Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 51
starfsemi verði fjölmörgum til hjálpar á komandi árum. Það er verðugt hlutverk okkar sem minn- umst Óskars að efla þetta starf í náinni framtíð. Með öflugri liðveislu við það starf sem Óskar mótaði í þágu krabba- meinssjúklinga verður best varð- veitt minningin um góðan dreng. Gunnlaugur Snædal Mikið er það sárt þegar skarð kemur í vinahópinn. Óskar Kjartansson vinur okkar, sem jarðsunginn verður á morgun, skilur nú eftir stórt skarð sem eng- inn getur fyllt. Okkur finnst alla- vega að á meðan fólk er í blóma lífsins eigi maður eftir að vera með því lengi, lengi. Sennilega fínnst okkur þetta alltaf, líka þegar við eldumst. Það er aldrei tímabært að missa vin. Það hefur verið mikil lífsreynsla að horfa upp á einn besta vin sinn veikjast af sjúkdómi, beijast af öll- um kröftum og tapa. Við sem erum búin að fylgjast með þessari baráttu vorum ekki viðbúin endalokum. Sannfæring hans um að sigra sannfærði okkur. Hann sneri á óvininn í byijun og það gaf okkur öllum svo mikla von. Við erum ekki enn búin að átta okkur á því að hann hafí tapað og sé farinn. Það eigum við eftir að fínna smátt og smátt þegar kemur að föstum liðum í samvéru okkar. Útilegur á sumrin, heimsóknir í sumarbústaðina, jólaboðin á þrett- ándanum, hjónaferðimar á vetuma og „saumó", þegar allir em með. Okkur fínnst að þetta eigi alltaf að vera eins og það er, en þannig er það auðvitað aldrei. Við verðum alltaf að laga okkur að breýttum aðstæðum hversu erfítt sem það er. Frá unglingsárum höfum við þekkst vel og haldið hópinn, við höfum eytt frístundum okkar sam- an og verið þátttakendur í lífi hvers annars í gegnum tíðina. Við hittumst öll heima hjá Herdísi og Óskari eitt laugardagskvöld um miðjan febrúar. Þá talaði hann, fullur bjartsýni, um aðgerðina sem hann var að fara í nokkrum dögum seinna. Við gerðum öll ráð fyrir að hittast aftur. A öllum okkar samverustundum var hann hrókur alls fagnaðar, hon- um leið best þegar allir voru saman að skemmta sér og bömin líka. Bömin okkar áttu hann að vini ekki síður en við, þeim þótti mjög vænt um Óskar og eiga erfitt með að skilja að hann verður ekki með okkur oftar. Hann var alltaf duglegur að halda hópnum saman og fann upp á mörgu skemmtilegu. Ef honum datt eitthvað í hug þá framkvæmdi hann það. Samlyndi þeirra hjóna var alveg einstakt. Gáskinn og virðingin sem einkenndi samband þeirra var öðr- um til eftirbreytni, það var mann- bætandi að vera nálægt þeim. Á heimili þeirra hefur verið mikill gestagangur og hefur það ávallt staðið öllum opið. Allir leikfélagar barnanna þeirra em þar eins og heima hjá sér, þar er mikil gest- risni og' höfðingsskapur og allir fá þá umönnun og alúð sem þeir þurfa og meira til. Herdís hefur staðið vörð um hann Óskar sinn síðastliðið ár og passað að hann fengi allt það besta sem aukið gæti orku hans og vellíðan, ekkert skipti máli nema velferð hans. Styrkur hennar og festa, létt lund auk mikillar skynsemi hefur haldið heimilinu og fjölskyldulífinu í sínum eðlilegu skorðum allan þennan erfíða tíma. Hún á fáa sína lfka. Við sendum Herdísi vinkonu og bömunum, Kristínu, móður Óskars og öðmm aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi þeim líkn sem lifa. Guðrún og Marinó Heddý og Gunnar Allý og Lindi. Kær vinur okkar og nágranni, Óskar Kjartansson, er látinn. Eins og að líkum lætur leita minningar um góðan dreng á huga okkar. