Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 Siglufjörður; Sækja um flutn- ing úr kjördæminu Ef gjaldheimtan verður á Sauðárkróki Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur samþykkt ályktun, þar sem harð- lega er mótmælt, að væntanleg gjaldheimta fyrir Norðurlands- kjördæmi—vestra verði staðsett á Sauðárkróki. Að sögn Björns Jón- assonar forseta bæjarstjórnar, íhugar bæjarstjórnin að segja Siglufjarðarbæ úr kjördæminu ef gjaldheimtan verður ekki til húsa á Siglufirði. „Við teljum okkur eiga rétt á þess- ari gjaldheimtu, vegna aimarrar upp- byggingar á þjónustu í kjördæminu á undanfomum árum, þar sem við höfum verið mjög afskekktir hér og staðið frammi fyrir fólksfækkun á undanfömum ámm. Siglfirðingar em um 1.900 og hafa ekki verið færri í 60 ár,“ sagði Bjöm. í ályktun bæjarstjómar segir: „Bæjarstjóm mótmælir harðlega þeirri tiilögu starfshóps um staðsetn- ingu gjaldheimtu fyrir Norðurland- Kvikmyndin „Hættuleg kynni“ slær í gegn BANDARÍSKA kvikmyndin Hættuleg kynni, sem frum- sýnd var á íslandi í Há- skólabíói 13. febrúar sl., hef- ur verið mjög vel sótt þar sem annars staðar, þar sem hún hefur verið sýnd. Fjölmiðlar hafa tekið sterkt til orða um kvikmyndina og hafa sagt m.a. að hún sé nístandi spennumynd, fólk geti ekki hætt að tala um hana og að myndin sé besta hrollvekja ársins en jafnframt sú ró- mantiskasta. Metaðsókn hefur verið að kvikmyndinni í Banda- ríkjunum, Englandi, írlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Holl- andi og hefur hún nú verið til- nefnd til 6 Óskarsverðlauna. Sjá viðtöl á bls. B4 vestra, að höfuðstöðvar gjaldheimt- unnar yerði staðsettar á Sauðár- króki. Á Sauðárkróki eru nú þegar starfræktar ýmsar stofnanir til þjón- ustu fyrir allt kjördæmið, svo sem fjölbrautaskóli, svæðisstjóm um mál- efni fatlaðra, heilbrigðisfulltrúi, vinnueftirlit, vegagerð ríkisins og fleira. Því verður að telja sjálfsagt að staðsetja gjaldheimtuna annarsstað- ar á svæðinu. Bæjarsijóm felur bæj- arráði og bæjarstjóra að vinna að því, að framangreindri tillögu um staðsetningu gjaldheimtunnar verði breytt og að hún verði staðsett í Siglufirði, en leita að öðrum kosti annarra leiða en þátttöku í fyrir- hugaðri sameiginlegri gjaldheimtu." „Við verðum ekki með í þessu apparati ef það verður ekki staðsett hér,“ sagði Bjöm. „Og það gæti jafn- vel komið til þess að við leituðum eftir að vera ekki lengur í þessu kjör- dæmi en fylgdum frekar Norður- landskjördæmi-eystra. Við verðum aldrei með í þessu og segjum skilið við allt samstarf héðan í frá ef af verður. Núna erum við ákveðnir og látum ekki ganga á okkur lengur.“ Morgunblaðið/RAX Hundakúnstir Aftur á sjúkrahús Lundúnum. Frá fréttarítara Morgun- blaðsins, Valdimari Unnari Valdimarssyni. HEILSA Halldórs Halldórssonar, hjarta- og lungnaþega, var eftir atvikum góð i gær en hann veikt- ist skyndilega sl. föstudag og var lagður inn á Harefield-sjúkra- húsið í Lundúnum á ný. í fyrstu var óttast að um heilahimnu- bólgu væri að ræða en svo reynd- ist ekki vera. Ekki voru heldur á ferðinnni höfnunareinkenni á borð við þau sem