Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 25 Thomas Reynolds, ræðismaður Breta á íslandi. Jörundur „hundadag'akonungur “, Jorgen Jorgensen verndari íslands og hæstráðandi tii sjós og lands. gerðu sér fýllilega grein fyrir hvers konar persóna væri hér á ferð og hvers vegna Bretar vildu skipa hann í stöðuna. Reynolds var pólitískur vandræðagripur og Castlereagh ut- anríkisráðherra taldi hann best geymdan á íslandi." Varla ætlar dóttir sendiherr- ans Agnars Kiemensar Jónssonar að halda því fram að þessi stöðu- veiting hafi verið tiltölulega eðli- leg, stjórnarerindrekar eru ekki og hafa varla verið af þessari sortinni? „Ég veit um meiri mannkosta- menn í ræðismannsstöðum en Reynolds var. — En það verður að hafa í huga að ræðismannsstaða var ekki sama virðingarstaðan í þá daga. Danir voru að gera Bretum greiða með því að samþykkja hann e.t.v. í þakklætisskyni fyrir þá að- stoð sem Bretar veittu íslendingum á stríðsárunum og fyrir þátt Breta í að halda íslandi áfram innan Danaveldis við friðargerðina í Kiel, 1814. Þess má og geta að Bretar höfðu héma áður á stríðsárunum sendi- mann, John Parke, sem var aldrei viðurkenndur af Danakonungi enda ekki leitað eftir því þar sem þjóðirn- ar voru í stríði. íslenskar heimildir eru afar neikvæðar í garð „Jóns Parkers" en aftur á móti kemur fram í skýrslum Parkes til breska utanríkisráðuneytisins að hann bar verulega umhyggju fyrir íslending- um og hann vildi auka aðflutninga Níels Rosenkrantz, utanríkisráð- herra Danakonungs. Magnús Stephensen vildi selja Snorra-Eddu dýrt. til landsins. Parke fékk verra umtal en hann átti skilið. En allavega þótti þessi stöðuveit- ing hneyksli í breska þinginu." En hvernig vildi það til að þú komst í kynni við þessa persónu, Thomas Reynolds? „Bjöm heitinn Þorsteinsson pró- fessor fékk senda skýrslu eða ferða- sögu frá British Museum. Þetta var frásögn einhvers Breta sem hafði komið hingað árið 1818. En það kom hvergi fram í ritinu, hver þessi Breti var og Bjöm bað mig að rann- saka skýrsluna og komast að því hver hefði skrifað hana. — Það kom loks í ljós að það var sonur þessa Reynolds og alnafni sem var höf- undur. Hann hafði fylgt föður sínum hingað 1818. Reynolds yngri var síðar skipaður vararæðismaður Breta á íslandi. Það var og er undrunarefni að þessara ferðalanga er hvergi getið í íslenskum samtímaheimildum, að frátaldri smáklausu í Klausturpóst- inum sem Magnús Stephensen gaf út. Espólín segir t.d. frá útlending- um sem hingað komu, t.d. Banks, Hooker og MacKenzie, en lætur hjá líða að minnast á sjálfan ræðis- manninn. Þeir feðgar heimsóttu þó alla helstu höfðingjana, t.a.m. Magnús Stephensen. Magnús reyndi að selja þeim Snorra-Eddu en verðið var of hátt til að af kaup- um gæti orðið. Eftir að ég var komin á sporið varð næst fyrir að athuga í breskum æviskrám (Dictionary of National Biography) hvað stæði þar um Thomas Reynolds og þar var tekið fram að hann hefði verið ræðismað- ur Breta á íslandi og það mátti ráða af textanum að þama hefði verið heldur óskemmtilegur per- sónuleiki á ferðinni." En nú vitnar þú í fleiri heimild- ir en ferðasögu Reynolds yngra og breskar æviskrár? „Já, síðar fór ég til Bretlands framhaldsnám við London School of Economics, til að rannsaka sam- skipti Islands og Bretlands á tímum Napóleonsstyrjaldanna. Þegar leit- að var í skjölum þar, fannst heilmik- ið um Reynolds og um samskipti íslendinga og Breta á þessum árum.“ ísland fyrir Krabbaeyju Einmitt, samskipti íslendinga og Breta? „Samskiptin voru mjög mikil, ísland var á bresku áhrifasvæði á meðan á stríðinu stóð. Þeir höfðu öll ráð íslendinga í hendi sér, Bret- ar stjómuðu íslandsversluninni og versluðu hér sjálfir.