Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988
29
3n*«gi Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Fiskverkun
til útlanda?
að er alkunna, að á síðasta
aldarfjórðungi hafa fjöl-
margar iðngreinar, sem áður
voru undirstaða atvinnulífs á
Vesturlöndum, lagzt niður að
mestu og flutzt til Asíu. Sem
dæmi um þetta má nefna, að á
tímabili var verulegur hluti
vefnaðar- og fataframleiðslu
Vesturlanda kominn þangað
austur. Stálver á. Vesturlöndum
áttu í miklum erfíðleikum með
að keppa við stáliðnað Asíubúa
og varð mikill samdráttur í
þeirri grundvallarframleiðslu
beggja vegna Atlantshafsins.
Þekktast er að sjálfsögðu, hver
þróun bílaiðnaðar var um skeið,
þegar svo virtist, sem risafyrir-
tækin í Bandaríkjunum riðuðu
til falls vegna samkeppni frá
Japan, og loks má nefna, að
mikill hluti framleiðslu ýmiss
konar heimilistækja fer fram í
Asíu.
Ástæðumar fyrir þessari þró-
un voru margþættar. Ein höf-
uðástæðan í upphafí var sú, að
vinnuafl var mun ódýrara í Ásíu
en á Vesturlöndum. Þess vegna
gátu Japanir framleitt ódýrari
vömr en Vesturlandabúar og
vestræn framleiðsla var ekki
samkeppnisfær á heimamörk-
uðum. I kjölfarið fylgdi svo, að
japanskur iðnaður skákaði vest-
rænum iðnaði í krafti aukinnar
tækni og betri stjómunar. Um
skeið var það orðið að eins kon-
ar æði á Vesturlöndum að taka
upp japanskar stjómunarað-
ferðir.
Þessi framvinda mála leiddi
til svo mikilla breytinga í iðnaði
á Vesturlöndum að jafna má
við byltingu. Síðan hafa þær
atvinnugreinar, sem urðu harð-
ast úti í samkeppni við Asíubúa,
náð betri tökum á starfsemi
sinni og jafnað metin að nokkm.
Þetta hafa bandarísku bflafyrir-
tækin gert að nokkm leyti, stál-
iðnaðurinn hefur fest sig í sessi
á nýjan leik, þótt umsvif hans
séu hlutfallslega margfalt minni
en áður var og svo mætti lengi
telja. Smátt og smátt hafa
lífskjör batnað svo mjög t.d. í
Japan, að launakostnaður þar
hefur hækkað að mun. Japanir
eiga nú í harðri samkeppni við
aðrar Asíuþjóðir, svo sem
Kóreumenn og Formósubúa,
sem hafa hazlað sér völl í iðn-
aði vegna lægri launakostnaðar
í Japan. Þá hefur þróunin í
Bandaríkjunum orðið sú, að
launakostnaður þar er hlutfalls-
lega lægri en í mörgum öðmm
löndum og þess vegna byggja
japönsku bílafyrirtækin t.d. upp
framleiðslu í Bandaríkjunum
sjálfum.
Að þessu er vikið hér vegna
þess, að frétt í Morgunblaðinu
í gær bendir til þess, að við ís-
lendingar gætum staðið frammi
fyrir því, að höfuðatvinnugrein
okkar sé að flytjast úr landi
vegna þess, að kostnaður hér
innanlands er orðinn mun meiri
en t.d. í Bretlandi. Nú er komið
í ljós, að dótturfyrirtæki Sölu-
miðstöðvarinnar í Bretlandi hóf
fyrir nokkm tilraunaframleiðslu
í fiystingu og söltun. Ingólfur
Skúlason, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, segir í viðtali við
Morgunblaðið í gær, að þessi
tilraun sé gerð til þess að bregð-
ast við harðri samkeppni frá
brezkum frystihúsum, sem vinni
úr íslenzkum físki. Ingólfur
Skúlason sagði jafnframt, að
það væri orðið erfítt fyrir
íslenzku frystihúsin að keppa
við þau brezku vegna þess, að
tilkostnaður væri mun lægri í
Bretlandi, bæði vinnulaun,
minni fjárfesting væri í húsum
og vélum, fjáfrmagnskostnaður
lægri, aðbúnaður verkafólks
verri og verðbólga lítil.