gerðu vart við sig fyrir nokkrum vikum. í gær hafði verið fyrirhugað að Guð- mundur Bjarnason, heilbrigðis- ráðherra, sækti Halldór heim og afhenti honum gjöf fyrir hönd islenskra stjómvalda. Vegna skyndilegra veikinda Halldórs var hins vegar ákveðið að láta þá afhendingu biða betri tíma. Læknar Halldórs segja að ekki virðist ástæða til að óttast að veik- indi hans nú reynist alvarleg. Þeir benda á að eftir stóraðgerðir af því tagi sem Halldór gekkst undir í febrúarbyijun sl. megi alltaf búast við að eitt og annað angri heilsu sjúklinganna fyrsta kastið. Þetta sé raunar ein höfuðástæða þess að sjúklingar á borð við Halldór séu hafðir undir umsjón og eftirliti sjúkrahússins í þrjá mánuði eftir aðgerð. Panama: „Astandíð í landinu er við suðumark“ •• / - segir Þórir O. Olafsson skiptinemi í Panamaborg Leiðréttíng við Smámyndir Þau mistök urðu við birtingu leikgagnrýni í laugardagsblaði um sýninguna Smámyndir að rangt nafn gagnrýnanda var til- fært. Höfundur greinarinnar var til- færður Jóhann Hjálmarsson en hið rétta er að Hávar Siguijóns- son ritaði greinina. Biðst blaðið velvirðingar á þessu. „ÁSTANDIÐ er slæmt hér og fer dagversnandi. Hermenn eru á götunum og virðast lands- menn vera að búa sig undir stórátök ef Noriega hershöfð- ingi og ráðamaður í landinu kemur sér ekki í burt,“ sagði Þórir Ö. Ólafsson skiptinemi í Panamaborg þegar Morgun- blaðið náði símasambandi við hann I gær. „Daglega eru mikil mótmæli í borginni enda fá allir ríkisstarfs- menn og margir aðrir laun sín í ávísunum, sem nú er hvergi hægt að fá skipt vegna fjárskorts. Allir bankar eru lokaðir og þær verslan- ir, sem enn eru opnar, taka aðeins við beinhörðum peningum, hvorki ávísunum né greiðslukortum. Ástandið í landinu er við suðu- mark, fólk á varla lengur fyrir mat og það er ekki að heyra, að Noriega eigi sér marga stuðnings- menn, síður en svo,“ sagði Þórir og bætti því við, að enginn virtist efast um, að Noriega ætti aðild að eiturlyfjasmygli eins og bandarísk stjómvöld hafa sakað hann um. Auk Þóris eru tveir aðrir, íslenskir skiptinemar í Panama en hann Sagði, að þeir færu allir frá landinu á mánudag, flygju þá til Hondúras og Costa Rica og færu ekki aftur til Panama. AFS-skipti- nemasamtökin telja, að ekki sé óhætt fyrir þá að vera áfram í landinu enda er óróinn svo mikill, að ekki er t.d. útlit fyrir neitt skólastarf þar á næstunni. Þórir Ö. Ólafsson Háskóli Islands með opið hús Kammersveit Reykjavíkur: Blásarakvintett með á lokatónleik- um starfsársins á mánudagskvöld KAMMERSVEIT Reykjavíkur lýkur 14. starfsári sínu með tón- leikum annað kvöld, mánudags- kvöld, í hinu nýja húsnæði Lista- safns íslands. Vill Kammersveit- in athuga hvemig þetta glæsi- lega húsnæði reynist til tónleika- halds, segir í fréttatilkynningu frá sveitinni. Á tónleikunum á mánudagskvöld mun Blásarakvintett Reykjavíkur leika tvö verk sem hann hefur á efnisskrá í tónleikaferðum um Sviþjóð og Bretland á þessum vetri. Þetta eru verkin „Summermusic" op. 13 eftir Samuel Berber og „Tíu þættir fyrir blásarakvintett" eftir György Ligeti. Þriðja verkið á efnis- skrá