Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 H' hæfingarsamtök krabbameinssjúkl- inga. Mér verður alltaf minnisstæð ferð, sem við fórum ásamt fleirum að Reykjalundi í Mosfellsbæ í nóv- ember sl. til að skoða þá einstöku endurhæfingarstöðu, sem þar er að finna. Óskar var þess fullviss, að sú þjónusta, sem þar er veitt, væri sjúklingum mikil örvun til að öðlast bata. Allur málflutningur Óskars var í senn fumlaus og yfírvegaður, þannig að eftir var tekið. Hér tal- aði maður, sem þekkti vandamálið af eigin raun. Stundum er dauðinn miskunn- samur, en þegar ungt fólk fullt af lífsgleði og krafti hverfur, er erfitt að sætta sig orðinn hlut. Það er eðlilegt að syrgja, það er hluti af lífinu sjálfu, en sorgin er sár og hún kveður ævinlega dyra á versta tíma. Eg á þá ósk Krabbameinsfélagi Islands til handa, að það beri gæfu til að styrkja af alefli eldhuga á bórð við Óskar Kjartansson til góðra verka. Eg þakka Óskari Kjartanssyni samfylgdina og kveð hann með virð- ingu og þökk. Ólafur Þorsteinsson Ég á erfitt með að kyngja því að hann Óskar sé dáinn. Hann Óskar sem stóð sig svo vel í barátt- Jl unni við veikindi sín. Hann Óskar sem ég hafði séð, að heita má, á hverjum degi í þrettán ár. Ég og Sólveig Lilja, dóttir hans, sem er á sama aldri og ég, urðum mjög góðar vinkonur og þar sem foreldrar okkar þekkjast vel og við búum hlið við hlið, sá ég Qölskyld- una mjög oft og kynntist þeim kannski betur þess vegna. Þær voru ófáar stundimar sem ég átti með þeim, ferðalög, sund- ferðir, gönguferðir og skemmtileg- ar kvöldstundir eru aðeins brot af öllu því sem við gerðum saman. Ég var heimagangur hjá þeim, enda alltaf gott að koma þangað. Óskar var alltaf svo hress og já- kvæður, hann hætti aldrei að grínast við okkur krakkana, jafnvei ekki heldur eftir að hann veiktist. Þá lá hann mikið fyrir i stofunni þreklítill síðustu vikumar, en hon- um tókst að koma manni til að hlæja, þó að hann væri orðinn það veikur að hann gæti tæpast hlegið með manni. Ég þakka fyrir að hafa kynnst honum og er hreykin af því að hafa þekkt hann. Hann var stórkostlegt fordæmi fyrir því hvað bjartsýni og hressileiki geta gert fyrir sjúkling, jafnvel þó að þrekið sé á þrotum. Elsku Herdís, Hilmar, Sólveig, Davíð og aðrir ættingjar og vinir. Megi góður Guð sefa sorgir ykkar. Ragnheiður Kristín Við vomm skátar umvafðir sól- skini æskunnar. Áhyggjulausir við leik og störf. Gmndvöllur virðingar og kærleika var þá lagður. Mörgum ámm síðar leitaði ég til Óskars með verkefni fyrir Krabba- meinsfélagið. Dýrt skyldi smíðað úr gulli. „Engar greiðslur — sönn ánægja að leggja félaginu lið,“ var svarið þegar greiða átti skuldina. Sami drengskapurinn, sama glæsi- mennskan og forðum í æsku okkar. Þau orð féllu að Krabbameinsfélag- inu væri lið að honum í sínum röð- um. „Ég vissi þá að það átti eftir að gerast," sagði hann við mig tveimur ámm síðar og horfði í augu mér. „En ekki að það yrði í þessum érind- um.“ Merktur af sjúkdómi en með blik hugsjónar í augum. Hann var þá orðinn einn af forvígismönnum um stofnun samtaka krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra. Þau skópu nýjar hugmyndir og bentu á færar leiðir. Enn fleiri skyldu heimta aftur andlega og líkamlega heilsu. Líknið þeim sem ekki læknast sögðu þau. Sá kyndill var kveiktur sem nú lýsir okkur fram á veginn. Vini bið ég heilla á ókunnum slóð- um. Þökk sé honum fyrir allt og allt. Ég kveð hann með orðum vin- ar hans, skáldsins Matthíasar Jo- hannessens. Og fóður sínum fól hann drauminn stóra um frið og líkn, og bað í hinsta sinn og hneigði andlit hljótt og sagði: Faðir, í hendur þínar fel ég anda minn. Fjölskyldu Óskars Kjartanssona*- votta ég samhug og bið þeim bless- unar á erfiðri stundu. Gæfa ykkar er og verður að hafa