Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 Höfn Hornafirði: Fólk er að vakna til lífsins KJARASAMNINGAR VSÍ og VMSÍ hafa mætt harðri andstöðu og mörg verkalýðsfélög hafa fellt þá. Þegar samningarnir voru undirritaðir á sinum tíma skrifaði formaður verkalýðsfélags- ins Jökuls á Höfn í Hornafirði og varaformaður Alþýðusambands Austurlands, Björn Grétar Sveinsson, ekki undir samningana. Þeir voru síðan felldir á Hornafirði með 83 atkvæðum gegn 3. Homfirðingar voru fyrstir manna til að afla sér verkfallsheimildar en það var gert á fjölmennum fundi verkalýðsfélagsins Jökuls þann 14. janúar. Morgunblaðið heimsótti Höfn í vikunni og birtast viðtöl og myndir úr þeirri ferð hér með. Það skal tekið fram, að viðtal, sem tekið var í ferðinni við Björa Grétar Sveinsson, formann verkalýðsfélagsins, birtist í Morgun- blaðinu á föstudaginn. Hermann Hansson kaupfélagssljóri: Afkoman í fiskvínnslunm leyfir ekki hærri laun Unnið að frystingu í Fiskiðjuveri KASK. Morgunblaðið/Ámi Sæberg „ÉG HEF engan heyrt halda þvi fram að fiskvinnslufólk hafi of há laun, svo við drögum ekkert i efa að þörf sé á að hækka laun fiskverkunarfólks," sagði Her- mann Hansson kaupfélagsstjóri í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. „Hins vegar er það alveg ljóst að afkoman í fiskvinnslunni leyfir ekki hærri launagreiðslur og það var þvi mjög eindregin krafa frá fiskvinnslunni að ráð- stafanir yrðu gerðar til að bæta afkomu fiskvinnslunnar. Þessar ráðstafanir voru gerðar, þær voru of litlar og skila of litlum ár- angri, þær skilja frystinguna enn- þá eftir i tapi og okkur er mjög þröngur stakkur búinn." Er Hermann var inntur eftir stöðu saltfiskverkunarinnar sagði hann að menn vonuðust til þess að ekki yrði tap á þeim rekstri. „Það er ekki sa- mið sérstaklega við fólk sem vinnur í saltfiski annars vegar og fólk i frystingunni hins vegar. Við verðum að gera kröfur til þess að afkoman sé jákvæð í öllum greinum og við höfum í raun ekkert leyfi til þess að bæta halla á frystingunni upp með hugsanlegum ábata af saltfiski. Hann er ekki tryggur, markaðsað- stæður eru mjög versnandi í salt- físki." Aðspurður hvort'hann teldi ný- gerða kjarasamninga hafa verið eins háa og mögulegt væri, sagðist Her- mann frekar telja aðgerðir stjóm- valda ófullnægjandi. Um fund vinnu- veitenda og Alþýðusambandsins vildi Hermann Hansson, kaupfélags- sfjóri Austur-Skaftfellinga á Höfn í Horaafirði. hann sem minnst segja, menn færu til að semja og það myndi enda með þvi, fyrr eða síðar. „Það þarf að ná samkomulagi, spumingin er, hvaða svigrúm sé til að gera þessa samninga og hvemig menn geti nálgst niðurstöðu þannig að báðir geti vel við unað. Mér fínnst eðlilegt að þetta mál sé í höndum sáttasemjara, þegar búið er að gera samninga og fella þá, er eðlilegt að leita til hans. Verkfall myndi lama alla fískvinnslu hér og allir myndu tapa á því. Ég hef alltaf skilið verk- fallsrétt sem neyðarrétt og vænti þess að hann sé notaður þannig. En þar með er ég ekki að segja að það verði verkfall." Morgunblaðið/Ámi Sæberg Vetrarvertíð í saltfiskvinnslu. Mynd tekin í Skinney.Á innfeldu myndinni er Herdís Jóhanns- dóttir, fiskvinnslukona: „Veit ekki hvar þetta þjóðfélag væri statt án fiskverkafólks." Yonum að sam- ið verði um starfs- aldurshækkanir - segir Herdís Jóhannsdóttír, f iskverkakona „SAMNINGURINN sem gerður var í Garðastrætinu er ömurieg- ur,“ sagði Herdís Jóhannsdóttir, en hún vinnur i Saltfiskvinnsl- unni Skinney. „Hér var alger samstaða um að fella hann. Við gerum okkur vonir um að þeir semji um helgina og að við fáum að minnsta kosti okkar kröfur um starfsaldurshækkaniri gegn. Hjá okkur er mun lægri prósenta á þeim hækkunum en hjá öðrum hópum.