“ Höfðu Bretar og önnur stór- veldi áhuga á því að innlima „bamalega og skammsýna'* ís- lendinga? „Það vom nokkrir breskir ein- staklingar, gjaman menn af „góð- um ættum“ sem höfðu mikinn áhuga á því að breska stjómin inn- limaði ísland í Bretaveldi. Það era til margar áætlanir um slíka innlim- un. Til dæmis var einu sinni stung- ið upp á því að skipta á íslandi og eyju í Karabíska hafínu." Hvaða eyju? „Eyjan var kölluð Krabbaeyja (Crab Island), í dag heitir eyjan Vieqes." Hveijum tilheyrir þessi eyja í dag eða er hún kannski sjálf- stæð? „Eyjan heyrir til Puerto Rico en Bandaríkjamenn hafa flotabæki- stöð á eyjunni. En breska stjómin hafði lítinn áhuga á að innlima ísland í Breta- veldi. Eftir því sem næst verður komist tók hún hugsanlega innlim- un aðeins tvisvar til íhugunar en afréð að láta slíkt vera." Hvers vegna? „Það kemur ekki skýrt fram í heimildum en það má leiða getum að því að stjómin hafí talið að inn- limun borgaði sig hreinlega ekki. Bretar réðu því sem þeir vildu á íslandi hvort eð væri án þess að ieggja út í þann aukakostnað sem fylgt hefði hertöku. Þar að auki hefur þeim sennilega þótt lítið á íslandi að græða." ísland sem fanganýlenda Varla hefur gamla Frón verið svo aumt að ekki hafi verið eftir einhverju að slægjast? „Vissulega var ýmislegt sem ein- staklingar bentu á í sínum álits- gerðum. Þeir vora mjög spenntir fyrir brennisteinsvinnslu og vildu efla fískveiðar við ísland. Þeir höfðu einnig áhuga á íslendingunum sjálf- um, þessum hörðu og harðduglegu sjómönnum. Slíkir menn voru alveg tilvaldir sjóliðar í flota hans hátign- ar Bretakonungs. Þar að auki var það talið landinu til gildis að þar mætti koma á fót fánganýlendu." ísland fanganýlenda, hveijum datt í hug þessi landnýting? „John Cochrane, syni áttunda jarlsins af Dundonald, fannst það ólíkt hagstæðara að flytja fanga til íslands heldur en til Ástralíu. Hing- að til lands væri miklu styttri leið og hér gætu afbrotamennimir lært betri siði og sjómennsku og orðið nýtir þegnar t.d. sjóliðar í flotanum. — Alltaf skorti menn í breska flot- ann á þessum tíma. Cochrane samdi nokkrar álitsgerðir um þessi efni á áranum 1796-1801.“ Sjálfstæði íslands Var valdataka Jörundar og sjálfstæði Islands um hundadag- ana 1809 hluti af þessum innlim- unaráf ormum? „Jörandur eða Jorgen Jergensen eins og hann hét réttu nafni, sir Joseph Banks sá alkunni Islands- vinur og Samuel Phelps sápukaup- maður frá London ræddu sín á milli um innlimun íslands í Breta- veldi. — En það er ljóst að áður en Jörandur kom hingað hafði breska stjómin ákveðið að gera það ekki. Bretar létu nægja að senda hing- að herskip og þvinga danska stift- amtmanninn, Trampe greifa, til að undirrita verslunarsamning, 16. júní 1809. Samkvæmt þeim samn- ingi var breskum þegnum heimilt að versla frítt og fíjálst á íslandi. Eftir þetta sigldi herskipið á brott. Svo komu þeir félagamir Jörundur og Phelps og vildu versla eins og um hafði verið samið en þá hafði Trampe greifí stungið þessum samningi undir stól, þ.e.a.s. samn- ingurinn var ekki birtur þannig að löghlýðnir landsmenn héldu að þeim væru bannað að versla við aðra en þegna Danakonungs. Phelps var í óþægilegri aðstöðu því að hann vildi og þurfti að kaupa héma tólg sem var notaður til sápu- gerðar. Þegar tíu dagar vora liðnir frá undirritun samningsins var langlundargeð Phelps kaupmanns þrotið og sú ákvörðun tekin að handtaka Trampe greifa og stift- amtmann og auglýsa að „Allur danskur myndugleiki er upp hafínn á íslandi“.