átt hann. Snorri Ingimarsson Á morgun, mánudaginn 14. mars, verður til moldar borinn mað- ur sem féll frá í blóma lífs síns, frá góðri og elskulegri eiginkonu og þremur ungum börnum. Ungur maður sem verðskuldaði að lifa svo langtum lengur. Öskar Kjartansson, gullsmiður, lést aðeins 38 ára gamall eftir harða baráttu við hinn ógnvænlega sjúk- dóm, krabbamein. Barátta Óskars við þennan sjúkdóm lýsir persónu hans vel. Hann barðist á móti af fullum krafti, meir og betur en margur. Hann kynnti sér flest allt sem hann gat um vágest þennan bæði innlent og erlent efni og horfði á málið frá öðru sjónarhomi. Hann komst að raun um að ekki væri aðeins nauðsynlegt að hlúa að hin- um sjúku heldur aðstandendum þeirra líka — opna umræðuna og koma saman fólki í þessum erfiðu kringumstæðum, skapa fordóma- lausan skilning milli manna og sam- stöðu, til að auka andlegan og líkamlegan styrk þeirra er barátt- una heyja, gefa mönnum virkilega von. Hann stofnaði samtök í þessu markmiði ásamt Krabbameinsfé- laginu og mörgum einstaklingum. Að þessu vann hann fársjúkur en með vonina að leiðarljósi. Óskari sjálfurri entist ekki tími til að njóta ávaxta þessa brautryðjandastarfs en ég er sannfærður að aðrir eiga eftir að sigra í baráttunni við krabbameinið fyrir tilstuðlan þessa félagsskapar. Óskar starfaði mikið að félags- málum. í síðustu bæjar- og sveita- stjómarkosningum var hann kosinn bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ fyrir Sjálfstæðisflokkinn og einnig var hann virkur í ýmsum félagasamtök- um. Eitt þeirra félaga var Félagi íslenskra gullsmiða. Óskar lærði gullsmíði í Þýskalandi og útskrifað- ist í maí 1970 frá Goldschmide- schule Pforzheim. Þegar heim kom starfaði hann við fyrirtæki föður síns, Kjartans Ásmundssonar, og tók alfarið við rekstri þess er faðir hans lést fyrir allmörgum árum. Óskar flutti með sér frá Þýskalandi þær nýju stefnur í skartgripasmíði er hæst báru og breytti ásamt ýmsum ungum gullsmiðum skart- gripasmíðinni á Islandi sem var í nokkrum öldudal. í Félagi íslenskra gullsmiða starfaði Óskar alltaf mjög vel. Hann var um tíma formaður í félaginu og starfaði auk þess í hinum ýmsu nefndum innan þess. Hann starfaði mikið að uppbyggingu skóla- og fræðslumála innan fagsins. Fóm- fúst starf hans að þeim málum munu gullsmiðir framtíðarinnar njóta góðs af. Óskar var ætíð hrók- ur alls fagnaðar þegar við gullsmið- ir héldum okkar árshátíð eða önnur mannamót í nafni félagsins. Það er ótrúlegt að hann sé nú dáinn. Við höfum um þó nokkum tíma fylgst með hinni hörðu og vægðarlausu baráttu hans við ofur- eflið, við vonuðum alltaf og trúðum á sanngjaman sigur hans. Við kveðjum nú okkar ágæta vin og samstarfsfélaga. Hann bætti mannlífíð á stuttum en starfssöm- um ferli. Herdísi og bömunum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Félags íslenskra gullsmiða, Sigurður G. Stein- þórsson formaður. Það var mikið áfall að frétta lát Óskars Kjartanssonar gullsmiðs. Þó við vissum að Óskar ætti í mjög harðri baráttu við illvígan sjúkdóm vonuðum við alltaf að kraftaverk skeði og að Óskar kæmist aftur til heilsu. Hann háði hetjulega baráttu við sjúkdóm sinn fyrir opnum tjöld- um og eins og honum var lagið gafst hann ekki upp meðan nokkur lífsneisti var til. Óskar var mikill félagsmaður og hafði sérstaklega mikinn áhua á æskulýðs-, íþrótta- og umhverfis- málum og starfaði að þeim málum af miklum krafti og áhuga, fyrst innan Ungmennafélagsins Aftur- eldingar, síðar í íþróttamannvirkja- nefnd og nú síðast sem bæjarstjóm- armaður Sjálfstæðisflokksins í Mos- fellsbæ. Óskar var virkur í Sjálf- stæðisfélagi Mosfellinga og var ófeiminn við að taka þátt í umræð- um á fundum og vílaði ekki fyrir sér að taka þar á óþægilegum mál- um, éf því var að skjpta. Við