Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 um velstæða góðborgara og læt gagnrýni um að ég skrifi sí og æ um ríkt fólk í betri hverfum eins og vind um eyrun þjóta." Stríðið markaði djúp spor Reinecker varð 73ja ára á að- fangadag. Hann ber aldurinn vel. Hann er grannur, gráhærður, með fast augnaráð. Heymin er aðeins farin að gefa sig. Hann á tvö upp- komin böm af fyrra hjónabandi og fjögur bamaböm. Holly, seinni kon- an hans, er 23 árum yngri en hann. Hún er stelpuleg og heilsar honum enn með léttum kossi á vangann, eins og þau séu nýgift eftir 30 ára hjónaband. Þau iðka golf og ferðast mikið. Annars sér hún um að hann hafi frið til að skrifa í næði. Þau hafa enn ekki komið til íslands en sögðust bæði hafa áhuga á að fara þangað. Hann veit að íslendingar kunnu vel að meta Derrick þegar hann var sýndur í ríkissjónvarpinu. Reinecker byijaði að skrifa á unga aldri. Hann seldi smásögur þegar hann var enn í skóla og skrif- aði fréttir og greinar fyrir dagblöð á Ruhr-svæðinu, þar sem hann ólst upp. „Það kom af sjálfu sér að ég lagði skriftir fyrir mig,“ sagði hann. Hann starfaði sem blaðamaður eft- ir stúdentspróf og vár ritstjóri tíma- Það var ekki hægt að ímynda sér morðin á gyðingunum. Ég heyrði fyrst um þau eftir lok stríðsins. Ég veit að það er ótrúlegt en það er satt. Þegar útvarpið var komið í annarra hendur heyrði ég um þau. Fýrst trúði ég ekki mínum eigin eyrum og spurði sjálfan mig hvaða hryllingssögur þeir spynnu upp. Gyðingar í Bandaríkjunum trúðu þessu heldur ekki í fyrstu. Útrým- ing 6 milljóna gyðinga er glæpur aldarinnar, ef ekki glæpur veraldar- sögunnar. Það er ótrúlegt að slíkt gæti gerst á okkar svokölluðu „upp- lýstu“ tímum. En mig grunar að sigurvegaramir hafi innst inni verið fegnir að geta varpað allri sök á Þjóðverja. Þeirra eigin stríðsglæpir féllu í skugga hrottaskaparins. Man nokkur núna eftir því hvemig borg- imar vom gjöreyðilagðar, hvemig konur og böm urðu að híma nótt eftir nótt í dimmum kjöllurum á meðan sprengjum var varpað og hvemig Tékkar og Rússar limlestu saklaust fólk í herferð sinni? Það þarf að fá heildarsýn yfír hlutina og setja þá í samhengi. Hver stríðsglæpur út af fyrir sig er hroða- legur. Þeir ættu að vera kennslu- bókadæma svo að þeir endurtaki sig ekki. En heimurinn hefur ekki orðið friðsælli, síður en svo. Menn á við Pol Pot og Khomeini leika enn lausum hala. Verkefni þessarar ald- ar, að mínu áliti, er að ná tökum á og útrýma styijöldum. Annars er voðinn vís.“ Stældi Hamsun í fyrstu skáldsögunni „Það var erfítt að átta sig á til- vemnni eftir stríðið. Ég hafði upp- lifað og tekið þátt í hlutum sem tóku þennan endi. Þ^ð veitti mér litla ánægju í lífínu. Ég velti fyrir mér hvemig það hefði gerst, hvem- ig væri hægt að útskýra það. Ég komst að þeirri niðurstöðu að skoð- anir manns mótast á einskonar gönguferð í gegnum lífíð. Maður leggur af stað frá punkti núll sem óskrifað blað. Fyrstu línumar bera dám af manns nánustu og um- hverfínu sem maður elst upp í. Maður telur sitt eigjð umhverfí vera venjuleg^t umhverfí áður en maður kynnist einhveiju öðm. Smátt og smátt öðlast maður reynslu og HERBERT Reinecker, rithöfundur, býr í einbýlishúsi við þrönga skógargötu fyr- ir utan bæinn Starnberg fyrir sunnan Miinchen í Vestur-Þýskalandi. Þung rimlahurð skýlir útidyrum hússins. Það lætur lítið yfir sér utan frá séð. Innan dyra ber það með sér að þar búa engin börn og íbúarnir dveljast oft langdvölum annars staðar. Stofan er stór, búin þægi- legu leðursófasetti, stórum ami, fomu eikarborði, abstrakt málverkum og bók um. Hér og þar em myndir af