“ Má segja að ísland hafi hlotið „sjálfstæði“ 1809 vegna hags- muna breskra sápukaupmanna og hafta á frjálsri verslun? „Já. Eina leiðin fyrir þá félagana Jörand og Phelps til að versla var að handtaka æðsta yfírvaldið, stift- amtmanninn sjálfan, Trampe greifa." En handtakan var einkafram- tak? „Já, það fer ekki á milli mála. — En þeir Jörandur og Phelps gáfu sjálfír greinilega í skyn að breska stjómin stæði að baki þessari valda- töku og auglýsingu um að „allur danskur myndugleiki á íslandi er upp hafinn á íslandi". íslendingar trúðu flestir þessum blekkingum. Þegar breskt herskip kom hingað í ágústmánuði varð skipherrann, Jones að nafni, mjög hissa svo ekki sé fastar að orði kveðið og batt skjótan enda á „sjálfstæðið". Hann kallaði fána íslands og Jörandar, sem var þrír flattir þorskar á bláum feldi, „skítugan rauð§ólubláma“ (dirty purple).“ Nú virðist Jörundur hunda- dagakonungur vera ákaflega heillandi persóna, er hann þitt eftirlæti og aðalrannsóknaref ni? - „Nei, Jörundur er bara hluti af því sem ég hef fengist við. Mitt áhugamál era samskipti íslands og Bretlands á síðarí hluta átjándu aldar og fyrsta fjórðungi þeirrar nítjándu. Undanfarið hef ég aðal- lega verið að rannsaka verslunar- sögu íslands í þessu sambandi á árabilinu 1807-1817. En nú er þessu loks að ljúka." Hvað var verslun við Breta mikill hluti af verslunarviðskipt- um íslendinga? „Beinar tölfræðiheimildir era af skomum skammti en svo virðist, að á áranum 1809-14 hafí viðskipt- in við Breta verið um fjórðungur Islandsverslunarinnar. “ Verslunin á þessum tíma var öll undir stjóm Breta. Islandskaup- menn urða að kaupa bresk leyfis- bréf og þurftu þeir að sækja um leyfí til flestra hluta. Ef skip fórst varð að spyrja hvort mætti kaupa nýtt. Einnig varð að spyrja hvort og hvenær mátti sigla, með hvað mátti sigla o.s.frv. í verslunarráðu- neytinu breska era ógrynni af skjöl- um um Islandsverslunina, umsókn-, ir, bréf, bænaskrár o.fl. Það verður að vinna úr þessum heimildum, reyna að meta umfang verslunar- innar, kjör kaupmanna . . .“ Græddu þeir? „Það var misjafnt. Yfírleitt græddu dönsku kaupmennimir. Það var erfítt fyrir þá að versla en þeir sem á annað borð höfðu leyfí til að versla högnuðust sæmilega af þeim vöram sem þeir fengu að flytja. Bretar takmörkuðu útflutn- inginn frá íslandi, það mátti flytja 300 tonn af lýsi og 300 tonn af saltfíski á árí. Skipin urðu að sigla með farminn til Bretlands þar sem hann var athugaður og síðan var siglt áfram til Danmerkur. Varan fékk ekki að koma inn á breskan markað. Breskir kaupmenn virðast hins vegar ekki hafa grætt svo mikið sem e.t.v. útskýrir af hveiju verslun þeirra varð ekki umfangsmeiri. Það vora fyrmefndar innflutningshöml- ur á íslenskum vöram í Bretlandi og þar á ofan harðnaði í ári á Is- landi og í harðæri höfðu íslendingar ekki mikið að selja. 1812 var til dæmis bannað að flytja út físk til þess að forða landsmönnum frá matarskorti." Fiskur frá Nýfundna- landi hafði forgang Hvernig voru þessar innflutn- ingshömlur á íslenskum vörum til Bretlands? „Til að mynda fengu samkeppn- isaðilar þessara bresku kaupmanna sem versluðu við ísland því fram- gengt að ekki mátti selja íslenskan físk í Bretlandi. Þar var fyrir á markaðinum fískur frá Nýfundna- landj og þeir vildu enga samkeppni frá íslandi." Sem sagt fiskveiðar við Kanada ollu þá eins og nú erfið- ieikum i íslenskum útflutningi? „Þær takmörkuðu alla vega út- flutningsmöguleikana." Svo við snúum okkur aftur að versluninni við Breta. Þú hefur rannsakað tímabilið 1809-1817. Hvert varð framhald verslunar- innar eftir það? „Ekkert. Verslunartilskipun dönsku stjómarinnar 1816 um auk- ið verslunarfrelsi útlendinga eins og það var orðað var í raun dul- búið 'bann gegn verslun útlendinga. Siðasta breska verslunarskipið sigldi frá íslandi 1817.“ Viðtal: PLE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.