“ „Eins og kaupið er nú er engan veginn hægt að lifa á dagvinnu- kaupi en við gerum okkur vonir um að það verði hægt. Til þess eru 42.000 króna byijunarlaun algjört lágmark. Hér í saltfískverkuninni erum við á sérstökum hópbónus sem gildir þar til samið verður. Ef til verkfalls kemur fylgjum við hin- um.“ Herdís sagði ástæðu þess að samningurinn hefði verið felldur, vera þá að fiskvinnslufólk sæti allt- af eftir í samningum. „Ég veit ekki hvar þessi þjóð væri stödd án físk- vinnsiufólks. Alls staðar virðast vera nægir peningar til að kaupa nýja báta og byggja hús, því hljóta að vera til peningar að borga okkur hærra kaup.“ Herdís sagðist ekki gera sér neina grein fyrir því hvort verkfall yrði. Enginn hefði efni á verkfalli en það hefði heldur enginn efni á að vinna fyrir kaupinu eins og það væri nú. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Daði Sigurðsson, trúnaðarmaður starfsfólks fiskiðju KASK. Bónusinn of stór hluti launanna - segja fiskvinnslustúlkur hjá KASK Á KAFFISTOFU Fiskiðjunnar hittu Morgunblaðsmenn fyrir Jónínu Jónsdóttur, Öldu Búadótt- ur, Elísabetu Jóhannesdóttur og Sif Axelsdóttur. Þær töldu ótrú- legt að samið yrði og sögðust tilbúnar í verkfall ef svo færi. Aðspurðar hvað þær teldu eðli- lega kauphækkun sögðu þær að undir 42.000 ætti ekki að vera til umræðu. „Það þarf einfald- lega að hækka launin og minnka vægi bónusins. Hann er alltof stór hluti launanna eins og er,“ sögðu þær. Margföld skömm að ný- gerðum lgarasamningum - segir Daði Sigurðsson trúnaðarmaður „ÁSTANDIÐ er eins slæmt og mögulegt er. Það er margföld skömm að þessum nýgerðu samn- ingum,“ sagði Daði Sigurðsson trúnaðarmaður starfsfólks í Fiskiðjuveri KASK aðspurður um stöðu mála í framhaldi ný- gerðra kjarasamninga. „En við treystum okkar manni; Birni Grétari, vel til að halda á málun- um. Það sýnir mætingin á fund- inn sem samþykkti verkfalls- heimildina." Að sögn Daða er mikill hugur í mönnum. „Við ætlum okkur minnst 40.000 í byrjunarlaun, lægri laun ættu ekki að vera til umræðu. Bón- uskerfið ætti líka að afnema." Daði taldi engan vafa á því að menn ættu að fara í verkfall ef ekki semdist og að það stæði eins lengi og með þyrfti. „Það er mikill hugur í mönnum, fólk er vakna til lífsins og gera sér grein fyrir hversu slæm kjörin raunverulega eru. Fólk er að slíta sér út á mikilli vinnu.“ Farandverkafólk heyrir undir verkalýðsfélagið Jökul hefur þó ekki atkvæðisrétt. I spjalli við nokkra félaga í saltfískverkuninni Skinney kom fram að þeir teldu launin í þessu ekki mannsæmandi og vildu kenna um staðgreiðslu- kerfí skatta. „Það borgar enginn af lánum á því sem við fáum út- borgað," sagði Heiðar Ingvarsson. „Kaupið lítur nógu vel út á launa- seðlinum en það sem við fáum út- borgað er allt of lítið.“ Þeir félagar sögðust vera komnir til Hornafjarð- ar í uppgrip en það væri borin von. Er þeir voru spurðir hvað þeir myndu gera ef til verkfalls kæmi, sögðu þeir fátt annað að gera en að koma sér burt. „Ef vinnan stöðv- ast förum við, því hér er ekkert fyrir okkur að hafa.“ Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Farandverkamennirair í Skinnfaxa voru aðallega óánægðir með matarskattinn, f.v.: Heiðar Ingvason, Halldór Þorsteinsson, Þröstur Jóhannesson, Boði Stefánsson, Guðjón Benediktsson og Hjalti Stef- ánsson. A kaffistofu KASK, f.v.: Jónína Jónsdóttir, Alda Búadóttir, Elísabet Jóhannesdóttir og Sif Axelsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.