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 51 Við fluttum öll um svipað leyti á Stórateiginn og mynduðust þá strax sterk vináttubönd á milli okkar, lítið samfélag ungs fólks, sem alla tíð síðan hefur staðið saman í blíðu og stríðu. Þegar Óskar veiktist, fyrir rúmu ári, hvarflaði það ekki að okkur að við fengjum ekki að njóta samvem hans lengur en í þessa mánuði. Hann bauð þessum vágesti byrg- inn og baráttan var erfið, en bjarg- föst var einlæg trú hans og stór- kostlegt var að fylgjast með sam- heldni þeirra hjónanna Herdísar og Óskars í gegnum veikindin. Þar var hvergi bilbug að fínna. Óskar var baráttumaður í eðli sínu, bjartsýnn og hvers manns hugljúfi. Nú er stórt skarð höggvið í vinahópinn okkar. Hugurinn er blandinn trega og söknuði, en jafnframt innilegu þakklæti fyrir árin sem við áttum saman. Sterkur perónuleiki hans mun lifa áfram meðal okkar. Elsku Herdís, Hilmar Þór, Sól- veig Lilja og litli Davíð Þór, guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk. F.h. vinahóps á Stórateigi, Helga Th. Vinur minn og æskufélagi, Óskar Kjartansson, er fallinn frá eftir hetjulega baráttu við sjúkdóm sinn. Það var fyrir um það bil 31 ári, að ég flutti á Háteigsveginn í Reykjavík og kynntist þá Óskari sem þar bjó í foreldrahúsum, næst yngsta syni þeirra merku hjóna Kjartans Ásmundssonar, gullsmiðs, og Kristínar Bjamadóttur. Ég minnist okkar fyrstu kynna. Þá vomm við báðir 7 ára gamlir. Rigningarúði var þennan dag og þama var ég kominn, nýfluttur úr sveitinni til höfuðborgarinnar og þekkti fáa. Ég stóð við gluggann og virti í laumi Óskar fyrir mér þar sem hann var að leik með litla bróður sínum Dadda og þeir vom með þennan líka fína vörabfl sem ég var mjög heillaður af. Það tók mig nokkum tíma að hafa mig í að fara út til þeirra, uppburðarlítill eins og ég var, en Óskar sá aumur á mér og tók mig strax tali, opinn og hlýr, eins og hans var alltaf von og vísa. Þar með hófst sú vinátta sem hélst með okkur alla tíð. Við vomm mjög samrýndir og höfðum svipuð áhugamál og auðvit- að brennandi áhuga fyrir lífinu og tilvemnni. Og margt var brallað í þá daga, eins og gengur hjá ungl- ingum. Óskar tók þá ákvörðun að feta í fótspor föður síns og læra gull- smíði og hélt til Þýskalands til náms, en nokkm áður hafði mér hlotnast sá heiður að verða þeirrar ánægju aðnjótandi að kynna hann fyrir þeirri sómakonu Herdísi Þórð- ardóttur, sem varð eiginkona hans. Og þar varð ást við fyrstu sýn og uppfrá því. Við stóðum auðvitað í bréfa- skriftum í þessi fjögur ár sem Óskar dvaldi í Þýskalandi, en þar kom að því að hann flutti aftur heim til Islands, með Herdísi og fmmburð þeirra, Hilmar Þór. Þá vomm við vinimir báðir búnir að festa ráð okkar og ákváðum við að byggja saman raðhús í Mosfells- sveit, en þangað bar Óskar alltaf hlýjar tilfinningar, frá því að hann sem drengur dvaldi á sumrin í sum- arbústað þar með foreldmm sínum. Þær vom bjartar, en urðu stund- um ærið langar sumamætumar sem við unnum að byggingu húsa okkar, eftir langan vinnudag að auki. En allt hafðist það og við flutt- um í húsin okkar og þá var nú orð- ið stutt að fara til að hittast og spjalla um lífsins gagn og nauðsynj- ar. Og fjölskyldur okkar stækkuðu. Nú var allt eins og það átti að vera. Við vinimir hlið við hlið eins og einu sinni. En ekkert varir að eilífu. Óskar veiktist í fyrravetur og fullur af eldmóði stóð hann upp á móti örlög- um sínum og barðist hetjulega og þá kom til kasta Herdísar og þaðan fékk Óskar tvíefldan styrk og sam- an stóðu þau eins og klettur með vonina og trúna í veikindum hans. Og víst er um það, að enginn gæti gefið