Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988
„Skapast oft náið andrúms-
loft á kammerkonsertum“
Spjallað við þrjá meðlimi Blásarakvintetts Reykjavíkur
BLASARAKVINTETT
Reykjavíkur mun leika á tónleik-
um Kammersveitar Reykjavíkur
í Listasafni íslands við Fríkirkju-
veg annað kvöld, mánudags-
kvöld. Kvintettinn leikur tvö
verk, „Summermusic" eftir
Samuel Berber og „Tíu þættir
fyrir blásarakvintett" eftir Gy-
örgy Ligeti. Síðamefnda verkið
var flutt á tónleikum kvintettsins
í Svíþjóð í síðasta mánuði og fékk
flutningurinn góða dóma, hið
fyrmefnda munu blásararnir
leika í Bretlandi í maímánuði.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hafði tal af þremur blásaranna
og spjaUaði við þá um tónleikana
annað kvöld og ýmislegt fleira.
Blásarakvintett Reykjavíkur
skipa þeir Bemharður Wilkinson,
flautuleikari, Daði Kolbeinsson,
óbóleikari, Einar Jóhannesson,
klarinettuleikari, Joseph Ognibene,
sem leikur á hom, og Hafsteinn
Guðmundsson, fagottleikari. Blaða-
maður hitti þá Bemharð, Einar og
Hafstein að máli í Tónlistarskóla
Reykjavíkur, en þar stunda þeir
allir kennslu, auk þess sem þeir
leika í Sinfóníuhljómsveit íslands.
Hvað er að segja um verkin, sem
þið leikið á tónleikunum?
„Okkur var boðið til Svíþjóðar á
vegum Rikskonserten núna í febrú-
ar, og það var gert að skilyrði fyrir
boðinu að við lékum „Tíu þætti“
eftir Ligeti," sagði Bernharður.
„Þetta þykir erfítt verk, og tekur
langan tíma að samhæfa leikinn."
Einar og Hafsteinn tóku undir það
að fáir legðu til atlögu við þetta
verk og að það hefði tekið langan
tíma að æfa það. „Við lékum sex
sinnum í Svíþjóð og áheyrendur
tóku okkur mjög vel, sagði Haf-
steinn. „Við fengum líka jákvæða
gagnrýni í blöðum þar. Þetta verk
hefur ekki heyrst mikið á íslandi,
kannski verið flutt einu sinni áður.“
„„Summermusic" er eftir banda-
ríska tónskáldið Samuel Berber og
var fmmflutt af kammersveit í
Detroit árið 1956. Það verður á
efnisskránni okkar í Bretlandi í
maí,“ sagði Hafsteinn. Bemharður
skaut því inn að BBC, breska
ríkisútvarpið, hygðist hljóðrita
flutning kvintettsins fyrir klassísku
rásina BBC 3, sem eingöngu flytur
klassíska tónlist og leikrit. „Það
vantar einmitt slíka útvarpsrás á
Islandi," sagði Hafsteinn. „Ljósvak-
inn olli dálitlum vonbrigðum, við
héldum að hann myndi leika meira
af klassískri tónlist.“
Félagar hans tveir samsinntu
honum. Bemharður sagðist vilja
geta stillt á eitthvað annað á út-
varpinu en þessa venjulegu, takt-
föstu síbylju, þegar heim væri kom-
ið'á kvöldin - „ég veit hins vegar
ekki hvort slíkt er raunhæfur mögu-
leiki hér, bæði með tilliti til mann-
fjölda og menningarlega séð,“ bætti
hann við.
Einar var þeirrar skoðunar að
það væri fyrst og fremst hræðsla
við álit fjöldans, sem kæmi í veg
fyrir að hér væri sett upp klassísk
útvarpsstöð. „Þetta er bara lág-
kúra, það þarf að græða á öllu og
gróðasjónarmið enda ævinlega í
menningarlegri lágkúru.“
Svo snúið sé að öðru; hvenær var
Blásarakvintett Reykjavíkur stofn-
aður?
„Hann var stofnaður 1981 og
hefur verið skipaður sömu mönnum
frá upphafi, þannig að þetta er sjö-
unda starfsárið okkar saman,"
sagði Hafsteinn. Einar sagði að
kvintettinn hefði gert þónokkuð af
því að ferðast um og halda tón-
leika. „Við emm nýkomnir frá
Svíþjóð, og emm á leið til Stykkis-
hólms, Ólafsvíkur og Akraness í
byijun apríl. I maí fömm við svo
til Manchester og Cardiff - þetta
er lítill heimur.“
Haldið þið mikið af tónleikum?
„Það er kannski ekki fjöldi tón-
leikanna, sem segir allt, frekar
hversu mikið efni við æfum,“ sagði
Bemharður. „Við komum nokkuð
oft fram við alls konar tækifæri og
það er erfítt að hafa tölu á því -
hitt er víst að við æfum oft og reglu-
lega.“
Hver voru tildrögþess að þið stofn-
uðuð kvintettinn?
