Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 45
3 í félagsvísindadeild eru kenndar margar greinar og einn stúdenta, Ragna Guðbrandsdóttir, greinir stuttlega frá náminu: Félagsfræði, stjómmálafræði, sálfræði eru fyrirferðarmiklar greinar innan félagsvísindadeildar en þar er einnig að finna bókasafns- fræði og ijölmiðlafræði og er þetta mjög fjölbreytt deild. Þessi deild er kannski frábmgðin ýmsum öðmm deildum að því leyti að hér stefna ekki allir nemendur að sams konar störfum eftir að námi lýkur — það eru svo margar leiðir mögulegar. Eg var í uppeldisfræðibraut og vissi því eitt og annað um hvemig nám- ið hér færi fram, en áður en ég ákvað mig endanlega ræddi ég við námsráðgjafa. Ahugi minn beindist að sálfræði eða félagsfræði og eftir viðtal við námsráðgjafa var ég ákveðin í að taka félagsfræði. Mér fannst gott að leita ráða hjá ráðgjafa því þar var undirstrikað að við verðum sjálf að taka þessar ákvarðanir, það get- ur enginn gert það fyrir okkur. Þess vegna er mikilvægt að afla sér ýmissa upplýsinga um viðkom- andi nám. Háskólinn hefur manni alltaf virst vera alvarleg stofnun en þegar menn kynnast starfinu hér í raun þá er hann trúlega eins og aðrir vinnustaðir — eins og hver annar skóli. Opið hús eins og hér verður á sunnudag gefur mönnum gott tækifæri til að koma og sjá hvað hér fer fram og hvemig aðstæður okkar eru og ég vil hvetja fólk til að líta við og ræða við okkur. Viðskiptadeild verður kynnt klukkan 10.30 og 13.30 en hún er einnig til húsa í Odda. Kennslan fer þó fram á fleiri stöðum því deildin er ein af þeim fjölmennari. Fyrir fyrsta árs nema dugar ekkert minna en Háskólabíó þótt það sé að vísu ekki fullsetið — en þar eru þó á þriðja hundrað manns. Sæmundur Benediktsson og Svanhildur Svein- bjömsdóttir tóku sér bæði árs frí eftir stúdentspróf áður en þau sett- ust í deildina. Gott félagslíf Ég var á viðskiptasviði í Fjöl- brautaskóla Suðumesja, segir Sæ- mundur, en þrátt fyrir það fannst mér ýmislegt annað koma til greina en viðskiptafræði þótt hún hafi orð- ið fyrir valinu. Ég vissi nú ekki mikið um námið áður en ég innrit- aðist en fékk einhverjar upplýsingar hjá þeim sem hér höfðu verið í námi. Eg held að menn fái bestu upplýs- ingamar með því að tala við þá sem em í námi eða hafa nýlega lokið því og þess vegna held ég að vænt- anlegir stúdentar við Háskólann hafí mjög mikið gagn af svona opnu húsi. Undir það tekur Svanhildur: Ég vissi ekki mjög mikið um námið hér áður en mér fannst liggja beint við að fara í viðskiptadeild því ég kom úr hagfræðideild MS. Mér fínnst mikilvægast í undirbúningi fyrir nám í viðskiptafræði að menn séu vel heima í stærðfræði. Hagfræði- deild var framhald stærðfræðideild- ar í MS, en nú er hægt að fara í hana úr máladeildum og það tel ég misráðið. Með því em nemendur ekki eins vel búnir undir viðskipta- fræðinám og hinir sem hafa haft stærðfræði allan menntaskólann. Þau vom sammála um að hvetja nemendur til að heQa undirbúning háskplanáms eins fljótt og hægt er í framhaldsskólanámi og lögðu jafn- framt áherslu á að ekki þurfí endi- lega allir að fara í háskóla. Minntu þau á tækniskóla og aðra sérskóla sem gefa ýmsa möguleika. En fara menn í viðskiptafræði með það fyr- ir augum að komast vel af í lífínu? Afkomumöguleikar og starfs- möguleikar ráða sjálfsagt miklu og margir telja þá góða eftir nám í viðskiptafræði. Sennilega hefur mikill fjöldi þó kannski eitthvað dregið úr þessum möguleikum en það virðist ekki hræða menn frá náminu. Hér er líka gott félagslíf og félag okkar er í nánu samstarfí bæði við alþjóðafélag og norrænt félag viðskiptafræðinema. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 45 „Láttu ganga ljóðaskrá um löstinn þann að reykja!“ Nú gefst þér færi á að leggja þitt af mörkum í baráttunni gegn tóbaksnotkun, með því að taka þátt í skemmtilegri samkeppni. Þú sendir inn frumort ljóð eða vísur um skaðsemi tóbaks og kannski verður þú svo heppinn að sjá þitt framlag notað á vindlingapakka eða í auglýsingar. Síðasti skiladagur er 25. mars nk-. og stefnt er að því að birta úrslitin á reyklausa daginn, 7. apríl. Þátttakendur eru beðnir að merkja ekki kveðskap sinn með nafni heldur láta nafn og heimilisfang fylgja með í lokuðu umslagi. Dómnefnd skipa Árni Johnsen, Helgi Sæmundsson og Kristín Þorkelsdóttir. Góð verðlaun eru í boði: 1. verðlaun 50 þúsund kr. 2. verðlaun 30 þúsund kr. 3. verðlaun 20 þúsund kr. Utanáskriftin er: Vtsnasamkeppni Tóbaksvamanefndar _____ Skógarhlíb S, 105 Reykjavtk TÖBAKSVARNANEFND TÓBAKSVARNANEFND ÁSKILUR SÉR RÉTT TIL AÐ NOTA ALLT ÞAÐ EFNI SEM BERST í SAMKEPPNINA. Spennandi sportbíll Nissan Sunny sport- bíllinn er enn eitt dœmið um glœstan árangur Nissan í framleiðslu spennandi sportbíla. • Glæsileg innrétting. • Kraftmikill: 1500 cc og 1600 cc fjölventla vél. • Beinskiptur eða sjálfskiptur. • Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli. • Aflstýri. • 3ja ára ábyrgð. • Frábær greiðslukjör. — 25% útb. eftirstöðvar á 2 1/2 ári. Ingvar Helgason hf. Sýnmgarsalunnn. Rauðagerði Simi: 91 -3 35 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.