meira af sér en Herdís gaf honum þá. Ég á eftir að sakna Óskars vinar míns um ókomin ár. Ég á eftir að minnast hans sem þess besta og sanna vinar sem ég hefí átt. Óskar var opinskár í eðli sínu, opinn fyrir öllu og öllum. Við hann var hægt að ræða um alla skapaða hluti og engan veit ég sáttfúsari mann. Hann gat ekki hugsað sér að standa í illdeilum við nokkum mann. Ég og fjölskylda mín vottum þér, Herdís mín, og bömum ykkar, enn- fremur Kristínu móður Óskars og systkinum hans okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Jóhannes Jóhannsson Mig langar að minnast með nokkmm orðum vinar míns, Óskars Kjartanssonar, gullsmiðs sem lést 3. mars sl. eftir harða baráttu við erfíð veikindi. Fyrir liðlega 15 ámm vom nokkr- ir gullsmiðir samankomnir á gull- smíðasýningu í Kaupmannahöfn. Þar á meðal var hinn virti gullsmið- ur Kjartan Ásmundsson og sonur hans Óskar. Þar hófust fyrstu kynni mín af þeim feðgum. Mér er það enn mjög minnisstætt hve vel Kjart- an reyndist mér þá, ungum og óreyndum gullsmið. Þar sem við Óskar vomm á svipuðum aldri, myndaðist með okkur traustur vin- skapur sem aldrei bar skugga á. Að Kjartani látnum keypti Óskar fyrirtæki föður sms, gullsmíðaverk- stæði Kjartans Ásmundssonar sem þá var til húsa í gamla Fjalakettin- um í Aðalstræti. Nokkram áram seinna opnaði Óskar glæsilega verslun í Áðalstræti 7 og rak hana með miklum glæsibrag til dauða- dags. Heiðarleiki og einlægni vom ríkir eiginleikar í fari Óskars og varð hann fljótt einn virtasti og vinsælasti gullsmiður borgarinnar. Það var mikið lán fyrir mig að eiga hann að samferðamanni. Óskar lærði gullsmíði í Þýska- landi og átti þar marga kunningja og vini. Það var stórkostlegt að sjá hve Óskar var vel kynntur í Mekka gullsmíðinnar Pforsheim. Ferðalög vom eitt af hans mörgu áhugamál- um og ferðuðumst við mikið saman í sambandi við starf okkar. Leiðin lá oftast til Basel í Sviss og eigum við hjónin mjög ánægjulegár minn- ingar þaðan með þeim Herdísi og Óskari. Eftirminnilegasta ferðin er þegar við tókum bflaleigubíl og ókum um svissnesku . Alpana. Síðasta ferð okkar saman var dvöl á Þingvöllum í ágúst síðastliðnum. Ógleymanlegt er hve Óskar var þá hress og glaður. Dugnaður hans og bjartsýni á lífíð hreif okkur svo, að erfitt var að gera sér grein fyrir hve alvarleg veikindi hans vom. Það er sárt að missa vin í blóma lífsins, en eftir lifa dýrmætar minningar um góðan dreng. Elsku Herdís, við Sjöfn biðjum guð að halda vemdarhendi yfir þér, bömum ykkar og öðmm aðstand- endum. Jón Sigurjónsson Á síðastliðnu hausti vom stofnuð samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Einn af fmm- kvöðlum samtakanna var Óskar Kjartansson, gullsmiður. Þá um skeið hafði hann att við þann sjúk- dóm, sem varð honum að aldurtila. Hann hafði séð hyldýpið. Hann hafði örvænt. Frammi fyrir alþjóð sagði hann frá nærfæmum höndum sem þógu hann á sjúkrabeðnum. Þá urðu þáttaskil. Það varð hans skím og frá þeirri stundu var starf hans og hugsun helguð þeim mál- stað, að bæta líf og líðan þeirra, sem krabbamein lýstur. Honum óx áspiegin og engin fjöll vom svo stór að ekki mætti flytja þau. Samhent. Hönd í hönd megum við mikils. Líf hans var ríkt eins og sá einn á sem gefur allt. Eitt af hugðarefnum Óskars var að krabbameinssjúklingum yrði hjálpað til endurhæfíngar. Sjálfur hafði hann notið þeirrar hjálpar frá merkri stofnun. Reykjalundur í Mosfellssveit, glæsilegur varði hug- sjóna og samhjálpar í verki. Óskar skynjaði vel úr hvaða fjársjóði hann jós við vem sína