iðnrekstrarbrautir, sem þegar eru hafnar. „Ég tel að allir hugs- andi atvinnurekendur séu jákvæðir gagnvart þessu. Hinsvegar eru ekki allir sammála um réttu stefn- una,“ sagði Margrét að lokum. Ótrúlega hagstætt verð Verðfrákr. 6.859,- Ferðaskrífstofa Akureyrar, Ráðhústorgi 3, sími 25000. Horft af brúnni Frumsýning4. mars. Forsala aðgöngumiða hafin. MIÐASALA 96-24073 ISKPéLAG AKUREYRAR 0 [ K\ I IConica UBIX Telefaxvélar | .J -I BÓKVAL Sími 96-26100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.