Síðan sagði Ingólfur Skúla-
son: „Viðskiptasambönd og við-
skiptavild fyrirtækisins er í
hættu, ef því tekst ekki að bjóða
vöm á samkeppnishæfu verði.
Svo virðist sem hráefnisfram-
boð frá íslandi fari vaxandi á
þessu ári, þannig að stór hluti
fískvinnslunnar geti flutzt til
Bretlands. Er því nauðsynlegt
að vemda viðskiptahagsmunina
með því að gera ráð fyrir slíkri
þróun og tryggja hráefni til
verksmiðjureksturs Icelandic
Freezing Plants."
Hér er hið sama að gerast
og áður var að vikið í iðnaðar-
samkeppni Vesturlanda og
Asíubúa. Fiskvinnslan er að
byrja að flytjast úr landi vegna
þess, að ódýrara er að vinna
fiskinn erlendis en hérlendis. í
þessu tilviki getum við ekki
treyst á, að hráefni okkar sé
betra vegna þess, að brezku
frystihúsin nota okkar eigið
hráefni! Þau kaupa íslenzkan
físk á mörkuðum í Bretlandi.
Þessi frétt frá Bretlandi er enn
ein vísbending um, að við stönd-
um frammi fyrir gmndvallar-
vanda í höfuðatvinnugrein okk-
ar og að þar verður annað og
meira til að koma en einföld
gengisbreyting til þess að ráða
bóta á þeim vandamálum.
Bifreiðaeign okkar íslend-
inga er að nálgast heims-
met, ef við höfum ekki
þegar slegið metið, sem
Bandaríkjamenn hafa átt
um nokkurt skeið. Raun-
ar emm við líklega vél-
væddari almennt en
nokkur Önnur þjóð og höfum fært okkur
tæknina, svo sem síma og tölvur, meira í
nyt en flestir aðrir. Þá hefur athyglin ný-
lega verið dregin að þeirri augljósu stað-
reynd, að hús hér em að meðaltali langtum
yngri en annars staðar og hvert okkar
hefur fleiri fermetra til ráðstöfunar innan
dyra en annarra þjóða menn. Þá er enginn
vafí á því að langferðalög em mun almenn-
ari meðal íslendinga en annarra þjóða. Á
alla mælikvarða, sem notaðir em í umræð-
um um lífskjör, em þau atriði, sem hér
hafa verið nefnd, talin til marks um mjög
góð kjör og er þá síður en svo verið að
bera okkur saman við þjóðir, sem varla
eiga til hnífs og skeiðar eða verða að lifa
á bónbjörgum.
Hvað sem þessu öllu líður höfum við
mjög ríka tilfínningu fyrir því, að stærri
hluti þeirra tekna sem aflað er af þjóðarbú-
inu öllu eigi að renna í vasa launþega.
Ástandið á vinnu- og kjaramarkaðinum
um þessar mundir staðfestir þessa skoðun.
í stuttu máli sýnist þar vera algjör upp-
lausn, þar sem hver höndin er upp á móti
annarri. Spyija má, hvort ekki fari raunar
best á því, að hvert byggðarlag semji fyr-
ir sig og menn geri það upp við sig, hver
á sínum stað, hvemig skipta skuli því, sem
eftir er á hveijum stað. Þrátt fyrir þá jafn-
ræðisreglu, sem nú á að ná til landsins
alls, eru menn hvort eð er alls ekki þeirrar
skoðunar, að hún sé til í framkvæmd;
þeir hafí það jafnan best, sem í höfuð-
borginni búa. Fyrir nokkrum ámm var
töluvert um það rætt, að upp yrðu teknir
fyrirtækja- eða vinnustaðasamningar.
Umræður um slíka tilhögun hafa dvínað,
þótt hitt sé vitað að innan fyrirtækja semja
menn gjaman sérstaklega á grundvelli
almennra samninga. Núverandi ástand
kjaramála kallar á umræður um stað-
bundna kjarasamninga. Þeir em auðvitað
til í reynd.