„Það var eiginlega þörf fyrir að
spila kammermúsík," sagði Haf-
steinn. „Það var enginn hópur í
líkingu við þennan starfandi þá,
þótt nokkrir hafí starfað á undan
okkur.“ „Það em til nokkrar gerðir
af klassískum kammerhópum,"
sagði Einar. „Það er strengjakvart-
ett, píanótríó og blásarakvintett.
Það hefur verið samið mikið af tón-
list fyrir svona hópa og því var
eðlilegt að fímm blásarar vildu
koma saman til þess að spila.“ Þre-
menningamir létu þess getið að það
vantaði sárlega strengjakvartett á
Islandi. „Það er eiginlega hneyksli,"
sagði Einar og Bemharður nefndi
dæmi frá nágrannalöndunum, þar
sem ríkið greiddi laun kammerhópa.
Finnst ykkur gaman að spila
kammertónlist?
Við þessari spumingu gall þref-
alt svar; „mjög gaman", „langbest"
og „gaman og mjög lærdómsríkt“.
„Það er erfíðast að spila kammer-
músík og auðveldast að spila kons-
erta,“ sagði Einar, og félagar hans
samsinntu því að mikið væri til í
þessu. „Þetta er líka okkar áhuga-
mál,“ saði Bemharður. „Það er
gaman þegar vel tekst til og hópur-
inn nær vel saman."
„Við gemm þetta alfarið í áhuga-
mennsku utan okkar föstu vinnu,
fáum ekkert fyrir nema greiðslur
fyrir tónleika," sagði Einar. „En við
gefum þá líka kannski meira af
okkur sjálfum."
Hver er munurinn á því að leika
í kammersveit og ístórri hljómsveit?
„I stórri hljómsveit verða menn
að lúta einum vilja, vilja stjómand-
ans, “ sagði Einar. „í kammersveit
verður hins vegar að veljast saman
fólk sem getur unnið saman og
verið saman. Slíkt er ekkert mjög
algengt.“ Hafsteinn bætti því við
Blásarakvintett Reykjavíkur. Frá vinstri: Joseph Ognibene með hor-
nið, Einar Jóhannesson, klarinettuleikari, Daði Kolbeinsson, óbóleik-
ari, Hafsteinn Guðmundsson, fagottleikari, og Bemharður Wilkin-
son, sem leikur á flautu.
að Blásarakvintettinn væri sá
kammermúsíkhópur á íslandi sem
lengst hefði starfað saman óbreytt-
ur.
Þremenningamir sögðu að auð-
vitað kæmu yfirleitt færri áheyr-
endur á kammertónleika en til
dæmis sinfóníutónleika. „Það er
bara betra, tónlistin hljómar betur,“
sagði Hafsteinn og hló. „Þeir sem
koma, gerá það af ást á efninu,“
sagði Einar. „Það skapast oft mjög
náið andrúmsloft á kammerkons-
ertum, þess vegna er þetta líka
dálítið sérstök tegund tónlistar."
Hafsteinn benti á að nafngiftin
„kammermúsík" gæfí líka til kynna
að hana ætti að leika í smærri söl-
um - nær áheyrendum en ella.
Hvemig líst ykkur á að spila í
Listasafninu?
„Við höfum nú ekki komið í hús-
ið ennþá,“ var svarið. Þeir félagarn-
ir sögðu að reyndar vantaði hentugt
húsnæði til flutnings kammertón-
listar og höfðu helst áhyggjur af
því að oft væri of mikill glymjandi
í söfnum. „Fólk verður bara að
koma mikið klætt, ef svo fer, til
þess að dempa hljóminn," sögðu
þeir og virtust skemmta sér vel við
tilhugsunina. „Það er alltaf fróðlegt
og gaman að prófa eitthvað nýtt,“
sagði Bernharður. „Við hlökkum
bara til."
Viðtal: OÞS
KONTRA
SKRIFSTOFUHÚSGÖGNIN
hafa vakiö verðskuldaða athygli
KONTRA er nýtt skrifstofuhús-
gagnakerfi hannað af Valdimar
Harðarsyni arkitekt. KONTRA
samanstendur af borðum,
skápum, hillum og skilveggjum,
sem raöa má saman á ótal vegu
og breyta að vild. Stærðir eru
staðlaðar og þannig gengur allt
upp I samsetningu eininganna.
Ýmsar athyglisverðar nýjungar
eru í KONTRA, t.d. leiðslustokk-
ar og armurinn fyrirtölvuhnappa-
borð. Með einu handtaki má stilla
hnappaborðið í rétta hæð og
snúa í báðar áttir.
MEÐ KONTRA er þér ekkert
að vanbúnaði.
Afköst og nýting á húsnæði eru
hugtök sem hljóta aö tengjast
náið. Með KONTRAverðurskrif-
stofan opin. Það er auðvelt að ná
sambandi við samstarfsfólkið en
þó er séraðstaða góð og næði til
að vinna í einrúmi. Pað verður
létt yfir öllu og öllum. Aðloknum
árangursríkum vinnudegi lítur
fólkið ánægt um öxl og kemur
hressara heim úr vinnunni.
Biðjið um KONTRA
bæklinginn.
Húsgögn og innréttingar
Suöurlandsbraut 32 sími 686900