Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 33 Frá hugmyndum til framkvæmda Aukaþing Sambands ungra sjálfstæðismanna, undiryfirskriftinni Frá hugmyndum til framkvæmda, verður haldið í Vestmannaeyjum dag- ana 25.-26. mars. Þetta þing er opið öllu ungu fólki, sem aðhyllist sjálfstæðisstefnuna. Arni Sigfússon, formaður SUS: „Við höldum til Vestmannaeyja til þess að móta okkur skýra og styrka stefnu í fjölda málaflokka. Á fjórða hundrað ungs sjálfstæðisfólks hefur í vetur unnið að stefnumótun fyrir þetta þing, og margar nýjar hugmyndir hafa komið frá þessum stóra hópi. Á aukaþinginu tökum við afstöðu til þessara hug- mynda. Það er hins vegar ekki nóg að setja fram stefnu ár eftir ár. Það hefur brunnið við að sjálfstaeðismenn hafa tatað mikið, en framkvæmt minna. í Vest- mannaeyjum þurfum við einnig að huga að ieiðum til þess að kynna stefnu okkar og koma henni í fram- kvæmd. Þvíer þinginu valin þessi yfirskrift. Ég hvet allt ungt sjálftæðisfólk til þess að slást í för með okkur til Vestmannaeyja og taka þátt í spennandi verkefni." Fimmtán verkefnisstjórnirhafa unnið að málefnastarfi ungs sjálfstæðisfólks ívetur, bæðiað stefnumótun út á við og að þvíað efla innra starfSUS. Verkefnisstjórarnir okkar munu stjórna málefnavinnunni á þinginu: Blrglr Þór Runólfsson, verk- efnisstjórl sjávarútvegsmála: „Gengismál eru lykilatriði. Sú stefna er með öllu óhæf að stjórnvöld niðurgreiði innflutning á kostnaö sjávarútvegsins. Rétt gengisskráning erforsepda þess að þessari undirstöðuatvinnu- grein vegni vel.“ Árnl Sigfússon, verkefnis- stjórl verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Eiríkur Ingólfsson, verkefnis- stjórl I dagvistunarmálum: „Við viljum fara nýjar leiðir í dag- vistun barna. Það má vel hugsa sér dagheimili, þar sem foreldrar eru eigendurnir, eða greiöa hluta dagvistargjaldanna með vinnu- framlagi." Þór Sigfússon, verkefnis- stjórl umhverfismála: „Tökum átthagana í fóstur - á næstu þrjátíu árum á að vera hægt að rækta upp mestan part af órækt- uðu landi, þar skiptir mestu fram- tak einstaklinga og samtaka þeirra." Þorgrlmur Daníelsson, verk- efnlsstjórl í málum kirkju og krlstnl og óhrlfa trúarinnar á sjálfstæðisstefnuna: „Sjálf- stæðismenn þurfa að sýna fram á að þeir þekki og virði hug- myndakerfi, sem gerir fólki kleift að gera mun á réttu og röngu og hjálpar því þannig að vera ábyrgir einstaklingar í frjálsu þjóðfélagi." Hreinn Loftsson, verkefnls- stjórl f málum fslensks fjór- magnsmarkaðar: „Við viljum aukið erlent áhættufjármagn í íslenskan atvinnurekstur. Með þátttöku erlendra aðila kemur aukin þekking inn í landið, bæði á tæknilega sviðinu og í sölu og markaðsmálum. ísland gæti iika átt möguleika á að verða miðstöð alþjóðlegra bankaviðskipta."' Slgurður Sigurðarson, verk- efnlsstjóri í neytendamólum: „Opinber verðstýring á eggjum og alifuglum felldi síðasta vígi frjálsrar verðlagningar í land- búnaði. Neyslu landsmanna er stýrt með valdi. Ofríki stjórnvalda gagnvart innkaupum heimilanna verðuraðlinna." Ólafur Björnsson, verkefnis- stjóri í landbúnaðarmólum: „Við teljum að athuga ætti mögu- leika á að stofna kjötmarkaði, sem lytu sömu lögmálum og fisk- markaðirnir. Það er óþarfi að hneppa alla kjötframleiðslu í landinu í fjötra SÍS-veidisins". Árnl M. Mathlesen, verkefn- Isstjórl í samgöngumólum: „Það er vel athugandi að fjár- magna samgöngumannvirki á nýjan hátt, til dæmis með afnota- gjöldum vegfarenda um brýr, jarðgöng eða vegi." Þórhallur Jósepsson, verk- efnisstjóri i húsnæðismólum: „Við ætlum ekki að reyna að lappa upp á gamla kerfið eða búa til sósíalískt skömmtunarkerfi fyrir nýja forgangshópa - við byrjum með autt blað." Sveínn Andrl Sveinsson, verkefnlsstjórl lónamóla nómsmanna: „Að okkar mati er það ekki hlutverk Lánasjóðs- ins að stýra því hvert námsmenn fara til menntunar. Slíkt val hlýtur að vera í höndum hvers og eins." Belinda Theriault, verkefnis- stjórl f utanríklsmólum: „Það þarf að halda umræðunni um tengsl okkar við EB áfram og athuga alla möguleika. Fordómar og meinlokur eiga ekki heima í þeirri umræðu - íslendingar mega ekki einangra sig frá um- heiminum. Arnar Hákonarson, banka- stjóri hugmyndabanka SUS. Rósa Guðbjartsdóttir, verk- efnisstjóri í almennings- tengslum SUS. Magnús Jónasson, formaður fjórmólaróðs SUS. Ferðir - gisting- matur ★ ★ Vestmannaeyjaferjan Herjólfur veitir þinggest- um afslátt. Ferð fram og til baka kostar kr. 960. Flugleiðir hf. veita 50% afslátt af flugi til Vest- mannaeyja. Farfuglaheimilið við Faxastíg er nýtt og þægi- legt húsnæði, þar sem gisting kostar aðeins 370 krónur á nóttu. Hótel Þórshamarer nýjasta og glæsilegasta hótelið í Eyjum, staðsett í hjarta bæjarins. Verð á nóttu er 1750 kr. Gistiheimilið Hvíld býður upp á þægilega gist- ingu. Verð á nóttu: 1000 krónur. Veitingahúsið Skútinn veitir þinggestum 20% afslátt af auglýstum matseðii meðan á þinginu stendur. Kaffi og léttar veitingar verða á boðstólum allan tímann á þingstaðnum - á vægu verði. Barnagæsla verður á svæðinu fyrir þá sem vilja. Þinggjald verður 1950 krónur. Innifalinn er gl^esilegur kvöldverður á veitingahúsinu Mun- inn á hótel Þórshamri á laugardagskvöldinu. Þingsetning er klukkan 18.00 á föstudag. Allar nánari upplýsingar og skráning í síma 82900. Hér eru nokkur sýnishorn af viðfangsefnum, sem við munum fást við á þinginu. Vertu með íað móta fram- sækna stefnu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.