Há tryggingaiðgjöld
í umræðunum um bifreiðatryggingar
hefur komið fram, að landinu er skipt í
tvö gjaldsvæði. Þeir sem í þéttbýli búa
greiða töluvert hærri iðgjöld en hinir, sem
em á landsbyggðinni. Ræðst þetta ekki
af því, hvar menn aka bifreiðum sínum,
heldur hinu hvar þær em skráðar. Reglur
af þessu tagi leiða að sjálfsögðu til þess,
að menn leitast við að skrá bifreiðar sínar
á þeim svæðum, þar sem iðgjöldin em
lægst, þótt þeir aki aldrei á þeim stöðum.
Jóhann Einvarðsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi og
búsettur í kjördæminu, benti á í þingræðu,
að hann greiddi helmingi hærri iðgjöld af
bifreið sinni en Jón Helgason, landbúnað-
arráðherra. Jón, flokksbróðir Jóhanns, er
þingmaður fyrir Suðurlandskjördæmi og
er bifreið hans skrásett þar. Benti Jóhann
á, að ráðherrann ekur bifreið sinni þó
mest í þéttbýlinu. Gilda sömu reglur um
þetta hjá öllum tryggingafélögunum.
Eins og kunnugt er þá er ekki um neina
samkeppni milli tryggingafélaga að ræða,
að minnsta kosti ekki þegar um bifreiða-
tryggingar er að ræða. Um þær trygging-
ar segja félögin ávallt hið sama öll í kór:
Tjónin vaxa og vaxa og þess vegna er
óhjákvæmilegt að hækka iðgjöldin. Upp á
þetta er stimplað af þar til bæmm yfirvöld-
um og síðan þurfa bifreiðaeigendur að
taka upp budduna og borga möglunarlaust
og komast ekki undan því, ef þeir vilja
halda áfram að hafa bílinn skráðan. Mætti
halda, að það væri eitthvert hið erfiðasta
og ábættusamasta fyrirtæki, sem menn
legðu út í, að taka að sér að tryggja bif-
reiðar. Hins vegar verður ekki séð, að
neitt tryggingafélaganna fúlsi við þeim
viðskiptum. Stunda þau nú 8 félög.
Þær hækkanir, sem orðið hafa á iðgjöld-
um bifreiðatrygginga nú, og samtrygg-
ingakerfi tryggingafélaganna og skortur
á samkeppni þeirra í milli, valda neikvæð-
um umræðum um þessi fyrirtæki. Væri
æskilegt, að verðlagsyfirvöld gerðu sam-
anburð á iðgjöldum hér og í nágrannalönd-
unum. Komi í ljós vemlegur munur, þarf
að bijóta það til mergjar af hveiju hann
stafar og kynna niðurstöðurnar opinber-
Iega. Getur til dæmis verið, að trygginga-
félög hér séu fúsari en félög erlendis til
að axla tjón og taka við bifreiðum og borga
nýjar í staðinn? Er ekki eðlilegra að miða
iðgjald við notkun bifreiðar en hafa það
sem einskonar nefskatt? Em bónusreglur
félaganna í raun til þess fallnar að tryggja
það, að þeir beri tjónið, sem valda því?
Fylgir starfsemi tryggingafélaganna
nægilega vel þeirri þróun, sem alls staðar
er að verða í þjónustu af þessu tagi? Veld-
ur ekki skortur á samkeppni stöðnun?
Hvemig má það til að mynda vera, að
handhöfum greiðslukorta em boðnar
ferðatryggingar endurgjaldslaust, að því
er virðist?
Þegar spumingum af þessu tagi er varp-
að fram um einhveija atvinnustarfsemi,
er þeim yfírleitt tekið á þann veg af þeim,
sem hlut eiga að máli, að verið sé að gera
þá tortryggilega. Umræðumar þróast fljótt
út í karp um óskylda hluti. Líklegt er að
þetta gerist nú, þegar menn hafa aðeins
tekið til við að ræða um tryggingafélögin.