fylgdumst með því að eftir að Óskar var kosinn í bæjarstjóm í síðustu sveitarstjómarkosningum, hafði hann mikinn áhuga á að kynna sér öll mál til hlítar og spar- aði þá ekki tíma eða vinnu, jafnvel þó það kæmi oft niður á fyrirtæki hans. Hann sat m.a. stjómarfundi í Sjálfstæðisfélaginu til að kynna sér starfsemina og hvað væri að gerast á fundum hjá okkur. Alltaf þegar við leituðum til Óskars um aðstoð, hvort sem það var auglýsing í blað, gjafir í kosningahappdrætti eða að vinna fyrir félagið, var það alltaf jafn sjálfsagt. Það er ekki nema rúmt ár síðan Óskar var veislustjóri hjá okkur á skemmtun sem við héldum og var þar hrókur alls fagnaðar eins og alltaf hvar sem hann var. En fljótt skjpast veður í lofti. Burtu er kvaddur góður félagi, sem við söknum. Við vottum Herdísi, eiginkonu hans og bömum þeirra, okkar inni- legustu samúð og biðjum góðan Guð að gefa þeim styrk í sorg þeirra. F.h. Sjálfstæðisfélags Mosfellinga, Svala Ámadóttir. Óskar Kjartansson gullsmiður gerðist félagi í Rotary-klúbbi Reykjavíkur árið 1980, og var um skeið eftir það yngstur félags- manna. Hann varð strax hvers manns hugljúfi og féll vel í þennan hóp, sem hittist um hádegisbil einu sinni í viku í þeim tilgangi að menn fræðist um starfssvið annarra og segi frá sínu eigin. Óskar var áhugasamur Rotary-félagi, enda vom honum fljótlega falin trúnaðar- störf í klúbbsins þágu. Fundi sótti hann meðan kraftar leyfðu allt fram í febrúarmánuð. Hið hörmulega frá- fall hans áður en starfsævin var hálfnuð, ef allt hefði verið eins og vænst var, er þungt áfall. Rotary- félagar minnast hans með þakklát- um hug. Þeir senda samúðarkveðjur konu hans, Herdísi Þórðardóttur, bömum þeirra, móður Óskars og fjölskyldu hans allri. Stjóm Rotaryklúbbs Reykjavíkur. Kveðjuorð: HjálmtýrÁ. Ágústs- son — Ólafsvík Fæddur 11. maí 1943 Dáinn 25. febrúar 1988 Lífið er stutt og ljær okkur aðeins fáa daga til að elska. Væri það ekki annað en vinna og þrældómur tæki það aldrei enda. Þess skalt þú bróðir minn fagnandi minnast. (R. Tagore) Mig langaði með fáeinum orðum að festa á blað hinstu kveðjur og fáein atriði um mág minn Hjálmtý Ágústsson, er andaðist af slysförum þann 25. febrúar síðastliðinn og var "» borinn til grafar þann 5. mars frá Ólafsvíkurkirkju. Ég minnist þess er systir mín Bryndís Kristjáns- dóttir bast honum fyrir um það bil 15 ámm, þá með sín 5 böm af fyrra hjónabandi öll innan við fermingu, og hann með sína tvo ungu drengi af fyrra hjónabandi, hvað ég var vantrúuð á að hann axlaði þá byrði sem fylgir því að ala upp svo stóran hóp við þessar aðstæður. En Hjalli, eins og við kölluðum hann ávallt, var dugandi maður til allrar vinnu og dró ekki af sér í þeim efnum frekar en við annað sem hann tók sér fyrir hendur. Þau eignuðust sitt eigið heimili fljótlega á Ólafsbraut 46 þar sem þau bjuggu með allan hópinn má segja til síðasta dags, en vom að vísu búin að festa kaup á stærra húsi sem þeim auðnaðist ekki að flytja í áður en hann var kvaddur __til starfa á æðri stöðum. Þau eign- uðust saman eina dóttur, Ástrósu, sólargeisla föður síns, sem fermist nú í vor. í húsi Hjalla var ávallt nóg pláss fyrir alla þá er vildu dvelja hjá þeim til lengri eða skemmri tíma, var þá oft glatt á hjaila því Hjalli kunni frá mörgu að segja og var glettinn maður og góður heim að sækja. Dóttir mín, Svanfríður Anna, var þar meira og minna frá unglings- ámm og tók Hjalli henni ávallt sem sinni eigin dóttur, þó baldin væri á stundum. Kann ég honum inni- legustu þakkir fyrir hana sem allt annað er ég geymi í minningunni. Hjalli var mjög vel greindur mað- ur og sést það best á því hve mik- inn þátt hann átti í öllum málum í Ólafsvík. Ekki var ónýtt að leita til hans ef'einhver þurfti á aðstoð að hatda því Hjalli hafði