Morgunblaðið - 13.03.1988, Page 24

Morgunblaðið - 13.03.1988, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 ISLAND OG UMHEIMURINN íslenskt sjálfstæði - tólg í enska sápu írskur svikari Á síðustu áratugum átjándu ald- ar og í byrjun þeirrar nítjándu var töluverður áhugi á íslandi meðal Breta, m.a. vegna ötuls starfs ís- landsvina, t.a.m. Josephs Banks. Eftir að styijöldinni lauk í Evrópu árið 1815 var enn talsverður áhugi í Bretlandi á því að efla samskiptin við ísland. Þegnar Bretakonungs vildu versla við landsmenn, enn- fremur var áhugi á því að hagnýta íslenskar náttúruauðlindir. Breski utanríkisráðherrann Castlereagh lávarður fékk því framgengt að skipaður var ræðismaður á Islandi árið 1817. Fyrsti opinberi ræðismaður Bretakonungs á íslandi var Thomas Reynolds og gegndi hann þessu embætti 1817-22. Reynolds var fæddur árið 1771 í Dyflinni og var af kaþólskum ættum. Hann tók virkan þátt í stjómmálalífi þeirra tíma og snemma árs 1797 gekk hann í flokk þjóðemissinnaðra íra. Markmið þessara samtaka var sjálfstætt írskt lýðveldi. Árið 1798 var í undirbún- ingi allsherjar uppreisn gegn yfir- ráðum Breta á írlandi. Thomas Reynolds seldi breskum yfirvöldum upplýsingar um þessi áform og helgaði sér þar með „varanlegan sess í svikarasögu írsku frelsis- hreyfingarinnar". Er talið fullvíst að Reynolds, síðar ræðismaður á íslandi, hafi fengið að launum 5.000 pund og árlegan lífeyri sem nam 1.000 pundum. Þetta munu vera upphæðir sem nema árslaunum fimmtíu og fimm prentara og lífeyr- irinn nemur árslaunum ellefu prent- ara. Morðhundurog glæpamaður Reynolds var ekki líft á Irlandi eftir þessi föðurlandssvik; hann fluttist því með fjölskyldu sína til Englands. „Þar lifði hann um efni fram og leitaði iðulega til stjóm- valda eftir fyrirgreiðslu og nýjum trúnaðarstörfum. Innan stjómar- innar var á hinn bóginn takmarkað- ur áhugi á því að nýta hæfileika hans á nýjan leik." — Þangað til breskum yfírvöldum þótti við hæfi að skipa ræðismann á íslandi. Anna Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur. Morgunblaðið/Sverrir Onnu Agnarsdóttur sagnfræðing Anna Agnarsdóttir er einn helsti sérfræðingnr íslendinga um samskipti Islands og Bretlands á síðasta aldarfjórðungi átjándu aldar og fyrsta fjórðungi þeirrar nítjándu. Hefur hún skrifað nokkrar tímaritsgreinar um þau efni. Síðastliðið haust birtist grein eftir Önnu í tímaritinu Nýsaga. Þar greindi hún frá því að fyrsti viðurkenndi ræðismaður Breta á Islandi hafi haft persónuleika o g fortíð sem varla hæfi manni í hans stöðu. Hún lét þung orð falla í garð ræðismannsins. Gegnir það furðu að skrif Önnu hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni. Morgunblaðið sér sigþví til knúið, að gera nánari grein fyrir rannsóknum Önnu Agnarsdóttur. segir að væntanlegur ræðismaður hafí legið undir ásökunum af stjóm- arandstöðunni í breska þinginu um að hafa myrt tengdamóður sína og verið nefndur „morðhundur og glæpamaður". Anna Agnarsdóttir telur að ut- anríkisráðherra Danmerkur og ís- lands, Niels Rosenkrantz, hafi af hagkvæmnisástæðum samþykkt að þessi maður yrði fulltrúi Bretaveld- is á íslandi, þrátt fyrir að ýmsum hafi þótt það óráðlegt. Austurríski sendifulltrúinn í Kaupmannahöfn, Berk, hafi t.d. talið að Bretar vildu sölsa undir sig veiðar og verslun við ísland. Hann taldi og ákveðna hættu á því að slík áform næðu fram að ganga m.a. vegna þess hve íslendingar væru „bamalegir og skammsýnir". Thomas Reynolds kom aðeins einu sinni í heimsókn til íslands, sumarið 1818. Hann afsagði að koma aftur, m.a. vegna þess að að hann vildi ekki dvelja lengur í þessu „mjög svo ógestrisna loftslagi". Ræðismannsembættið var lagt niður árið 1822 og Reynolds lést úr kóleru í París árið 1836. Fulltrúa Morgunblaðsins þóttu ofangreindar fréttir vera svo alvar- legs eðlis að það væri hætt við því að þær kynnu að hafa óæskileg áhrif á samskipti íslendinga við erlendar þjóðir, einkum Breta. Skip- an manns með slíka fortíð og per- sónuleika, eins og Thomás Reynolds er sagður hafa haft, lýsir fádæma irðingarleysi gagnvart Islendingum. Ýmsum landsmönnum kann að þykja ástæða til að íhuga að mót- mæla tilnefningu þessa manns í ræðismannsstöðu hér á landi, þótt seint sé. — Svo fremi að upplýsing- ar Onnu Agnarsdóttur séu réttar. Blaðamaður Morgunblaðsins fór því til fundar við Önnu Agnarsdóttur. Eftirfarandi viðræður áttu sér stað á fjórðu hæð í Árnagarði, einu af höfuðvígjum íslenskra fræða og sagnagrúsks. Þetta er satt Eru upplýsingar þínar um Thomas Reynolds virkilega rétt- ar? „Já, þær eru það. Nægar heimild- ir eru til um Reynolds á þjóðskjala- söfnum Dana og Breta, Rigsarkivet og Public Record Office. Þar að auki er t.d. nokkuð um hann fjailað í þingtíðindum Breta, Parliament- ary Debates. Nokkuð er um liðið síðan Reyn- olds var veitt þessi ræðismanns- staða. Annars á ég erfitt með að skilja undrun blaðamanns. Þessi stöðuveiting fékk tiltölulega eðli- lega afgreiðslu. Bretar báðu Dani að viðurkenna Reynolds sem „Stór- bretalands Consul á íslandi". Danir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.