Þetta er mjög slæmt, því þá sitja oft eftir
hjá almenningi óljósar hugmyndir, sem
erfítt er að uppræta og geta stuðlað að
hættulegum misskilningi eða enn þá erfið-
ari deilum næst, þegar tilefni verður til
þeirra. Af þessari ástæðu og vegna efni
málsins er nauðsynlegt að ræða stöðu
tryggingafélaganna í botn, eins og sagt
er, þannig að ekkert fari á milli mála í
afstöðu þeirra og rökum fyrir þeim miklu
og erfíðu hækkunum, sem nú hafa orðið
á bifreiðatryggingum. Er ekki vafí á, að
útsending innheimtuseðlanna hefur stuðl-
að að því nú, að minna fylgi en vænta
mátti reyndist vera við kjarasamningana.
Finnst mörgum vafalaust fráleitt, að verið
sé að semja sig undan verðbólgu, þegar
hækkanir verða á þann veg sem hér um
ræðir.
Þótt tryggingafélögin séu mörg og starfi
án þess að lúta miðstjórnarvaldi ríkisins
eða án eignaraðildar þess, skortir sam-
keppni í þessa atvinnustarfsemi. Almennt
séð verður þess ekki vart, að fólk kvarti
mikið opinberlega undan þeirri þjónustu,
sem félögin veita. Hvellurinn verður oftast
mestur, þegar iðgjöld bifreiðatrygging-
anna hækka. Undan greiðslu þeirra getur
enginn vikist, sem á bíl og vill halda áfram
að geta ekið honum um götumar.
Máttur samkeppninnar
Án öflugra tryggingafélaga væri margt
á annan og erfíðari veg hér á landi og
annars staðar. Allt frá örófi alda hafa
menn leitast við að tryggja sig með einum
eða öðrum hætti. Raunar er það eitt af
því sem skilur mann frá dýrum, að hann
leggur í sameiginlegan sjóð til að auðvelda
öllum að standa það af sér, sem til ófamað-
ar er. I því efni em sjúkratryggingamar
merkastar, en eins og við vitum gildir
annað um þær en lögboðnar bifreiðatrygg-
ingar. Ríkið stendur að sjúkratrygginga-
kerfínu. Iðgjöld sjúkratrygginga eru inn-
heimt af ríkissjóði með sköttum. Áður fyrr
voru þessi iðgjöld til almannatrygginga
innheimt sérstaklega. Voru menn þá ekki
alltaf á eitt sáttir, hve há þau ættu að
vera. Nú hafa menn tapað þeirri tilfinn-
ingu fyrir kostnaði við þessa þjónustu.
Önnur svipuð þjónusta, sem við greiðum
með sköttum okkar, og lýtur með sínum
hætti að velferð allra, sem í landinu búa,
er hið opinbera skólakerfi. Um það gildir
hið sama og opinbera sjúkratrygginga-
kerfið og heilbrigðisþjónustuna, að vax-
andi umræður em um það víða um lönd,
hvaða rekstrarform tiyggi besta nýtingu
fjármuna, mest öryggi í þjónustunni og
besta þjónustu. Líta menn ekki síst til
Bretlands í því efni, en nú efast enginn
lengur um það, að undir forystu Margaret-
ar Thatcher hefur orðið bylting í Bret-
landi. Sjálf segir hún, að eftir að hafa
staðið fyrir þeirri byltingu og séð, hvað
það tekur langan tíma, að hugmyndir verði
að vemleika og árangurinn að koma í ljós,
eigi menn ekki að vera of bráðlátir í eftir-
væntingunni eftir að ákvarðanir hugrakks
stjómmálamanns í Sovétríkjunum,
Míkhaíls Gorbatsjovs, skili árangri. Um
þessar mundir glímir frú Thatcher við að
koma á breytingum í skólakerfinu og heil-
brigðiskerfínu. I báðum þessum greinum
er og hefur verið mikil ólga meðal starfs-
manna. Segja sumir, að takist henni það,
sem hún ætlar sér við uppskurð á heil-
brigðiskerfinu, geti enginn efast um, að
hún sé einstakur stjómmálamaður vegna
áræðis, stjómvisku og dugnaðar.