aldrei svo nauman tíma að hann gæti ekki liðsinnt öðmm. Hygg ég að fleiri geti tekið undir það. Hann starfaði í eða yfir 20 ár við lýsismjölsverk- smiðjuna í Ólafsvík, var þar verk- stjóri, vinnumaður og viðgerðar- maður, allt í senn. Vinnan var hon- um mikils virði, að allt gengi þar vel og allt væri þar í lagi. Fannst manni mjög um kapp hans. Við það á stundum hygg ég að leit verði að manni til að fylla það rúm. Hann var einnig slökkviliðsstjóri á staðn- um og átti. stærstan þátt í komu nýja slökkviliðsbílsins sem er ein- stakt framtak í svo litlu plássi sem Ólafsvík er. Þá var hann af fullum krafti í Slysavarnafélaginu Sæ- björgu og var þar ávallt til taks, og svona mætti lengi telja. Mig langar að minnast skemmti- legra stunda er Hjalli dvaldi hjá okkur hjónum hér í Reykjavík ásamt konu sinni og föður vegna landsfundar Borgaraflokksins á síðastliðnu hausti, en þá kynntist ég Hjalla og föður hans hvað best. Þar fóm samrýndir feðgar og mikl- ir atkvæðamenn, það var ekki mik- ill vandi fyrir mig að smitast af kappi hans og kátínu, þannig var hann. Ég þakka Hjalla allar þær stund- ir sem við áttum saman sem urðu því miður allt of fáar. Allt er gjört og fullkomnað í eilífð himn- anna, en dauðinn er sá sem heldur jarðar- blómum draumsjónanna ungum að eilifu. Þess skalt þú bróðir minn fagnandi minnast. (R. Tagore) Megi Guð almáttugur styrkja konuna hans, bömin, tengdabömin, bamabömin og okkur öll, sem sökn- um hans. Helga Kristjánsdóttir Það var um hádegisbilið fimmtu- daginn 25. febrúar sl. sem mér bámst af því fréttir að alvarlegt slys hefði orðið í Ólafsvík með þeim afleiðingum að látist hefði vinur minn og samhetji, Hjálmtýr Ágústs- son. I fyrstu neitaði minn innri maður að meðtaka slíka frétt og lengi vel sat ég í sæti mínu á þeim vinnustað sm Hjálmtýr átti allstóran hlut í að koma mér, og lét hugann reika um þann stutta tíma sem kunnings- skapur okkar Hjálmtýs stóð. Alltof stuttan. Þó kynni okar yrðu ekki löng þá hefði enn styttri tími nægt mér til þess að gera mér grein fyrir hvaða mann Hjálmtýr hafði að geyma. Ég komst strax að því að dug- legri og samviskusamari mann var vart hægt að hugsa sér, en þegar við það bættist gott hjartalag og auðsýndur kærleikur til náungans, þá verður hveijum þeim, sem í ná- lægð slíks manns er, ljóst að þar fer persóna sem á fáa sína líka. Því er missirinn enn meiri en ella. Ég vil þakka vini mínum og sam- heija fyrir þann stutta tíma er við fengum að þekkjast. Ég vil þakka honum stuðning er hann var alltaf reiðubúinn að láta í ljós bæði í þeirri baráttu er við háðum við síðustu alþingiskosningar og síðar. Við, sem fengum að kynnast Hjálmtý í kosningabaráttunni sl. vor, munum ekki láta minningu hans falla í gleymskunnar dá. Hans mun alltaf verða minnst í röðum Borgaraflokksins fyrir að vera drengur góður og alveg talandi dæmi um stefnu Borgaraflokksins, sem er mannúð og mildi. Af því átti Hjálmtýr nóg. Ég bið fjölskyldu Hjálmtýs' að reyna að hugga sig við að með slíkt lífshlaup sem Hjálmtýr hafði þá standa honum allar helgustu dyr opnar og er íiann nú í armi hins aimáttuga, því svo uppsker maður- inn sem hann sáir. Ég bið góðan guð að aðstoða og veita þér, Bryndís mín, styrk til að takast á við sorg þína og framtíð. Ég bið fyrir þér og fjölskyldu þinni. Og föður Hjálmtýs, mínum kæra vini Ágústi Lárussyni, sem svo sannarlega hefur þurft að þola ýmislegt á seinni árum, votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja hann og varðveita. Ég kveð kæran vin og samheija, Hjálmtýr Ágústsson. Það er vissu- lega huggun harmi gegn að geta verið þess fullviss að hann er nú á himinhæðum. Ingi Björn Albertsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. -I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.