að Reykjalundi. En við þann eld vildi hann ekki orna sér einn. Með félögum sínum knúði hann á dyr Krabbameins- félagsins. Áformin vom stór. Hönd í hönd má það gerast. Hugmyndir vom settar fram. Áform tóku mynd. Notið var handleiðslu frá Reykja- lundi. Nú hillir undir framkvæmdir. Óskar Kjartansson fyllti raðir Krabbameinsfélagsins örskots- stund. Mikið var unnið þótt helstríð væri háð. Okkur sem fylkjum liði undir merki Krabbameinsfélagsins gleymist hann seint. Þökk sé góðum dreng. Félagið vottar fjölskyldu Óskars hlúttekningu í harmi. Krabbameinsfélag Islands Á morgun, mánudaginn 14. mars, kveðjum við hinstu kveðju Óskar Kjartansson, gullsmið. Hann lést í Landakotsspítala að morgni 3. mars sl., eftir hetjulega baráttu við erfíðan sjúkdóm. Óskar fæddist í Reykjavík 23. apríl árið 1949, sonur hjónanna Kristínar Bjamadóttur og Kjartans Ásmundssonar gullsmiðs. Hann nam gullsmíði í Þýzkalandi við Goldscmide Schule í Pforzheim. Að loknu námi starfaði hann á gull- smíðaverkstæði föður síns í Aðal- stræti í Reykjavík og tók síðan við rekstri þess að Kjartani látnum. Gullsmíðaverkstæði Kjartans Ás- mundssonar sérhæfði sig meðal annars í smíði Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir forsetaembættið. Óskar komst sem ungur drengur í kynni við mannlífið í Mosfellsbæ, sem þá var auðvitað sveit, þegar hann dvaldi þar á sumrin hjá vina- fólki sínu á Ökmm. Því fór svo, að hann kaus að reisa sér og fjölskyldu sinni heimili þar. Þau Herdís Þórð- ardóttir, kona hans, byggðu sér hús á Stórateigi 36 og fluttu þangað árið 1974. Þau eignuðust þijú böm, Hilmar Þór, Sólveigu Lilju og Davíð Þór. Bæði tóku þau Herdís og Óskar virkan þátt í félagsmálunum í Mos- fellsbæ. Hún einkum í Kvenfélagi Lágafellssóknar og var þar formað- ur um skeið, hann í Ungmennafé- laginu Aftureldingu og síðar í bæj- arstjóm. Óskar var um skeið gjaldkeri í stjóm UMFA. Á vegum Sjálfstæðis- manna í Mosfellsbæ var hann kos- inn formaður húsnefndar félags- heimilisins Hlégarðs árið 1980 og gegndi því starfí í 4 ár. Um leið var hann framkvæmdastjóri hússins og stjórnaði gagngemm endurbót- um á salarkynnum þess. Við sveit- arstjórnarkosningar 1982 átti hann sæti á lista Sjálfstæðismanna og varð formaður íþróttamannvirkja- nefndar það kjörtímabjl. Við kosn- ingar 1986 skipaði Óskar þriðja sæti á D-listanum og sat í bæjar- stjóm þar til á síðastliðnu hausti er hann neyddist til að taka sér hvíld frá trúnaðarstörfum í bæjarfé- laginu sökum heilsubrests. Því mið- ur átti hann ekki afturkvæmt til þeirra starfa. Áhugi Óskars á að starfa í þágu samborgara sinna og gera gagn í samfélaginu var óbilandi. Á síðustu mánuðum beitti hann sér fyrir stofnun samtaka krabbameinssjúkl- inga og aðstandenda þeirra. Hefur starf samtakanna þegar borið mik- inn árangur og hillir nú m.a. undir opnun endurhæfíngarstöðvar fyrir krabbameinssjúklinga. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Óskar Kjartansson. Hann var ávallt hress í bragði, glaðvær og hreinskiptinn og lá ekki á skoð- unum sínum um hin ýmsu málefni sveitarfélagsins. Hann var ætíð reiðubúinn til starfa þegar til hans var leitað. Hans er sárt saknað, en minningin um góðan félaga lifir í hugum okkar og við kveðjum hann með virðingu og þökk fyrir ánægju- lega samfylgd og samstarf. Fyrir hönd bæjarstjómar Mos- fellsbæjar flyt ég eiginkonu hans, bömum og aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Sigsteinsson Ég kynntist Óskari Kjartanssyni fyrir hálfu ári, þannig að kynni okkar stóðu ekki yfír í