Margaret Thatcher réðst ekki í að breyta
þessum viðamiklu, ríkisreknu kerfum fyrr
en á þriðja kjörtímabili sínu, eftir að hafa
tekist á við almennu verkalýðsfélögin, end-
urreist pundið, náð tökum á stjóm efna-
hagsmála og ríkisfjármála, hafist handa
um markvissa einkavæðingu og almennt
áunnið sér virðingu og traust sem gífur-
lega öflugur stjómmálamaður. Það sem
veitir tillögum hennar í þessum efnum
brautargengi meðal almennings er að til
dæmis skólamir hafa oft og tíðum verið
í lamasessi vegna verkfalla eða einhverra
mótmæla kennara. Þykir mörgum nóg
komið af svo góðu og vilja geta valið sjálf-
ir skóla fyrir böm sín, þar sem þeir séu
vissir um, að launadeilur eða kjarastríð
standi ekki í vegi fyrir að almennum náms-
árangri sé náð.
Ef við reynum að meta þessa aðstöðu
frá okkar eigin reynslu, er nærtækast að
nefna, að eftir að einokun ríkisins á út-
varpsrekstri var afnumin, er ákaflega ólík-
legt, að til hins sama komi og haustið
1984, þegar starfsmenn Ríkisútvarpsins
hættu störfum vegna launadeilu. Þá gripu.
borgarar til sinna ráða í útvarpsleysinu
og hófu að starfrækja fijálsar stöðvar.
Þeim var lokað með lögregluvaldi og að-
standendur dæmdir til að greiða sektir.
Frelsið hafði hins vegar skotið rótum og
var síðan lögfest. Ef starfsmenn Ríkisút-
varpsins gripu til svipaðra aðgerða nú,
myndu margir þeirra líklega óttast að
vinnustaður þeirra yrði hreinlega lagður
niður, slíkur er máttur samkeppninnar.
Styrkur Thatcher
og mat á Gorbatsjov
Umræður um nýlegan leiðtogafund að-
ildarríkja Atlantshafsbandalagsins bera
með sér, að Margaret Thatcher hafi ráðið
hvað mestu um gang mála á honum. Til-
efni fundarins var einfaldlega það, að sex
ár voru liðin síðan leiðtogar NATO-land-
anna hittust síðast. Margt hefur gerst á
þeim tíma á vettvangi alþjóðamála. Þá er
tii hins að líta, að Thatcher hefur setið
lengst ráðamanna NATO-ríkjanna í sæti
ríkisoddvita og Ronald Reagan, Banda-
ríkjaforseti, sem kemur fast á hæla henni,
er að kveðja sitt starf eftir átta ár. Þótti
ölium við hæfí að kalla saman fund af
þessu tagi, áður en kosningabaráttan í
Bandaríkjunum hefst fyrir alvöru og áður
en Reagan fer til fjórða fundar við Gor-
batsjov.
Á blaðamannafundi eftir leiðtogafund-
inn, þar sem Margaret Thatcher lýsti
ánægju sinni yfir þeim árangri, sem náð-
ist á fundinum, var hún einkum spurð um
tvennt: Endumýjun skammdrægra kjam-
orkuvopna og afstöðu hennar til Gor-
batsjovs. Um hið fyrmefnda sagði hún,
að hvorki mætti láta Sovétmenn reka fleyg
milli Evrópu og Bandaríkjanna né ná fram
þeirri kröfu, að Evrópa yrði án kjamorku-
vopna og enginn héldi andstæðingi sínum
í skeQum með úreltum vopnum; fæling
byggð á úreltum vopnum væri einskis
virði, um þetta væru allar ríkisstjómir
Atlantshafsbandalagsríkjanna sammála.
Thatcher hefur kveðið fast að orði um
hugrekki Gorbatsjovs og er forvitnilegt að
kynnast málflutningi hennar um hann.