tónleikanna verður „Kvintett op. 39“ flutt af Kristjáni Þ. Steph- ensen óbóleikara, óskari Ingólfs- syni klarinettuleikara, Laufeyju Sigurðardóttur fiðluleikara, Helgu Þórarinsdóttur lágfiðluleikara og Richard Kom kontrabassaleikara. Tónleikarnir verða haldnir í Listasafni íslands við Fríkirlguveg mánudagskvöldið 14. mars og he§- ast kl. 20.30. Sjá bls. 38: „Skapast oft náið andrúmsloft á kammerkon- sertum" — samtöl við meðlimi Blásarakvintetts Reykjavkur. Vísitala framfærslukostnaðar: Hækkar um 0,92% Kauplagsnefnd hefur reiknað visitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag i marsbyijun. Reyndist hún vera 237,54 stig eða 0,92% hærri en i febrúarbyijun 1988. í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands segir að af þessari 0,92% hækkun stafi um 0,3% af hækkun á verði landbúnaðarafurða háðum verðlagsgrundvelli. A.ðrar matvörur héldust því sem næst óbreyttar í verði. Verðhækkun á nýjum bílum olli um 0,2% hækkun á vísitölunni en um 0,4% stafa af hækkun á verði ýmissa vöru- og þjónustuliða. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 24,7%. Hækkun vísi- tölunnar um 0,92% á einum mánui frá febrúar til mars svarar til 11,6% árshækkunar. Undanfama þijá mánuði hefur vísitala hækkað um 5,5% og jafngildir sú hækkun 24,1% verðbólgu á heilu ári. HÁSKÓLI íslands efnir til kynningar á starfsemi sinni í dag sunnudaginn 13. mars. Framhaldsskólanemar og að- standendur þeirra eru sérstak- lega hvattir til að mæta og kynna sér þá möguleika sem nú bjóðast tíl náms og námstíl- högunar í Háskólanum. Guðfræðideild, lagadeild, við- skiptadeild og félagsvísindadeild bjóða uppá opið hús frá kl. 10-18 þar sem kennarar og nemendur veita gestum upplýsingar um sínar fræðigreinar í töluðu og prentuðu máli. Háskólabókasafn, Handrita- stofnun og skrifstofa námsráð- gjafa verða einnig opnar gestum til upplýsingar og skoðunar. Einstakar deildir og aðrir aðilar tengdir starfsemi Háskólans efna til stuttra kynninga á starfsemi sinni í Lögbergi, Odda, Aðalbygg- ingu Háskólans og Amagarði. Þær deildir og námsbrautir sem ekki hafa opið hús í ár, læknadeild, verkfraeðideild, raunvísindadeild, heimspekideild og tannlæknadeild, munu starfrækja upplýsingaborð þar sem nauðsynlegustu upplýs- ingar verða veittar. Fulltrúar Fé- lagsstofnunar stúdenta, endur- menntunarskrifstofu, Fulbright- stofnunarinnar, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, kennslu- málanefnd, SÍNE og stúdentaráðs verða einnig til viðtals í dag í Háskólanum. Þá standa gestum Háskólans einnig til boða mynd- bandasýningar á sögu og starf- semi Háskólans. Sjá bls. 44 og 45, kynningu á Opnu húsi Háskólans. Féll út um glugga á fjórðu hæð RÚMLEGA fertugur maður féll út um glugga á íbúðargangi 4. hæðar á Hótel Sögu, um klukkan hálf tvö aðfaramótt laugardags- ins. Maðurinn var gestur á hótelinu. Maðurinn er talinn alvarlega slasað- ur, einkum á mjaðmagrind, og var gerð aðgerð á honum um hádegis- bilið á laugardag. Rannsóknarlög- regla ríkisins vinnur að rannsókn á tildrögum málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.