Reinecker og Holly, konu hans. Sólpallur og garð- ur, umgirtur skógi, blasa við úr stómm gluggum. Sundlaugin sést úr vinnuher- bergi rithöfundarins. Það er snyrtiiegt, prýtt öldnu, ensku skrifborði og ljós- myndum afhúsum hjónanna í Brasilíu og á Spáni. í þessu herbergi verða þætt- imir um Derrick, leynilögregluforingja, til. I umhverfi sem ætti heima í næstum hvaða Derrick-þætti sem er. rits. Hann flutti til Berlínar og starfaði þar hjá „Jungvolk", tíma- riti ungmennishreyfíngar Þriðja ríkisins. Hann var stríðsfréttaritari í Frakklandi, Finnlandi og Rúss- landi í heimsstyijöldinni síðari. Stríðið hafði ævarandi áhrif á hann. „I dag er öllum ljóst hvað átti sér stað í stríðinu. Ljósi hefur verið varpað út í ystu kima tímabilsins. En á þeim tíma var maður ekki eins vel upplýstur." Talið barst að Höfer, virtum, vestur-þýskum sjón- varpsmanni, sem varð nýlega að segja af sér eftir að vikutímaritið Spiegel birti um hann grein. Þar kom fram að hann hefði skrifað blaðagrein sem lyktaði af gyðinga- hatri á stríðsárunum. Höfer átti sér ekki uppreisnar von eftir það. „Fólk heldur að það hafi verið hægt að afla sér upplýsinga um ástandið á þessum tfma. En það er ekki rétt. Á stríðsárunum stóðu allir ber- skjaldaðir frammi fyrir eigin örlög- um og urðu hver fyrir sig að ráða fram úr þeim,“ sagði Reinecker. „Það sem þá var skrifað var ritað í anda tímans. Höfer hefur væntan- lega farið óvarlega með orð. Það er óafsakanlegt en það gefur ekki tilefni til mannaveiða eða mann- orðsmorðs. Ég kann því til dæmis alltaf illa þegar kvikmyndin „Junge Holly og Herbert Reinecker. Hún sér um að hann geti skrifað í næði. Adler", sem ég skrifaði handritið að árið 1944, er kölluð „áróðurs- mynd“. Hún var engin áróðurs- mynd. Hún var ósköp venjuleg kvik- mynd í anda þess tíma sem við lifð- um á og tekin á löglegan hátt. Hún kom glæpunum, sem voru seinna afhjúpaðir, ekkert við. Það var ekki hægt að ímynda sér hinn hroðalega endi sem stríðið tók. þekkingu og getur farið að mynda sér raunsærri skoðanir. Skoðanir mínar eru allt aðrar nú en fyrir 40 til 50 árum af því að nú bý ég yfir þekkingu sem ég hafði ekki þá. Manneskjan eykur stöðugt við þekkingu rína og ætti að verða æ greindari, en mjög greind verður hún örugglega aldrei." Reinecker fæst við þetta efni í „lllmenni eru ekki alltaf illileg |_ _ ásvipinn, DíO sandi illn nenni eru miklu verri“ segir Herbert Reinecker, faðir vestur þýsku sakamálaþáttanna Það eru til margs konar glæpir, venjulegir glæp- ir sem eiga sér stað í hópi utangarðsmanna og glæpir sem eru framdir í hópi svokallaðra góð- borgara. Ég hef engan áhuga á hversdagslegum ódæðum afbrota- .manna. Dreggjar mannlífsins eru þema út af fyrir sig, en glæpimir á þeirra plani eru ekki forvitnileg- ir,“ sagði Reinecker. „Afbrot sem eru framin af fólki, eða gerast meðal fólks, sem á ekki heima í heimi glæpanna eru miklu áhuga- verðari. Þau sýna að hver sem er er fær um að fremja glæp. Og ég get notað vel menntað fólk til að segja gáfulegar, þaulhugsaðar setningar. Samræður utangarðs- fólks geta verið fyndnar en þær geta ekki verið áhugaverðar. Þær eru einfaldlega mddalegar. Ég er fær um að skrifa óheflaðan texta en ég kæri mig ekki um að gera það aftur og aftur. Ég hef hins vegar ánægju af að fást við verk- efni sem ég get leyst með samræðu gáfaðs fólks, fólks sem hefur þrátt fyrir allt ekki stjóm á sjálfu sér og er þrátt fyrir allt illmenni. Illmenni þurfa ekki alltaf að vera illileg á svipinn, brosandi illmenni em miklu verri. Þess vegna skrifa ég frekar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.