Þegar Thatcher ræðir um aðalritara
sovéska kommúnistaflokksins, lætur hún
þess jafnan getið, að hún hafi hitt hann
síðla árs 1984, áður en hann komst til
æðstu metorða í kommúnistaflokknum og
Sovétríkjunum, í mars 1985. Minnir hún
jafnframt á, að þá hafi verið eftir henni
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 12. mars
haft, að Gorbatsjov sé maður, sem hún
vilji gjaman eiga viðskipti við. Hún sé enn
þessarar skoðunar. Hún segist frá upphafi
hafa gert Gorbatsjov ljóst, að hún vildi
öflugt samstarf við Bandaríkin, trausta
samvinnu innan NATO og öflugar vamir
Vesturlanda. Það þýddi ekkert fyrir hann
að reyna að fá sig ofan af þessum skoðun-
um. Á hinn bóginn skildi hún, að Gor-
batsjov teldi sig þurfa_ að tryggja öflugar
vamir Sovétríkjanna. Á þessum grundvelli
ætti að vera unnt að semja um fækkun
vopna án þess að örygginu væri raskað.
Til þess að þetta markmið náist sé nauð-
synlegt að efna til erfiðra samningavið-
ræðna.
Thatcher segir, að í umræðum um Sov-
étríkin verði menn að gera sér grein fyrir
eðli þeirra, afl þeirra byggist einvörðungu
á hemaðarmætti. Á Vesturlöndum hafi
fijálsræði á öllum sviðum getið af sér öflug
og hugsjónarík þjóðfélög. Mannréttindi,
skoðanafrelsi, ferðafrelsi og fijálsræði í
efnahagsmálum hafi skapað forsendur fyr-
ir góðum vömum og samvinnu fijálsra
þjóða um þær. í miðstýrðu stjómkerfí
Sovétríkjanna, sem eigi við mikil efnahags-
vandamál að glíma, hafi stjómendumir
getað tekið einhliða ákvarðanir um að
veija fjármunum til að byggja upp herafl-
ann í stað þess að bæta kjör fólksins.
Þetta sé ekki hægt nema í takmarkaðan
tíma. Gorbatsjov sé að beita sér fyrir breyt-
ingum í átt til meira frelsis fyrir íbúa
Sovétríkjanna. Svo framarlega sem Vest-
urlönd standi vörð um eigið öryggi geti
þetta ekki verið hættulegt fyrir þau. Hann
sé alveg ný manngerð í valdasæti í Sov-
étríkjunum. Og Thatcher segir: „Ég var
fyrst á Vesturlöndum til að styðja hann.
Eg hef ekki skipt um skoðun í því efni.“
Telur hún þessa stefnu sína rétta á meðan
Vesturlönd geri nauðsynlegar ráðstafanir
til að tryggja sig gegn öllum hugsanlegum
skakkaföllum, sem þau geti orðið fyrir
vegna Sovétríkjanna.
Breski forsætisráðherrann telur, að
Gorbatsjov njóti stuðnings stjórnmálaráðs-
ins (politburo), æðstu valdastofnunar Sov-
étríkjanna, KGB og hersins. Sér hafi alltaf
fundist hann sjálfsöruggur og einbeittur.
Hann hafi beitt sér fyrir auknu fijálsræði
innan Sovétríkjanna og ekkert sé óvenju-
legt við að fólk færi sér í nyt breytingam-
ar, sem hann hafí gert, þess sjáist nú
merki í Armeníu. Þegar unnið sé að breyt-
ingum af þessu tagi séu fyrstu 2-3 árin
erfíðust og úrslitum ráði að hafa úthald,
þar til árangur kemur í ljós. Neikvæðu
hliðamar komi alltaf í ljós áður en hinn
raunverulegi árangur birtist. Vafalaust séu
ein eða tvær veikgeðja sálir í æðstu stjóm
Sovétríkjanna. Mestu skipti, að Sovétmenn
átti sig á því, að þeir geti ekki haldið áfram
á sömu braut og treyst á að hervald veiti
þeim endalausan mátt. Verði breyting í
þessa átt hljóti Vesturlönd að fagna því,
verði Gorbatsjov brotinn á bak aftur þurfi
Vesturlönd að vera nægilega sterk til að
mæta því. Þeim mun meira frelsi innan
Sovétríkjanna, því minni hætta á hemaði
þaðan, ekki hafi orðið átök milli tveggja
lýðræðisríkja.