langan tíma. Fundum okkar bar fyrst saman í húsi Krabbameinsfélags íslands í september 1987. Við höfðum hvort fyrir sig lýst yfir áhuga okkar um stofnun sam-> taka krabbámeinssjúklinga. Við unnum síðan saman að þessu verk- efni ásamt starfsmönnum félagsins. Óskar kom mér fyrir sjónir sem mjög ákveðinn maður, hlýr og ein- lægur. Hann var fullur af eldmóði og hafði brennandi áhuga á að koma samtökunum af stað og var ekki í nokkmm vafa um að þeirra væri brýn þörf. Hann taldi sérstak- lega mikilvægt að komið yrði á endurhæfíngu fyrir krabbameins- sjúklinga og að gefín yrði út íslensk bók um krabbamein, til stuðnings fyrir sjúklinga og aðstandendur’ þeirra. Ég þekkti Óskar ekki meðan hann var heíll heilsu og með fullt starfsþrek. Hann var orðinn mjög veikur á þessum tíma, en lagði ótrú- lega mikið á sig til að gera þennan draum sinn að vemleika. Hann kom fram fyrir alþjóð og gaf reynslu sína af því hvemig er að lifa með krabbamein. Með því trúi ég að augu margra hafí opnast fyrir nauðsjm slíkra samtaka. Að geta verið gefandi á sama tíma og hann háði sína erfíðu baráttu lýsir miklu hugrekki og umhyggju fyrir með- bræðmm sínum, slíkt lætur engan ósnortinn. Við þökkum Óskari framlag hans og samfylgdina. Eig-i. inkonu hans Herdísi, móður, böm- um og öðmm vandamönnum vott- um við okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd Samtaka krabbmeins- sjúklinga og aðstandenda, Ólafía Jónsdóttir Á morgun kveðjum við Óskar Kjartansson í hinsta sinn, og langar mig til að tileinka honum nokkur orð. Hann var faðir míns besta vin- • ar, Hilmars Þórs, og em orðin fjórt- . án ár síðan ég kynntist fjölskyld- unni á Stórateigi 26. Hefur það verið mitt annað heim- ili og hafa Herdís og Óskar verið nokkurs konar vara mamma og pabbi í gegnum tíðina. Ein af skemmtilegri stundum sem ég átti með honum var þegar hann settist niður með okkur Hilmari og sagði frá prakkarastrikum sínum á yngri ámm. Það var alveg jmdislegt hvemig hann skildi okkur krakkana og lifði sig inn í lífíð með okkur. Ef einhver var með góðan húmor þá var það Óskar, hvemig hann gat hlegið með okkur að bröndumnum og fíflaganginum í okkur. Ég á erfítt með að muna það skipti sem^- maður fékk ekki skot frá honum og svo lúmskt bros á eftir, þegar maður skrapp til þeirra. Og ekki breyttist þetta þegar hann veiktist heldur þvert á móti. Krafturinn í honum var svo mikill að maður kom alltaf kátur út þaðan. Nú er hann farinn frá okkur en við geymum mjmd hans í huga okkar. Én nú veit ég að honum líður vel og fylg- ist hann ömgglega vel með okkur öllum. Herdís, Hilmar, Sólveig og Davíð, megi minningin um góðan eiginmann og föður styrkja ykkur. Ég votta fjölskyldu hans og vin- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ólafur Gylfason Óskai- Kjartansson er hér kvadd- ur langt um aldur fram eftir harða sjúkdómsbaráttu, baráttu, sem um tíma vom góðar vonir bundnar við. Vonimar bmgðust og nú hefur það gerst, sem mest var óttast. Óskar var ótrúlegur keppnismað- ur og lét sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Það kom okkur, sem fylgdust úr fjarlægð með veikindum hans því ekki á óvart, hvemig hann stóð sig. Og hvemig bar hann slíkt mótlæti? I stuttu máli með þeirri skapfestu og yfírlætislausu ró, sem ég ætla; að lengi megi leita að. Við Óskar vomm jafnaldrar og skólafélagar. Síðan skildu leiðir en við hittumst að nýju í haust á vett- vangi Krabbameinsfélagsins. Þá var hann búinn að stofna endur- SJÁ NÆSTU.SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.