Skynsamleg leiðsögn?
Árið 1967 var mótuð stefna í varnar-
og stjórnmálum fyrir Atlantshafsbanda-
lagið, sem enn er fylgt, og er hún kennd
við Harmel-skýrsluna. Kjarni hennar er,
að rætt skuli við kommúnistaríkin og sam-
ið við þau, en þess jafnan gætt að ekki
verði slakað á vestrænum vömum. Vamir,
fæling og viðræður em lykilorð þessarar
stefnu.
í raun er Margaret Thatcher að segja
að þessari sömu stefnu skuli fylgt áfram.
Breytingin er sú, að 1967 og fram til
1985 datt engum stjornmálamanni á Vest-
urlöndum í hug að halda því fram, að
Leonid Brezhnev og félagar væru að vinna
að breytingum í Sovétríkjunum. Þeim tókst
ekki einu sinni að halda í horfinu. Þegar
Gorbatsjov tók við stóð hann frammi fyrir
áframhaldandi hnignun ef ekki yrðu gerð-
ar breytingar og hann breytingamar.
Ef litið er á fréttir frá Sovétríkjunum
síðan, en þær hafa sett verulegan svip á
alla fjölmiðla undanfarin þijú ár, má segja
að í fyrstu hafí ríkt eftirvænting. Menn
vissu ekki á hveiju þeir áttu von næst,
þegar efnt var til funda í æðstu valdastofn-
unum Sovétríkjanna. Nú setja hins vegar
frásagnir af erfíðleikum fyrir forystuna
svip á fréttir þaðan. Gorbatsjov kvað svo
fast að orði á fundi með sovéskum ráða-
mönnum á miðvikudaginn, að atburðimir
í Armeníu kynnu að stofna 70 ára ávinn-
ingi byltingarinnar í voða. í öllum yfirlýs-
ingum hans hefur hollustan við Lenín og
byltinguna verið rauður þráður, þannig að
í fyrrgreindum orðum hans felst hótun um
harkalegar gagnráðstafanir til að veija
helga dóma heimskommúnismans.
Það hefur vissulega vafíst fyrir mörgum
stjómmálamönnum á Vesturlöndum
hvemig þeir eigi að bregðast við Gor-
batsjov. Sumir hafa gengið ákaflega langt
í hrifningu sinni og ekki verður annað
sagt en frú Thatcher geri það. Hún hefur
hins vegar vit á að slá varnagla. Hún seg-
ir réttilega, að í stefnu sinni felist, að staða
Vesturlanda sé trygg, hvað sem gerist í
Sovétríkjunum. í henni felst einnig, að
takist Gorbatsjov það, sem hann hefur
boðað, getur Thatcher sagt, að hún hafí
stutt hann til þess. Mistakist Gorbatsjov
að veita sovésku þjóðinni meira frelsi og
betri lífskjör getur enginn sagt, að Marga-
ret Thatcher hafí staðið í vegi fyrir hon-
um. í stuttu máli verður að telja, að Thatc-
her veiti vestrænum stjómmálamönnum
skynsamlega leiðsögn í því, hvemig þeir
eigi að koma fram gagnvart Míkhaíl Gor-
batsjov, aðalritara sovéska kommúnista-
flokksins. Það á svo eftir að koma í ljós,
hvort vonimar sem hún bindur við hann
rætist.
„Þær hækkanir,
sem orðið hafa á
iðgjöldum bif-
reiðatrygginga
nú og samtrygg-
ingakerfi trygg-
ingafélaganna og
skortur á sam-
keppni þeirra í
milli, valda nei-
kvæðum umræð-
um um þessi fyr-
irtæki. Væri æski-
legt, að verðlags-
yfirvöld gerðu
samanburð á ið-
gjöldum hér og í
nágrannalöndun-
um. Komi í Ijós
verulegur munur,
þarf að brjóta það
til mergjar af
hveiju hann
stafar og kynna
niðurstöðurnar
opinberlega.“
i